Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 21
MIDVIKUDAGUR 1. N Ó V F. M B E R 2000 - 21
Ðíufir
jjíb&L
MENNINGAR
LÍFIB
íslensk list
í Washington
Prettán íslenskir Gunnþóra
myndlistar-menn Gunnarsdóttir
sýna nú verk sín
sýningarsal Alþjóða gjald-
eyrissjóðins í Washington, í
tengslum við hátíðahöld vegna
1000 ára aimælis landa-
fundanna. Meðal listamanna
sem eiga verk á sýningunni
eru Bragi Asgeirsson, Daði
Guðbjörnsson, Karólína
Lárusdóttir og Þorgerður
Sigurðardóttir. Sýningin stend-
ur til loka nóvember.
Mynd mánaöarins
Fyrsta myndin í kynningar-
átakinu Mynd mánaðarins í
Reykjanesbæ verður afhjúp-
uð í Kjarna, Hafnargötu 57,
í dag, miðvikudaginn 1. nóv-
ember kl. 17.00. Áhersla er
lögð á að kynna myndlistar-
menn Reykjanesbæjar og
þann fyrsta hvers mánaðar
verður hengd upp ný mynd
eftir nýjan listamann og
upplýsingar um hann liggja
frammi. Listamenn geta
skráð sig til þátttöku hjá
menningarfulltrúa á bæjar-
skrifstofunum í Kjarna.
Séð til Öræfajökuls.
íslensku íjöllin
Kínverska listakonan Lu Hong
er með sýningu sem hún nefn-
ir fslensku fjöllin í baksalnum
í Gallerí Fold, Rauðarárstíg
14. Lu Hong er búsett á ís-
landi en hún notar eingöngu
heíðbundin kínversk verkfæri
og efni við listsköpun sína.
Penslarnir eru handgerðir, úr
geitarhári, liturinn kínverskt
blek sem hún blandar sjálf eft-
ir aldagömlum hcfðum og
pappfrinn er handgerður og
unninn úr bambus eftir 2000
gamalli hefð.
V____________________________/
Getur allt mamikyii
haft rangt fyrir sér?
Þjóðverjinn Alfred Wegener setti þá kenningu fram íÞýskalandi 1912 að heims-
álfurnar haft hugsanlega rekið sundur og heimshöfin myndast milli þeirra.
Það er ekki liðin
hálf öld síðan
mannkynið
skipti um skoð-
un á máli sem
allir höfðu verið
sammála um
eins langt aftur
og elstu sögur
ná. í fortíðinni
voru allir
sammmála um
það að heimsálf-
ur og úthöf
hefðu alltaf verið kyrr á sínum
stað. Árið tvö þúsund vita menn
að jörðin er öðruvísi en menn
héldu. Stjörnurykið sem gert er
úr þyngstu frumefnunum sér til
þess að jörðin okkar hegðar sér
eins og barn hinna stóru sólna.
Hún er sífellt á hreyfingu og hún
er í sífelldri sköpun. Þetta er
meðal annars eitt dæmi um það
að allt mannkynið getur verið
sammála um ákveðna hluti sem
reynast rangir. Eftir að íleka-
kenningin komst á flot skildu
menn eldgos og jarðskjálfta bet-
ur en áður. Skilningur okkar
veitir okkur ekki vald yfir sköp-
unaröflunum og eyðingunni þó
að margir hlutir sóu nú fyrirsjá-
anlegri en áður var. Þetta mætti
flokka undir framtíðarfræði og
verður það örugglega á þriðja
árþúsundinu. Þetta er dæmi um
það að framtíðarfræði geta verið
nytsamleg þekking.
Eldurinn í iðruni jarðar
Flekakenningin snýst um það að
jarðskorpan er í mörgum fiekum
sem rekur örfáa sentimetra á ári
hverju i láréttri, ójafnri hreyf-
ingu, stundum meira, stundum
minna. Flekarnir eru heldur
ekki endalaust þeir sömu. Efni í
nýja fleka rís úr djúpunum sem
glóandi eimvrja, til dæmis á gos-
hryggnum í miðju Atlantshafinu.
