Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 19

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 - 35 Ttoptr Kommúnistar skáru niöur nasistafána á Siglufirði og hlutu dóm fyrir. Atlaga að hakakrossi Undir hádegi mánudag- inn 6. ágúst 1933 gengur hópur manna hratt og ákveðið eftir Aðalgötunni á Siglufirði. Förinni er heitið að veglegu íbúðar- húsi þar sem Sophus Blöndal, útgerðarmaður og vararæðismaður Þýskalands á Siglufirði, býr. Bæjarbúar er fyrir löngu vanir því að sjá þar blakta þýska þjóðfánann, en þennan morgun er þar líka við hún fáni Hitlers og nasista hans, hakakrossinn. Hópurinn, sem telur vart minna en tvo tugi manna, dregur að sér forvitna vegar- endur sem slást í för. Fremstir fara ýmsir fory'stumenn Kommúnistaflokks íslands og verkalýðssamtakanna á staðnum, en einnig eru þar nokkrir aðkomumenn. Þar vekur sérstaka athygli fyrir vasklega fram- göngu í fremstu röð „unglingspiltur, Ijós- hærður, í bláum vinnufötum," eins og honum er síðar lýst í lögregluskýrslum. Fánastengurnar fyrir framan húsið eru í litlum afgirtum reit. Hópurinn staðnæm- ist fyrir utan grindurnar, en þrír forystu- menn ráðast til inngöngu. Sá sem fer þar fremstur sparkar upp hliðinu, sem reynd- ar er ólæst og af hjörum gengið, og held- ur rakleiðis að fánastöngunum ásamt tveimur öðrum, þar á meðal unglingspilt- inum ljóshærða. Frúin á heimilinu telur sig sjá að einn þeirra bregði hnífi og kall- ar til þeirra: „Hafið þið leyfi til að gera þetta?“ „Já, við höfum leyfi til að rífa niður fána blóðhundsins Hitlers hvar sem hann blaktir," svarar fyrirliðinn og sker á fána- höndin. Hakakrossinn fellur niður og er gripinn ómjúkum höndum þeirra þre- menninga sem rífa fánann í sundur, en varpa síðan fánanum í jörðina og traðka á honum ótæpilega um leið og þeir hrópa vígorð gegn fasismanum. Síðan kasta þeir slitrunum út fý'rir girðinguna þar sem aðrir keppast um að rífa hann enn frekar og troða á honum. Þegar hópurinn geng- ur frá verki liggja tætlurnar í forarpolli fyrir utan garðinn. Hreyknir af verkinu Þegar þessari óvenjulegu heimsókn er lokið kallar frúin á heimilinu til sín vini og kunningja. Einn þeirra hringir í bæjar- fógetann á staðnum sem hefur strax sam- band við Magnús Guðmundsson, sem er dómsmálaráðherra í samsteypustjórn framsóknarmanna og sjálfstæðismanna. Að loknu því samtali fer hann á vettvang og hefur rannsókn málsins. Við yfirheyrslur benda vitni að atburð- inum á nokkra menn sem hafi haft sig mikið í frammi í aðförinni að hakakross- inum. Þeir eru Þóroddur Guðmundsson, formaður Verkalýðssambands Norður- lands, Eyjólfur Arnason, aðkomumaður frá Isafirði, Gunnar Jóhannsson, verk- stjóri sem síðar verður þingmaður Sósí- alistaflokksins, Aðalbjörn Pétursson, áhrifamaður í röðum kommúnista á Siglufirði, og loks ljóshærði pilturinn sem fýrr er nefndur. Sá heitir Aðalsteinn Kristmundsson en verður síðar á ævinni þjóðþekktur undir nafninu Steinn Stein- arr. Þessir menn eru ekkert að draga dul á þátttöku sína í að rífa niður hakakross- inn, og segjast sumir þeirra hreyknir af afrekinu og reiðubúnir að endurtaka verknaðinn ef