Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 5
Gunnar Kvaran á Kjarvalsstöðum árid 1997, skömmu áður en hann fór til Noregs til að taka við starfi forstöðumanns Bergen Kunstmuseum. mynd: e.ól. Gunnar Kvaran fýrr- verandi forstöðu- maður Kjarvals- staða hefur síðustu þrjú árin verið önn- um kafmn við móta framtíðarstefnu Listasafns Bergen. Hann var hér í stuttri heimsókn um síð- ustu helgi vegna opnunar sýn- ingarinnar „Tími fresta flugi þínu“ og gaf sér þá tíma til að segja Degi frá starfi sínu í Nor- egi. - Þú virðist kunna vel við þig í Bergen. Eig- um við eftir að sjá þig hér meira? „Kerfið í Noregi er þannig að forstöðu- menn safna með safnaeignir sem spanna löng tímabil eru ávalt æviráðnir. Þetta er gert til að passa upp á ákveðna samfellu í starfseminni en þýðir ekkert endilega að ég verði þarna alla ævi.“ - Ilvernig safn er Listasafn Bergen? „Þetta eru í raun þijú söfn. 1 fyrsta lagi er safn sem stofnað var árið 1825 og gert að borgarlistasafni 1878. I því eru um 8.000 listaverk, þar af um 6.000 teikningar og grafíkmyndir. Safnið spannar í stórum dráttum evrópska listasögu frá miðöldum til vorra daga. Þetta er auðvitað brotakennt yfirlit, en inn á milli eru mjög sterkir hlutir. I öðru lagi er Rasmus Meyer safnið, en Meyer var kaupmaður í Bergen í lok síð- ustu aldar, sem safnaði húsgögnum og norskum málverkum. Hann átti ítarlegt safn af norskri myndlist frá upphafi til 1915 með nokkrum af helstu perlum norskrar myndlistar. Munch safnið hans er sérlega gott og í því er að finna hluta af lyk- ilverkum listamannsins. I þriðja lagi er Stenersen safnið, sem Rolf Stenersen viðskiptamaður gaf Bergen árið 1971. Hann hafði áður gefið Osló safh sitt af norskri myndlist, en fiergen fékk al- þjóðlega hluta safnsins. I því eru 300 verk, þar af 20 Picasso og stærsta Paul Klee safn í Norður-Evrópu. En þarna eru líka verk eftir Matta, Léger, Max Ernest og Parísar- skólann." Ákveðin markmið „Söfnin eru í þremur mismunandi bygging- um við götu, sem liggur við vatn í miðborg- inni, ekki ósvipað Tjörninni. Samtals erum við með safnahúsnæði upp á tæplega 15.000 m2. Rasmus Meyer safnið fékk sér- staka byggingu á sínum tíma og Stenersen safnið var opnað í annarri byggingu árið 1978. Sjálf listaverkaeign borgarinnar var í mörg ár á flæðiskerí stödd og það er ekki íyrr en núna á menningarárinu, sem borg- in ákveður að láta okkur fá 8.000 m2 byggingu við enda götunnar. Aður hafði safnið verið í geymslu og verkin sýnd tíma- bundið í Stenersen safninu. Við erum búin að opna fyrstu hæðina í nýju byggingunni, sem við Ijúkum á næsta ár, og þar verður safnaeignin í framtíðinni." - / hverju felst starf þitt sem forstöðu- manns þessara safna? „I starfi sem þessu fær maður yfirleitt ákveðin markmið til að vinna að, en þau eru ákveðin af borginni og menningarmála- deild borgarinnar. Eg fékk það hlutverk að nútímavæða safnið á sviðum sem varða byggingar, sýningarpólitík, úrvinnslu á miðlunarþættinum og að setja safnið inn í alþjóðlegt samhengi. Að þessu hef ég verið að vinna síðustu þrjú árin. Við höfum verið að velta því fyrir okkur á hvaða hátt við getum þróað kynningu á safninu og miðlað vinnslu á okkar athug- unum í ólíkri tækni og með ólíkum aðferð- um. Þetta snertir stafræn og rafræn miðl- unartæki, gerð bæklinga og textaskrif fyrir ólíka markhópa, myndbanda- og skyggni- myndasýningar og leiðsögn með heyrnar- tólum. Við höfum beint sjónum okkar sér- staklega að hverfulleikalist síðustu 20 til 30 ára og á hvern hátt við