Dagur - 03.11.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 03.11.2000, Blaðsíða 13
12 - FÖSTUDAGUR 3 . NÓVEMBF. R 2 0 00 FÖSTUDAGUR 3 . NÓVF.MBER 2 000 - 13 FRÉTTASKÝRING Vsyptr FRÉTTIR Segja umsátxinu loks loMð Hver á að borga eftir- lits- og rannsóknar- kostnað sem óhjá- kvæmilega fylgir úr- skurði skipulags- stjóra? Þessu er ósvar- að sem og fleiri spum- ingum. Eins og búast mátti við eru skipt- ar skoðanir um |iá ákvörðun Sivj- ar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra að heimila Kísiliðjunni að dæla kísilgúr úr nýjum svæðum í Syðri-flóa í Mývatni. 10 kærur bárust lil ráðuneytisins eftir úr- skurð skipulagsstjóra og þótt um- bverfisráðuneytið felldi hann úr gildi og kæmist sumpart að annarri niðurstöðu, er ljóst að rök forsvarsmanna í náttúruvernd hafa ekki fengið náð hjá ráðu- neytinu nema að litlu leyti. Tekist er á um hvort niðurstaða ráðhcrra sé endanleg. Því heldur fram kvæm dastjóri Kísi 1 i ðju nnar fram en stjórnarformaður Nátt- úrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og forstjóri Náttúru- verndar ríkisins bafa aðra skoð- un. Ekki verður þó litið framhjá því að ráðherra hefur nú opinber- að vilja sinn. Þótt formlega verði einhver dráttur á afgreiðslu máls- ins og það kunni að koma aftur til umhverfisráðuneytisins, verður ckki annað séð en að búið sé að tryggja líftíma verksmiðjunnar, a.m.k. fram á 3ja áratug nýs ár- þúsunds. En eitthvað mun það kosta. Bara pólitík? Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði og stjórnarformað- ur Nátlúrurannsóknastöðvarinn- ar við Mývatn, er ósáttur. „Ég lít f\'rst og fremst á þessa niðurstöðu sem pólitískan úrskurð. Ráðherra metur það sem svo að það yrði mikið áfall lyrir atvinnustarfsemi í Skútustaðahreppi ef verksmiðj- an yrði að hætta störfum. Eg er auðvitað ósáttur við það mat sem ráðherra leggur á náttúrufræði- lega þætti í þessum úrskurði." Þar á Gísli einkum við að ráð- herra skyldi ekki hafa tekið meira tillit til skoðana ráðgjafastofnana ráðuneytisins, hvort heldur er RAMÝ, Náttúrufræðistofnunar tslands eða óháðra stofnana, s.s. Uáskóla Islands,Veiðimálastofn- unar og fleiri. Gunnar Guðni fómasson hafi t.d. skoðað málið sjálfstætt og hann hafi gefið úr- skurði skipulagsstjóra fallein- kunn. Gísli segir hins vegar að sér hafi ekki komið úrskurðurinn á óvart, enda eigi mcnn von á ýmsu þegar pólitík sé annars vegar. Ilann telur ekki að ráðherra sé með úrskurðinum að taka undir gagnrýnisraddir á störf ýmissa vísindamanna með því að líta framhjá áliti þeirra. Það sé stað- reynd að störf fræðimanna við Mývatn hafi almennt hlotið við- urkenningu í alþjóðlegu vísinda- Framkvæmdastjóri KísiHðjunnar segir að Náttúruvernd ríkisins hafi gert aiit sem í vaidi stofnunarinnar stóð til að stöðva framgang fyrirtækisins en málflutningur Kísiliðjunnar hafi þótt trúverðugri. Ekki eru allir sammála þessu. Stjórnarformaður RAMÝ segir ákvörðun ráðherra einfaldlega pólitíska. samfélagi. „Aftur á móti er það mat ráðherra að með tilliti til allra þátta og þá ekki síst félags- legra, sé þetta rétt niðurstaða. Með því setur ráðherra minna vægi á hugsanleg umhverfisáhrif en við hefðum talið æskilegt." Ekki búið að setja piuikt Prófessorinn telur að málinu sé ekki lokið. Þótt úrskurðurinn kveði á um að umhverfisáhrif verksmiðjunnar verði gerð ásætt- anleg með starfskilyrðum og mót- vægisaðgerðum í samræmi við lögin sem gilda um