þurfa þykir. Dómsmálaráðherra fær gögn málsins til sín um miðjan ágúst og ritar bréf til forsætisráðherra, Asgeirs Asgeirssonar, þar sem leitað er álits á því hvað gjöra skuli frekar í málinu. Asgeir svarar bréf- inu mánuði síðar, í september, og segir þar að þýska aðalkonsúlatið í Reykjavík hafi „óskað þess að mál verði höfðað, útaf árás þessari, af hálfu hins opinbera. Dómsmálaráðherra fer að þessari beiðni og leggur fyrir hæjarfógetann á Siglufirð að höfða mál gegn „þeim er sekir eru fyrir brot á hegningarlögum. í framhald inu gefur fógeti út ákærur á þá fimm sem fyrr eru nefndir. Það verður dráttur á að málið komi íyr- ir dóm. Það gerist fvrst í mars 1934. Þá hefur orðið nokkur breyting á högum sumra hinna ákærðu, Tveir þeirra, Þór oddur og Gunnar. hafa til dæmis náð kjöri til bæjarstjórnar og sitja þar nú við hliðina á bæjarfógetanum! Móðgun við Hitler Dómur er kveðinn upp í aukarétti Siglu- fjarðar 21. ágúst 1934. Þar er vísað til játninga allra hinna ákærðu í málinu. „Verknaður sökunauta" sé „fólginn í því að skemma og óvirða fána erlends rikis og er því refsiverð móðgun gegn og árás á hlutaðeigandi ríki,“ segir í dómnum. Við ákvörðun refsingar er tekið tillit til þess að dómarinn telur þrjá hina kærðu, Þórodd, Eyjólf og Stein Steinarr, aðal- mennina í atlögunni að fánanum, og eru þeir því dæmdir í þriggja mánaða fang- elsi, en Gunnar og Aðalbjörn í tveggja mánaða fangelsi „sem aðstoðarmenn.' Þeir eiga einnig að greiða allan sakar- kostnað. Þessum dómi er áfrýjað til hæstaréttar sem fellir úrskurð sinn 25. febrúar 1935 - nær einu og hálfu ári eftir athurðinn. 1 dómi réttarins er tekið fram að Þóroddur hafi játað að hann leldi sig hafa leyfi til að rífa niður fána „blóðhundsins Hitlers' og að hann hafi með þessum ummælum um kanslara þýska ríkisins gerst sekur um lögbrot, til viðbótar við það sem fram hafi komið í dómi undirréttar. Staðfestir hæstiréttur því þriggja mánaða fangelsis- dóminn yfir honum, en dæmir hina fjóra hvern um sig f tveggja mánaða fangelsi. En þótt hæstiréttur hafi þannig stað- fest fangelsisdóma yfir fimm mönnum fyrir að skera niður hakakrossfána, og dænrt einn þeirra líka fyrir móðgandi um- mæli um Adolf Hitler, þá koma þessir dómar aldrei til framkvæmda. íslensk stjórnvöld kjósa ekki að framfylgja dómunum. Löngu seinna, þegar stofnað er Iýðveldi á íslandi, er ákveðið að gefa þeim öllum upp sakir, enda vandfundin á þeirri tíð þau skammaryrði um kanslar- ann þýska sem dómstólar hefðu talið refsiverð. SÖNN DOMSMAL Elías Snæland Jonsson skrifar Jökull. Um miðjan sjöunda áratuginn var sett á svið í Iðnó í Reykjavík magn- að leikrit eftir Jökul Jakobsson þar sem meðal annars segir frá þeirri mergjuðu sögu þegar Goðafoss, flaggskip Eim- skips, strandaði við Straumnes árið 1916. Hvertvar þetta leikrit. Jón og Valhöll. Fyrirhuguð sala Jóns Ragnarssonar á Hótel Valhöll til erlends auðkýfings hefur heldur betur snert taugar þjóðarsálarinnar, enda vonlegt þegar um er að ræða Þingvelli, þjóðar- innar helgasta reit. Hvenær og af hvaða tilefni var hótelið reist? í Flatey. Hús það í Flatey á Breiðafirði sem