Eldri ílekar hverfa niður í möttul
jarðarinnar. Þetta gerist með
miklum hamförum, til dæmis á
þeim jarðskjálftasvæðum sem
umlykja allt Kyrrahafið. Og or-
sakavaldurinn er að sjálfsögðu
eldurinn í iðrum jarðar. Það er
fullmikið sagt að engan á fyrri
hluta tuttugustu aldar og fyrri
öldum hafi grunað eða jafnvel
skilið flekakenninguna. Francis
Bacon, enskur heimspekingur og
mesti framtíðarfræðingur síns
tíma, bendir á það í ritgerð
snemma á sautjándu öld, eða
1620, að útlínur heimsálfanna
beggja megin Atlantshafsins
væru liinar sömu. Ilann nefnir
að vísu ekki landrek en sú skýr-
ing figgur í loftinu.
Þjóðverjinn Alfred Wegener
setti þá kenningu fram í Þýska-
landi 1912 að heimsálfurnar
hafi hugsanlega rekið sundur og
heimshöfin myndast milli þeirra.
Þetta var barið niður af flestum
jarðfræðingum sem mjög óvís-
indaleg tilgáta sem samræmdist
ekki öðrum þekktum vísindum.
Þeir sögðu að menn sem settu
fram þvílíka endaleysu stefndu
virðingu jarðfræðinga í voða.
Þeir væru hklegir til að fá mann
til að afskrifa jarðfræði sem vís-
indagrein. I kjölfarið var
Wegener afgreiddur sem venju-
legur rugludallur.
Þetta er raunar gott dæmi um
óvísindaleg viðbrögð vísinda-
manna sem finnst grundvaliar-
kenningum sínum ógnað. Þetta
breyttist ekki fyrr en árið 1963
að tveir breskir vísindamenn,
Fred Vine og Drum Matthews,
vísindamenn við Cambridge há-
skóla, skrifuðu ritgerð um að
það væru aflfræðileg rök fyrir
því að flekakenningin væri rétt.
Þetta var þá fremur þokukennd
tilgáta en uppfrá þessu fóru
frekari rannsóknir að breyta til-
gátunni í staðreynd.
Þegar Lakagígar gusu
Um þetta er ekki deilt lengur
árið 2000. Og kenningin sem
upphafiega var kölluð hneyksl-
anleg vitleysa er nú talið helsta
afrek jarðfræðinnar frá byrjun.
Öll eldijallafræði tengist beint
flekakenningunni. Þegar fleka
rekur sundur kemur kvikan
djúpt úr iðrum jarðar rnilli lægri
möttulsins og hins íljótandi
kjarna jarðarinnar. Flekana rek-
ur ekki aðeins í sundur, þá rekur
einnig saman. Þar sem það ger-
ist fer annar flekinn eða háðir
aftur niður í jörðina, niður í
möttulinn, þar sem hann bráðn-
ar aftur, að minnsta kosti að
hluta og þannig skapast ný kvika
sem leiðir til eldgosa. Af þessari
ætt eru flest eldgosin í kringum
Kyrrahafið. Kvikan á Atlants-
hafshryggnum stafar hins vegar
af því að fleka er að reka í sund-
ur. Þessi Atlantshafshryggur
liggur eins og við vitum undir ís-
landi miðju. Þetta hefur lengi
verið ógnvaldur á íslandi. Iin
gleymum því ekki að þessi eyð-
ingaröfl eru sömu öflin og sköp-
uðu ísland. Mestu tilþrifin voru í
júm' 1783 þegar Lakagígar gusu.
Mengunin af því gosi varð jafn-
mikil og mengun af mannavöld-
um um allan heim á heilu ári.
Þetta skrifar jörðin sjálf í lög sín
líkt og tré skráir ár sín í stofn-
inn. Eitt besta heimildarit okkar
í dag er Grænlandsjökull. Ilann
segir okkur að Laki eigi metið í
mengun á síðasta árþúsundi.
MiMð línnnið
Vegna hinnar nýju þekkingar
skilja menn nú ekki aðeins eld-
gos heldur einnig jarðskjálfta
betui'. Flestir verða þeir á útjöðr-
um flekanna þar sem þeir rekast
saman. Þá jarðskjálfta er auð-
veldara að skilja. En jarðskjálft-
ar geta einnig orðið í flekanum
sjálfum. Þeir eru sjaldgæfari og
þá er erfiðara að skilja.
