Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 6
6 - MIDVIKUDAGUR 1. NÓVEMBEII 2000 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöluverð: iso KR. OG 200 KR. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(kJ563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdótlir. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (ReykjavíK) Ahyggjulaus ráðherra í fyrsta lagi Aðgerðarleysi hefur einkennt viðbrögð fjármálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins við því sem miður fer í íslenskum þjóðarbú- skap. Það á líka við nú þegar gengi íslensku krónunnar hríð- fellur. Krónan er nærri átta prósentum verðminni en hún var um síðustu áramót. Slíkt hrap er ekkert annað en gengisfell- ing þótt breytingin eigi sér stað í áföngum. Dapurlegt hrun krónunnar veldur áhyggjum víða í þjóðfélaginu. En ekki hjá íjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hann telur það smámál að gengi krónunnar hrapi með þessum hætti. í öðru lagi Fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa nýtt góðærið til að moka skattpeningum almennings í ríkiskassann. Hjá launa- fólkinu í landinu hefur skattbyrðin aldrei verið meiri. Stórgall- að tekjuskattskerfi hefur gert fjölskyldufólki afar erfitt fyrir. Margítrekuð loforð um lagfæringar hafa lengst af verið orðin tóm. Það er fyrst núna, eftir mikinn þrýsting frá framsóknar- mönnum í ríkisstjórninni, að fjármálaráðherrann neyðist til að gera úrbætur í áföngum fyrir barnafólk. Hins vegar eru aldrað- ir og öryrkjar, sem þurfa að treysta á greiðslur tryggingakerfis- ins sér til framfærslu, enn látnir sitja við fátæktarmörkin þótt ekkert lát sé á flóði skattpeninga í sjóði fjármálaráðherrans. I þriðja lagi Ábyrgðarlaust áhyggjuleysi hefur mörg síðustu misseri ein- kennt afstöðu fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til við- skiptahallans sem verið hefur gífurlegur undanfarin ár og er enn. Nýjustu tölur Hagstofu Islands sýna þannig að fyrstu níu mánuði ársins var 28 þúsund milljóna króna halli á vöruskipt- um Islendinga við önnur ríki. Sambærilegur halli fyrstu níu mánuði síðasta árs voru 19 þúsund milljónir. Ástandið hefur því versnað á milli ára um 9 þúsund milljónir króna. Þetta hef- ur valdið ugg víða í samfélaginu, en að sjálfsögðu ekki hjá fjár- málaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hann yppir bara öxlum og leitar að fiðlunni sinni. rl. „ , ,T. Elias Snæland Jonsson Kraftbirttng auglýsinga Nú ler í höncl ógurlcg auglvs- ingatíð og verður hugsanlega með nýstárlegu sniði þar sem kirkjan hefur nú tekið hönd- um saman við Samtök versl- unarinnar um kristilega aug- lýsingastefnu. Ekkert hefur komið fram með hvaða hætti verður staðið að því að sveigja auglýsingar að rétttrúnaði og móta þær í kristilegum anda, en ekki er ólíklegt að menn leiti í ótæmandi hrunn biblí- unnar í því skyni. Enda hefur sú góða bók gagnast mörgum vel í gegnum tíðina og verið brúkuð til að staðfesta ágæti hinna ólíkustu kenninga og sjónarmiða. Þannig að klókum auglýsinga- gerðarmönnum og markaðssetningarsér- fræðingum ætti ekki að verða skotaskuld úr því að notfæra sér biblíuna sem efni- við í auglýsingagerðinni, ekki síst nú þegar nær dregur stór- hátíð kristinna manna. Og hver veit nema við eig- um eftir að sjá og heyra í sjón- varpinu auglýsingar á borð við eftirfarandi þegar nær dregur jólum: Kristilegt kók Flosi Olafsson í gená Jóhann- esar skírara kemur þrammandi