Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 23
Ekkifyrir
sykursjúka
Einstaklingur sem er með sykur-
sýki hafði samband við Víkur-
hlaðið og sagði sínar pizzufarir
ekki sléttar, eftir að nýir eigend-
ur tóku við Hótel Húsavík og
breyttu um pizzutegund. Hann
hafði pantað Pronto-pizzu frá
hótelinu og varð hreint ekki gott
af, ]>vi sykurmagn í pizzubotn-
inu var miklu meira en venja er
til, m.a. vegna þess að hunang
mun notað f deigið. „Sykur-
magnið er greinilega meira en
svo að sykursjúkir þoli það“,
sagði viðmælandi blaðsins.
Hann kvaðst hafa keypt Bakka-
pizzur hjá Hótel Húsavík Jengi
og aldrei orðið meint af, enda
taldi hann að þar væru pizzu-
botnarnir algjiirlega sykursnauð-
ir eins og pi/.zubotnar ættu að
vera.
Hjá Hótelinu fengust þær
upplýsingar að raunar hefði syk-
ur verið notaður í Bakka-pizzur í
mjög litlu magni, en það væri
rétt að magnið væri töluvert
meira í Pronto-pizzunum sem
nú eru á boðstólnum. JS
Fjárhagsað-
stoð eykst
I greinargcrð Félags- og skóla-
þjónustu Þingeyinga sem lögð var
fram með endurskoðaðri fjár-
hagsáætlun Húsavíkurkaupstað-
ar, kemur fram að Ij'árhagsaðstoð
hefur aukist mjög á þessu ári.
„Skýringa á því má finna í áföll-
um sem dunið hafa yfir Húsavík,
s.s. vegna andláta, skilnaðarhrinu
sem gekk yfir á vordögum, ein-
staklingar hafa verið að fara í
áfengismeðferð og í framhaldi af
því á áfangaheimili, fólk flytur til
Húsavíkur því hér hefur verið nóg
framboð af leiguhúsnæði en mik-
il húsnæðisekla f Beykjavík og
margir hverjir án atvinnu eða
nokkurrar framfærslu", segir í
greinargerðinni. Félags- og skóla-
þjónustan þarf á 500.000 króna
aukafjárveitingu að halda vegna
aukinnar fjárhagsaðstoðar.
Þá kemur og fram að kostnað-
ur við harnavernd og heimilis-
þjónustu hefur aukist frá því sent
gert var ráð fyrir f fjárhagsáætlun
og þörf íýrir aukaíjárveitingu upp
á 750.000 vegna þessa.
JS
Sólveig sýnir í
Safnanúsinu
Sólvcig íllugadóttir heldur mál-
verkasýningu í Safnahúsinu á
Húsavfk dagana 4. til 12. nóvem-
ber n.k. Sýningin verður opnuð
kl. 16 á laugardag og verður opin
til kl. 18 en aðra sýningardaga
verður opið frá kl. 14 til 18.
Sýningin er að hluta sölusýning
en þetta er þrettánda einkasýning
Sólveigar Illugadóttur.
Við opnun myndlistarsýningar-
inar leikur Tríó Valmars Valjaots
ásamt söngkonunni Jóhönnu
Seljan Þóroddsdóttur og frum-
flytja þau m.a. tvö ný lög eftir
myndlistarkonuna Sólveigu 111-
ugadóttur. js
Það var Bangsadagur á Bókasafninu á Húsavik s.l. föstudag og þangað streymdu börnin með bangsana sína tii þess að glugga í bækur, kíkja í tölvur,
hiusta á upplestur og taka lagið.
íþróttafélagið Völs-
irngiir og Húsavíkur-
kaupstaður hafa gert
með sér samninga sem
gilda til ársins 2007.
Með þessum samning-
um er félagið leyst úr
þeirri fjárhagslegu
prísund sem það hefur
verið í um skeið. Fyr-
irspumir hafa horist
JErá nokkrum hæjarfé-
lögum um efnisatriði
samningsins og gæti
hann orðið stefnu-
markandi.
