Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 23

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 23
X^ir. LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 - 39 LÍF/Ð í LAND/NU SKAKMOLAR UMSJÓN: HALLDÓR B. HALLDÓRSSON Helgi Áss úr leik! Helgi Ass Grétarsson stór- meistari, sem talinn var sig- urstranglegastur á íslands- mótinu sem nú fer fram í Kópavogi, datt óvænt úr leik er hann tapaði fyrir Stefáni Kristjánssyni í bráðabana. Islandsmótið fer nú sem kunnugt er í fyrsta skipti fram með útsláttarfyr- irkomulagi og er ekki hægt að segja annað en það hafi heppnast frábærlega því að spennan á fimmtudags- kvöldið var hreint mögnuð! Helgi Ass hafði sigrað í fyrri skákinni á miðviku- dagskvöld en Stefán kom fram hefndum daginn eftir. Staðan var því jöfn og grípa þurfti til bráðabana sem samanstóð af tvemur atskákum. Stefán gerði sér lítið fyrir og vann þær báðar! Glæsilega gert hjá Stefáni sem greinilega er í örri framför, en hann er aðeins 18 ára. Eftir spennandi viðureignir á hinum borðun- um enduðu þær þó allar eft- ir bókinni ef svo má segja. Þröstur Þórhallsson lagði Áskel Örn Kárason 4-2 í tvö- földum bráðabana! Jón Vikt- or Gunnarsson vann Braga Þorfinnsson 1 'á-'A. Jón Garðar Viðarsson lagði Björn Þorfinnsson örruglega 2-0. Sævar Bjarnason vann Tómas Björnsson l'A-'A. Ágúst Sindri Karlsson sló Kristján Eðvarsson út VA-2'A í mest spennandi viðureign umferðarinnar eftir tvöfald- an bráðabana. Þorsteinn Þorsteinsson lagði Róbert Harðarsson að velli 4-2 einnig í tvöföldum bráða- bana! Loks sigraði Arnar Gunnarsson svo Einar Hjalta Jensson 3-1 eftir bráðabana. Spenna í þessum skákum var mikil og ljóst að þetta fyrirkomulag hefur heppnast mjög vel hingað til a.m.k. Vegna tæknilegra örðug- leika get ég því miður ekki sýnt skák frá mótinu en ég geri það bara næst! Hér er þó ein þraut fyrir ykkur lesendur góðir til að glíma við! - & iSH 3 i± m <3 4 S @ i 4 i-’S ^ a C) 8 ftÁ £££ 0 a n® 8 & 8 í) 0-tfi 6 Hvítur mátar í tvemur leikjum. Svar: Dh6! Hótar máti á g7 og ef að svartur drepur þá drepur hvítur tilbaka með riddara og mátar! FINA OG FRÆGA FOLKIfi Stjarnan í X-Men X-Men er að slá í gegn hér á landi líkt og svo víða annars staðar en myndin er gerð eftir vinsælli teikni- myndaseríu. Sá leikari myndarinn- ar sem einna mestrar athygli nýtur er Hugh Jackman sem leikur ill- mennið Wolverine. Jackman er ástralskur og lék á sviði í heima- landi sínu í Beauty and the Beast og Sunset Boulevard og fékk eftir það hlutverk í London í Oklahoma en sú uppfærsla var sýnd f Ríkis- sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu. Leikstjóri X-Men er Bryan Sin- ger sem einnig leikstýrði Usual Suspects. Eftir að hafa séð prufu- upptöku af Jackman bauð Singer honum samstundis hlutverkið og segir að það sé í fyrsta sinn sem hann hafi brugðist svo snarlega við í leikaravali frá því hann bauð Kevin Spacey hlutverk í Usual Suspects. Jackman er spáð miklum frama í kvikmyndum. Hann er gift- ur og hjónin eiga nokkurra mánaða gamlan son sem þau ættleiddu. Jackman ásamt eiginkonu sinni. Honum er spáö frama sem kvikmyndaleikara eftir frammistöðu sína í X-Men. BARNAHORNIO Það er gaman aöæika sér í hengirúmi og í fljótu bragði virðast þessar tvær myndir vera eins. Þegar betur er að gáð þá eru þær ólíkar í að minnsta kosti 5 atriðum. Getur þú fundið þessi 5 atriði? jjték\ 9 h? H5 . - ■—-»50 V C\ « , .« ? Mö. 8* 1 JL. 3« •* -5M .TO /35 83 • 10 tf ’im n n * •*> •* * /*< v> n n v> • • . » 30 Teiknið eftir númerum Ef þú dregur Iínu á milli talnanna á myndinni í réttri röð þá kemur út mynd sem þú getur síðan litað. Brandarar Á málverkasýningunni: Gesturinn: „Ég skal greiða þér eitt þúsund lcrónur fyrir þetta málverk." Listmálarinn: „Eitt þúsund!!! Bara striginn einn kostaði meira en það!“ Gesturinn: „Já, en þá var hann ónotaður." Pabbi: „Komdu Gunni minn. Nú máttu koma og sjá hana litlu systur þína sem storkur- inn var að koma með.“ Gunni: „Ja mig langar nú miklu mcira til að sjá storkinn.“ Vatnsberinn Þú gætir hitt vel klæddan Kínverja á næstunni. Ekki er víst að það sé mjög góður mað- ur. Fiskarnir Rafskauta- hlauparinn forð- ast jafnan fót- festu. Eru ekki allir í stuði? Hrúturinn Dollarinn á eftir að hækka um- fram vergan krónuviðmiðunar- stuðul. Hafðu það í huga í gjaldeyr- isbraskinu. Nautið f Það er óþarfi að fordæma Ping- Pong, þó Li Peng líti við hjá þér. Tvíburarnir Þú mótmælir svo eftir verður tekið og hættir að kaupa kínakál i viku. Krabbinn Sláðu kamínu- kaupunum á frest. Betri er ein kanína í ofni en tvær kamínur í sumarbústaðn- um. Ljónið Þú hittir reiðan kúabónda á Kaffi Reykjavík. Bjóddu honum norska brjóst- dropa út í kaffið. Meyjan Oft er betra á berangri að liggja en í blómahafi. Rósir hafa þyrna, Birna. Vogin Það er sjaldgæf sjón í sveitum að sjá smokkfiska hlaupa á eftir geitum. Þú trúir ekki eigin augum, liWJ 'k Sporðdrekinn Það er mikil spenna á loftinu. Haltu þig á jörð- inni, stuð er ekki allt. Bogamaðurinn Það verður sárt að sjá á eftir rabarbaragrautn- um ofan í djúpu laugina. Haltu þig á grynning- um. Steingeitin Það er brúðkaup á næstu grösum. Nánar í næstu viku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.