Dagur - 03.11.2000, Blaðsíða 6
6 - FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aöstoöarritstjóri: birgir guðmundsson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI T4, REYKJAVÍK
Símar: 460 6too OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: T.900 KR. Á mánuði
Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: soo 7080
Netföng augiýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar augiýsingadeiidar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Amundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík)
Sturla gerdi rétt
í fyrsta lagi
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, situr undir þungum
árásum úr eigin flokki vegna ákvörðunar sinnar um að taka
lægsta tilboðinu í rekstur ferjunnar á milli lands og Evja. Síð-
ustu daga hefur Arni Johnsen, Ieiðtogi Sjálfstæðisflokksins á
Suðurlandi og formaður samgöngunefndar Alþingis, hellt
skömmum yfir samgönguráðherrann, sakað hann um svik og
hótað eftirmálum innan flokksins. Samtök sjálfstæðismanna í
Eyjum hafa tekið undir með þingmanninum og samþykkt
harkalega gagnrýni á samgönguráðherra. Af þessum opinberu
skömmum má ráða hvílíkt áhlaup Sturla Böðvarsson varð að
standast innan eigin flokks áður en hann tók endalegan
ákvörðun.
í öðru lagi
Ljóst er af gangi málsins allt frá því útboðslýsing var samin og
þar til tilboðin voru opnuð að samgönguráðherra gerði sitt
ítrasta til að koma til móts við eðlilegar óskir ráðamanna í Eyj-
um. Þannig voru skilmálar útboðsins samdir í nánu samráði
við bæjaryfirvöld og þar með sniðnir að hagsmunum þeirra.
Þrátt fyrir þetta var gífurlegur munur á tilboðum Herjólfs-
manna í Eyjum og Samskipa sem átti lægsta tilboðið í rekstur
ferjunnar. Það hefði því verið pólitísk fyrirgreiðslupólitík af
versta tagi, ekki við almenning í Eyjum heldur við eitt fyrirtæki
þar í bæ, ef ráðherra hefði tekið hæsta tilboðinu, en slíkt hefði
kostað skattborgarana meira en 130 milljónir króna aukalega.
í þriðja lagi
Dagur hefur verið ófeiminn við að gagnrýna ráðherra ríkis-
stjórnarinnar í forystugreinum þegar þeir taka rangar ákvarð-
anir eða láta undir höfuð leggjast að gera það sem rétt er og
sanngjart að mati blaðsins. Með sama hætti er sjálfsagt og
eðlilegt að fagna því þegar ráðherrar þora að standa rétt að
málum og taka ákvarðanir sem eru Ijóslega í samræmi við
hagsmuni þjóðarinnar. Það á við í þessu máli. Sturla Böðvars-
son tók rétta ákvörðun þrátt fyrir öflugt andóf hagsmunaaðila
í eigin flokki. Fyrir það á hann heiður skilinn.
Elias Snæland Jónsson
Löggur og bófar
Garri er nagli. Hann heldur
alltaf með Bruce Willis í bfó-
myndum. Schwartsenegger er
lians maður ekki síður en Sylv-
ester Stallone. Þcgar Garri
mætir í ræklina notar hann
tímann til að standa um stund
fyrir framan spegilinn sperrir
kassann og fý'lgist með hvernig
upphaldleggsvöðvarnir hafa
þykknað og stækkað. Garri
þolir ekki týpur eins og Woody
Allen, sem er lítill og pervisinn
og þykist alltaf voða sniðugur
en er svo ekkert nema hálf-
gerður barnaræningi þegar alll
kemur til alls.
Hlutirnir eru í
buga Garra réttir
eða rangir, góðir
eða vondir, sterkir
eða veikir, svartir
eða hvítir. Og af-
staðan er líka skýr,
Garri tekur af-
stöðu með rétt-
lætinu, þeim ster-
ka, góða og hvíta.
Aumingjarnir og
vælukjóarnir
mega eiga sig.
Sterka löggan
Þess vegna ætlar
Garri að verða lögreglumaður
þegar hann verður stærri.
Löggan er einmitt allt það sem
Garri dáir, réttlát, góð og um-
fram allt er hún sterk. Henni
má t.d. treysta til að skakka
leikinn þegar gamlar konur
eru misrétti beittar. Og skiptir
þá engu hvort ]iað er sterkur
eða fjölmennur aðili sem er að
misbeita valdi - löggan er sterk
og það kássast enginn upp á
hana. En nú eru blikur á Iolti,
því þegar er byrjað að grafa
hressilega undan þessari
staðalímynd lögreglumanns-
ins. Að undanförnu hefur
Lögreglumannafélagið verið
að viðra þörfina á launahækk-
Með iögum skal fand
byggja
un hjá löggum. Það er gott
mál, stórir og sterkir strákar
þurfa mikinn mat. Nema hvað
kröfugerðin og baráttuaðferð-
irnar eru heldur óvenjulegar. I
stað þess að berja hnefanum í
borðið og krefjast hærri launa,
hefur lögreglufélagið nú hafið
auglýsingaherferð um hvað
löggur eigi bágt.
