Dagur - 03.11.2000, Blaðsíða 19

Dagur - 03.11.2000, Blaðsíða 19
LEIKHUS KVIKMYNDIR ísland öðrum augum litið Á sýningunniís- hind öðrum augum litið, sem opnuð verðuríHafnar- húsinu íReykja- vík á laugardag kl. 16.00 erflétt- að sarnan verkum nokkurra íslenskra og erlendra lista- manna. Birgir Andrésson ereinn París, verk eftir Birgi Andrésson langi eins og lind, þúfu, hálsi, dragi, hamrabelti og fleiri og hann leggur áherslu á það í ljósmynd- um sínum með þvf að gefa því ákveðið form. Mynd- irnar hækka alltaf í myndrammanum eftir því sem ofar dregur í lands- laginu. Lindin er neðst og einhverjir tindar efst. Roni Horn sýnir tvær og tvær myndir af heitum uppsprettum, augum. Hún hefur komið Islandi víða á kortið. Við Islend- ingar höldum alltaf að við séum að sigra heiminn og engin þjóð hefur gert það eins oft cn svo eru til út- lendingar sem gcra það hara fyrir okkur. Roni Horn er ein þeirra. þeirraoghérlýsir hann sýningunni nánar: „Hugmyndin var að stefna sam- an fortíð og nútíð og skoða hvaða sýn útlendingar og við sjálf höfum á landið okkar. Eg hef sjálfur verið að túlka í minni myndlist það „mcnningarlands- lag“ sem við búum við og hel’ kynnst verkum erlendra mynd- listamanna sem hafa komið hingað og unnið í líkum anda. Það eru til dæmis hin banda- ríska Roni Horn, Hollendingur- inn Douwe Jan Bakker og Rom- an Signer. Þetta eru þeir er- lendu samtímamenn sem eiga verk á sýningunni. En við völd- um líka myndir úr Þjóðminja- safninu eftir þá Collingwood, Stanley og Banks. Þeir voru hér á ferð á 18. og 19. öld og skoð- uðu landið og máluðu það, aðai- lega út frá sagnfræðilegum for- sendum og áhuga þeirra á Is- lendingasögum. Hörður byggði með hugarafli Síðan höfum við snillinginn Hörð Agústsson og nokkrar makalausar teikningar el'tir hann til dæmis af Skáiholts- kirkju. Þar þurfti hann að feta sig áfram útfrá örfáum spýtum sem hann hafði í höndunum og hann byggir með hugaraflinu heila dómkirkju, sem var stærsta dómkirkja á Norðurlöndum. Hörður er hönnuður, mvndlista- maður og arkitekt og einna helsti boðberi þess að Island eigi miklu meiri sjóð frá fornri tíð en sögumenninguna eina, þar sé cinnig mikið af sjónrænum minjum. Ef við lýsum verld HoIIend- ingsins Douwe þá eru það 72 litlar mvndir af hinum og þess- um fyrirbærum i íslensku lands- Spaugilegu hliðarnar Roman Signer er með myndband. Hann sér spaugilegu bliðarnar á landinu og hcfur gert mynd af ferðalagi við Snæ- fellsnes á kajak. Svo er ég sjálfur með part úr seríu sem ég hef verið að vinna lengi að um hús á íslandi sem hafa fengið nöfn stórborga og álfa. Berlín, Hamborg, París, Amsterdam, Glasgow, Arabía, Síbería, Rússland og jafnvel Al- heimur. Það sýnir hvernig við tengjum okkur við umheimin og færum útlönd inn í okkar líf. Þetta er nú svona ramminn í kring um þessa sýningu." CUN. Heimskautslöndin unaðslegu y^Arfleifð Vilhjálms f; Stefánssonar um heimskautslöndin verður afhjúpuð í Listasafninu áAkur- eyri á sunnudags- kvöldið í viðurvist eft- irlifandi eiginkonu hans. Heimskautslöndin unaðslegu - arfleifð Vilhjálms Stefánssonar er hcitið á sýningunni sem Sif Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra opnar í Listasafninu á Ak- ureyri að kvöldi sunnudagsins 5. nóvember kl. 20.00, en auk hennar verður forseti íslands herra Olafur Ragnar Grímsson og Evelyn Stefansson Nef, ekkja Vilhjálms Stefánssonar, viðstödd opnunina. Sýningin lýsir með myndrænum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vilhjálms Steíáns- sonar en er um leið kynning á umhverfi, menningarheimum og málefnum norðurslóða. Breytti ímynd norðurslóða Vestur-íslendindingurinn Vil- hjálmur Stefánsson (1879- 1962) er þekktastur fyrir að hafa ferðast um heimskautasvæði Kanada í fimm ár óslitið (1913- 1918) og stundað mannfræði- rannsóknir og landkönnun, en alls dvaldi hann um 12 ár á þessum slóðum. Hann lærði tungumál og kynntist menningu Inúíta og tileinkaði sér lifnaðar- hætti þcirra. Síðar varð hann kunnur sem boðberi þess að Evrópubúar gætu, líkt og lnúít- ar, lifað á