Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 1
( Leyndyfír kostn- aði Sj onvarpsins HvorM fæst gefid upp hjá Sjónvarpinu né Páli BenediMssyni hver kostnaður RIJV er vegna sjávarútvegs- þáttanna. Forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins sakar Pál Benediktsson frcttamann um óvönduð vinnubrögð og hags- munagæslu í sjónvarpsþáttunum „Aldahvörf - sjávarútvegur á tímamótum". Ekki fæst uppgefið hverjir kosta þáttinn og hve mik- ið framlag hvers og eins er. Framkvæmdastjóri Ríkisútvarps- ins segist ekki geta upplýst hve mikill kostnaður RÚV sé vegna þessara þátta. Búið er að sýna 3 þætti af 8 í Sjónvarpinu og hafa þeir vakið umtal og athygli. Grétar Mar kallar dagskrárgerðina „hroða- Iega“ og kallar eftir rödd sjó- manna, sem hann segir nánast alveg vanta. Hann veltir upp spurningum um trúverðugleika Páls: „Það sem stendur í mér er að fá upplýsingar um hverjir kosti þessa þætti. Það er sagt að SÍF, LÍÚ, Sölumið- stöðin, sjávarútvegs- ráðuneytið, Ríkissjóður og Sjónvarpið greiði þetta en ég fæ ekki sundurliðun á þessum kostnaði og það finnst mér alvarlegt. Mér finnst skrýtið að Sjón- varpið beri því við að þetta sé trúnaðarmál," segir Grétar Mar. Er að borga til baka Forseti farmanna- og fiskimannasambands- ins telur að Páll dragi mjög taum útgerðarinnar og að auki sé hann illa að sér í sögu ís- Iensks sjávarútvegs. Hann segir að ncikvæðu hliðarnar við kvóta- kerfið komi hvergi fram sbr. byggðamálin. „Páll er að borga til baka fjárstuðninginn við gerð þáttanna,“ segir Grétar Mar. Hörður Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, sagð- ist ekki geta svarað Degi neinum spurningum um kostn- að RÚV við verkefnið. „Mér var tjáð að geng- ið væri þannig frá því við Pál að við gætum ekki gefið þetta upp,“ segir Hörður. En er Sjónvarpið sem opin- ber stofnun ekki skyl- dug til að gefa þessar upplýsingar? „Mér er ekki alveg kunnugt um það, ég vil a.m.k. ekki taka þá persónulegu ábyrgð að gefa þetta upp þar scm þessi fyr- irvari er fyrir hendi,“ segir Hörður en ítrekar þó að þáttur Sjónvarpsins sé lítill mið- að við heildarkostnað. Páll Benediktsson vísar á hinn hóginn á Sjónvarpið, spurður sömu spurninga og Hörður: „Ég vil helst ekkert tala um hvernig þessi fjármögnun skiptist. Það er Sjónvarpsins að gefa upp þeirra framlag,“ segir Páll. Algjörlega hlutlaus En það skýtur skökku við að þið vísið háðir hvor á annan? „Já, já en ég hef margoft sagt að þessir þættir séu kostaðir af stórum fS'rirtækjum og samtök- um í sjávarútvegi með sérstökum styrk frá ríkisstjórn og greiðslu Sjónvarpsins fyrir sýningarrétt. Þetta er nokkuð jöfn skipting," segir Páll og getur þess sérstak- lega að hlutur LIU sé innan við 10%. Hvað gagnrýni Grétars Mars á cfnistökin varðar segir Páll: „Eg tek ákaflega lítið mark á henni. Það liggur fyrir skrifleg yf- irlýsing frá öllum þeim sem styrktu þættina um að þeir hafi engin áhrif á efnistökin.... Eg vísa þessu til föðurhúsanna og kæri mig ekkert um að munn- höggvast frekar við Grétar Mar.“ - BÞ Páll Benediktsson: „Ég vil helst ekkert tala um hvernig þessi fjármögnun skiptist. Aukablað- Glerártorg Dagur cr venju fremur stór í dag vegna þess að blaðinu fylgir auka- hlað um Glerár- tog, nýju verslunarmiðstöðina sem á morgun verður opnuð á Akur- eyri. Þessi verslunarmiðstöð markar ákveðin þáttaskil í verslunarmálum á landsbyggð- inni, en hún er sú stærsta sinn- ar tegundar utan höfuðhorgar- svæðisins. I tengslum við út- komu aukahlaðsins er heimilum á Norður- og Austurlandi kynnl útgáfa Dags með sérstakri dreif- ingu á svæðið. OPNUNARHATIÐI oí Olmrártargi 2. nAt/mmbmr 1—1 "±^2 ISP- hnfl . Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tilkynnti í gær þá ákvörðun sína að heimila innflutning á norskum kúafóst- urvísum með ákveðnum skilyrðum. Ráðherrann kynnti málið í fjósinu á Stóra- Ármóti í Flóa og hér heilsast ráðherrann og Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda. mynd: áþ Horfur eru á að talsverðar breyt- ingar verði á þessari húsaröð ef efsta húsinu, Alþýðuhúsinu verður breytt í Hótel. Alþýðu- húsið stoMtar upp Stjórn Alþýðuhússins við Hverf- isgötu í Reykjavík hefur sagt upp öllum lcigusamningum við þá scm leigt hafa aðstöðu f húsinu. Ottar Yngvason stjórnarformað- ur Alþýðuhúss Reykjavfkur ehf segir að verið sé að losa þessa leigusamninga fyrir komandi vor. Það sé gert til að hafa meiri „sveigjanleika" fyrir ráðstöfun á húsinu og hugsanlega sölu á því. Húsið er um 2 þúsund fermetr- ar að stærð og var byggt í upp- hafi fjórða áratugarins af reyk- vískum stéttarfélögum og er samofið sögu þeirra. Miðað við að söluverð á fermetra í skrif- stofuhúsnæði sé um 100 þús- und krónur má gera ráð fyrir að húsið seljist á 200 milljónir króna cf ekki meir vcgna stað- setningar þess við miðbæinn. Kannski breytt í hótel Óttar segir að hugmyndin um hugsanlega siilu á húsinu sé búin að vera við Iýði í mörg ár, enda hafa margir lýst yfir áhuga að kaupa það á síðustu tveimur árum. Í það minnsta séu alltaf að koma einhver tilhoð í það. Hann segir að ýmsar hugmyndir hafi komið fram um framtíðar- notkun á því og m.a. að breyta því í hótel. Hins vegar hafa eng- ar ákvarðanir verið teknar í þeim efnum. Um 70 - 80 einstakling- ar eru hluthafar f hlutafélaginu sem á Alþýðuhúsið auk þess scm nokkur verkalýðsfélög eiga smá hlut í því. Það er mikil hrcyting frá því sem áður var þegar Dags- brún, Sjómannafélag Rcykjavík- ur og Verkakvennafélagið Fram- sókn áttu stóra hluti í Alþýðu- húsi Reykjavíkur þangað til þau fengu útskipt sínum eignum fyrir áratug eða svo. - GRH GAME BOY CoL R RðDIOWAUST AlötÖ^ Geislagötu 14 • Sími 462 1300 # 1 www.ormsson.il

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.