eftir eyðilegum Hólasandi, glaðbcittur og hress. Hann lyftir tveggja lítra plastflösku af kóki að vörum og sýpur drjúgum, sleikir út um, ropar pent eins maltextrakt hafi ver- ið í flöskuni, glottir flírulega til þriggja mývctnskra sauða í gervi úlfalda á leið gegnum nálaraugað og segir: „Ja, það verður sko enginn þorstaheft- ur í eyðimörkinni með kippu V af kók í farteskinu. Alveg ein- stök tilfinning!" Og herskarar þingeyskra áhugaleikara í gervi engla valhoppa í kring- um Flosa, blásandi í lúðra og syngjandi svo undir tekur í Hverfjalli eða Hverfelli: „Allt gengur betur með kók, það stendur í bókanna bók!“. Rafknúið krafta- verk Tólf þreytulegir piltar úr Hug- leik í hlutverkum postulanna sitja berfættir á bekk í gras- ellegar skrúð- garði. Sigurjón Kjart- ansson tvíhöfði kem- ur slangrandi inn frá hægri í gcrvi Jesú (Sigurjón hefur leikið hann áður), með vatnsfötu og visku- stykki í hendi og tekur þegar að lauga fætur lærisveinanna. Honum sækist verkið seint og þegar hann er að ljúka fót- þvotti hjá þriðja Iærisveinin- um, hugsanlega Júdasi, lítur Sigurjón/Jesús óþolinmóður á Rolex armbandsúrið silt og hristir höfuðið. I söntu svifum kemur inn frá vinstri Helga Braga Jónsdóttir í hlutverki Maríu Magdalenu með ein- hverjar græjur í höndunum sem hún réttir Jesú/Sigurjóni og syngur með sínu nefi: „Hef- urðu prófað Hallelúja-fót- þvottatækið frá Elko?“ Sigur- jón tekur fegins hendi við þessu rafknúna kraftaverki, stingur tækinu í samband og klárar fótaþvottinn á mettíma. Og postularnir kyrja þrefallt hallelúja og líta með velþókn- un niður á tandurhreinar tær sér. GARRI Alþekkt er sagan um blindu mennina þrjá sem lýstu sköpu- lagi fílsins. Einn þeirra þreifaði á rananum og sagði að fíllinn væri langur, mjór og mjúkur viðkomu. Annar greip á fæti og taldi fílinn vera eins í laginu og greinalaus trjábolur. Sá þriðji tók um halann og velktist ekki í vafa um að fíll- inn væri grönn og loðin skcpna. Oft kemur jiessi ágæta dæmi- saga upp 1' hugann þegar reynt er að rýna í torráðna hluti eða hug- myndir. Þar má nefnda til yfir- máta bólgna umræðu um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. Undirritaður viðurkennir fullkomið skilningsleysi á útliti þeirrar skrýtnu skepnu þrátt fyrir margítrekðar tilraunir til að bæta úr þeim bága þekkingarskorti. En þegar gáfnaljósin láta birtu sína skína og deila hart um hvort gagnagrunnur þessi er mönnum og siðgæði bjóðandi eða ekki, verður tornæmum hugsað lil fíls- ins og blindu inannanna og spyr, Míðlæg huýsni um einkahagi án þess að búast við svari: Er fólkið að tala um eina og sömu skepnuna, eða er það að lýsa ólíkunt líkamspörtum og alhæfa um útlit hennar, hver eftir sínu brjóstviti? Ósvífni Um þennan illskilj- anlega gagnagrunn er deilt ár eftir ár og þykir sem tilvist hans sé gróft tilræði við einkalíf fólks og til þess fallið, að mis- nota og beita gegn þeim einstaklingum sem leggja til sýni í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Að hinu Ieytinu á grunnurinn að vera mikil blessun og arðbært framfarastökk í leitinni iniklu að eilífri æsku og heilbrigði. En unt aðra hnýsni um einkalíf fólks er lítið deilt þótt hún sé ekki annað en frekfeg ósvifni, eins og hægt er að telja mörg dæmi um. Loks á að fara að gcra eitthvað í kennitölufarganinu sem dónar í fyrirtækjum og stofnunum leggja á viðskiptavini sína. Vonandi verður óviðkom- andi fólki bannað að heimta kennitölu af fólki