heimskautaslóðum og nýtt sér gæði þeirra, að því til- skildu að þeir lærðu að umgang- ast náttúruöflin að hætti heima- manna. Á sínum tíma gerði Vil- hjálmur Stefánsson meira en nokkur annar maður til þess að breyta fmynd norðurslóða, frá heljarslóðinni ömurlegu yfir í heimsskautslöndin unaðslegu með merkilegu mannlífi, menningu og gnótt náttúru- gæða. Vilhjálmur fæddist í Mani- tóba, sonur íslenskra foreldra sem fluttust til Kanada. Fjöl- skyldan settist síðar að í Bandaríkjunum þar sem Vil- hjálmur bjó til æviloka og Vestur-íslendindingurinn Vilhjálmur Stefánsson breytti ímynd norður- slóða frá heljarslóðinni ömurlegu yfir í heimsskautslöndin unaðslegu með merkilegu mannlífi, menningu og gnótt náttúrugæða. stundaði hann nám við Háskól- ann í Norður Dakóta, Ríkishá- skólann í lowa og Flarvard há- skólann en þaðan lauk hann meistaraprófi í mannfræði. Áður óbirt efni Sýningin sem unnin er í sam- vinnu við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Dartmouth Col- lege og Reykjavík menningar- borg Evrópu árið 2000 er í öll- um sölum Listasafnsins og er stuðst við ritaðar heimildir, ljósmyndir, hljóðupptökur og kvikmyndir sem varðveittar hafa verið í Stefansson CoIIect- ion í Dartmouth College og víðar. Þá má nefna útgefin verk Vilhjálms, áður óbirt efni úr dagbókum hans og fyrirlestra sem eftir hann liggja. Samhliða sýningunni verður efnt til ráð- stefnu nýrra alþjóðlegra sam- taka, Rannsóknarþings norð- ursins, en sýningunni lýkur 17. desember næstkomandi Snemma árs 2001 verður sýningin svo sett upp í Lista- safni Reykjavíkur en þaðan mun hún fara áfram til Finn- Iands, Kanada og Bandaríkj- anna. Þegar farandsýningunni lýkur er ætlunin að nota efni hennar sem grunn að sérstöku Vilhjálmssafni, sem áformað er að staðsett verði á Akureyri í tengslum við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. -w ■umhelgina) Einar Már Guðmundsson, Silja Aðalsteinsdóttir og Bjarni Þorsteinsson Einar Már situr fyrir svörum Einar Már Guðmundsson rit- höfundur verður spurður spjörunum úr um líf sitt og starf á ritþingi í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi á morgun, laugardaginn 4. nóv- ember ld. 13.30 - 16.00. Rit- verk Einars Más verða að sjálf- sögðu krufin og hann mun lesa brot úr þeim, meðal ann- ars kafla úr nýrri bók sem er rétt ókomin út. Silja Aðal- steinsdóttir bókmenntafræð- ingur stjórnar ritþinginu og spyrlar verða bókmenntafræð- ingarnir Guðni Elísson og Bjarni Þorsteinsson. Einar Már að að baki Iangan feril sem rithöfundur og hefur fvrir löngu skipað sér sess sem einn af ástsælustu rithöfund- um þjóðarinnar. Hans fræg- asta verk, Engla Alheimsins hefur nánast hvert mannsbarn á íslandi Iesið eða séð. Einar Már er einlægur, hreinskilinn og frjór í hugsun og frásagnar- Iist hans mun eflaust njóta sín á ritþinginu. Til mtnningar tinijakob Sunnudaginn 5. nóvember verða haldnir tónleikar í Akureyrarkirkju til minningar um Jakob Trýggva- son (ýrrverandi organista. Jakob Jakob Tryggvason. var fæddur að Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal 31. janúar 1907 og lést á Akureyri 13. mars 1999. Jakob starfaði aö tónlist- armálum á Akureyri um 45 ára skeið. Organisti og kórstjóri í Akureyrarkirkju var hann frá árinu 1941-1986 og skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri frá 1950-1974. Auk þessara starfa sinnti hann margvísleg- um tónlistarmálum í bænum, m.a. stjórnaði hann Lúðrasveit Akureyrar, Söngfélaginu Gígjunni og var þjálfari og undirleikari Geysiskvartettsins. Efnisskrá tónleikanna verð- ur fjöibreytt og verður m.a. ífumflutt verk eftir Hafliða Hallgrímsson sem hann samdi til minningar um Jakob Tryggvason. Á tónleikunum koma fram Kór Akureyrar- kirkju, einsöngvari Björg Þór- hallsdóttir, stjórnandi Björn Steinar Sólbergsson, Lúðra- sveit Akureyrar stjórnandi Helgi Þ. Svavarsson, kennarar við Tónlistarskólann á Akur- eyri og Geysiskvartettinn. Tón- leikarnir hefjast kl. 17.00 og er aðgangur ókeypis. \________________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.