Hér á þriðja árþúsundi er
mikið verk óunnið sem felst ekki
síst í því að geta sagt fyrir um
j arðskj álfta. J arðskjálftafræðing-
ar hafa birt |>að í skýi'slum sín-
um að í Kína hafi á árunum
1949 til 1976 tuttugu og sjö
milljónir manna látist af völdum
jarðskjálfta og sjötíu og sex millj-
ónir orðið fyrh' meiðslum. Á
þessu tímabili urðu um hundrað
jarðskjálftar í Kina. Hér hafa
framtíðarfræðingar mikið verk
að vinna við að bjarga mannslff-
um.
Krónur í bauk
Um helgina efndi Rauði kross ís-
lands til söfnunar og er ætlunin
að nota þá peninga sem safnast
til að berjast gegn alnæmi í Afr-
íku. Sá skæði sjúkdómur er þar
orðinn risastórt vandamál og
samfólög riða til falls af þeim
sökum. Vonandi hafa flestir látið
eitthvað af hendi rakna, enda er
málið mikilvægt. Góðu heilli eru
flestir íslendingar nú farnir að
líta svo á að vandamál Afríku-
búa séu einnig okkar. Hnattvæð-
ingin er ekki aðeins bundin við
tölvur og tæki, heldur líka hugarfar.
SjúMeLkamerki
Stundum er sagt að vitnisburður um
menningai'ástand í hverju landi sé
hversu mikið sé betlað þar. Því má líta
svo á að söfnunin um helgina sé fram-
lag okkar fslendinga til að styrkja heil-
brigðiskerfið í Afríku. Hér er þó rétt að
minna á að mörgum þjóðþrifa-
málum hér heima hefur ekki
verið hrint í framkvæmd nema
með ljársöfnunum, þar sem allir
hafa þurft að láta sitt af hendi
rakna. Má hér nefna tækjakaup
til heilbrigðisstofnana, sem vita-
skuld eru hlutverk hins opin-
bera sé allt eðlilegt.
En meðan almenningur þarf
að annast tækjakaup sjúkra-
húsanna gætir vissulega sjúk-
leikamerkja í þjóðlífinu hér. Rétt
eins og fólk tekur nú höndum
saman og safnar fé til að hefta alnæm-
isvandann í Afríku er það vitnisburður
um að stjórnvöld þar eru ekki þess
megnug að breyta neinu. Því er í raun
ekki eðlismunur á því hvort við leggjum
til fáeinar krónur til að berjast gegn al-
næmi í Afríku, eða til að kaupa öndun-
arvélar eða hjartalínuritstæki við Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri.
MEIMIUiniGAR
VAKTIN
Sigurður Bogi
Sævarsson
skrifar
/ fjársöfnun Rauða krossins um helgina.
Enginn eðlismunur er á því hvort við
leggjum til krónur til að berjast gegn al-
næmi íAfríku, eða til að kaupa öndunar-
vélar við FSA, segir hér í greininni.
Eitthvað iniui uiidaii láta
Á íslandi er ekki um það deilt að allstór
sé orðinn hópur þeirra manna sem eru
orðnir svo kafloðnir um lófana að þeir
hafi úr að spila hundruðum milljóna.
En er þá ekki undarlegt - úr því fjölda
manna hefur tekist að hagnast svo
hressilega - að þjóðþrifamálum sé ekki
komið í gegn nema með samskotum?
Eru leikreglur skattkerfsins ekki óeðli-
legar úr því íjöldi manna getur spilað
með hundruð milljóna í einu stóru
Mattadori á meðan heilbrigðiskerfið
þarf oft að treysta á samskot?
Vandamálin hér heima og í Afríku
eru auðvitað sitt af hvoru tagi. En vax-
andi misskipting á íslandi og alnæmi í
Afríku eiga það þó sameiginlegt að vera
mál sem snerta innviði samfélagsins.
Verði ekkert að gert mun eitthvað á
endanum undan láta. Og eigi einhverju
að breyta þarf róttækari aðgerðir, en að
ganga í hús og safna krónum í bauk.
sigurdur@dagur. is