Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 17
Xfc^wr. LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 - 33 LÍFíÐ í LANDINU \ Gunnhildur Hauksdóttir, Ing/björg Magnadóttir og Unnar Örn Auðarson fyrir framan Ijósmynd aflista- mönnunum sem síðast sýndu í Gula húsinu. mynd: ingó. Gult hús gegn hvítum veggjum í byrjun febrúar, um það leyti sem dagskrá menning- arborgarinnar var að hefj- ast, réðst hópur ungra lista- manna til inngöngu í mann- laust hús við Lindargötu. Síðan hefur farið fram öflug menningarstarfsemi í Gula húsinu. Gula húsið stendur eitt og svolítið yf- irgefið á hornlóð á mótum Lindargötu og Frakkastígs. Næst húsinu er lítill garður með háu grasi og rauðum sófa. Austan við það eru nýjar blokkarbygg- ingar við Skúlagötu og Tónmennta- skóii Reykjavíkur, en hinum megin götunnar er gamla ríkið. Handan lóð- arinnar sem er auð sést í bensínstöð, en þegar horft er í norður af tröppun- um við innganginn sést út í Viðey og yfir Esjuna. Annars er Gula húsið ekki lengur gult, heldur mosagrænt. Það var málað í upphafi sumars þegar hópurinn sem tók húsið á sitt vald eitt kalt miðvikudagskvöld i byrjun febrúr- ar, ákvað að fá nokkra þekkta mynd- listarmenn til að hressa upp á máln- inguna. Birgir And- résson myndlist- armaður valdi útilitinn og Ráðhildur Ingadóttir setti bláan lit á veggi íyrstu hæðar. Þar sitjum við með Unnari Erni Auðarsyni, Ingibjörgu Magna- dóttur og Gunnhildi Hauksdóttur. Þau hafa haldið utan um starfsemi Gula hússins frá upphafi ásamt Mel- korku Huldudóttur, Berglindi Agúsls- dóttur og Darra Lorenzen. Engin tilviljun Ingibjörg, sem er betur þekkt undir gælunafninu Imma, segir að þau hafi viljað aðra liti á veggina en þennan hvíta sem tröllríður öllum sýningar- sölum. Við sitjum í tveimur sófum í aðal vistarveru hússins á lyrstu hæð umkring þessum bláa lit. Húsið er á tveimur hæðum og með kjallara, en það varla hægt að kalla það stórt. Á fyrstu hæðinni er gengið inn í forstofu og þaðan Iiggja Ieiðir inn L-laga stofu og eldhúskrók í henni miðri. Ur for- stofunni liggja líka stigar, annar upp á gult loft Ásmundar Ásmundssonar, sem er hálft undir súð, og hinn niður í kjallara með litlu herbergi, enn minni gangi og klósettum. Sófarnir eru búnir að vera þarna frá því kvöldið sem þau brutust inn. „Við fórum inn um þennan glugga,“ segja þau og benda á litla rúðu með rauðu límbandi. „Hann var opinn." Þau segja ákvörðunina um að fara inn í húsið ekki hafa verið tekna í neinu bríaríi. „Við vorum orðin hundleið á ástandinu og langaði til að finna ein- hvern stað þar sem við gætum verið. Þetta hús var alltaf inn í myndinni og eftir að hafa rætt þetta í hópnum var ákveðið að hittast hér lyrir utan eitt kvöldið." Hópurinn stóð reyndar í þeirri trú að borgin ætti húsið og það var engin tilviljun að það var tekið um svipað Ieyti og dagskrá menningar- borgarinnar var að hefjast. í eigu Eimskipa Þegar þau voru komin inn var úti- hurðin tekin úr lás og hengilás settur í staðinn. Þau töldu það samt enga tryggingu fyrir að vera ekki hent út og ruku heim að sækja húsgögn. Atburð- urinn hafði verið myndaður í bak og fyrir með ljósmynda- og myndband- stökuvélum svo um kvöldið var ákveð- ið að opna sýningu á myndunum strax á laugardeginum. En þau voru ekki ein um mynda atburðinn. Ljósmynd- ari frá Morgunblaðinu kom á staðinn og tveimur dögum síðar birtist mynd af þeim í blaðinu að skríða inn um gluggann. „Við höfum ekki enn fengið að vita hvernig Mogginn komst í málið, en þegar við töluðum við blaðamann þeirra komumst við að því að Eimskip eiga húsið, eldd borgin. Blaðamannin- um fannst við greinilega vera algjörir fávitar og sagði að svona gerði maður ekld,“ segir Imma. Hann lét þau samt fá símanúmerið hjá forstjóra Eim- skips. „Forstjórinn var auðvitað hissa þegar við hringdum og sögðumst vera í húsinu. En þó hann væri greinilega ckkcrt alltof hrifinn sagði hann strax að okkur yrði ekki hent út.