Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 - 23 'Dagpr gott í ekki stærri borg. Ef fólk fer á góða leiksýningu langar það aftur í leikhús. Mér finnst sérlega áberandi hversu áhugi yngri kynslóðarinnar á leiklist hcfur stóraukist. Þegar ég hóf störf sem þjóðleikhússtjóri gerð- um við átak í því skyni að fá ungt fólk í leikhús. Við völdum verkefni og stóðum þannig að þeim að þau höfðuðu sérstak- lega til ungs fólks. Eg réð hóp af kornungum leikurum og tefldi þeim hvað eftir annað fram í burðarhlutverkum. Þetta skilaði sér og ungt fólk streymdi í leik- húsið. Annað gerðist í kjölfarið; skyndilega var farið að tala um stjörnur í íslensku leikhúsi. Oðr- um þræði er það dálítið hlægi- legt því lslendingum finnst ekk- ert merkilegt að lenda við hlið- ina á frægum leikara á veitinga- stað meðan fólk í stórborgum fellur í stafi ef það kemst nálægt frægum kvikmyndaleikara. En það er æskudýrkun í gangi í þessari listgrein, og það er stundum eins og það sæti ekki tíðindum ef leikari á miðjum aldri er að vinna afrek meðan yngra fólk fær gífurlega umíjöll- un.“ - Fyrir nokkrum árum voru miklar umræður unt leikhús- gagnrýni og mikill hiti var í um- ræðunni. Eru leikarar ekki of viðkvæmir fyrir gagnrýni ? „Nei, mér finnst ekki hægt að segja að þeir séu of viðkvæmir. Leikarinn er að vinna með til- finningar sínar frammi fyrir al- þjóð og er að gefa af sér á annan hátt en aðrir listamenn sem geta til dæmis tjáð sig í gegnum mál- verk eða hljóðfæri. Leikarinn er svo berskjaldaður, verður að byggja á sjálfum sér, bæði and- lega og h'kamlega. Það er því ekkert undarlegt þótt honum bregði ef of hranalega eða ónotalega er vikið að frammi- stöðu hans. Þetta er svo ein- kennilega viðkvæmt og persónu- legt starf.“ - En eru leikhúsgagnrýnendur nægilega vel menntaðir? „Það er engin formúla til fyrir hinum góða gagnrýnanda. En sem starfandi leikhúsmaður sér maöur tiltölulega fljótt eftir nokkrar umfjallanir hvort maður á almennt samleið með gagnrýn- andanum í leikhúsviðhorfum. Mér finnst mjög mikilvægt að undirstrika að gagnrýni er bara skoðun eins einstaklings. Það hefur stundum farið fyrir brjóst- ið á okkur í leikhúsinu þegar einn gagnrýnandi er hafinn á stall og allir eiga að taka óskap- lega mikið mark á því sem akkúrat honum finnst. Það er hættulegt í listgagnrýni. En varðandi menntun þá byggist hæfni í starfi ekld ætíð á menntun. Eins og Thorolf heit- inn Smith, sem ég vann með á fréttastofu útvarps, sagði eitt sinn um ákveðinn mann: „Þessi maður hefur aflað sér víðtækrar vanþekkingar í lífinu.“ Fólk get- ur verið fræðilega mjög vel menntað í lcikhúsi en tekst kannski ekki að nýta það í Ieik- listarumfjöllun og svo öfugt. Hér á landi er orðið mjög al- gengt að bókmenntafræðingar skrifi um leiksýningar. Eg vil ekki gera lítið úr þeim en slík menntun er ekki endilega sú hcppilegasta þegar fjalla á um leiksýningu. Þeir heyra oft betur en þeir sjá, hlusta meira á text- ann en að upplifa hið sjón- ræna.