Greyin
Þar er tíundað að þeir séu
þreyttir og undir álagi á líkama
og sál og verst af öllu vondu sé
að verða gömul lögga. Á milli
sextugs og sjötugs.
Þær eiga greini-
lega svo bágt að
þjóðin fer beinltnis
að skæla eftir að
hafa fylgst með
auglýsingunum.
Garri hefur meira
að segja frétt af
gamalli konu sem
rétti lögregluþjóni
500 kr. af hreinni
vorkunnsemi þar
sem hún mætti
honum niðri í bæ.
Nú tala menn ekki
lengur af virðingu
fyrir löggum, nú
menn „aumingja lögg-
„Iöggugreyið", rétt
segja
an“, eða
eins og þeir væru að tala um
flækingskött. Enda er Garri
hættur við að verða lögga þcg-
ar hann verður stærri. Því fyrst
löggurnar eru vælukjóar, ætlar
Garri samt að vera nagli og dá
Bruce Willis og Sylvester
Stallone. Að vísu er Garri enn
ekki búinn að ákveða hvað
hann ætlar þá að verða í stað-
inn þegar hann verður stærri.
En úr þvf að Iöggurnar eru
svona, þá hlýtur það að koma
sterklega til greina að gerast
bófi. -GARItl
V
ODDUR
ÓLAFSSON
SKRIFAR
Seðlabankinn er farinn að hafa
áhyggjur af jafnvægi í byggð
landsins og er það vel. IVlenn þar
á bæ hafa ráð undir rifi hverju
þegar gæta skal þjóðarhagsmuna.
Þannig er vöxtunum húrrað upp
og niður til að passa upp á stöð-
ugleikann og þaðan koma viðvar-
anir um hvernig varast skal hol-
skeflur í efnahagslífinu, sem cng-
inn tekur mark á. En nú er Seðla-
bankinn að finna sér hlutverk,
sem hlýtur að réttlæta rekstur
hans og fjölda starfsmanna, sem
hafa blýanta á milli tannanna alla
vinnudaga, ef marka má fullyrð-
ingar eins ástsælasta stjórnmála-
leiðtoga okkar tíma.
I stórhýsinu við Kalkofnsveg er
hugsað stórt um hvernig varðveita
má velferð þjóðarinnar í bráð og
lengd. Nú hafa djúphugsuðirnir
þar dottið ofan á verðugt verkefni
fyrir svo ágæta stofnun sem
Seðlabankinn er. Þeir ætla að
byggja upp atvinnuvegi lands-
Fagurt fordæmi
byggðarinnar og stuðla að búsetu
á nyrstu annnesjum til frambúð-
ar. Hugmyndin er einstaklega
snjöll og umfram allt frumleg.
Það á að flytja símasvörun
Seðlabanka Islands til Raufar-
hafnar.
Bixtir yfir norðurslóð
Það birtir yfir atvinnumálunum
norður þar, því nú skapast at-
vinnutækifæri fyrir öll þau
stöðugildi sem taka á móti 200
símhringingum á dag frá kl 9 að
morgni til 5 síðdegis.
Samkvæmt Nýju hagfræðinni
með stórum staf, skiptir ekki
máli hvar starfskraftur er niður-
kominn þegar samskipti mann-
fólksins eru orðin rafræn. Þetta
tyggja stofnanaþursar og töJvu-
salar hver ofan / annan og dugir
engum í móti að mæla, enda er
þetta alveg hreina satt, eins og
segir í ágætri sögu um ævintýra-
leg skilaboð eftir H.C. Andersen.
Er nú ráð, að Seðlabankinn
haldi áfram á þeirri braut sem
hann er að marka og stuðli að at-
vinnuuppbyggingu fisklausra
verstöðva. Auðvelt er að flytja
deildirnar vestur, norður og aust-
ur þar sem nóg er af sjávarpláss-
um og húsnæði sem fæst fyrir
lítið.
Auðvelt er að dreifa öllum
deildum bankans með öllum sín-
um stjórum í þau pláss sem upp-
dráttarsýkin hrjáir hvað mest. Að
sjálfsögðu verða bankastjóra-
kontórarnir þrír fluttir hver í
sinn landshluta og í sveitarfélög
þar sem útsvör þeirra koma að
mestum notum.
