Dagur - 03.11.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 03.11.2000, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGVR 3. NÓVEMBER 2000 - S Tkyptr Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segist hafa kynnt út- hoðsmál Herjólfs í ríMsstjóm án athuga- semda áður en hann afgreiddi það sam- kvæmt reglum. Eyja- ineim vom með í ráð- um við samningu ut- hoðsgagna. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur mátt sitja undir hörðum ásökunum samflokks- manna sinna í Vestmannaeyjum, vegna þess að hann fór að lögum í Herjólfsmálinu. Hann hefur meira að segja verið borin sömu sökum og Júdas forðum nema hvað enginn var kossinn. I álykt- un fundar sjálfstæðismanna í Eyjum er farið hinum hörðustu orðum um Sturlu. Hins vegar er það staðreynd að Sturla einn á hér ekki sök heldur ríkisstjórnin öll því hann lagði málið fyrir rík- isstjórn, sem gerði ekki athuga- sernd við afgreiðslu hans á því. „Ég hef gengið fram með þetta mál án nokkurra athugasemda frá æðstu mönnum í flokknum. Ég kynnti það í ríkisstjórn og þar tóku menn fullt tillit til þess að ég var að l’ara þarna að reglum. Það er aðalatriði málsins," seg- ir Sturla. Tilfinniiigahiti Hann var spurður urn ályktun fundar sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum, þar sem farið var hörðum orðum um hann? „Menn hafa verið að álykta af miklum tilfinningahita í Vest- mannaeyjum og mjög óyfirvegað, sem kemur mér mjög á óvart. Það er alveg ljóst að þessi álykt- un er gerð án þess að aðalatriði málsins væru kynnt fyrir því ágæta fólki sem þarna hefur ver- ið á fundi," segir Sturla Böðvars- son. Hann bendir á að kærunefnd útboðsmála hafi fengið málið til meðferðar og hún hafi gefið sitt álit. í því áliti segir að það hafi verið rétt að öllum hlutum stað- ið við undirbúning útboðsins og mat á bjóðendum. „Þess vegna er það, sem verð- ur kveikjan að þessari ályktun, byggt á einum allsherjar mis- skilningi," segir Sturla. Sniðió fyrir heimamenn -Því hcfur verið haldið fram að úthoðið hafi verið klæðskera- saumað fyrir Herjólfsmenn í Vestmannaeyjum. Er það rétt? „Það var nú þannig að við gáf- um bæjarstjórninni færi á að gera athugasemdir. Það var auð- vitað ýmislcgt í útboðslýsingu sem var gert sérstaklega með til- liti til þess að Herjólfur hefur þarna mikla sérstöðu sem örygg- istæki og þarf að vera í höfninni í Vestmannaeyjum þegar hann er ekki í ferðum. Þannig að við reyndum að ganga lil móts við óskir heimamanna eins og eðli- legt er,“ segir Sturla. -Arni Johnsen, samflokksmað- ur þinn, hefur sagt að þetta muni verða tekið fyrir innan Sjálfstæðisflold<sins. Áttu von á átökum þar? „Eg vil ekkert um það segja," segir Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóra og for- ingja sjálfstæðismanna í Eyjum í gær, tókst það ekki.-S.dór Leikskólakennarar segja börn og foreldra I Reykjavík búa við örygg- isleysi sem bæta þarf úr án tafar - með leiðrétt/ngu á launum þeirra. Bamiðí brennidepli „Leikskólakennarar telja að nú sé rétti tíminn til þess að for- gangsraða fjármagni í þjóðfélag- inu upp á nýtt og láta börnin ganga fyrir," segir í ályktun fundar Reykjavíkurdeildar Fé- lags íslcnskra leikskólakennara, sem Iýsti áhyggjum yfir ástandi í leikskólamálum Reykjavíkur- borgar. Börn og foreldrar búi þar við öryggisleysi sem bæta þurfi úr án tafar. Skortur á leik- skólakennurum sé aðalorsök vandans og hann stafi af því að fjöldi þeirra hafi róið á önnur mið vegna þess hvað launin séu skammarlega lág. Því sé brýnt að í komandi kjarasamningum verði laun leikskólakennara verði leiðrétt þannig að þau samræmist menntunarstigi þcir- ra, ábyrgð og eftirspurn á vinnu- markaði. Um þessi el’ni og fjöl- da annarra verður fjallað á ráð- stefnunni: „Barnið í brenni- depli" sem félágið gengst fj'rir n.k. löstudag og laugardag Ologleg