getum innleitt uppákomur, gjörninga, myndbönd, hljóð og kvikmyndir í safnið. Ein hugmyndin er að setja stóra mynd- bandsskerma í glugga á fyrstu hæð bygg- ingar Stenersen safnsins og láta þá snúa út. Þetta þarfnast geysilega dýrrar tækni og tækja sem úreltast fljótt, svo við þurfum að finna fjármagn og byggja upp ákveðna endurnýjunaraðferð til að draga úr kostn- aði. Sérstakur vinnuhópur hugsar bara um þessa hluti, en við erum með margar ólíkar deildir sem sjá um ólíka þætti safnsins og mun fleiri listfræðinga en eru á íslenskum söfnum." Öflugt listalíf „Við vinnum einnig að því að gera safnið þekkt í alþjóðlegu samhengi. Það hefur verið ansi afskipt f langan tíma, með frekar innhverfa stefnu, en núna er ætlunin að sinna hvoru tveggja, rannóknum og miðl- un, sem er einn mikilvægasti þáttur starfs- ins í tengslum við sýningar. Tímabundnu sýningunum er ætlað að vekja á okkur at- hygli og þurfa að vera í sama gæðaflokki og safnið sjálft." - Hvemig brást norskur listheimur við þegar útlendingur var í fyrsta sinn ráðinn i starf forstöðumanns listasafns og það í næst stærsta safni landsins? „Norðmenn eiga marga listfræðinga og fjöldi manns starfar í norskum Iistasöfnum svo auðvitað voru sumir undrandi á ráðn- ingunni. Það hafa örugglega verið einhverj- ar umræður í pípunum upp og niður Nor- eg, en gagnvart mér hefur þetta verið Ijúft. lslendingar hafa mjög jákvæða ímynd í Noregi og ég gekk inn í það samhengi. Starfsfólkið þurfti auðvitað ákveðinn að- lögunartíma, því fyrstu mánuðina fóru öll samskipti fram á ensku, en um Ieið og «<ég fór að tala tungumálið, þó það væri með þessum furðulega hreim sem Islend- ingar hafa, varð öll samvinna nánari. Eg er líka búinn að endurskipuleggja mikið á þessum þremur árum þannig að Bergen Kunstmuseum í dag er öðruvísi en sú stofnun sem ég kom inn í fyrir þremur árum.“ - Hvemig er lista- og menningarlífið í Bergen? „Það er öflugt og gott fyrir okkur í safn- inu. I Bergen eru faglegar stofnanir á borð við Kunstforening, sem framleiðir sýningar í háum gæðaflokki, Kunstne Center, sem sinnir sérstaklega yngri listamönnum og tveir minni sýningarstaðir þar sem lista- menn og listfræðingar standa að sýningar- haldi. Auk þess eru fimm atvinnugallerí í borginni. Þetta umhverfi gerir borgarlista- safninu kleift að vinna á öðrum rytma og á annan hátt en ef við þyrftum að þjónusta alla listamenn í borginni og umhverfis hana. 1 Bergen búa um 270.000 manns og með nágrannabyggðunum nálgast íbúatal- an hálfa milljón. Bergen er líka hluti af Noregi, þannig að öll stærðarhlutföll eru allt önnur en á Islandi og vinnuumhverfið er öðruvísi." Dýnamískt umhverfi -1 hverju er munurinn helst fólginn? „Þó svo norskt samfélag og íslenskt séu að mörgu leyti Iík gerir stærðarmunurinn Iistsamfélagið í heild sinni ólíkt. Osló, Stavanger, Lillehammer, Kristiansand, Bergen, Tromsö og Trondheim eru allt borgir með virka myndlistarmiðlun, en munurinn á söfnunum byggist aðallega á tvennu, stærðarhlutföllunum og alþjóðlegri safnaeign. Þá eru mun meiri samskipti á milli norrænu safnanna en á milli safna hér á íslandi og í Skandinavíu. Þar eru al- þjóðleg söfn sem skiptast á verkum og sýn- ingum, en íslensku söfnin hafa fyrst og fremst íslenska myndlist og lenda þar af Margrét E. Ölafsdóttir skrifar leiðandi í útkanti. Þó Noregur sé ekki eitt af stærstu lönd- um Evrópu er mikill munur á samfélagi af þessari stærð. Oll rannsóknarvinna er orð- in fyrirferðamikill þáttur í samfélaginu al- mennt og hluti þeirra rannsókna