Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 24

Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 24
24- MIDVIKUD AGU H 1. NÓVEMBER 2000 VIKUlOrlB^ÐIÐ ■ Ðuyir 100 ára afmælis- fagnaður LH Leikfélag Húsavíkur fagnaði 100 ára af- mæli sínu með veg- legu afmælishófi að Breiðumýri s.l. laug- ardagskvöld. Vel var rrtætt til vinafundar og komu margir langan veg til að gleðjast mcð gömlum félögum úr leiklistinni. Steinunni Askels- dóttir formaður LH bauð gesti velkomna og síðan tóku við veislustjórarnir Grímur Leifsson og Anna Jeppesen sem stjórnuðu framvindu kvöldsins af röggsemi og lét Grímur m.a. Iljóta í kvið- lingum og var gerður góður róm- ur að. Nestorar leiklistar á Húsavík, þeir Sigurður Hallmarsson og Ingimundur Jónsson stjórnuðu fjöldasöng eins og þeim einum er lagið og spiluðu undir á nikku og gítar og Ingimundur settist við flygilinn þegar svo bar undir. Hallmar Sigurðsson flutti mergj- aða hátíðarræðu um leiklistina og vitnaði í meistara á borð við Laxness og Shakespeare. Leyni- gestur ávarpaði viðstadda og reyndist vera Bryndís Torfadóttír og María Sigurðardóttir þakkaði þingeysku leikhúsfólki fyrir góð kynni og leiklistaruppeldi. Þá 1 B Þorgeir Tryggvason rifjaði upp gömul kynni við Gúmmí-Tarzan. Jón Friðrik Benónýsson færði Steinunni formanni blómvönd frá leikdeild Eflingar. Og öflugan koss í kaupbæti. Dóra Ármannsdóttir og Sigurður lllugason fluttu atriði úr Þrek og tár. flutti Jón Friðrik Benónýsson LH kveðjur og góðar óskir frá leik- deild Eflingar í Reykjadal. Stiklað var á stóru í sögu Leik- félagsins og flutt atriði úr ýmsum nafntoguðum verkum. Hjónin Sigurður Hallmarsson og Herdís Birgisdóttir léku atriði úr Galdra - Lofti, atriði sem þau léku fyrst saman á sviði hjá LH árið 1949, þegar Sigurður þreytti frumraun sína sem leikstjóri hjá félaginu. Og hann er enn að og vinnur nú að uppsetningu á Nitouche sem frumsýnt verður á næstunni. Ingi- mundur Jónsson brá sér í gervi góða dátans Svejk og fór ekki á síðri kostum en um árið í þessu sama hlutverki og tók síðan lagið með Bjarna Sigurjónssyni. Guðný Þorgeirsdóttir flutti prólógus úr Puntila og Matta, Hrefna Jóns- dóttir söng lag úr Gísl og Sigurður lllugason og Dóra Armanns- dóttur fluttu tvö lög er Þrek og Tár. Þá söng ÞorgeirTryggvason lag úr Gúmmí-Tarzan sem hann Ingimundur Jónsson, ógleymanlegur Svejk, ásamt Bjarna Sigurjónssyni. Veislustjórarnir Grímur Leifsson og Anna Jeppesen kynna dagskrána. lék hjá LH árið 1984. Minningarnar streymdu framá sviðinu og í hugum viðstaddra, minningar um glæsilegar sýningar, stórkostlegan leik, sorg og gleði í Samkomuhúsinu. Og Leikfélagi Húsavíkur bárust góðar óskir víða að með von um að næstu 100 ár yrði jafnfarsæl og þau sem nú eru að baki. JS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.