Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 18

Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 18
8- MIDVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 ■ SMÁTT OG STÚRT UMSJÓN: Jóhannes Sigurjónsson johannes@simnet.is „Það er gríðarlega mikil breyting fyr- ir íslenska þjóð og íslenska menn- ingu að fá ])etta mikla kristniboðs- starf seni er í gangi á Omega inn á sín heimili. Það er enginn vafi að það er bylting í gangi“. - Guðlaugur Laul- dal Aðalsteinsson, í viðtali við Dag. Kristilegar auglýsingar Auglýsingamennska hvurs konar er mjög í umræðunni þessa dagana, ekki síst eftir að fréttir bárust af tilvonandi samstarfi þjóðkirkjunnar og Sam- taka verslunarinnar á auglýsingamiðum fyrir jólin. Þannig skrifaði séra Svavar A. Jónsson á Akureyri gagnmerka grein á dögunum í Dag, grein sem menn ættu að kynna sér, þar sem hann m.a. vakti athygli á því hve margar auglýsingar væru nú þegar með lúmsku trúarlegu fvafi. And-auglýsingar Auglýsingar gegna eingöngu því hlutverki að kynna og selja vöru eða þjón- ustu með öllum tiltækum ráðum. En þetta er reyndar ekki algilt. Því til eru örfá dæmi um auglýsingar sem miða að hinu gagnstæða og eru svo heiðarlegar og sannar að furðu vekur. Þetta á meðal annars við um stór- merkilegar auglýsingar frá Apótekinu á Húsavík sem hirtust í leikskrám Leikfélags Húsavíkur fyrir nokkrum áratugum, þegar Apótekinu stýrði lyf- sali að nafni Helgi Hálldanarson. Arið 1950 birtist þessi auglýsing í leikskránni: „Húsavíkur Apótek óskar öllum Þingeyingum gleðilegra jóla, góðrar heilsu á nýja árinu og sem minnstra viðskipta við Húsavíkur Apótek." Eliki til sölu! Og 1959 þegar Lcikfclag Húsavíkur setti upp Delerium Bubonis, birtist eftirfarandi auglýsing í Ieikskránni: „Hið langþráða undralyf sem læknar fljótt og að fullu kvef, höfuðverk, hálsbólgu, gigt, umferðarveiki, hvers konar meltingarkvilla, slen og annað heilsuleysi, er því miður ekki til sölu í Húsavíkurapóteki." Þessi dæmi eru auðvitað einsdæmi. En óskaplega væri nú ánægjulegt ef auglýsingagerðarmenn nútímans hefðu til að bera svo frumlcgan heiðar- leika eins og þann sem birtist í þessum gömlu auglýsingum. Og hver veit nema auglýsingar af þessari tegund skiluðu ekkert síðri árangri en hin hefðbundna flóðbylgja falskra gylliboða sem fyrir dyrum er og skjám. FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ Árið 1997 setti Díana nokkra kjóia sinna á uppboð og gaf ágóðann til líknarmála. Þessa dagana stendur yfir í Kensington höll sýning á kjólum Diönu. Priiisessiikj ólar Þeir sem leggja leið sína til Walker sem var einn af ef’tir- mörgu sem heimsækja Kens- London þessa dagana ættu að bregða sér í Kensington höll þar sem verið er að halda sýn- ingu á kjólum Díönu heitinn- ar prinsessu. Kjólarnir eru allir hannaðir af Catherine lætis fatahönnuðum prinsessunnar og góð vinkona hennar og hefur skrifað bók um samskipti þeirra. Sýning- in er sett á laggirnar vegna sérstakra óska þeirra fjöl- ington höll árlega og hafa skrifað í gestabók hallarinnar og sagst vilja fá að sjá kjóla prinsessunnar. Kristín Rós Hákonardóttir var fánaberi íslands á iokaathöfninni. Ölyntpíufaramir væntanlegir heim í dag Islensku képpendurnir á ólympíuleikum fatlaðra í Sydnev eru vænt- anlegir heim frá Astralíu í dag og er áætlaður komutími til landsins klukkan 16:00. Tekið verður á móti hópnum með viðcigandi hætti í Leifshöfn, þar sem stjórn IF mun standa fyrir móttökuathöfn og verður Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, m.a. viðstödd at- höfnina auk fulltrúa ISL Olympíuleikum fatlaðra lauk með glæsilegri lokaathöfn á sunnu- daginn, þar sem um það bil hundrað þúsund áhorfendur voru mætt- ir til að fylgjast með á troðfullum áhorfendasvæðunum. Sunddrottn- ingin, Kristín Rós Hákonardóttir, var fánaberi fslands á lokaathöfn- inni og var það vel við hæfi eftir frábæran árangur hennar á leikun- um, þar sem hún vann til tjögurra verðlauna (2 gull og 2 brons) í fimm keppnisgreinum. Þeir Bjarki Birgisson og Gunnar Orn Olafs- son settu einnig ný Islandsmet á Ieikunum, en Bjarki tvíbætti eigið met í 100 m bringusundi og Gunnar Örn bætti eigið met í 50 m flug- sundi. ÍSÍ óskar eftir tilboðuin í vátiyggiiigar Iþrótta- og ólympíusamband íslands hefur sent öllunt tryggingafélög- um landsins erindi þar sent óskað er eftir tilboðum í vátryggingar. Er það gert f kjölfar samþykktrar ályktunar Irá því á íþróttaþingi í mars s.l. þar sem framkvæmdastjórn ÍSI var falið að vinna áfram að samn- ingunt um hópslysatryggingu fyrir íþróttahrevfinguna. A vefsíðu ÍSl segir að í erindinu til tryggingafélaganna sé óskað eft- ir tilboðum í tvenns konar tryggingar, annars vegar slysatryggingu, sem nái til slysatjóns við íþróttaiðkun, eða athafnir tengdar henni og hins vegar frjálsa ábyrgðartryggingu sem nær til skaðabótaskyldu fé- lagsmanna eða félaganna sjálfra, gagnvart öðruin einstaklingum eða lögaðilum. „Vátryggingunni er ætlað að vátryggja hina vátryggðu við æfingar, keppni, mótahald og keppnisferðalög sem eru á vegum hreyfingar- innar, innan lands sem erlendis. Vátryggðir skulu vera allir félags- menn aðildarfélaga ISI hvort sem þeir eru virkir eða óvirkir, allir starfsmenn félaganna, þjálfarar, dómarar, aðstoðarfólk á mótum og hver sá annar sem formlega kemur að starfsemi tryggingataka hvort sem viðkomandi þiggur laun eða ekki,“ segir á vefsíðunni. Tryggingafélögin skulu skila tilboðum sínum fyrir 20. nóvember, n.k. og er gert ráð fyrir að tryggingin taki gildi frá og með 1. janúar 2001. Níu þjálfarar fá afhenta þjálfara- styrkiíSÍ Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, afhenti nýlega níu þjálfurum styrk til að sækja námskeið, eða kynna sér þjálfun, erlendis og þetta er í ann- að sinn sem ISI afhendir slíka styrki á þessu ári. Umsóknum um þjálfarastyrki hefur fjölgað ár frá ári og að þessu sinni sóttu 32 aðil- ar um styrk, 21 karlmaður og 1 1 konur. Við úthlutun hefur verið leit- ast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar og óháð því hvort viðkom- andi umsækjandi er að þjálfá börn og unglinga eða afreksfólk. Eftir- taldir aðilar hlutu 50.000 kr.styrk að þessu sinni: Einar G. Einarsson: Hefur þjálfað yngri flokka í körfuknattleik frá 1987. Hefur þjálfað meistaraflokka hjá Haukum og Grindavík. Hlýt- ur stvrk til að kynna sér æfingar og undirbúning atvinnumannaliðs fyrir keppni, í Bandaríkjunum. Guðmundur Jakobsson: Hefur starfað við skíðaþjálfun sl. 20 ár og verið yfirþjálfari skíðadeildar KR s.l. 3 ár. I ilýtur styrk til að geta lyl- gst með æfingum sænska skíðalandsliðsins. Hildigunnur Hilmarsdóttir: Hefur starfað við yngri flokka þjálfun í handknattleik frá 1986. Hlýtur styrk til að sækja þjálfaranámskeið í handknattleik. Johannes K. Jia: Hefur starfað sem landsliðsþjálfari í blaki síðan 1993. Þjálfari hjá Blakdeild Víkings frá 1985-1987 og blakdeild Þróttar frá 1988-1992. Illvtur styrk til að sækja námskeið á veguin FIVB. Jónína Ómarsdóttir: Hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari hjá Fjölni í Grafarvogi frá 1996. Hlýtur styrk til að sækja námskeið í Noregi í byrjun nóvember. Ólafur Hreinsson: Hefur starfað sem þjálfari hjá Karatefélagi Reykjvíkur sl. 10 ár. Hlýtur styrk til að sækja námskeið í Danmörku 24.-26. nóv. n.k. Omar Jóhannsson: Hefur starfað við knattspyrnuþjálfun frá því 1980. Hlýtur styrk til að kynna sér þjálfun hjá Arsenal. 25.000 kr. styrk hlutu: Ragnheiður Runólfsdóttir: Hefur starfað sem sundþjálfari frá 1992, m.a. hjá Sundfélagi Akraness, f Mosfellsbæ, á Akureyri og í Keflavík. Hlýtur styrk til að sækja þjálfaranámskeið í Danmörku Ingibjörg Magnúsdóttir: Hefur starfað við ungbarnasundskennslu á Akureyri frá 1996 ásamt sundkennslu yngstu barna og við sund- leikfimi. Hlýtur styrk vegna þjálfunarnámskeiðs sem hún sótti til Sví- þjóðar í september.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.