skilar nið- urstöðum sem berast til safnanna. I Bergen er öflugur háskóli með stóra list- fræðideild og þegar stofnanir af ólíku eðli koma þannig að sama hlutnum verða vinnubrögðin dýpri og umhverfið dýnamískara. „ - Á sýningunni Tími fresta flugi þínu sjá- um við verk eftir listamenn sem algengt er að rekast á erlendis, en koma ekki oft hing- að. Önnur verk sem em í sýningarskránni eru ekki á Kjarvalsstöðum. Hvemig stendur á því? „Sýningin er þannig upp byggð að ákveð- inn kjarni hennar ferðast en annar hluti er sérstaklega hannaður á hverjum stað. I Bergen vorum við með verk eftir listamenn á borð við Picasso, Braque og Calder, sem voru ýmist til í okkar safni eða fengin lán- uð frá Guggenheim, Tate og fleiri stofnun- um. Við höfum verið að lána þeim verk í gegnum tíðina, en við eigum mjög fín verk eftir helstu módernista 20. aldarinnar og frá 19. öld, sem eru auðvitað ansi góð skiptimynt. Þessi verk eru ekki á sýning- unni á Kjarvalsstöðum vegna þess hve feikilega kostnaðarsamt það er að senda þau á milli Ianda. Það þarf sérsmíðaða kassa, try'ggingar og flutning við hæfi.“ - Hvemig hafa norrænu söfnin komist yfir alþjóðlega myndlist? „I Noregi eru einkasafnarar sem eiga stór og mikil alþjóðleg listasöfn. Þeir vinna með söfnunum með því að kaupa inn verk fyrir þau og láta listamenn gera verk sem þeir síðan afhenda söfnunum til vörslu í 10 til 20 ár áður en þau eru ánöfnuð." Auðmenn vinna með söfnunum „Einkasafriararnir tilheyra nokkuð stórri stétt manna sem á mjög mikið af pening- um. Hluti þeirrar stéttar er viðriðinn menn- inguna enda ákveðin hefð fyrir því að auð- menn vinni með samfélaginu á þann hátt að styðja tónlist, leiklist eða myndlist. Flest ef ekki öll stærstu verk Listasafns Bergen eru þannig ánefningar og gjafir auðfjöl- skyldna." - Er norsk borgarastétt sér betur meðvituð um gildi menningarinnar en islensk borg- arastétt? „Eg hef enga eina skýringu á þessu, en í öllum löndum í Evrópu hafa borgarastétt- irnar að mörgu leyti verið forsenda listsköp- unar, listaverkainnkaupanna og söfnunar. Bergenska borgarastéttin er gamalgróin og Bergen hefur alltaf átt í miklum alþjóðleg- um samskiptum. A vissum tíma sögunnar var jafnvel auðveldara að fara til London en Oslóar vegna legu borgarinnar. I Bergen hafa líka lengi verið rekin stór skipafélög og eðli málsins samkvæmt íára skipin víða. Þannig hafa orðið til einkasöfn sem síðan er ánafnað borginni. Við eigum t.d. stórt safn íkona frá 12. og 13. öld, frá Rússlandi, Italíu og Grikklandi og annað ótrúlega gott safn af teikningum eftir impressjónistana en þar af eru 20 teikningar eftir Cézanne." - Hvemig sérðu ísland og það sem er að gerast í tslensku listalífi eftir þriggja ára dvöl í Noregi? „Eg er að sjá Hafnarhúsið og Listasafn Reykjavíkur í fyrsta skipti, en það er feiki- leg viðbót sem breytir ekki aðeins stöðu safnsins heldur borgarímyndinni. Ef litið er á Stór-Reykjavíkursvæðið er mikið af stofn- unum sem er að annast myndlisti en það vantar alþjóðlegt safn sem gæti spannað ólíka þætti listasögunnar. Þannig væri hægt að skoða íslenska myndlist í alþjóðlegu samhengi, en eins og staðan er í dag er hún mjög einangruð. Slíkt safn gæfi einnig möguleika á samskiptum við erlend listasöfn sem akkur væri í. Síðan mætti auðvitað bæta inn í myndina listfræðideild við Háskóla Islands. Það er enginn sem sér um að skrá íslenska listasögu á samfelldan hátt, hvorki með heimildasöfnun, úrvinnslu né rannsóknum."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.