Dagur - 03.11.2000, Blaðsíða 4
4 — FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000
FRÉTTIR
F
r
Þessa dagana óttast margir um framtíð íslensku /andnámskýrinnar.
Ottast að íslenska
kýrin muni hverfa
Dr. Stefán Aðalsteinsson
búvísindamaður segist
óttast að íslensld kúa-
stofninn hverfi af yfir-
borði jarðar þegar norskar
kýr koma hér á markað-
r inn.
r
r Þeir eru margir sem ekki eru sáttir við
' að Guðni Agústsson landbúnaðarráð-
herra skuli hafa leyft innflutning fóst-
urvísa úr norskum kúm. Stefán Aðal-
, steinsson, doktor í búvísindum er einn
, þeirra.
r „Eg óttast að þetta verði til þess að
r íslenska kýrin muni hverfa af yfirhorði
jarðar. Menn horfa á nythæðina og
[ hún er meiri í norsku kúnum og ég tel
að það verði látið ráða þegar fram í
sækir. Eg er hræddur um að það bregð-
1 ist þegar á að fara að útvega fjármagn
til að vernda íslenska stofninn og að
hann verði bara Iátinn róa,“ segir dr.
Stefán Aðalsteinsson.
Tekur 20 ár
Hann var spurður hvað hann telji að
langur tími Iíði frá því norsku kýrnar
koma á markaðinn þar til íslenski
stofninn verði horfinn?
„Ef við miðum við það sem gerðist í
Færeyjum, þegar norskar kýr komu
þangað tel ég að íslenski stofninn verði
horfinn cftir 20 ár frá því að þær
norsku koma á markaðinn," segir dr.
Stefáns Aðalsteinsson.
Hann segir að ekki sé flötur á því að
rækta tvö kyn í einu. Ef að það norska
verði ræktað eins og ællunin sé að gera
núna, með það í huga að hækka nyt-
hæðina, þá muni menn slá saman
ræktun í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð.
Þannig yrði þetta einn ræktunarhópur
og þar með yrðu meiri framfarir í þeim
hópi og bilið muni brcikka milli norsku
og fslensku kúnna á kostnað íslenska
stofnsins.
Illilega vanfóðrað
„Það er margt sem bendir til þess að
það séu kostir í íslenska kúakyninu,
sem ekki hafa verið kannaðir og
ekki bornir nógu vel saman við
norsku kýrnar. Þar á meðal eru gæði
mjólkurinnar til ostagerðar. Það
gæti einnig verið hægt að nýta sér-
staka eiginleika til að gera afurðir
hér sérstakar og þá um leið sérstaka
markaðsvöru. Þetta hefur ekkert
verið kannað. Annað sem ekki hefur
verið kannað að neinu marki er
hvað íslenska kýrin getur skilað
góðum afurðum við góða fóðrun.
Það telja margir að hún sé illilega
vanfóðruð. Menn eru allir að berj-
ast við að ná mjólk úr sínum kúm á
sem ódýrastan hátt og þar með að
gefa ekki mikið kjarnfóður, þannig
að íslenska kýrin er undirfóðruð.
Það vantar meiri rannsóknir á þessu
öllu saman," segir dr. Stefán Aðal-
steinsson.
-S.DÓH
Bókmenntasinnarnir í
lieita pottinum ltafa eins
og aðrir velt því fyrir sér
síðustu dagana hvaða
þekkti rithöfundur fengi
Laxnessverðlaunin, en þau
voru afhent síðdegis í gær.
Hrafn Jökulsson sýndi það
hugrekki að birta nafn
vinningshafans í gær og
sagði áreiðanlegar heimild-
ir fyrir því að Steinuim Sig-
urðardóttir væri handhafi
verðlaunanna að þessu
simri. Þetta var hins vegar
rangt - sigurvegarinn var
Gyrðir Eh'asson eins og lesa
má um amiars staðar í blaðinu í dag. Þannig að
Hrafn þarf væntanlega að fara að endurskoða
þessa áreiðanlegu lieimildarmenn shiar...
Hrafn
Jökulsson.
Það vakti athygli við opn-
un Glerártorgs á Akureyri í
gær að Jakúp Jakúpsen eig-
andi Rúmfatalagersins sló í
gegn með Jéttum Jands-
byggðarbrandara þegar
hami sagðist ætla að hamla
gegn fólksfækkun með því
að selja Akureyringum
ódýr rúm, sængur, kodda
og rómantísk kerti - en rest-
ina yrðu menn að sjá um
sjálfir. í pottinum urðu þessi ummæli til þess að
önnur fleyg ummæli Jakúps voru rifjuð upp, en
þá var hann að svara einhverjum sem spurði
hann hvort það væri ekki miklu betra fyrir hann
að stunda viðskipti núna eftir að hann varð rík-
ur en það var í byrjun. Þá mun Jakúp hafa svarað
með færeyskum Ineim: „Jú, það hjálpar.“..
