Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 6
X^M«- LAUGARDAGUR 26. AGUST 2000 „Mér finnst a/ltof oft núna að minni leikhús og ieikhópar sigii um of á örugg mið. Ég skil rekstrarfræðilegu forsendurnar en hugmyndafræðilega ríkir þarna of mikil fátækt." Framsækið þjóðarleikhús I viðtali ræð- ir Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri um samskipti Þjóðleik- hússins og Leikfélags íslands, hlutverk Þjóð- leikhússins, leiklistina, leikhúsgagnrýni og sitt- hvað fleira sem tengist leikhúsi og leikhúslífi. - DV tilkynnti lesendunt sínum í frétl aó rjóminn af leikurum Þjóðleikhússins væri d leið til Iðnó. Er ekki afur slæmt fyrir Þjóðleikhúsið uó missu helstu stórstjörnur sinar? „Það væri svo eí’ l>essar Fréttir væru sannar og réttar. En stað- reyndin er sú að tveir af okkar fastráðnu leikurum, þeir Sigurð- ur Sigurjónsson og Örn Arnason eru að fara í leyfi og hyggjast starfa þar. Merkilegra er þetta nú ekki. Báðir hafa þeir oft áður starfað annars staðar með okkar leyfi ýmist samhliða verkefnum sínum hér eða í launalausu leyfi. Fyrir nú utan að báðir eru þeir í verkefnum hér í Þjóðleik- húsinu fram eftir hausti. Hvað aðra leikara varðar mun- um við f vetur eins og endranær lána leikara í einstök verkefni hjá öðrum leikhúsum, eftir því sem unnt er að samræma það störfum þeirra í Þjóðleikhúsinu, bæði til Leikfélags Islands og Borgarleikhússins. Þetta hefur verið stefna mín enda er það mitt mat að með þessu sé Þjóð- leikhúsið að efla leikiistina f Iandinu í heild sinni og það er eitt af okkar hlutverkum. Það er umhugsunarvert að ákveðinn fjölmiðill skuli þyrla upp öllu þessu moldviðri vegna máls, sem er fjarri því að vera eins dramatískt og látið er í veðri vaka og auðvitað sorglegt að eldd skuli leitað heimilda um sannleiksgildi „fréttanna". Það er verið að búa til stríð milli Þjóðleikhússins og Leikfé- lags Islands. Eg minni á að við höfum verið mjög örlát bæði við Loftkastalann og Leikfélag Is- lands og það eru ekki margar sýningar sem hafa verið þar á fjölunum án þess að einhver þjóðleikhúsleikari kæmi við sögu. Þjóðleikhúsið hefur með þessum stuðningi átt stóran þátt í því að byggja upp Loftkastal- ann og Leikfélag Islands. Allt hefur þetta verið í góðri sam- vinnu og það er okkar von að hún geti haldist um Ieið og heil- brigð samkeppni ríki milli Icik- húsanna. Þótt vissir fjölmiðlar blási í herlúðra þurfa leikhúsin ekki að fara í strfð. Hér innan- húss er enginn áhugi á slíku." - En nú erl þú sagður hafa ndð sýningarrétti ú Oliver lwist aj Leikfélugi íslands. „Það er mjög spaugileg frétt ef hægt er að kalla hana frétt. Einn af mikilvægu þáttunum í starfi leikhússtjóra er stöðug leit að spennandi og verðugum við- fangsefnum. Við höfðum haft augastað á söngleiknum Oliver um hríð án þessa að festa okkur leikritið. Við ákváðum loks að Iáta til skarar skríða á miðju sumri og kanna hvort verkið væri falt. Svo reyndist vera og við keyptum á því sýningarrétt. Svo kom í ljós að annað leikhús í bænum, greinilega Leikfélag Islands, hafði augastað á verk- inu en hafði ekki sýnt þá fyrir- hyggju að festa sér verkið. Það kemur oft fyrir að fleiri en eitt leikhús hefur áhuga á sama verkinu og það getur þess vegna verið algjör tilviljun hver er fyrstur að tryggja sér sýningar- réttinn. Þannig var í þessu til- vild.“ - Er ekki hætta d því þegar leikhúsunum fer fjölgandi aú hardtta verði um hylli dhorfendu og leikhúsin bregðist við með því að einheita sér að kassastykkjum meðan önnur djatfari verkefni verði út undan? „Þjóðleikhúsið hefur ákveðnar listrænar skyldur við áhorfendur samkvæmt lögum, þannig að ég held að það sé ekki hætta á því að við förum að seilast of mikið í léttari gangsýningar. Okkar hlut- verk er meðal annars að þróa ís- lenska leikritun og sýna ný ís- Iensk verk, klassísk verk, söng- leiki og barnaieikrit. Við sýnum bæði metnaðarfull, kröfuhörð verk sem reyna á flytjendur, og þess vegna áhorfendur, og svo léttari verk. Skemmtilegast er þegar þetta sameinast í einu verki og fólk bæði hlær og græt- ur.“ Æskudýrkun í leikhúsi - Er dhugi íslendinga d leikhúsi alltaf jafn mikill? „Eg held að hann fari vaxandi enda er mikil gróska í íslensku leikhusi. 1 Þjóðleikhúsið koma til dæmis um 80-100 þúsund manns á vetri sem þvkir mjög

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.