Mývatn, eigi eftir að setja þessi ströngu skil- yrði um hvernig staðið skuli að námagreftrinum. Það verði varla fyrr en sátt náist um þau sem Náttúruvernd ríkisins muni veita námuleyfi. NR þurfi einnig að samþykkja nýtt aðalskipulag og auk þess geri úrskurðurinn ráð lyrir mjög stílri vöktun á vinnsl- unni. Verði vart við skaðleg áhrif verði hún jafnvel stöðvuð og auk þessa segi í úrskurði ráðherra að eltir sé að endurskoða samkomu- lag umhverfisráðuneytisins, iðn- aðarráðuneytisins og NR frá 1993 um starfslok Kísiliðjunnar. „Að þessu leyti er málinu ekki lokið. Það eru mörg stig eftir enn,“ segir Gísli Már. Varúðarreglan brotin Náttúruverndarsamtök Islands og Samtök um náttúruvernd á Norð- urlandi harma úrskurðinn. Sam- tökin telja að verndargildi Mý- vatns sé svo mikið að varúðarregl- an eigi að gilda ótvírætt. Með öðrum orðum verði Kísiliðjan að sanna að fyrirhuguð námavinnsla skaði ekki lífríki vatnsins. „Því fer hins vegar fjarri að framkvæmd- araðila hafi tekist að sýna fram á að náttúra Mývatns híði ekki tjón af námavinnslunni," segir Ingólf- ur Jóhannesson, formaður, SUNN. Hann var einn þeirra sem kærðu úrskurð skipulagsstjóra. Mörgu ósvarað Arni Bragason, forstjóri Náttúru- vcrndar ríkisins, sagðist eiga erlilt með að tjá sig um úrskurð- inn í gær, þar sem hann væri ekki húinn að kynna sér hann að fullu. Arni benti þó á að mörgum spurningum virtist enn ósvarað og mörgu væri vísað áfram til frekari vinnslu. „Hvað gerist t.d. ef hættumerki koma upp? Geta menn þá sætt sig við að vinnslan verði stöðvuð án tafar? Þessi vafi virðist enn fyrir hendi eins og við höfum bent á en það er vonandi að menn séu ekki að taka neina áhættu," segir Arni. Annar úrskurður? Starfsemi Kísiliðjunnar er að nokkru leyti háð samþykki NR að sögn Arna og hann er sammála Gísla Má um að málinu sé ekki lokið. Lögin um Laxá og Mývatn kveði á um að NR þurfi að heim- ila breytingar á aðalskipulagi og útgáfu framkvæmdaleyfis ásamt sveitarstjórn. „Tæknilega gætum við því sagt nei og þá þyrfti að kæra þá ákvörðun tii umhverfis- ráðherra sem hefði síðasta orðið. Það gæti því komið til þess að ráðherra þurfi að úrskurða tvisvar í þcssu máli.“ Forstjóri NR bcndir einnig á að mikil vinna sé framundan í þessu máli, bæði hjá NR, RAMÝ og Kís- iliðjunni. Sú spurning hljóti að koma upp hver eigi að greiða þann kostnað. Trúverðugri Eignarhaldi Kísiliðjunnar er þan- nig háttað að ríkið á 51%, erlenda fyrirtækið World Minerals á rúm 48% en Skútustaðahreppur og nágrannasveitarfélög eiga afgang- inn. Framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, Gunnar C)rn Gunnarsson, er í meginatriðum mjög sáttur við málalok sem hann telur endan- leg. „Þetta er stóráfangi og í raun ekkert sem hnekkir honum þótt menn tali um þátt Náttúruvernd- ar ríkisins og fleira.“ Gunnar Orn rökstyður þessa fullyrðingu sína með því að Iög- fræðingar Kísiliðjunnar hafi skoðað þctta fyrir tveimur árum og þá hafi einmitt verið spurt hvort umhverfismatið væri gagns- laust fyrir verksmiðjuna, því í lög- unum frá 1974 standi að bera Gísli Már Gíslason: Bara pólitík. þurfi allt rask undir NR. Niður- staða þeirrar vinnu hafi verið að úrskurður NR væri ekki endan- legur frekar en skipulagsstjóra. Með úrskurðinum núna væri þegar kominn fram hugur ráð- herra í málinu og hitt sé formsat- riði. Hvað skipulagsmálin varði scgir Gunnar að auðvitað sé eitt- hvað hægt að tefja málið en