Dagur - 03.11.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 03.11.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 - 11 T>Mptr. ERLENDAR FRÉTTIR Landnámsmenn úti í geimnum Þrír geimfarar voru í gær að búa sér til heimili úti í geimniim og eru ekki væntan- legir til baka næstu mánuðina. Tveir Rússar og Bandaríkjamað- ur hófu í gær að búa sér heimili inni í hinni Alþjóðlegu geimstöð sem hringsólar á braut um jörðu. Þeir komu úr löngu ferðalagi frá jörðinni fyrr um daginn og voru búnir að ganga frá geimhylkinu sem þeir komu í á þar til gerðum stað við geimstöðina. Geimstöð- in er hugsuð sem áfangastaður til frekari geimferða, jafnvel til annarra hnatta og yrði hún þá fyrsti áfangastaðurinn eins kon- ar sæluhús í lengri ferðum. Það var mikið um fagnaðarlæti í jarðstöðinni rétt utan við Moskvu þegar stöðvarstjórinn sem sér um að fvlgjast með og hafa samband við geimfaranna tilkynnti að hylkið hefði komið heilu og höldnu að stöðinni og allt hefði gengið vel við sam- tenginguna. Geimfararnir þrír, Yuri Gid/enko og Sergei Krika- lyov frá Rússlandi og Bandaríkja- maðurinn William Shepherd gengu um borð í geimstöðina þegar klukkuna vantaði 10 mín- útur í 11:00 í gærmorgun og skömmu síðar sendu þeir fyrstu myndirnar til jarðar. Það var greinilegt að allir voru ánægðir með þennan áfanga og á mynd- unum mátti sjá að það átti ekki hvað síst við um geimfarana þrjá sem búnir eru að eyða mörgum árum ævi sinnar í að þjálfa sig fyrir þessa ferð. Nú hefst hins vegar mikið verk hjá þeim við að koma geimstöðinni í nothæft ástand. I gær voru þeir einungis með súrefnisbirgðir til tveggja daga og höfðu ekkert nema pakkamat til að borða, en á næstu vikunni felst starf þeirra í því að koma í gang alls kyns vél- um og kerfurn geimstöðvarinnar sem munu gera mönnunt kleift að búa þar í sem eðlilegustu um- hverfi. Þessir þrír eru heldur ekki á förum úr stöðinni á næstunni því þeir munu verða þar í 118 daga eða tæpa fjóra mánuði! Mðrgæsimar Detta mörgæsir aftur f\rir sig þcgar þær horfa á flugvélar fljúga yfir? Þetta er spurning sem tveir breskir vísindamenn hafa verið að velta fyrir sér en þeir eru nú að fara til Suður-Ge- orgíu til að finna svar við þessari og fleiri spurningum með ítar- lcgri rannsókn á 400.000 kónga- mörgæsum. Yfirleitt hafa vís- indamenn verið frekar efins um fullyrðingar um að mörgæsirnar dyttu aftur fyrir sig þegar flug- vélar fljúga yfir en háttsettur yf- irmaður á breska herskipinu Endurance, sem er að fara með vísindamennina til Suður-Ge- orgíu kveðst trúa þessu, í það minnsta hvað varðar þyrlur. Þá horfi mörgæsirnar á vélarnar þar detta! til þær detti aftur fyrir sig. Astæðan lyrir því að menn hafa áhyggjur af þessu er sú að þetta er talið benda til mikillar tauga- spennu hjá mörgæsunum og hún gæti haft skaðleg áhrif á þennan tiltölulega litla fugla- stofn. Banvæn sprenging 1 Jerúsalem Skömmu áður en tilkynna átti um vopnahléssamninga sem þeir Ara- fat og Barak hafa staðið að, varð mikil sprenging í þröngu stræti í miðborg Jerúsalem. Tveir menn létust í sprengingunni en í íyrstu bar fréttum ekki saman um hvort það voru ísraelar eða palestínskir tilræðismenn sem sem lágu í valn- um. Þegar eftir sprenginguna var frestað að tilkynna um vopnahlés- skilmálana. í fyrradag hélt Peres fyrrverandi forsætisráðherra til viðræðna við Arafat í Gaza til að freista þess að koma á vopnahléi, en síðustu fimm vikurnar hafa blóðug átök átt sér stað milli Isra- ela og Palestínumanna. Þeir Peres og Arafat fengu á sínum tíma frið- arverðlaun Nobels fyrir friðarvið- leitni, en glámskyggni norsku Nóbelsnefndarinnar eru Iítil takmörk sett. En með einhverjum hætti tókst gömlu verðlaunahöfunum að komast að einhv'erns konar vopnahléssamkomulagi, sem sýnist ætla að koma fyrir • lítið. Hispollaskæruliðar scgjast ekki munu virða vopnahléið og meirihluti stjórnarinnar í ísraelska þinginu er fallinn. Nýja geimstöðin möimuð Tvæir rússneskir og einn bandarískur geimfari eru komnir um borð í alþjóðlegu geimstöðina, sem brjóta mun blaö í könnun og ferðalög- um utan jarðarinnar. Geimstöðin verður dýrasta einstaka mannvirk- ið sem ráðist hefur verið í. Enn á eftir að bæta miklu við geimbygginguna en smíði hennar og samsetning tekur mörg ár. Gcimstöðin er í um 380 km fjarlægð frá jörðu og munu menn búa í henni um mörg ókomin