Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 1. KÓVEMBER 2000 Dagur FR É T TIR Umrót og gerjun í fer d ageiraimm Tvær nýjar ferðaskrif- stofur að fæðast og nýtt fiugfélag með London-ferðir. SL skaut yfir markið í sætaframboði. Á sama tíma og ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn (SL) hafa ákveðið að draga saman segl sín sem nemur 20 starfs- mönnum undirbúa aðilar, sem eru reyndir á sviði flug- og ferða- mála, stofnun nýrra ferðaskrif- stofa. Dagur hefur heimildir íyr- ir því að auk þess sem minnst tvær ferðaskrifstofur séu í undir- búningi sé undirbúningur Iangt kominn með stofnun nýs flugfé- Iags, sem hyggst fljúga til London með tengiflugi þaðan víðar um heim. Opinberlega liggur fyrir að Jón Olafsson ætli sér á næstunni öfl- uga innkomu í ferðabransann. Þess fyrir utan eru Ómar Krist- jánsson, fyrrum forstjóri Leifs- stöðvar og Jóhann Oli Guð- mundsson í Securitas að undir- búa stofnun ferðaskrifstofu. „Við erum að hugleiða málið og vinn- um okkar vinnu. Það styttist í niðurstöður. Það er okkar mat að það sé pláss fyrir nýtt félag á markaðnum," segir Ómar. Sætaframboð of inikið Undirbúningurinn að stofnun nýs flugfélags, með London sem aðal áfangastað, er langt kom- inn, en vegna viðkvæmra samn- ingsmála vilja forráðamenn fé- lagsins ekki að svo stöddu koma fram undir nafni. Óhætt er þó að segja að þar eru aðilar (einstak- Iingar og fyrirtæki) á ferð með drjúga samanlagða reynslu af flug- og ferðamálum. Ekki er heldur að heyra á Guð- jóni Auðunssyni, nýjum forstjóra SL, að samdráttur SL sé vegna þess að ferðabransinn sé að hrynja. „Við erum að fækka reglulegu starfsfólki úr 120 í 100, sem er sami fjöldi og var 1999. Skýringin er einföld og teljum okkur ekki vera að draga saman seglin. Við jukum sæta- framboðið einfaldlega of mikið miðað við þann markað sem er fyrir ferðir okkar. Ég hygg að það sé gegnumgangandi fy'rir allan markaðinn," segir Guðjón. Ferðabransi á himgurmörk- um Hann segir að SL sé langt frá því að gefa eftir í samkeppninni, heldur miklu fremur að undir- búa sókn. „Við höldum fullum dampi með Flugfrelsið og árið 2001 munum við bjóða uppá nýja og spennandi áningarstaði.“ Þjóðkunnur einstaklingur, með áratugareynslu af ferða- bransanum, hefur aðspurður litla trú á getu nýrra ferðaskrif- stofa til að öðlast væna sneið af markaðnum. „Það er ekki gæfu- legt að ætla að glíma við Kol- krabbann. Ég veit ekki með Jón Ólafsson, en ef Kolkrabbinn get- ur drepið Samvinnuferðir-Land- sýn fer hann létt með minni spá- menn. Þess fyrir utan er ferða- bransinn á hungurmörkum, því verðin eru mjög lág þrátt fyrir hækkun eldsneytisverðs." - PÞG Rækju- veioia ArnarJiirði Eftir að Hafrannsóknastofnun lagði til að ekki yrðu Ieyfðar innfjarðarækjuveiðar í tjórum norðlenskum fjörðum hefur niðurstöðu rannsókna hafrann- sóknarskipsins Drafnar á Arn- arfirði og Isafjarðardjúpi verið beðið með nokkurri eftirvænt- ingu. Hafrannsóknastofnun hefur létt af þeirri óvissu með því að ákveða að upphafskvóti í Arn- arfirði verði 500 tonn sem er 50 tonnum minna en á síðustu vertíð. Arnaríjörður verður opnaður bráðlega til veiða. Ákveðið hefur verið að upp- hafskvóti í ísafjarðadjúpi verði 1.200 tonn eða aðeins 65% þess sem hann var á síðustu vertíð, en þá var hann 1.800 tonn. ísafjarðardjúp verður ekki opnað fyrir inn- fjarðarækjuveiði að sinni vegna mikillar seiðagengdar, bæði þorsks og ýsu. - GG Samherji hyggur á sölu nskisMpa Forsvarsmenn Samherja héldu fund með sjómönnum á Dalvík á mánudaginn f kjölfar ákvörðun- ar um sameiningu BGB-Snæ- fells og Samherja. Samherja- menn hafa lýst yfir að þeir muni tryggja að sameiningin muni sem slík ekki leiða til fækkunar sjómannsstarfa í Dalvíkurbyggð, hins vegar var í gær sjómönnum á Blika sagt upp störfum sem og hiuta af skrifstofuliði hjá BGB- Snæfelli. Skipastóll BGB-Snæfells fyrir sameiningu var frystitogararnir Björgvin og Bliki, ísfisktogararn- ir Björgúlfur og Kambaröst og netabáturinn Sæþór. Bliki hefur verið á söluskrá