lengra nái það ekki. „Náttúruvernd ríkisins hefur gert allt til að stöðva þessar fram- kvæmdir og nú er kornin niður- staða. Málílutningur okkar þykir trúverðugri," segir Gunnar Orn. Heimamenn í tvö hom Mikill fögnuður varð hjá þorra Mývetninga þegar úrskurður ráð- herra lá fyrir, enda hefur Kísiliðj- an ráðandi ítök í atvinnulífi sveit- arinnar. Hluti heimamanna og þá einkum hændur við sunnanvert Mývatn, hafa þó lýst andstöðu Gunnar Úrn Gunnarsson: Endanlegur stóráfangi. sinni við að námagröftur hefjist í fyrsta skipti í Syðri-flóa og hafa þeir svartsýnustu spáð algjöru veiðihruni. Gunnar Orn segir ekkert styðja þetta. Umhverfisráðherra setur þau skilyrði að ekki megi grafa lengra niður í Syðri-flóa en scm nemur 6,5 metrum en Gunnar Örn seg- ir að það muni ekki standa verk- smiðjunni fyrir þrifum. Þarna sé kominn grundvöllur lýrir 20 ára vinnslu þótt ekki sé hægt að meta það með óyggjandi hætti, enda sé þetta svæði nýtt og ekki að fullu þekkt. Ný svæði framundan Erfitt er að spá fyrir um þróun mála eftir tvo áratugi. Telur Gunnar Orn rétt að gera ráð l’yrir því að líftími verksmiðjunnar hafi aðeins verið framlengdur tíma- bundið? „Það er e.t.v. fullsmemmt að spyrja þessarar Árni Bragason: Hver á að borga? spurningar en það er rétt að við þurfum að huga að framtíðinni. Eg held að það myndi styrkja starf- semi þessa fyrirtækis ef hægt væri að koma á fót einhverri viðbótar- starsemi við hliðina en hitt er ann- að mál að ekkert hindrar okkur í að sækja um frekari svæði í fram- tíðinni. Að 10-15 árum liðnum munu væntanlega liggja fyrir frek- ari gögn sem munu auðvelda rík- inu að taka réttar ákvarðanir um framtíðina. Það er búið að sýna Iram á að þessi starfsemi er í lagi og á meðan svo er engin ástæða til að hætta henni. Eg held að það sama verði uppi á teningnum eftir 20 ár.“ „Það má ekkert“ Framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar scgir umhugsunarvert hver staða nýtingar og nýsköpunar á náttúr- unni sé í dag.“ Eg held að það sé vá fyrir landsbyggðina að allar Siv Friðleifsdóttir: Gæti þurft að úrskurða á ný. framkvæmdir skuli vera komnar undir hælinn á Náttúruvernd í Reykjavík, það er háalvarlegt mál. Þeir sem til þekkja hafa sagt að lík- lega hefði Bláa lónið við Svarts- engi aldrei orðið til ef þar væri virkjað í dag. Einfaldlega vegna þess að NR og skipulagsstjóri myndu þá koma því þannig fyrir að ekkert vatn mætti sjást og engin lýti yrðu á hrauninu. Þá hefðum við aldrei uppgötvað þá töfra, að- dráttarafl og atvinnustarfsemi sem tengist Bláa lóninu. Við erum að horfa til þess að það verður ekkert gert í svona málum í framtíðinni. Það má ekkert.“ Gætum eins lokað strax Hvað spurningu Arna Bragasonar varðar um hver eigi að greiða kostnaðinn við rannsóknir og eftir- lit í framtíðinni, virðist ljóst að nokkur hluti þess kostnaðar muni falla á Kísiliðjuna. Það veltir upp annarri spurningu, nefnilega hvernig rekstur Kísiliðjunnar gangi um þessar mundir og hvernig fyrir- tækið sé í stakk búið til að opna pyngjuna enn frekar í rannsókna- skyni. „Við vitum ekki hvað þetta kemur til að með að kosta okkur en auðvitað munum við reyna að fá einhverja skynsemi í þessi mál. Ef uppfylla ætti skilyrði skipulags- stjóra skv. túlkun Gísla Más Gísla- sonar, þá myndum við bara loka strax,“ svarar Gunnar Örn. Hvað reksturinn varðar hjá fyrir- tækinu segir Gunnar Örn að Kísil- iðjan hafi verið rekin með halla