“ Bág launakjör leikara - Hefurðu aldrei áhyggjur af þvi að Þjóðleiklmsið sé að verða of mikil stofnun sem skorti fersk- leika og áræði? „Ég tel okkur hvorki skorta ferskleika né áræði, kannski vegna þess að við erum mjög meðvituð um að jafn stórt leik- hús og þetta á auðvelt með að verða stofnun. Við höfum mark- visst reynt að koma í veg fvrir það, verið með framsækin verk- efni, ráðið til okkar frumlega leikstjóra og mjög er vandað til vals á þeim erlendu listamönn- um sem hingað koma til starfa. Þegar ég hóf störf hér réð ég hóp af kornungum leikurum og þeir flytja með sér ákveðinn ferskleika. Við erum forréttindaleikhús í Ieikhúsflórunni að því leyti að við erum stærst og höfum mestu fjárráðin en það eru líka gerðar til okkar mestu kröfurnar. Það er umhugsunarefni að fram- sæknustu sýningarnar virðast vera í stóru leikhúsunum fremur en hjá litlum leikhópum og minni leikhúsum. Við höfum skilyrði til að leyfa okkur slíkt meðan þessir hópar hafa kannski ekki fjármagn og að- stöðu á sama hátt og verða að veðja á öruggari verkefni. Það sem mér finnst alvarleg- ast er að stundum finnst mér vanta áhugann hjá minni leik- húsunum til að gera eitthvað öðruvísi. Þegar ég var að byrja í leikhúsinu upp úr ‘68 var ríkj- andi stofnanaandúð og þá var í tísku að stofna sjálfstæða leik- hópa. I Svíþjóð, þar sem ég lærði leiklistarfræði og leik- stjórn, var þetta mjög áberandi og í leiksýningum skipti boð- skapurinn oft meira máli en framsetningin. Heima á Islandi unnum við jafnaldrarnir jöfnum höndum í litlum leikhópum og stórum leikhúsum en það sem við vorum að gera utan stóru leikhúsanna var öðruvísi, eitt- hvað sem stóru leilihúsin treystu sér ekki til að gera. Þarna voru ríkjandi hugsjónir sem við get- um brosað léttilega að í dag, en það ríkti þó eldmóður. Mér finnst alltof oft núna að minni leikhús og leikhópar sigli um of á örugg mið. Ég skil rekstrar- fræðilegu forsendurnar en hug- myndafræðilega ríkir þarna of mikil fátækt. Ég er ekki að biðja um pólitfskan boðskap heldur til dæmis formtilraunir, eilthvað sem er aðeins öðruvísi.“ - Víkjum að eins að launakjör- um leikara, eru þau nægilega góð? „Leikhúsheimurinn er lág- launasvæði. Það er skelfileg staðreynd en það lifir enginn á því að vera leikari í fullu starfi í Þjóðleikhúsinu. Leikari er með svipuð grunnmánaðarlaun og unglingur sem er að byrja á „Það er verið að búa til stríð milli Þjóðleikhúss- ins og Leikfélags ís- lands. Ég minni á að við höfum verið mjög örlát bæði við Loftkastalann og Leikfélag íslands og það eru ekki margar sýningar sem hafa verið þar á fjölunum án þess að einhver þjóðleikhús- leikari kæmi við sögu. Þjóðleikhúsið hefur með þessum stuðningi átt stóran þátt í því að byggja upp Loftkastal- ann og Leikfélag ís- lands“ McDonald's. Eftir fjörtíu ára starf eru grunnlaun leikara í kringum 140.000 krónur og síð- an fær hann revndar sýningar- laun en launin er samt svo lág að leikarar þurfa að snapa sér alls kyns aukavinnu. Það ætti að vera grundvallaratriði að leikari sem er í föstu starfi í Þjóðleik- húsi íslendinga væri sáttur við launin sín. Staðan er ekki skárri hjá öðrum leikhúsum, nema síð- ur sé. Leikfélag íslands er að fastráða leikara og segist vera með annars konar samninga, en það sem hefur komið fram er að það eru sáralítið hærri laun en krafist meiri vinnu. Ég sé því miður ekki að það sé nein lausn." Leikstjórnin heillar - En hvað ællar þú