sem stundar hvers- dagsleg viðskipti, en talnaröðin veitir meiri upplýsingar um einkahagi en flestir gera sér grein fyrir. Fyrir hverja? Gallup heitir fyrir- tæki sem býr til álit og skoöanir undir yfirskyni rannsókna. Yfir- Icitt cru þetta kallaðar skoðana- kannanir. Þegar fyrirtækið hring- di út um síðustu helgi var fórnar- lamb spurt hvort það vildi svara nokkrum spurningum. Það taldi vfst að um skoðanakönnun væri að ræða og sagði já. En engin spurninganna var um skoðanir eða álit, aðeins um einkahagi, fjölskyldumál og vinnustað. Ef kunningí eða vinnufélagi hegðaði sér eins og Gallup þætti ágengnin jaðra við ósæmilega forvitni. Ekki til- greindi fyrirtækið fyrir hvern þessi „könnun“ var gerð eða í hvaða tilgangi ætti að nota upp- lýsingarnar sem fram komu. E11 einhver pantaði þjónustuna og borgar fyrir að frétta af fjöl- skylduhögum á þriðju hæð að Ásvallagötu 1. og hvernig græjur fólkið scm þar býr notar á vinnu- stað, svo eitthvaö sé nefnt. En hvernig sú skepna er f laginu ef hún kemur öll í ljós, er hulinn leyndardómur. Ef ástæða er til að óttast um lífsýni sín í genabanka er líklega ntiklu fremur ástæða til að hafa áhyggjur af söfnun uppiýsinga um einkahagi sem fyrirtækjum eins og Gallup er borgað fyrir að safna og óþekktir aðilar samkeyra í tölvukerfum. .VMjur Erþað rétthjá landbún- aðarráðherra að leyfa til- raun meðinnflutning fósturvísa úrnorskum kúm? Atli Vigfússon Inhtdi á Laxamýri íAðaldal. “Hér er Guðni að taka ranga álcvörðun. Ég lít svo á að við eig- um að halda f kosti íslensku kýrinnar sem eru miklir; hún hefur á löngum tíma aðlagast íslenskum aðstæðum - og hagstæður kostur við mjólk- urframleiðslu. Síðan hef ég áhyggjur af þvf að með innflutn- ingi fósturvísa geti hingað horist sjúkdómar og því tel ég að menn hefðu átt að staldra betur við - því verði eitthvað slys vegna þessa verður það ekki aftur tek- ið." Sigurður Ingi Jóhannsson dýraUvkniráMidfelli í Hntnam.hr. “Ef fullnægt er öllum þeim skil- yrðum sem allar þær nefndir sem komið hafa að þessu máli hafa sett sé ég eltkert því til fyrirstöðu að menn haldi áfram þróunarvinnu um hagræð- ingu í íslenskri nautgriparækt. Hins vegar er þetta mál stór- pólítískt; ef samkeppnisaðstæður íslenskra bænda eiga að breytast og þeir að keppa við erlenda starfsbræður þurfa þeir öflugri kýr. Ef kerfið er hins vegar óbreytt, það er styrkjakerfi og innflutningshöft, þá geta þeir vel unað við sínar íslensku kýr áfram.“ Gunnar Jónsson bóndi á Rifkelsstöðnm í Eyjafj.sveit. “Pcrsónulega hef ég veriö á móti innflutningi fóst- urvísa úr norsk- um kúm hingað til lands, því það má vera segin saga að cl rnenn ná ekki árangri með íslenskum kúm í sínum bú- skap þá ná þeir honum ekki heldur með norskum. Þá er betra að menn athugi sinn gang meðan ekki er vitað hvort sá sjúkdómur sem nú er kominn upp í Noregi á rætur sfnar að rekja til kúariðu eða einhvers annars." Guðmundur Lárusson bóndi í Stekknm í Flóa ogjv. fonnaðnr Landssbambands kúabænda. “Guðni er kom- inn undan feldin- um og ég fagna þvf mjög að hann skuli hafa tekið þessa réttu ákvörðun. Rökin fyrir innflutningi hafa alla tfð verið þau að við kúabændur telj- um að með norskum kúastofni sé hægt að ná fram meiri hag- kvæmni í búrekstri og hættan á nýjum sjúkdómum sé hverfandi. Við getum aldrei tekist á við samkeppni í þessari grein, nema hafa enn betri gripi en við höfuni í dag.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.