Dagur - 01.11.2000, Blaðsíða 19
MIDVIKUDAGUK 1. NÓVEMBEK 2000 - 19
’ ÍÞRÓTTIR
Erfksson tekur vlð
enska landsliðinu
Sven-Göran Erikssons, nýr landslidsþjálfari Englendinga.
Þj álfaravandræði
enska knattspymu-
landsliðsins virðast
nú loksins vera á enda
eftir nokkur kvalafull
ár, því í gær var geng-
ið frá ráðningn Sví-
ans Sven-Göran Eriks-
sons, þjálfara Lazio á
Ítalíu, til næstu finun
ára. Eriksson kemur
þo ekki til starfa fyrr
en eftir 1. júlí, þegar
samningur hans við
Lazio rennur út.
Svíinn Sven-Göran Eriksson,
núverandi þjálfari ftölsku meist-
arann Lazio, hefur samþykkt að
taka við stjórn enska knatt-
spyrnulandsliðsins frá og með I.
júlí n.k. Eriksson hefur skrifað
undir f’imm ára samning við
enska knattspyrnusambandið,
FA, scm þýðir að honum er ætl-
að að stýra liðinu í gegnum tvær
heimsmeistarakeppnir, í Japan
og Kóreu árið 2002 og síðan í
Þýskalandi árið 2006, það er að
scgja ef liðinu tekst að vinna sér
sæti í keppnunum. Tord Grip,
nánasti aðstoðarmaður Eriksson
hjá Lazio, mun f>'lgja honum til
starfa á Englandi, en helsta hlut-
verk hans mun verða að skoða
hugsanlega landsliðsnienn fyrir
komandi verkefni.
Adam Crozier, framkvæmda-
stjóri FA, sagði í gær að samn-
ingaviðræðurnar við Eriksson
hefðu gengið mjög vel, enda
hefði hann verið mjög áhuga-
samur um að taka við liðinu.
„Við erum í skýjunum yfir að
hafa krækt í Eriksson, enda er
hann í dag einn af bestu knatt-
spyrnuþjálfurum í heiminum og
var númer eitt á óskalista FA. Nú
er bara að koma liðinu f úrslita-
keppni HM-2002 og Eriksson
mun einnig koma að því starfi
eins og hægt er með þeim Peter
Taylor og Steve McClaren, með
fullu samþykki stjórnar Lazio,“
sagði Crozier.
Slæm staða Englendinga
Staða Englendinga, sem spila í
9. riðli undankeppni HM-2002,
er ekki góð eftir tvo fyrstu leiki
þeirra f riðiinum, en þeir eru nú
í botnsæti riðilsins eftir 0-1 tap
gegn Þjóðverjum á Wembley og
markalaust jafntefli gegn Finn-
um í Helsinki. Á meðan Eng-
lendingar bíða eftir að Eriksson
komi til starfa, þurfa þeir að
Ieika þrjá leiki í riðlinum, fyrst
gegn Finnum heima þann 24.
mars, þá gegn Albönum úti þann
28. mars og síðast gegn Grikkj-
um úti þann 6. júní. Fyrsti leikur
Erikssons í undankeppni verður
útileikur gegn Þjóðverjum þann
1. september og síðan koma tveir
heimaleikir í röð gegn Albönum
þann 5. sept. og Grikkjum þann
6. okt.
Sergio Cragnotti, forseti
stjórnar Lazio, sagði í gær að
auðvitað væri slæmt að missa
Eriksson. „Hann var að gera
góða hluti hjá okkur og hefur
skilað félaginu sex stórum titlum
á síðustu þremur keppnistíma-
bilum. En ég skil hann mjög vel.
Hann er auðvitað að hugsa til
framtíðarinnar og það er mikill
áskorun fj'rir hann og um leið
mikill heiður að taka við enska
landsliðinu. Eg vona bara að
hann leiði Lazio til sigurs í
meistaradeildinni áður en hann
heldur til Englands. Það yrði
góður endir á frábæru starfi hans
hjá Lazio,“ sagði Cragnotti.
Italskir fjölmiðlar eru þegar
farnir að spá fyrir um eftirmann
Eriksson hjá Lazio og eru þar
nefndir til sögurnnar kappar eins
og Alberto Zaccheroni hjá AC
Milan, Marcello Lippi, fyrrum
þjálfari Juventus og lnter Milan
og einnig Arsene Wenger knatt-
spyrnustjóri Arsenal. Þá hefur
nafn Roberto Mancini, sem er
einn af aðstoðarmönnum Eriks-
sons hjá Lazio, einnig verið
nefndur sem hugsanlegur arf-
taki.