hér sést á mynd á merka sögu að baki. Það var upphaflega reist árið 1864, en í hvaða tilgangi? Fyrir austan. Kaupstaðurinn fyrir aust- an sem hér sést á mynd er einn þriggja í Fjarðabyggð. Staður þessi varð löggiltur verslunarstaður árið 1786, en fólki á / staðnum tók ekki að fjölga að neinu marki fyrr en um 1870 þegar Norðmenn hófu síldveiðar fyrir en austan. Árið 1974 fékk staðurinn kaupstaðarréttindi. Hver er hann? Hannes. Fyrsti fslenski ráðherrann var Hannes Hafstein, en við þeirri tign tók hann þegar Stjórnarráð íslands var stofnað 1. febrúar 1904. Áður var Hann- es um nokkurra ára skeið sýslumaður. Hvar á landinu var það? 1. Holtsós, hvar á landinu er hann? LAND 0G ÞJOÐ 2. Þrír torfbæir í gömlum stíl eru varð- veittir í Þingeyjarsýslum. Hvar eru þeir? 3. Hvað heitir það svæði á Héraði sem er milli Jöklu og Lagarfljóts, þar sem þau stórfljót falla fram til sjávar? 4. Hver hefur lengst manna gengt einu og sama ráðherraembættinu hér á landi? 5. Kantatan sem flutt var á Alþingishá- tíðinni árið 1930 var Brennið þið vitar. Eftir hverja er hún? 6. Hverjir eru umsjónarmenn þáttarins Samfélagsins í nærmynd á Rás 1? 7. „Enginn skyldi skáldin styggja,/ skæð er þeirra hefnd.“ Hver orti svo? 8. Hverjir voru stórmeistararnir f skák sem tefldu einvígi hér á landi árið 1977 - og hvor þeirra bar sigur úr býtum? 9. Hvar á landinu eru Snjófjöll? 10. Ein frægasta og vinsælasta hljóm- sveit sem starfað hefur hér á landi er KK sextettinn. Af hverju dró hún nafn sitt? XiAeþiAoy j ji>|æjjjeis uueg uias eunSng ngn eu|pnqnj0A!p|9A ju/(j jni^atj isaq ja 6ep j uias - mAssueíisuy jueíjsuy uinuejpfisjenaASUipfiq je llis ujeu e6a|p|ejuia ojp uupiaixas yy 'oi 6B|s4se|ea 6o ‘-epuejis ‘-bjáiai ísejæui jetj qpujujo 6o fui iooO ‘efyjiyenojx jb ejjjacj eöunq eisæy ■ipiaqnpjoAeiioH upjaAueisaA e rna npfjofus '6 'uini/q jn jn6is jBq uias ipujaujjÁ) es jba petj 6o - Poh 6o 4>|sseds J|atj njoA |6jAU|a nssatj j idday nup uias Jiujejeisiauupis '8 'pjusper ‘uasuioqi suipo ipæA>| j j|6as oas L 'uosseupp seuop ‘9 'uossuejais PJAbq jqja pjppfi 6o uossj|os| |ey jpja Ja issatj eieiue>i t, t/6l I!1 uibjj i||e 6o gg6i nuj -je bjj ejjaqpejeieuieiuuaui 6o -eidiyspiA jba uias ‘uosbisjq q |j|/ÍQ -y 'eöunisjepjH '£ 'suisujesefuiuipofq uofsuin j uueq ja 6o |epjexeq j ejaAq e ja uupæq ifpuq ujosep664q nja uinpois uinpeq e 6o peisjepeiuajg 6o jsejneq pe nja jjæqpoi n|uio6 Jissaq z 'B|y|ui suisjeqin 6o ssatj ||||ui ja |p|a upfui sumpe ua uopeAjefs as uuiso pe ef6as jeyajj eui |||A ||i J3 'eddajqe||efje!/t]-jnisa/\ 6o -Jnjsny njouieddajq iua uuiso pw 6o uinnpjjefÁg J|pun u|oh tunuæq pjæu so jpis ja sps}|OH 'l '!pj|jes| y , 'JnpJpfj|>|S3 , '6nieje uinuinj juAj p66Áqjnpua jba uepe|q>|pg 'jeMajeH jeunujoisejejuiejj isoye>ipq es/q pe |6ue6|!i uiiatj i etj V9R' oue jsiaj jba e6a|jeqddn uias Aajeu j uepeiqyog ja uin pnds jb jpq uias snq peq , mh euipjjeqppfcj juAj ij3as|bi pe>|>|æis jba 6o 0£6f Jp/j isne| peis ipuejaAnu e nn|j jba pispn 'Je nu ua jepjou nj>|>|ou ppjs 6o 8681 Qub ísiaj e6a|jeqddií jba |jpq|BA jaipn , "yeq j jjbh ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.