“ Þau buðu yfirmönnum Eimskipafé- lagsins á fyrstu sýninguna, en sáu engan frá iyrirtækinu (ýrr en nokkru síðar. „Það kom kona, Iíklega kynning- arfulltrúi frá Eimskipum, og talaði við Beggu. Hún var víst mjög almennileg en okkur var samt gert Ijóst að þau gætu sparkað okkur út hvenær sem er.“ Þau eiga erfitt með að leyna hrifningu sinni á viðbrögðum Eim- skipa, sem bauðst meira að segja til að greiða rafmagnsreikninginn. „1 vor höfðu þeir aftur samband og sögðu að við skyldum eldd plana neitt lengur en út júní. Síðan höfum við ekkert heyrt frá þeim,“ segir Unnar. Kaótískt skipulag Það er ekki ofsögum sagt að Gula húsið hafi fengið milda athygli strax í byrjun og ekki Iiðu margir mánuðir þar til fyrsta gagnrýnin á sýningu í húsinu birtist í Morgunblaðinu. „Það er alltaf eitthvað um að vera í húsinu um helgar og opnanir aðra til þriðja hverja helgi.“ Sýningar og aðrar uppá- komur eru yfirleitt ekki ákveðnar nema með viku fyrirvara í hæsta lagi. „Það má ekki vera of mikið skipulag á svona stað. Við erum átta sem höfum verið hér meira og minna viðloðandi, en aðrir hafa líka komið að þessu. Þegar menn verða þreyttir fara þeir út og aðrir taka við. Þannig hefur fólk alltaf áhuga á því sem það er að gera,“ segir Unnar og kallar fyrirkomulagið „kaótískt skipulag". Kjarninn í hópnum, sem sumir vilja kalla hústökuhópinn, skipuleggur því alls ekki allar þær sýningar og uppá- komur sem fram fara í skjóli Gula hússins. Fólk sem langar til að sýna, halda tónleika, dansa eða vera með Ieiksýningar og gjörninga hefur ósjald- an frumkvæðið. Sumir eru ungir lista- mcnn, tiltölulega nýskriðnir úr skóla, aðrir eru eldri og viðurkenndir. Einu sinni voru sýndar kvikmyndir franskra listaskólanema, hljómsveitin Sigurrós átti húsið eina helgi, þá voru Lomo ljósmyndir sýndar og að einni sýning- unni stóðu unglingar. Nú er þar óvenjuleg sýning á myndum frá hús- gagnaversluninni Góði hirðirinn, sem fær vörur sínar frá Soipu og Islands- ferð Goethe stofnunarinnar, með inn- sendum verkum frá Þýskalandi. „Ahugi fólks hefur komið okkur á óvart því raunverulega er þetta ekki neitt nema hús. Og auðvitað fólk. En af því enginn á húsið finnst öllum sem koma hér inn að þeir eigi stað- inn.“ Ekkert réttara en hitt Þegar hópurinn er spurður að því hvað þau muni gera þegar Eimskip ákveða að losa sig við þau úr húsinu, sem stendur til að rífa, segjast þau bara fara eitthvað annað. „Það er mik- ilvægt fýrir myndlistarmenn að til sé mikið af ólíkum stöðum til að sýna á. Það þykir prófessjónalt að sýna á cle- an stað með allt rosalega skipulagt, en það er ekkert réttara en hitt, þar sem allt er skítugt og óskipulagt," segir Unnar. Imma bendir á að þau séu ekkert í aðstöðu til að hafa hlutina skipulagða, enda sé það ekkert mark- miðið. „Þetta er líka okkar framlag til menningarborgarinnar og örugglega það ódýrasta." Óreiðustig hópsins hef’ur verið í lág- marki síðasta ldukkutímann og ekki nokkur leið að koma í veg fýrir að það nái aftur hámarki sínu. Hópurinn splundrast. Unnar fer að hjálpa Góða hirðinum að hengja upp myndir, Imma og Helga Rafnsdóttir, leiklistar- nemi tölta yfir í Hangsið á Nýló en Gunnhildur hverfur út í húm kvölds- ins. Innan úr húsinu berast hamars- högg út á götu og í hverjum glugga skín ljós. Gula húsið virðist hreint ekki jafn einmana og áðan svona eitt á horninu. MEÓ. Gula húsið við Lindargötu áður en það var málað. Danssýning á loftinu. Særún Stefánsdóttir myndlistarmaður þeytir skífum í maraþoni. fngólfur Arnarsson horfir á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.