Ferill Erikssons:
1948: Fæddur 5. febrúar í Þórs-
bæ (Torsby) í Svíþjóð. 1975:
Lauk knattspyrnuferlinum í Sví-
þjóð, þar sem hann hafði alla tíð
haldið tryggð við liðið sitt,
Degerfors. 1976: Tekur við þjálf-
un Degerfors 1979: Tekur við
þjálfun IFK Gautaborg 1979:
Stýrir IFK Gautaborg til sigurs í
sænska bikarnum.1981: Gerir
IFK Gautaborg að sænskum
meisturum.1982: IFK Gauta-
borg vinnur Evrópubikarinn
undir hans stjórn og sænska bik-
arinn f annað sinn.1982: Tekur
við þjálfarastöðunni hjá Benfica
í Portúgal.1983: Benfica vinnur
tvöfalt, bikar- og meistaratitil, á
hans fyrsta tímabili með liðið og
kemst í úrslitaleik Evrópukeppni
bikarhafa þar sem liðið tapaði
geng Anderlecht í úrslitaleikn-
um.1984: Benfica vinnur aftur
portúgalska mcistaratitilinn
undir hans stjórn áður en hann
hverfur til Italíu til að taka við
þjálfarastöðunni hjá lloma.
1986: Stýrir Roma til sigurs í
ítalska hikarnum á sínu öðru ári
með liðið. 1987: Hættir hjá
Roma og tekur við þjálfarastöð-
unni hjá Fiorentina. 1989: Tekur
eftur við þjálfarastöðunni hjá
Benfica. 1990: Leiðir Benfica í
úrslitaleik Evrópubikarsins, þar
sem liðið tapar 0-1 gegn AC Mil-
an í úrslitaleiknum. 1991: Gerir
Benfica að Portúgalsmeisturum í
þriðja sinn. 1992: Hættir hjá
Benfica og tekur við stjórninni
hjá Sampdoria á Ítalíu.1994:
Leiðir Sampdoria til sigurs í ítal-
ska bikarnum. 1996: Gerir sam-
komulag við Blackburn Rovers á
Englandi um að taka við knatt-
spyrnustjórastöðu hjá félaginu,
en fær sig ekki strax lausan frá
Sampdoria og hættir si'ðan við.
1997: Tekur við þjálfarstöðunni
hjá Lazio. 1998: Leiðir Lazio til
sigurs í' ítalska bikarnum og ger-
ir þá að meisturum meistaranna
á Italíu.1999: Lazio verður Evr-
ópumeistari bikarhafa undir
hans stjórn og sigrar einnig í
Meistaraleik EUFA. 2000: Lazio
vinnur tvöfaldan sigur á Ítalíu,
hæði bikar og meistaratitil. 30.
október 2000: Skrifar undir
samning við FA, enska knatt-
spyrnusambandið, um að gerast
fyrsti erlendi þjálfari enska
landsliðsins.
Fyrsti heimaleikur Þórs
Einn leikur fer fram í 2. deild
karla í handknattleik í kvöld, en
þá fær lið Þórs frá Akureyri lið
Selfyssinga í heimsók í Höílina á
Akureyri og hefst leikurinn kl.
20:00. Þetta er síðasti leikur
annarrar umferðar og fyrsti
heimalcikur Þórs í deildinni í
vetur, en í fyrstu umferðinni
mættu þeir Víkingum í Víkinni,
þar sem Akureyrarlið tapaði með
aðeins eins marks mun, 20-21.
Selfyssingar mættu B-liði IR-
inga í fyrstu umferðinni í Breið-
holtinu og unnu þar stóran sigur
á heimaliðinu, 24-36, eftir að
hafa leitt með þremur mörkum í
leikhlé, 16-19. Fjölnir og Víking-
ur eru í toppsætum deildarinn
með fullt hús stiga eftir tvo leiki,
cn mcð sigri á Akureyri í kvöld
geta Sefyssingar náð toppsætinu
á besta markahlutfallinu.
Úrslit fyrstu leikja:
Víkingur - Þór Ak. 21-20
Fylkir - Fjölnir 27-32
ÍR B - Selfoss 24-36
Víkingur - Fylkir 21-12
Fjölnir - ÍR B 30-21
íslenska imgliiigaliðið í sjötta
sæti í Frakkíanai
Þau Kristín Elsa Erlendsdóttir, íslandsmcistari í golli og Ingvar Karl
Hermannsson urðu í sjötta sæti „Capri Teens“ liðakeppninnar í golfi,
scm fram fór i' Biarritz í Frakklandi dagana 21. til 28. okt. „Capri
Teens“ mótið er alþjóðlegt unglingamót liða og einstaklinga og voru
þau Kristín Elsa Erlendsdóttir, Keili, Ingvar Karl Hermannsson, GA,
Helga Rut Svanbergsdóttir, Kili, ogTómas Salmon, GR, fulltrúar Is-
lands á mótinu. Þau Kristín Elsa og lngvar Karl skipuðu síðan lið ís-
Iands í liðakeppninni, þar sem þau hafa lægri forgjöf og tóku þau
Flelga Rut og Tómas því aðeins þátt í einstaklingskeppninni.
I liðakcppninni voru lciknir átta hringir og giltu sex bestu til úr-
slita. Islenska sveitin lék samtals á 450 höggum, 20 höggum á eftir
sigurliði Finna, sem voru herbergisfélagar íslensku keppendanna.