ár. Frá henni verður farið í lengri ferðalög út í geiminn og í stöðinni á að stunda margs konar rannsóknir, sem ekki er hægt að gera á jörðu niðri. Palestínskur hermaður reynir að fá ungan samlanda sinn til að hætta grjótkasti á ísraelskan hermann eftir að tilkynnt var um viðræður um vopnahléssamninga. AlríWslögreglu meiuaður aðgangur Yfirvöld í Jemen gera oandarískum lögreglumönnum erfitt tyrir að rannsaka hverjir stóðu að spengingunni sem laskaði herskipið Cole í höfninni í Aden. Auðsjánlega er um skemmdarverk að ræða og fórust 17 sjóliðar í spengingunni og á fjórða tug særðust. Stjórnin í Jemen hét Bandaríkjamönnum fullri samvinnu við að rannsaka málið og taldi ekkert því til fyrirstöðu að menn frá alríkis- lögreglunni FBl fengju að athafna sig í landinu. En nú þykir amer- ísku lögreglumönnunum að þeir fái ekki allar upplýsingar sem þeir þarfnast og er samvinna lögreglusveitanna frá Jemen og Bandaríkj- unum stirð. Aðstandendur krefjast svara Aðstandendur þeirra sem fórust eða slösuðust er flugvél frá Singa- pore Airlines hlekktist á í flugtaki á flugvelli á Tapei krefja flugfélag- ið svara um hvað olli slysinu. Mikil reiði rikir meðal þeirra sem eiga harma að hefna. Spurt er hvers vegna flugtak hafi verið reynt í ofsaroki og rigningu og hvort flugvélin hafi verið á rangri og ónothæfri flugbraut og hvort hún hafi rekist á vélskóflu í flugtakinu. En óvarkárni er kcnnt um hvernig fór. ■ FRÁ DEGI FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 308. dagur ársins, 58 dagar eftir. Sólris kl. 9.18, sólarlag kl. 17.04. Þau fæddust 3. nóvember • 1801 Vincenzo Bellini, ítalskt óperu- tónskáld. • 1901 André Malraux, franskur rithöf- undur og stjórnmálamaður. • 1922 Charles Bronson, bandarískur leikari. • 1933 Amartya Sen, indverskur hag- fræðingur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1998. 1951 Birgir Svan Símonarson skáld. Þetta gerðist 3. nóvember • 1660 hófst Kötlugos, sem stóð fram á vetur. • 1903 lýsti Panama yfir sjálfstæði, • 1942 laulv, orrustu Breta og Þjóðverja við E1 Alamein í eyðimörkinni í Norður- Afríku, þar sem þeir Montgomery' og Rommel voru í forustu herjanna. Orr- ustan markaði viss þáttaskil í seinni heimstyrjöldinni. TIL DAGS • 1957 sendu Sovétmenn fyrsta dýrið út í geiminn í lítilli dós sem þeir kölluðu Sputnik 2. Fórnarlambið var hundur að nafni Laika, sem Iifði í sjö daga úti í geimnum en var þá svæfður, eins og það heitir víst. • 1968 var Alþýðubandalagið stofnað sem stjórnmálaflokkur. • 1978 hélt Megas fræga tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð undir heitinu Drög að sjálfsmorði. • 1986 skýrði tímarit í Líbanon frá því að Bandaríkin hefðu selt Irönurn vopn í þeirri von að með því mætti fá lausa bandaríska gfsla sem stuðningsmcnn Irana höfðu í haldi í Líbanon. Ronald Reagan skýrði skömmu síðar frá því að bann hafi vitað um þessa vopnasölu. Vísa dagsins Slokknaði faguii lista Ijós. Snjókólgudaga hríðir hctrðar til heljar draga blómann jarðar. Fyrst deyr í haga rauðusl rós. Jónas Hallgrímsson Afmælisbam dagsins Vilhjálmur Stefánsson mannfræðing- ur og landkönnuður var fæddur í Kanada þann 3. nóvember árið 1879. Nánar tiltekið fæddist hann í Arnesi í Manitóba, en bjó reyndar lengst af í Bandaríkjunum. Hann er þekktastur fyrir rannsóknarleiðangra sína á Norðurheimskautssvæðið og ritaði Ijölmargar greinar og bækur um ferð- ir sínar og íbúa á norðurslóðum. Nú á síðustu áruin hefur komið í ljós að hann á all nokkra afkomendur meðal Irumbyggja í Kanada, sem hann hafði ekki hátt um á sinni tíð. Vilhjáhuur Iést árið 1962. Hefðin er það sem menn grípa til þegar þeir hafa hvorki tíma né peninga til þess að hlutina rétt. Kurt Hcrbcrt Aldcr Heilabrot Hvaða dýr gengur á fjórum fótum um morguninn, tveimur yfir daginn og þremur þegar kvölda tekur? Lausn á síðustu gátu: Tanngarðurinn. Veffang dagsins Jón Örn Giiobjartsson heitir nýútskrifaður magistcr í íslenskum bókmcnntum við Há- skóla Islands, sem lét sér ekki nægja að skrifa lokaritgerð sína á pappír cins og tíðkast hefur til þessa heldur setti upp glæsilegan vef um etni hennar, sem er „ópið f óreiðu listarinnar": www.velja.is/master •(llirji % f.þyK ibri'<m fifttn! go ugnOgatðár. gu nilo .muKijyjUíito mufan-dflrti 6u iial i I .jjlfjfa tifrfntllilrf 0£ I 6i;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.