Líkamsræktarsalurinn og
gufubaðið verða vel þegin í ein-
hverju þorpinu, sem enn hefur
ekki varið 10 ára tekjum sveitar-
sjóðsins í íþróttahús.
Auðseld ríMseign
Þegar búið verður að dreifa
Seðlabankanum um dreifbýlið
losnar mikið og vandað húsnæði
í Miðbæ Reykjavíkur. Varast
verður að setja í það neins konar
höfuðborgarstarfsemi, því það er
andstætt hugsjónum 63 lands-
byggðarþingmanna. Byggingarn-
ar eru auðseldar, eins og aðrar
ríkiseignir, og gætu hentað undir
meðalstóra auglýsingastofu, ný-
stofnað fjármálafyrirtæki eða
hugbúnaðarvísindi sem upp-
hugsa spennandi tölvuleiki.
Fordæmið sem Seðlabankinn
gefur með því að stuðla að jafn-
vægi í byggð Iandsins (hvað sem
það kann annars að merkja),
með þvf að flytja sjálfan sig í
þorpin ætti að vera öðrum öflug-
um ríkisstofnunum til eftir-
breytni.
Þeir óþjóðlegu sem eftir sitja í
Reykjavík hafa ekki annað til
mála að leggja en að grípa til
gamallar og góðrar dönskuslettu:
Farvel!
Er verið aðhengja bak-
;ir:i fyrír sniit) í deilum
um olíiíven)?
(Olíufélögin halda þessu fram og
segja að verðhækkanir ráðist á
heimsmarkaði og af ákvörðunum
stjórnvalda hér heima.)
Kristinn Snæland,
leigubílstjóri.
„Kannski má sægja
það. Islensku olfufé-
lögin hafa verið að
taka á sig olíuverðs-
hækkanir erlendis og
hafa kannski ekki svo
mikið svigrúm til annars en að
setja þær beint út í verðlagið.
Vandamálið í þessum efnum er
að rfkisstjórnin fær sífellt auknar
tekjur með hærra olíuverði hér
heima - sem þýðir aftur að
stjórnvöld hafa svigrúmið og því
ættum við að hengja Geir, en
hvorki bakara né smiði."
Bryndls Hlödversdóttir,
þingmaðiirSamJylkingariunar.
a„Sá málflutningur
olíufélaganna að vísa
sífellt til ytri að-
stæðna þegar verð-
hækkanir dynja yfir
er ekki trúverðugur,
þó vitað sé að ytri aðstæður hafi
áhrif á olíuverð. Margir hafa
mótmælt því að forsendur séu
fyrir þessari síðustu hækkun og
eðlilegt er því að neytendur kre-
fji félögin skýringa.
Stefán Ásgrímsson,
ritstjóri FÍB-blaðsins.
„Nei, það er ekki ver-
ið að hengja bakara
fyrir smið enda á
smiðurinn ekki hlut
að máli hér. Atvinnu-
menn í fólks- og
vöruflutningum og FlB hafa
mótmælt gríðarlega háu elds-
neytisverði á bíla og átt viðræður
við stjórnvöld og olíufélög þar
um. Það kom þvf cins og köld
gusa framan í fólk að olíufélögin
f einum kór að vanda hækkuðu
eldsneytisverð í vikunni og báru
fyrir sig hækkun dollars. Elds-
neytisverð er reiknað í dollurum
á heimsmarkaði og hér er verð
þess svo reiknað út frá meðal-
gengi næsta mánaðar á undan,
ekki gengi síðasta dags í mánuð-
inum eins og nú var gert. Doll-
aragengi viðmiðunardags olíufé-
laganna var hærra en meðal-
gengi í október var og það hefur
þeim sjálfsagt þótt passa sér bet-
ur.“
Samúel Guðmimdsson,
forstöðwnaður áluvttustýringar Olís.
„Það er alveg ljóst.
Sú hækkun sem nú
var að ganga í gegn
endurspeglar breyt-
ingu á heimsmarks-
verði og hækkandi
gengi dollars. Staðreyndin er sú
að hækkandi heimsmarkaðsverð
hefur aukið kostnað verulega, að
minnsta kosti hér hjá Olís. Við
höfum þegar fundað með full-
trúum atvinnubílstjóra um þetta
mál og skýrt fyrir þeim okkar
sjónarmið, það er að álagningin
hefur ekki verið að hækka, á
sama tíma og kostnaður hefur
aukist umtalsvert."