um tfma, en lít- ið spurt um skipið, en Bliki hef- ur verið á rækjuveiðum á Flæm- ingjagrunni og á skrapi á heima- slóð. Til stendur ennfremur að selja Björgvin og jafnvel einnig Sæþór. Ljóst var eftir fundinn að sjómenn voru ekki vissir um að störfum mundi ekki fækka gengju þessar sölur eftir og voru margir þeirra áhyggjufullir vegna fram- haldsins sam- kvæmt upp- lýsingum Dags. Sam- herji keypti nýlega nóta- skipið Jón Sigurðsson, sem var í eigu Framherja, dótturfyrir- tækis Sam- herja í Færeyjum, og fjölveiði- skipið Þorsteinn er í breytingum í Póllandi og mun þaðan fara til dótturfyrirtækis Samherja f Þýskalandi, DFFU. - GG 1,6 miUjarður í hagnað Samkvæmt óendurskoðuðu árs- hlutauppgjöri nam hagnaður af rekstri Islandsbanka-FBA rétt rúmur 1.6 milljarður króna fyr- ir skatta fyrstu níu mánuði árs- ins, og tæpum 1.2 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður minnkar þannig á milli ára en á sama tíma í fyrra nam saman- lagður hagnaður Islandsbanka hf. og Fjárfestingarbanka at- vinnulífins hf. 2, 4 milljörðum kr. fyrir skatta og 2 milljörðum króna eftir skatta. Eins og fram kom í 6 mánaða uppgjöri staf- aði minnkun hagnaðar af geng- istapi á markaðsskuldabréfum bankans á fyrri hluta ársins sem öll voru færð niður í mark- aðsverð í 6 mánaða uppgjöri. í frétt frá íslandsbanka FBA segir að sú þróun sé að verða hér á landi sem víða annars staðar að það hægi á yfir sum- ar-mánuðina. Jafnframt urðu sveiflur á verðbréfamarkaði sem endurspeglast í Iægri geng- ishagnaði af annarri fjármála- starfsemi en áætlanir gerðu ráð fyrir. Farþegum SVR fækkað um 350 á dag FargjalÍlatekjur SVR steffia nú í að verða nær 16 milljónum lægri á árinu, en áætlað var „vegna þess að samsetning tekjuliða er önnur en áætlun gerði ráð lýrir og væntingar um farþegatjölda hafa ekki gengið fyllilcga eftir," eins og fjármáladeild borgarinnar kemst að orði. Skv. þessu lækka fargjaldatekj- umar um 43.600 kr. á dag, sem varla þýðir niinna en 350 farþega fækkun á dag að meðaltali. Þá veldur hækkað olíuverð um 42,5 milljóna kr. út- gjaldahækkun hjá SVR. Allt bendir nú til að borgin þurfi enn að auka frani- lag sitt til SVR um 60 milljónir kr. á árinu. -i n i Sólveig spurð um fækkun afbrota Björgvin G. Sigurðsson, varaþingmaður Samfylkingar- innar, lagði í gær fram fyrirspurn til Sólveigar Péturs- dóttur dómsmálaráðherra, þar sem hann spyr um ár- angur af þeirri stefnumótun lögregluyfírvalda frá því fyrir tveimur árum að fækka afbrotum um 20%. Björgvin spyr hvað afbrotum hafí fækkað mikið und- anfarin tvö ár og vísar þá til tilmæla Ríkislögreglustjóra í bréfi til lögreglustjóra landsins 9. ágúst 1998 um 20% fækkun afbrota. Vill Björgvin fá fækkunina sundur- greinda eftir flokkum: umferðarlagabrot, fíkniefnalaga- brot, skattsvik, morð, innbrot, þjófnaðir, rán, líkams- árásir, innheijasvik og eignaspjöll. Spurt er um fjölda afbrota í ofantöldum flokkum síðastliðin 30 ár, um fjölgun einkennisbúinna Iögreglumanna við eftirlitsstörf síðan 1998, urn fjölgun Iögreglumanna undanfarin tvö ár, um fjölgun lögreglumanna í einstökum deildum á sama tíma og til hvaða aðgerða ráðherra hyggst grípa til til að ná fram frekari fækkun afbrota. - fþg Björgvin G. Sigurðsson. Sameining eyfírskra enn í biðstöðu Sameining eyfirskra sveitarfélaga hefur ekki verið slegin af að sögn Krist- jáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri. Það var að frumkvæði bæj- arstjórnar Akureyrar að kannað var hjá sveitarfélögum við Eyjafjörð hvort vilji væri til þess að fara í sameiningarviðræður. Svör hafa borist frá flest- um, jákvæð eða neikvæð. „Ég treysti mér ekki til þess að afgreiða málið formlega fyrr cn svör hafa borist frá öllum sveitarfélögunum um formlega afstöðu allra sveitarstjómanna, en það gengur mjög hægt. Svör hafa ekki borist lrá Olafsljarðarbæ og Amarneshreppi auk Grímsevjar, og þannig er málið í biðstöðu þótt Ijóst sé að hverju stefnir," segir Kristján Þór. -GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.