f fyrra og sama verði væntanlega uppi á teningnum í ár. „Það er ljóst að rekstarumhverfi þessa fyrirtæk- is og margra annarra er mjög bág- borið um þessar mundir. Við fáum 99% af okkar tekjum í evrunni og hún hefur verið á hraðri niðurleið og samkeppnin hörð. A hinn hóg- inn hefur hins vegar tekist að hækka verðið og við vonumst til að evran styrkist. Að því gefnu munu rekstrarskilyrðin hatna." „Eg bendi líka á að þetta fyrir- tæki hefur verið í algjörri herkví að undanförnu. Við höfum ekki getað einbeitt okkur að því að reyna að minnka rekstrarkostnað lyrirtækis- ins með tæknihreytingum. Það hefur ekki verið réttlætanlegt að taka stór tækniskref vegna þess að menn hafa ekki vitað um líftím- ann. Núna erum við húin að fá tíma og getum hrugðist við þessu. Tæknin oklvar er að grunni til 30- 35 ára gömul en loks getum við skoðað sóknarfærin." Gott efni Kísilgúr er duft sem er notað ann- ars vegar í síun og hins vegar scm fylliefni. Kísillinn er notaður við lramleiðslu ýmissa drykkja, lyfja, sykurs, málningar, tannkrems og fleira. Hann fer fullunninn frá Mývatnssveit til matvælavinnslu og hefur ekkert efni jafngott l und- ist sem gæti Ieyst hann af hólmi að sögn Gunnars Arnar. Ytri aðstæður munu nú ráða framtíð þessa umdeilda fyrirtækis. Vera má að baráttunni við náttúru- verndaröflin sé lokið en næsta glíma forsvarsmanna Kísiliðjunnar verður við gengisþróun, fram- leiðslukostnað og eftirlitsþætti m.a. Vcrkcfnin eru því ærin enn og kannski veltur Iíftími fyrirtækisins nú á öðrum þáttum en menn hafa helst séð fyrir sér hingað til. 1 A n i ■ .• L»•p.-amtSom i f Œf gj ; V 4 ma Steingrímur J. Sigfússon segir það með ólíkindum að ekki þurfi einu sinni umhverfismat þegar fyrsta umsóknin berst um laxeldi í sjó með lax af erlendum stofni. Heimaviimuna vantar í laxeldiö Engin lög tH um að íLinhverfisinat þnrfi vegna laxeldis í sjókvl- um. Steingrímur J. Sigfússon segir að það vanti næstum aUt til aHs í þessu máli. Jón Bjarnason þingmaður VG hóf umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær um sjóeldi á laxi í Mjóafirði. Það var sú ákvörðun Sivjar Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra um að ekki skuli fara fram umhverlis- mat vegna þessa, sem var tilefni utandagskrárumræðunnar. Jón benti á þann mikla úrgang sem fellur frá jafnstórri eldisstöð og á að rísa í Mjóafirði auk erfða- mengunarhættunnar sem stafar af norskum Iaxi sem þar á að nota. í því sambandi nefndi Jón að talið væri að um 500 þúsund laxar slcppi úr sjókvíum árlega í Skotlandi. „Nýlega sprungu sjókvfar í Fær- evjum í aftakaveðri og herma fyrstu fregnir að 40 tonn af laxi hafi sloppið í sjóinn. Hlutfall eld- islax í laxveiði í sjó viö Noreg er 35-40%, allt lax sem hefur slopp- ið úr kvíum,“ sagði Jón Bjarnason. llniliverlisrnaf eklti nauðsynlegt Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði að laxeldi væri ekki matskylt samkvæml lögum um mat á umhverfisáhrifum heldur tilkynningarskylt. Fyrirhugaö lax- eldi í Mjóafirði hafi verið tilkynnt til skipulagsstofnunar 30. júní 2000. Skipulagsstofnun úrskurð- aði í framhaldinu að fyrirhugðu fiskeldi í Mjóafirði væri ekki skylt að fara í umhverfismat. Vegna þessa hefði ekki verið ástæða til að láta fiskeldið fara í umhverfis- mat. Hún benti á að Guðni Agústs- son landbúnaðarráðherra hel’ði sldpað nefnd sem eigi að fara yfir þætti sem snertir samhýli kvíaeld- is og vistrænnar