Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 20

Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 20
20- MinVlKUDAGUR 1. NÓVF.MBER 2000 LlУL, Tilnefnd til Eddu-verðlauna Myndin er frá afhendingu Eddu-verðlaunanna í fyrra. Eddu-verðlaunin afhent íammðsinn. Almenningur tekurþátt íkosningunni. Það er íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían sem stend- ur fyrir afhendingu Eddu-verð- launanna sem nú standa fyrir dyrum í annað sinn. Eftirtalin fagfélög kvikmvndagerðar- manna eru eigendur ÍKSA ehf.: Samtök kvikmyndaleikstjóra, Framieiðendafélagið, Samband íslenskra kvikmyndaframleið- enda og Félag kvikmyndagerð- armanna. Grunnhugmynd og tilgangur ÍKSA með Eddu-verð- laununum er að gefa þeim sem starfa innan geirans kost á að veita kollegum sínum viður- kenningu, kynna með jákvæðum hætti það starf sem unnið er innan kvikmynda- og sjónvarps- geirans hér á landi auk þess að hvetja þá sem í geiranum starfa. Að þessu sinni ákvað stjórn ÍKSA að gefa almenningi kost á að taka þátt í kosningunni og fær hann að kjósa um hið sama Efíirfarandi eru tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsverðlaun- anna, árið 2000: BÍÓMYND ÁRSINS: „Englar alheimsins" Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson I Iandrit: Einar Már Guðmundsson Framleiðandi: Friðrik Þór Friðriksson l\ rir Islensku kvikmyndasamsteypuna „101 Heykjavík" Leikstjóri: Baltasar Kormákur Handrit: Baltasar Kormákur Framleiðendur: Ingvar Þórðarson og Baltasar Kormákur fyrir 101 ehf. „íslenski draumurinn“ Leikstjóri: Róbert Douglas Handrit: Róbert Douglas Framleiðendur; Júlfus Kemp og Jón Fjömir f\TÍr Kv'ikmyndafclag íslands og Eliza Entertainment og þeir sem eru á kjörskrá ÍKSA og að auki um sjónvarpsmann ársins. En aðeins þeir sem eru á kjörskrá ÍKSA fá að taka þátt í vali varðandi Óskarinn sam- kvæmt reglum The Academy of Motion Picture Arts and Sci- LEIKSTJÓRI ÁRSINS: Friörik Þór Friðriksson fvrir „Engla al- heimsins" Baltasar Kormákur (yrir „101 Reykja- vík“ Oskar Jónasson fyrir „Úr öskunni í eld- inn“ LEIKARI í AÐALHLUTVERKI: lngvar E. Sigurðsson fyrir „Fingla al- heimsíns** Hilmir Sn.t'i Guðnason fyrir „101 Reylgavík“ Þórhallur Sverrisson fyrir „Islenska drauminn“ LEIKKONA í AðALHLUTVERKI: Björk Guðmundsdóttír fyrir „Dancer in the Dark“ llanna Maria Karlsdótlir fyrir „101 Reykjavík" Vicloria Abril fyrir „101 Reykjavík" ences. Vægi almennings í kosn- ingunni verður 30%, en kjör- skrá ÍKSA 70%. Kjörstaður al- mennings opnar á mbl.is mánu- daginn 13. nóvember og lokar föstudaginn 17. nóvember kl. 17:00. Þrenn ný verðlaun verða LEIKARI í AUKAHLUTVERKI: Björn Jörundur Friðbjömsson fyrir „Engla alhcimsins" Baltasar Kormákur fyrir „Engla al- heimsins“ Jón Gnarr fyrir „Islenska drauminn" LEIKKONA í AUKAHLUTVERKI: Kristbjörg Kjeld fyrir „Fíaskó" Margrét Helga Jóhannsdóttir Ivrir „Engla alheimsins" Laufey Brá Jónsdóttir fyrir „Islenska drauminri1 SJÓNVARPSÞÁTTUR ÁRSINS: „Silfur Egils“ Umsjón: Egill Helgason Framleiðandi: Skjár einn „ísland í bítið“ Umsjón: Snorri Már Skúlason, Guðrún Gunnarsdóttir, Þorgeir Astvaldsson og Margrét Blöndal Framleiðandi: Stöð 2 veitt að þessu sinni, en það er fyrir leikkonu og leikara í auka- hlutverki og sjónvarpsmann ársins. Til að gefa kjósendum glöggari mynd, verða sýndir daglega í Sjónvarpinu í kjölfar Kastljóssins stuttir þættir úr „Pétur og PálT Umsjón: Sindri Páll Kjartansson og Ámi Sveinsson Framleiðandi: Skjár einn SJÓNVARPSVERK ÁRSINS: „Úr öskunni í eldinn" Lcikstjóri: Oskar Jónasson Handrit: Kristófer Dignus Framleiðandi: Sjónvarpið „Fóstbræður" Leikstjóri: Sigurjón Kjartansson Handrit: Jón Gnarr, Siguijón Kjartans- son, Helga Braga Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson. Framleiðandi: Stöð 2 „Ormstunga - ástarsaga" Leikstjórar: Ragnar Bragason og Peter Enquist Handrit: Bencdikt Erlingsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Peter Enquist, Ragnar Bragason Framleiðandi: Plúton þeim verkum og einstaklingum sem tilnefndir eru fram að kosningunum og hefjast sýning- ar þann 13. nóvember. Það vekur athygli að Björk Guðmundsdóttir er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmynd Lars Von Triers. Ásgrímur Sverris- son, kvikmyndagerðarmaður er framkvæmdastjóri IKSA, var spurður nánar út í það. „Reglur akademíunnar kveða svo á urn að það hægt er að tii- nefna Islendinga sem taka þátt í verkum annarra þjóða til Eddu- verðlauna.