að vera lengi í starfi leikhússtjóra? „Til skamms tíma gátu þjóð- leikhússtjórar ekki setið lengur en átta ár. Ég hafði lokið því tímabili en þá var gerð breyting á lögunum til samræmis við aðra forstöðumenn ríkisstofnana og ráðningartímabilinu breytt í fimrn ár. Við vorum að fara inn f fimmtíu ára afmælisár sem ég var búinn að skipuleggja með mínum ráðgjöfum, þannig að það var einkennilegur tíma- punktur að þurfa að stökkva út á miðjum vetri og þegar við bætt- ist að yfir níutíu prósent starfs- fólksins skrifaði á áskorunarlista og bað mig að vera lengur þá sló ég til. Ég er rétt að byija það fimm ára tímabil en verð að við- urkenna að mér finnst það nokkuð langur tími. En það er búið að vera gríðarlega gaman í þessu starfi, ég hefði aldrei trú- að því fyrirfram að það gæti ver- ið svo skemmtilegt. Ég hef unn- ið með frábæru samstarfsfólki og afburða leikarahóp. Stundum heyrir maður fólk andvarpa yfir íslensku leikhúsi en þetta er fólk sem fer ekki mikið í leikhús og er að miða við gamla tíma. Það hefur orðið ótrúleg framþróun í íslensku leikhúslífi. An þess að fyllast yf- irþyrmandi sjálfsánægju þá er það staðreynd að íslenskt leik- hús er í háum gæðaflokki." - En hvað myndirðu gera ef þii hættir? „Ég er leikstjóri að aðalstarfi og sakna þess oft að geta ekki leikstýrt meira. Ég hef tekið ein- staka verkefni á tveggja ára fresti og mér finnst nauðsynlegt fyrir leikhússtjóra að tapa ekki þessu lifandi listræna sambandi við sitt samstarfsfólk. Ég fæ ekki alveg útrás fyrir leikstjórann í starfi |rjóðleikhússtjóra, en þegar ég hætti get ég vel hugsað mér að einbeita mér að leikstjórn." - Einhverjir myndu segja að það væri þrep niður á við i virð- ingarstiganum? „Hann skiptir engu máli í þessu sambandi. Leikstjórn er heillandi starf. Reyndar hefur góður leikstjóri í mínum huga engu minni virðingarstöðu en þjóðleikhússtjóri. Ég starfaði mikið erlendis sem leikstjóri eft- ir að ég hætti sem leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur bæði á Norðurlöndum og í Bandaríkj- unum. Og ég skal ekki leyna því að mér hafa borist noldcur spennandi tilboð erlendis frá bæði við lcikstjórn og leikhús- stjórn. Ég gæti vel hugsað mér að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. En leikhússtjóri ber vissulega mikla ábyrgð og hefur örlög mjög margra einstaklinga í höndum sér. Það sem er sér- kennilegt við starfið og tekur mann smátíma að átta sig á er að á hverjum einasta degi er maður er að velja verkefni, höf- unda, leikstjóra, Ieikara og við hvert val útilokar maður ein- hvern. Mér brá all rækilega þeg- ar ég var að byrja í leikhússtjóra- starfinu og áttaði mig á því að ég var búinn að eignast hálfgerða óvini úti í bæ án þess að hafa hitt viðkomandi fólk. Leikhús- fólk metur gjarnan leikhússtjór- ann út frá sinni eigin stöðu. Mér finnst alltaf góð sagan um leikarana tvo sem voru spurðir að því hvernig þeim þætti leik- hússtjórinn. Sá sem lék Hamlet sagði hann vera frábæran en sá sem lék annan grafara sagði hann vera fullkomlega óhæfan.“ „Án þess ad fyllast yfirþyrmandi sjálfsánægju þá er það staðreynd að islenskt leikhús er i háum gæðaflokki."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.