náttúru. Meðal annars Iagalega umgjörð fiskeldis og mögulega staðsetningu þcss. Lagaumhverfid vantar Steingrímur J. Sigfússon sagði að ekki í eitt einasta skipti sem uppi væri vafi falli úrskurður náttúr- unni, innlendum tegundum eða hinu villta lífríki, í vil. Sarna hvort það er laxinn, íslenska kýrin eða lífríki Mývatns. Hann sagði að Is- lendingar hcfðu ekki unnið heimavinnu sína í því rnáli sem nú væri til umræðu, sjóeldi á laxi. „Það vantar grundvallarfor- sendur til þess að taka jafn af- drifaríka ákvörðun og þá að hefja kvíaeldi í sjó í slórum stíl á er- lcndum laxastofni. Það vantar reynslu á úttekt erlendis frá. Það vantar grundvallarrannsóknir innan lands, eða að minnsta kosti samantekt á öllu sem fyrir liggur. Það vantar stefnumótun, hún er ekki til í málinu og það vantar allt lagaumhverfið. Það er engin lög- gjöf til að byggja þessa starfsemi á. Við slíkar aðstæður er það með ólíkindum að það skuli geta orðið niðurstaða að ekki þurfi einu sinni umhverfismat þegar lý'rsta umsóknin berst um laxeldi í sjó með lax af erlendum stofni," sagði Steingrímur J. Sigfússson. - S.DÓR Svo ergist hver sem liann eldist Sverrir Hermaimsson og Guðni Ágústsson með kjamyrta orða- sennu á Alþingi í gær. Tveimur af orðheppnustu og snjöllustu ræðumönnum á Al- þingi, þeim Sverri Hermannssyni og Guðna Agústssyni landbúnað- arráðherra lenti saman í snerru á Alþingi í gær. Það gerðist þegar verið var að ræða utan dagskrár hvort ekki ætti að Iáta laxeidi í sjó f Mjóafirði fara í umhverfismat. Að vfsu snérist orðasenna þeirra ekki beint um það nema þá á óbeinan hátt. Júdasarkossinn Sverrir Hermannsson fór í ræðu- stól og sagði rneðal annars: „Það fer ekki milli mála að hin gamla karakúl-hreyfing Iætur nú á sér kræla á nýjan leik. Fyrir þá sem ekki átta sig á hvað þar er á ferðinni skal það rifjað upp að það var hún sem fékk því ráðið að spánskir hrútar voru fluttir til landsins og fluttu með sér mæðu- veikina, scm voru einhverjar þyn- gstu húsifjar sem ein atvinnu- grein hefur orðið fýrir. Það var sama hreyfing sem fékk því ráðið að minkurinn var fluttur til lands- ins og varla hefur íslenskt dýralíf borið skarðari hlut frá borði eða orðið fýrir þyngri húsifjum. En íslendingurinn ætlar seint að læra af reynslunni. Nú ný\'erið henti það að landbúnaðarráð- herra Framsóknarflokksins hélt flórræðu fyrir austan fjall, þar sem hann tilkynnti að hann hefði gefið leyfi til þess að tilraun yrði til þess gerð að útrýma enn cinum stofni lífvera í heiminum, i's- lensku kúnni. Allir hafa sér til ágætis nokkuð og hann verður að minnsta kosti af því frægur að hafa orðið fyrstur til að kyssa kú Júdasarkossi..." sagði Sverrir. Svo ergist hver sem hann eldist Guðni Agústsson sat að sjálf- sögðu ekki þegjandi undir þessu. Svcrrir Hermannsson var banka- stjóri Landsbankans þegar bank- inn tapaði hvað mest á laxeldi og loðdýrarækt og Guðni sagði: „Svo ergist hver sem hann eld- ist. Það er ömurlegt að sjá ein- hvern athafnasamasta ráðherra sinnar tíðar og hankastjóra fisk- seldismanna og Ioðdýraræktar- innar koma hér í ræðustól með útúrsnúninga. Það cr aumt hlut- skipti og erfitt að horfa upp á slfkan ágætis dreng í heljar- höndum. Það er ekki hægt að eyða orðum að hans málflutningi í flestum málum. Öðru vísi mér áður brá. Svona geta menn nú farið út úr eigin athöfnum," sagði Guðni Agústsson. - S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.