Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 10
X^ur LÍFIÐ í LANDÍNU 26 - LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 Kjartan „Ég notaði öll tæki- færi til að leika í leikritum, bæði I barnaskóla og hjá skátunum." stórfjölskyldunnar I húsi Systkinin Kjartan Ragnarsson leikstjóri og Inga S. Ragnars- dóttir myndhöggvari ólust upp í sannkallaðri stórfjöiskyldu þar sem um 30 ættingjar bjuggu í sama húsi. Þeirra annað heimili var vinnustofa föðurins, þar sem margir af fremstu myndlistarmönnum þjóðarinnar störfuðu. Listin hefur alltaf verið stórt element í þeirra lífi þótt þau fari ólíkar leiðir í tjáningu hennar. „Við eigum eflaust fleira sameiginlegt en mörg önnur systkini því það eru svipaðar pælingar í því sem við erum að gera,“ seg- ir Inga S., kölluð Inga Sigga af kunnug- um. Þau segja þó samskiptin hafa verið fremur lítil á vissu skeiði; enda sé tfu ára aldursmunur á þeim. „Eg fýlgdist samt alltaf með Kjartani og fékk stundum að fara á æfingar með honum þegar hann var að leika, auk þess vann ég hjá honum í miða-og sælgætissölunni þegar hann var framkvæmdastjóri Tjarnarbíós," rifjar Inga Sigga upp. Samband okkar hefur þróast mikið síðari ár,“ segir Kjartan. Eft- ir að ég heimsótti hana í fyrsta skipti til Þýskalands hefur verið sterk vinátta milli okkar og við leitum hvort til annars með það sem við erum að hugsa og gera.“ Inga Sigga er búsett í Þýskalandi, er þar gift kona og tveggja dætra móðir. Eiginmaðurinn, Stefan Klar er þýskur tónlistarmaður sem Inga Sigga segir alltaf hafa verið hrifinn af Islandi. „Hann eign- aðist bók um Island þegar hann var sex ára og tólf ára tók hann þá ákvörðun að fara til Islands. Hann kom hingað 18 ára og stuttu seinna kynntumst við.“ Inga Sigga lærði bæði keramik og högg- myndalist í Þýskalandi og það endaði með því að þau Stefan settust þar að. Hún nýtur þess þó að dvelja á íslandi með fjölskylduna í lengri og skemmri tíma á hverju ári. Kjartan: Okkar fjölskylda hittist mest kring um Ingu Siggu þegar hún er á Iand- inu enda er ræktarsemi hennar svo mikil að hún hefur alltaf samband við alla. Eg hugsa að ég hafi meira saman við hana að sælda en bróður minn sem býr þó hér- umbil við hliðina á mér.“ Við fótskör myndlistarmanna Þau systkinin segjast bæði hafa unnið á verkstæði föður síns, Ragnars Kjartans- sonar, myndhöggvara en þó ekki á sama tíma. „Pabbi rak Glit, meðan það var og hét og þar unnu nokkrir af fremstu myndlistarmönnum þjóðarinnar, svo sem Haukur Dór, Hringur Jóhannesson, Magnús Pálsson, Þorbjörg Höskuldsdótt- ir og Steinunn Marteinsdóttir. Pabbi var líka skólastjóri Myndlistaskóla Reykjavík- ur og þangað vorum við systkinin öll send til náms þannig að myndlistin hefur alltaf verið stór hluti af okkar tilveru," segir Inga Sigga. Kjartan kveðst þó snemma hafa ákveðið að snúa sér fremur að öðru og rifjar upp að níu ára hafi hann komið til móður sinnar, alveg í rusli og sagt henni að það Iiti ekki vel út með framtíðina hjá sér. Hann langaði að verða annað hvort leik- ari eða söngvari en amma sín segði að þeir yrðu allir drykkjumenn. Hann kveðst þó hafa notað öll tækifæri til að leika í Ieikritum í barnaskóla og hjá skátunum og leiðin hafi legið í leiklistarskólann. „Eg sé samt svolítið eftir að hafa ekki farið í tónlistarskóla líka því ég hefði haft gott af því,“ segir hann. Aðspurður segist hann lítið kunna að spila, aðeins geta „gutlað á gítar.“ Inga Sigga rifjar upp að þau krakk- arnir hafi oft setið og sungið á kvöldin, enda hafi verið rík hefð íyrir söng á þeirra heimili. „Pabbi og mamma sungu mjög vel saman og þegar selskapur var hjá þeim var mikið sungið." Kjartan tekur undir það og segir stofuna hafa verið eins og „fjallaskála." Til skýringar kveðst hann stundum fara sem leiðsögumaður í hesta- ferðir um hálendið og þá sé skylda að taka gítarinn með. „Annars tek ég hann varla upp neðan við 200 m hæðarlínu," segir hann. „Við syngjum nú á gamlárs- kvöld,“ maldar Inga Sigga í móinn. Öræfahúsið Við sitjum einmitt f stofunni sem Kjartan segir hafa verið eins og íjallaskála því við- talið fer fram á æskuheimili systkinanna við Ljósvallagötu, þar sem móðir þeirra, Katrín Guðmundsdóttir, býr. Faðir þeirra er látinn fyrir nokkurm árum. „Þetta var hús stórfjölskyldunnar, því hér bjó allt að 30 manns, venslað fólk og skylt. Hingað fluttust tveir bræður frá Skaftafelli í Or- æfum, ásamt sínum konum og dætur þeirra bjuggu, með sínar Ijölskyldur, í sitt hvorri fþúðinni. Hér voru semsagt fjögur eldhús sem við krakkarnir gátum farið í og sníkt okkur brauðsneið því þetta voru allt nánustu ættingjar," segir Kjartan. Inga Sigga bætir við að þriðji bróðirinn hafi búið uppi í risi og þar hafi verið her- bergi sem leigð voru út. „Þetta var kallað Öræfahúsið því margir Öræfingar höfðu hér sína fyrstu lendingu þegar þeir komu til borgarinnar en þegar við krakkarnir stálpuðumst fluttum við upp í risið úr báðum íbúðunum á 1. hæð.“ Kjartan: „Gömlu mennirnir töluðu linnulaust um Öræfin en fóru samt aldrei austur. „Við eigum ekkert erindi," sögðu þeir. Mér hefur dottið í hug að skrifa handrit að nokkurs konar „Mattadorþátt- um“ um þetta hús, íbúa þess og gesti því hér var mikið líf í dentíð. Leiðinlegt að fara En frá fortíð til nútíðar. Bæði hafa systk- inin haft nóg að sýsla f sumar. Inga Sigga er ein fjögurra listamanna sem sýnir um þessar mundir í Pakkhúsinu á Höfn og hefur auk þess unnið sem leiðsögumaður. Kjartan hélt um tögl og hagldir í Baldri og er á förum til Hannover með Þjóðleik- hússfólki sem sýnir leikritin Bjart og Astu SóIIilju á heimssýningunni, en hann er höfundur leikgerðarinnar, ásamt eigin- konu sinni, Sigríði Margréti Guðmunds- dóttur. Inga Sigga segist ekld komast á sýninguna í Hannover því hún verði á leiðinni til Þýskalands þann dag. Aðspurð kveðst hún ekki vita hvenær hún komi næst til lslands. „Bæði maðurinn minn og stelpurnar una hér mjög vel og finnst leiðinlegt að fara. Það skiptir mig miklu máli. Þá getum við öll blakkað til að koma aftur.“ GUN. Kjartan og Inga S.“ Við leitum hvort til annars með það sem við erum að hugsa og gera" mynd: einar j.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.