í pottinum er nú rætt um sviptingar í hótel-
bransanum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal þess
sem heyrist er að þreifingar séu í gangi með sölu
á Hótel Holti til Þyrpingar en Þyrpmg á sem
kuiniugt er fleiri hótel í bænum þótt aðrir sjái
um rekstur þeirra..
Jakúp Jakúpsson.
[frétta viðtalið
GunnarPáll
Pálsson
forstöðmiaðurhagdeildarVersliniar-
mannafélags Reylijavíkur
Könnun VR. Um 44% félags-
manna eJtki með ráðningarsanm-
inga. Helsteldra ogyngrafólk.
Brugðist verðurvið með áróðri.
Fjarskipta- ogfjármálafyrir-
tæki. Ekki kvöð að vera í stéttar-
félagi.
Brot á kjarasanmingum
- Eru einhver cíliöld um \mð aðfélagsmenn
fdi ekki ráðningarsamninga?
„Já, það virðist vera einhver handvömm í
því. Samkvæmt könnun sem við gerðum eru
það 56% félagsmanna sem hafa ráðningar-
samninga en 44% ekki."
- Kemur þetta á óvart?
„Við vissum að þetta væri einhver hópur,
þannig að þetta kont því í sjálfu sér ekki
beint á óvart. Við vonuðum hins vegar að
íleiri væru nteð ráðningarsamninga.“
- Er vitað hvað vehlur?
„Nei. Þetta var tekið upp 1996 með til-
skipun frá ES og fullgilt með kjarasamningi
ASI og gamla Vinnuveitendasambandsins.
Samkvæmt því eiga allir að fá ráðningar-
samning eftir tveggja mánaða slarf, nema
eldri starfsmenn sem óska eftir því. Eins og
kemur fram í könnuninni þá virðist eldri
hópurinn vera minna mcð ráðningarsamn-
inga og síðan líka yngsti hópurinn og þcir
sem eru í hlutastarfi. Þannig að mönnum
finnst kannski ekki taka því að gera ráðning-
arsamninga við þá sent eru í tímabundinni
ráðningu."
- Þama erverið að brjóta kjarasamninga,
ekki satl?
„Jú. Fyrsta skrefið við því var að kanna
hvað þetta væri mikið. Síðan ætlum við að
reka áróður fyrir því að menn gangi í það að
gera ráðningarsamninga og að það sé sjálf-
sagður hlutur. Við erum hins vegar hræddir
urn að þetta séu leifar frá gamalli tíð að
menn gangi ekki frá gerð ráðningarsamninga
scm eru frjálsir samningar á milli sjálfstæðra
aðila á vinnumarkaði um kaup og kjör. Það
getur því verið að einhverjir veigri sér við því
að biðja um þetta af ótta við að þeir muni
kannski líða fyrir það þótt síðar verði.“
- Hvernig þá?
„Að þetta sé t.d. talin einhver frekja. Af þeim
sökum m.a. vekjum við athygli á þessu í félags-
blaí okkar. Við höldum hins vegar að við för-
um ekki í neinar harðar aðgerðir svona fýrst
um sinn heldur beitum áróðri í þessu máli."
- Haftð þið orðið vör við að atvinnurekend-
ur þrýsti á félagsmenn ykkar að verct ekki
í sléltarfélaginu?
„Það kemur upp öðru hverju. Þetta er þó
kannski meira tengt skilgreiningu á því hver
sé yfirmaður og beri því ekki að vera í stétt-
arfélagi. Menn hafa viljað færa það svolftið
neðar eins og t.d. deildarstjóra eða eitthvað
álíka. Við höfum hins vegar ekki mikið orðið
vör við þetta í hinum almennu störfum.
Engu að síður höfum við skynjað þetta að-
eins í svokölluðu nýjum atvinnugreinum eins
og t.d. í fyrirtækjum á sviði fjarskipta og nýj-
urn fjármálafyrirtækjum. Þar er mönnum
boðið uppá að velja hvort þcir vilja vera í
stéttarfélagi með þeim skilaboðum að það sé
eldd kvöð á því.“
- Er það ekki skylda að vera í sléttaifé-
lagi?
„Jú. Við lítum svo á að við séum með
samninga um förgangsrétt til þessara starfa
og mönnum ber því að vera í stéttarfélagi og
borga það sem við köllum „vinnuréttargjald".
Þetta iölk nýtur. allra réttinda sem við semj-
um urn, enda er þetta gjald til að viðhalda
kjarasamningnum. Samkvæmt því hefur fólk
veikindarétt, orlofs- og uppsagnarrétt en ætl-
ar að fljóta með ókeypís. Þessi þróun hefur
kornið á síðustu árum, enda er að verða
meira frelsi í þessu. -GRH
r