valdbeiting- félagsiiiálafiöiiiuða ísafjarðarbær og tveir fyrrum liðsmenn félagsmálanefndar bæjarins hafa verið dæmdir í Hæstarétti til að greiða feðgurn 250 þúsund króna miskabætur fyrir að fara í nafni nefndarinnar inn á heimili þeirra til að ná í son yngri mannsins, án þess að hafa til þess rökstudda ástæðu eða lögboðna valdaheimild. Að- förin fór fram að beiðni danska kjörræðismannsins á staðnum. Faðir barnsins haf'ði barníð hjá sér og kærustu sinni á heimili foreldra föðursins, en dönsk móðir barnsins krafðist ntilli- göngu kjörræðismannsins til að ná barninu til sín. Kjörræðis- maðurinn leitaði til félagsmála- nefndar bæjarins og fór svo að tveir nefndarmenn fóru inn á heimili barnsföðurins í því skvni að ná í barnið, en við meðferð málsins kom fram að ekkert am- aði að barninu hjá barnsföðurn- um. Bærinn og nefndarmennirn- ir tveir voru sýknaðir í undirrétti, cn Hæstiréttur snéri því við. Engin ástæða þótti til að fjar- lægja barnið af heimilinu. Nefndarmennirnir fóru inn á heimilið án undangenginnar könnunar á öllum aðstæðum og átti danska barnsmóðirin með réttu að leita til héraðsdómara með beiðni um forsjá. Nefndar- mennirnir hefðu enga valda- heimild haft til aðgerða sinna og taldi Hæstiréttur þá hafa hrotið ákvæði stjórnarskrárinnar urn friðhelgi einkalffs, heimilis og fjölskvldu og einnig ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Voru bærinn og nefndarmennirnir dæmdir til að greiða stefnendum 250 þúsund krónur, en stefnukrafan hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. - FÞG Ingibjörg glúrin á gráa markaðnum „Ég er ekki hlutabréfasérfræð- ingur og þetta var ekki af neinni óskapa fyrirhyggju. Eg er hara eins og húsntóðir sem veit að 500 milljónir eru 500 milljónir, sem ég get ávaxtað svona eða hinsegin. Og við vorum Kári vor- um frá upphafi sammála um það að sjóðurinn væri bara viss upp- hæð," sagði Ingibjörg Pálmadótt- ir heilbrigðisráðherra, í viðtali við Dag um þá ákvörðun sína láta í byrjun ársins selja 1 50 þús- und hluti í deCODE sem stjórn- endur fy'rirtækisins lögðu fram sem stofnfé í Velferðarsjóð ís- lenskra harna um leið og þeir tóku við rekstrarleyfi fvrir gagna- grunni á heilbrigðis- sviði. Við- skiptablaðið hefur kallað þetta eina snjöllustu viðskiptaá- kvörðun árs- ins. Ingibjörg Pálmadóttir Á Akureyri var ieiðindaveður í gaer og þessi ungi maður sá sér þann kost vænstan að teyma hjólið sitt. -mynd: brink Leiðindaveður nyðra Leiðindaveður var á Akurcyri í gær, norðanþræsingur og snjór á jörðu. Þá var nokkur hálka á götum og afleiðingin voru minnst limm aftanákeyrslur. Ekkert var flogið norður í gær fyrr en að áliðnum degi. Áfram er spáð leiðindaveðri á Norðurlandi, en hins vegar mun skárra veðri sunnan heiða. Fækkar útgerðaraðilum í Dalvik Utgerðarfyrirtækið Trausti á Hauganesi hefur verið selt til Hrað- frystihússins - Gunnvarar á Isafirði. Mcð í kaupunum fylgir báturinn Víðir Trausti EA-517 ásamt 275 þorskígildistonna kvóta. Greitt er með hlutabréfum i Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru en kaupverð er 175 milljónir króna, Ivrir utan skuldir. Ekta-Fiskur, sem er í eigu Trausta, og var stofnaður árið 1990, og verkar saltfisk í neytendaumbúðir bæði á innanlandsmarkað og á Spánarmarkað, fylgir ekki með í kaup- unum. Eftir góða reynslu af saltfiskinum og mikla eftirspurn eftir fleiri afurðum var farið að pakka öðrum tegundum sjávarlífríkisins í neytendaumbúðir, þ.e. ýsu, kinnfiski, gcllum, signum fiski og rækj- um. Ekta-Fiskur er hins vegar til sölu. Með sölunni á Trausta á Hauganesi fækkar enn sjávarútvegsfyrirtækjum í Dalvíkurbyggð, að- eins fáum dögurn eftir sameiningu BGB-Snæfells við Samherja. Ástæða sölunnar eru rekstrarörðugleikar og eins voru eigendur ekki einhuga um framhald rekstursins. -GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.