“ Ásgrímur var einnig spurður að því hvort almenningi stæði til boða að kaupa sig inn á athöfn- ina í Þjóðleikhúsinu þann 19. nóvember. „Almenningur hefur fullan rétt á því að kaupa miða á at- höfnina, en akademíumeðlimir eiga forkaupsrétt á miðum til 6. nóvember og þá verður opnað fyrir almenning." Þess skal getið að æskilegt er að gestir mæti í spariklæðnaði til athafnarinnar í Þjóðleikhús- inu. -w HEIMILDARMYND ÁRSINS: „Staðarákvörðun óþekkt" Stjómandi: Egill Eðvarðsson Umsjón: Rafn Jónsson Framleiðendur: Jón Þór Hannesson og Anna Dís Olafsdóttir fvrir Saga film „Síðasti valsinn" Stjómandi: Magnús Viðar Sigurðsson Handrit: Margrét Jónasdóttir Framleiðandi: Magus framleiðsla f)rir Stöð 2 „Erró - norður, suður, austur, vestur" Stjórnandi: /\ri Alexander Ergis Magn- ússon Handrit: Ari Alexander Ergis Magnús- son, Þorgeir Guðmundsson, Ottar Olafur Proppé Framleiðendur: Friðrik Þór Friðriksson, Anna María Karlsdóttir og Ari Alexand- er Ergis Magnússon fyi'ir Ergis og Is- lensku kvikmyndasamsteypuna Gnniur falla Sýnd veiði - frumsýning í Iðnó 27.10.2000 Höfundur: Michele Lowe. Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Frumsamin tónlist og umsjón með tónlist: Ragnhildur Gísla- dóttir. Eldhús í einbýlishúsi er sviðið. Þar eru þrjár konur - konur sem hefur verið þrýst saman til mán- aðarlegra funda án þess að hafa beðið um það. Fjórðu konuna í hópnum vantar. Konurnar sætta sig við að neyðast til að umgang- ast hverja aðra líkt og annað sem þær sætta sig við í lífinu, vonbrigði, áhyggjur og tilætlun- arsemi sem eiginmenn þeirra búa yfir í ríkum mæli. I eldhúsinu koma draumar þeirra, væntingar og vonbrigði smám saman fram eftir því sem gríman fellur þegar líður á kvöldið. Eiginmennirnir eru ann- ars staðar en þeirra verður vel vart og samspil hjóna er sýnilegt og næstum því áþreil'anlegt þó lítið sé sagt. Eins og tfðkast gjarnan f kvennahópi koma leyndarmálin fram eitt af öðru þegar vínið hef- ur leyst um höftin og þessi leynd- armál eru sum hver ansi sár - en samt sett fram á kæruleysislegan máta og jafnvel í hálfkæringi þangað til sársaukinn verður of mikill og gráturinn brýst fram og með honum viðurkenning þess sem er. Svo finnst lausn. Lausn sem er ekki öllum að skapi en verður þó það úrræði sem notað er. Þungiimvex Af einhverjum ástæðum fór ég á þetta leikrit með því hugarfari að þarna væri urn gamanleikrit að ræða. Svo er alls' ekki þó mörg skemmtileg og fyndin tilsvör komi fyrir. Leikritið virðist kannski grunnt í byrjun - amer- ískar húsmæður að tala saman í eldhúsi - en þunginn fer sívax- andi og spurningarnar, bæði þær sem svarað er og svo hinar sem látið er ósvarað, eru erfiðar og sitja dálítið eftir hjá áhorfandan- um. Persónusköpun kvennanna þriggja er með ágætum og þeim tekst vel að draga upp mynd af lífi sínu. Mollý, persónan sem Ólafía Flrönn leikur virðist í fyrstu naiv og saklaus, kemur með litlar at- hugasemdir - ofur hversdagsleg- ar - sem þó segja svo mikið. „Já, er það ekki bara? spyr hún sak- leysislega og samþykkir það sem hinar segja með orðum - en þó ekki. Nicky, sem Edda Björgvins- dóttir leikur, er sterka konan, sú sem vinnur úti og hefur aðra sýn á lífið þess vegna. Hún er ekki tilbúin til að sætta sig við sams konar meðferð og þær hinar af hendi eiginmannsins og hikar ekki við að svara honum fullum hálsi þegar stöllur hennar þegja til að halda friðinn. Rósa Guðný leikur Debru, konuna sem á ekkert eftir. Eigin- maðurinn er löngu farinn á vit annarra kvenna og allir vita það. Sonurinn á herskóla - ákvörðun föðurins - og hún er ein. Alein. En reynir sarnt að halda andlit- inu og tekst meistaralega að sýna aðeins grímuna sem hún vill að umheimurinn sjái. Upp á náð og miskunn Karlarnir sjást ekki en það heyr- ist til þeirra. Fyrst heíðbundinn hávaði sem fylgir drukknum mönnum með karirembu f stór- um stíl en svo örvæntingarfull högg og beiðni um hjálp þegar það rennur upp fyrir þeim að þeir eru alfarið upp á náð og miskunn kvenna sinna komnir. Kvennanna sem þeir hafa árum saman farið með eins og tuskur - og uppskera nú f samræmi við það. -vs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.