Starfshópur á vegum bæjarins og
Völsungs hefur unnið í þcssu
máli í nokkurn tíma og nú er nið-
urstaða fengin. Fjárhagsvandi
Völsungs var í kringum 12 millj-
ónir og var gerður sérstakur
samningur um skuldauppgjör
með þátttöku lslandsbanka og er
búið að loka því máli og ný stjórn
félagsins því með hreint horð í
upphafi.
I rammasamningi Völsungs og
Húsavíkurkaupstaðar um starf-
semi og fjármál félagsins eru
nokkur stefnumarkandi atriði svo
sem að markmið samningsins sé
að efla tengsl hæjar og félags í
því skyni að efla íþrótta- og
og við nýtingu þeirra fjármuna
skal lögð sérstök áhersla á barna-
og unglingastarf. A gildistíma
samningsins er Völsungi eða ein-
stökum deildum félagsins óheim-
ilt að ráðast í ljárhagsskiddbind-
ingar eða Iramkvæmdir án vit-
undar og samþykkis Tómstunda-
nefndar og að fenginni staðfest-
ingu bæjarstjórnar. Þá er félag-
inu óheimilt að taka lán með
ábyrgð einstaklinga eins og til
þessa hefur tíðkast og var m.a.
erfiður þáttur nú í skuldaujrp-
gjörinu.
Sóknarfæri
Fulltrúar beggja samningsaðila
voru ánægðir með niðurstöðuna.
Linda Baldursdóttir, formaður
Völsungs, kvaðst ákaflega sátt við
lyktir málsins og nú sæju menn
fram á að hægt yrði að reka Völs-
ung sem almennilegt félag með
víðtæka og öfluga starfsemi. Og
samningurinn miðaðið ekki síst
að því með virku eftirliti og sam-
starfi að koma í vcg fyrir að þau
mistök sem gerðu hefðu verið í
rekstri félagsins endurtækju sig
ekki í framtíðinni. Jakob S.
Bjarnason stjórnarmaður Völs-
ungs sagði að staðan nú gæfi fé-
laginu ýmis sóknarfæri og mikla
möguleika til uppbyggingar á
íþróttasviðinu sem og félagslega.
Sveinn Hreinsson tómstunda-
fulltrúi sagði að fulltrúar ýmissa
bæjarfélaga hefði fylgst með
þessu máli, enda ættu íþróttafé-
íög viða í fjárhagslegum vanda
sem sveitarélögin kæmu oftar
enn ekki að fyrr eða síðar. js
Reinhard Reynisson bæjarstjóri og Linda Baldursdóttir formaður Völsungs
undirrita samninginn. Að baki þeim standa Sveinn Hreinsson tómstunda-
fulltrúi. Tryggvi Jóhannsson forseti bæjarstjórnar og stjórnarmenn Völs-
ungs Jakob S. Bjarnason og Jón Sigurjónsson.
æskulýðsstarf á Húsavík. Með
samningnum viðurkennir Húsa-
víkurkaupstaður mikilvægt þjón-
ustuhlutverk Völsungs í íþrótta-
og æskulýðsmálum bæjarins og
Völsungur viðurkennir hlutverk
sitt og skyldur sínar gagnvart
bæjarbúum.
Vímulausar keppnisferdir
Tómstundafulltrúi Húsavíkur
verður eftirlitsaðili með fram-
kvæmda samningsins og mun
sitja alla stjórnarundi Völsungs
og ennfremur verða haldnir
samráðsfundir Tómstunda-
nefndar og fulltrúa íþróttafé-
Iagsins. I starfsemi félagsins
verði m.a. lögð áhersla á að all-
ir hafi sama rétt til íþróttaiðk-
unar, að auka jafnrétti kvnjanna
innan félagsins, svara þörfum
fatlaðra í íþróttum, auka þátt-
töku foreldra í starfinu, setja
fram virka forvarnaáætlun og
auka fræðslu um skaðsemi
ávana- og fíkniefna og banna
notkun vímugjafa á æfingum,
keppnisferðum og atburðum
sem fram fara á vegum Völs-
ungs.
Gerður verur sérstakur rekstr-
ar- og framkvæmdasamningur
milli aðila um einstök verkefni.
Húsavíkurkaupstaður greiðir
Völsungi sérstakt rekstrarframlag
Tíin íunóta s aiiuiiiigur
ÍFV við Húsavíkurbæ