I einstaklingskeppninni lentu þau Kristín Elsa og Ingvar Karl bæði
í 13. - 15. sæti á 303 höggurn en sigurvegarinn Erik Stenman frá
Finnlandi Iék á 289 höggum. Tómas lenti í 35. - 36. sæti einstak-
lingskeppninnar á 325 höggum og Helga Rut f 38. - 39. sæti á 331
höggi. Tómas varð fyrir því óláni að kylfur hans glötuðust í fluginu
út og lék hann því allt mótið með lánskylfum, járnum af gerðinni
Boston og eina trékylfan sem hann hafði var 3-tré með „Regular"
skapti.
Birgir Leifur og Ólafur Már
á Spáni
BirgirLeifur Hafþórsson, atvinnumaður í golfi
og Olafur Már Sigurðsson úr Keili, hófu í gær
leik á öðru stigi forkeppninnar um sæti á Evr-
ópumótaröðinni í golfi. Keppnin fer fram á
þremur golfvöllum í nágrenni Barcelona á
Spáni; Pals, Emporda og Peralada og verða
leiknir fjórir hringir, einn hvern dag fram á
föstudag.
AIls 235 kylfingar hófu í gær leik á völlunum
þremur og leika þeir Birgir Leifur og Olafur
Már báðir á Peralada vellinum, en hann er par
72 og 6.123 metrar á lengd. Þeir félagar luku Birgir Leifur
fyrsta keppnisdeginum í gær með bærilegum Hafþórsson.
árangri og fór Birgir Leifur hringinn á 73 högg-
um, einu yfir pari, en Olafur Már á 74 högg-
um. Birgir Leifur er í 45. - 59. sæti af þeim 79
kylfingum sem hófu keppni á Peralada-vellin-
um, en Ólafur Már, sem er eini áhugamaður-
inn í hópnum, er í 60. - 65. sæti. Englending-
arnir Lee James og Paul Streeter eru í forystu,
en þeir léku báðir á 67 höggum, fimm undir
pari.
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að kepp-
endum verður fækkað eftir þrjá hringi, þannig
að þeir sem verða þá meira en átta höggum á
eftir þrítugasta manni munu falla úr keppni.
Sem stendur er keppandinn í þrítugasta sæti á
pari, 72 höggum, þannig að báðir eru þeir Birg-
ir og Olafur innan rammans.
Þegar upp verður staðið munu þrjátíu efstu keppendurnir frá
hverjum velli komast áfram í lokaúrtökumótið sem fram fer á San
Roque og Sotogrande völlunum á Suður-Spáni dagna 17. - 22. nóv-
ember, en þar bætast þeir f hóp þeirra 78 golfspilara sem áður hafa
unnið sér þátttökuréttinn. Þar með er þátttakendahópurinn á loka-
úrtökumótinu orðinn alls 168 og munu þeir leika sex hringi um þátt-
tökurétt á evrópsku mótaröðinni, en þangað komast um 50 spilarar
úr hópnum.
Birgir Leifur er nú að taka þátt í úrtökumótum Evrópumótaraðar-
innar í fjórða skiptið, en honum hefur hingað til alltaf tekist að kom-
ast í lokaúrtökumótið, en vantað herslumuninn á að komast alla leið.
Olafur Már er aftur á móti meðal þátttakenda í fyrsta skipti.
Úrtaksæfingar vegna 16-ára lands-
liðsins
Um þrjátíu drengir víðs vegar að af landinu hafa um næstu helgi verið
boðaðir til árlegra úrtökuæfinga, vegna 16-ára Iandsliðs karla í knatt-
spyrnu árið 2001. Æfingarnar munu fara fram á gervigrasvellinum í
Laugardal á laugardaginn og í Reykjaneshöll á sunnudaginn og verða
undir stjórn Magnúsar Gylfasonar, þjálfara 16-ára landsliðsins.
Eftírtaldir leikmeim hafa verið valdir:
Markmenn: Þorsteinn Einarsson (Fjölni), Andri Már Jónsson
(Leiknir F), lngólfur FJólmar Valgeirsson (Skallagr.) og Gunnar Lín-
dal (Þór A.)Aðrir leikmenn: Jóhann Valsson (Aftureld.), Kári Ársæls-
son (Breiðahk), Steinþór F. Þorsteinsson (Breiðabk), Tómas Leifs-
son (FH), Ólafur G. Ólafsson (Fjölni), Jón Orri Ólafsson (Fram),
Marfus Þ. Haraldsson (Fram), Tryggvi Hafsteinsson (Grundarf.),
E>jólfur Héðinsson (ÍR), Ólafur P. Johnson (KR), Sölvi Sturluson
(KR), Rögnvaldur Egilsson (KS), Orri Rúnarsson (Leiftur), Árni S.
Birgisson (Selfoss), Jón Guðbrandsson (Selfoss), Ásgeir 1. Einársson
(Stjarnan), Jóhann Guðmundsson (Stjarnan), Kristján I. Einarsson
(Stjarnan), Björn M. Árnason (Tindast.), Tómas Þorvaldsson (Valur),
Hermann Aðalgeirsson (Völsung), Gauti Kristjánsson (Þróttur
R)Hjálmar Þórarinsson (Þróttur R), Sveinn T. Viðarsson (Þróttur N)
og Magnús G. Ingibergsson (HK).