Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 12
 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 Dagur i omjmiluin Grunnskólar landsins iða senn af lífi eftir sumar- dvalann og 6 ára börnin eru eflaust full tilhlökkun- ar. Svolítið umstang fylg- ir því að byrja í skóla og skólataskan og fötin skipta oft miklu máli. Fjárútlát heimilanna eru talsverð um þessar mund- ir og flestir foreldrar vilja gera hagstæð kaup. Dagur skrapp í Hagkaup í Kringlunni, ræddi við Önnu Lenu Halldórsdótt- ur, svæðisstjóra barna- deildar og kíkti á fataúrval- ið ásamt Kolbrúnu Birnu Hallgrímsdóttur og Mikael Lúis Gunnlaugssyni sem bæði eru að hefja nám í sex ára bekk Mela- skóla. Mikið keypt Anna Lena segist verða vör við mikla aukningu í fatakaupum á þessum árstíma. „Foreldrar eru að kaupa skólaföt á börnin sín og þá oft alfatnað fyrir veturinn; úlpu, skó, peysu, bol og jafnvel tvennar, þrenn- ar buxur. Fólki finnst þægilegt að koma hingað og geta fengið allt á einum stað á hagstæðu veröi,“ segir Anna Lena. Það kostar sitt að klæða börnin fyr- ir skólann og að sögn Önnu Lenu Kolbrúnu ætti ekki aö vera kalt í vetur i þess um skemmtilegu brettafötum sem eru fóðruð að innan með flís. Anorakkurinn kostar kr. 4995.- og buxurnar eru á kr. 3995,- : »r*m*fÍí&L Mikael og Kolbrún tilbúin að fara í skó/ann í fal- legum vetrarfötum frá Hagkaup. Dúnúlpa kostar kr. 4995.-, skórnir eru á kr. 3995,- og húfa á kr. 689,- Skóiataska með fylgihlutum (pennaveski, sundpoki og peningabudda] er á kr. 5.495,- en tóm kostar hún kr. 3495,- myndir: e.ól eyðir fólk hátt í 15 þúsund krón- í skólafatnað á barn sem þarf úlpu, peysu, buxur og skó fyrir veturinn. Hún segir að Hagkaup fylgist vel með tískunni. „Innkaupastjórarnir eru duglegir að fara á tískusýn- ingar erlendis og fylgjast vel með livað gerist og gengur tískuheiminum. Þetta er orðin tískubúð en samt er enn hægt að fá í Hagkaup sígild föt eins og jogging-galla, háskólaboli og legg- ingsbuxur. Hér ættu allir að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi.“ Skraut og skærir litir Að sögn Önnu Lenu verður mikið um dökk- græna og vínrauða liti í vetur, appelsínugulur þykir einnig mjög flottur og grái liturinn heldur velli. „Skraut á buxum er áfram vinsælt og það nýjasta núna eru litlar silfurkúlur sem festar eru á bæði buxur og jakka,“ segir Anna Lena. Hún segir að svokallaðar skopparabuxur séu mjög vin- sælar, vi'ðar buxur úr þunnu efni. Mikil eftir- VARAHLUTAVERSLUNIN HHHd BRAUTARHOLT116 • 'S‘562 2104 Fax 562 2118 » e-mail: kistute«@isholf.is STOFNAÐ 1952 HHLi ÍTinHLE . ORIGINAL VELAHLUTIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.