Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 4
é - FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 FRÉTTIR LagarfLjót endi sem drullupoHiir? Virkjuii Káralmj úka mun setja byggð á Héraði í bættu að mati umhverfis- siuua. Verkfræðingur seg- ir fokhættuua til skoðuu- ar en áhrtfin séu ekki ljós enn. Frumniðurstöður Verkfræðistofunnar Flönnunar fyrir Landsvirkjun sýna að gruggið í Lagarfljóti mun fimmfaldast ef virkjað verður við Kárahnjúka og gegnsæi vatnsins í fljótinu mun minn- ka um helming. Þórhallur Þorsteins- son, formaður Félags um verndun há- lendis Austurlands, segir þessar niður- stöður uggvænlegar en þær komi ekki á óvart. „Mér líst náttúrulega mjög illa á þetta og alla þessa framkvæmd í heild sínni. Miklu alvarlegri hlutir eiga þó eftir að koma fram í þessu frummati. Alvarlegast er moldrokið úr Lónhotn- inum seni á einfaldlega eftir að ógna byggð hér á Fíéraði ásamt tilheyrandi uppblæstri á þessu svæði,“ segir Þór- hallur. Á kostnað ferðamemtsku? Fíann segist Iíta á Lagarfljót sem nátt- úruperlu og telur að virkjun Kára- hnjúka hljóti að hafa neikvæð áhrif á ásýnd vatnsins og þar með ferða- mennsku. „Vatnið verður kaldara og miklu dekkra og ógeðslegra, ekki ósvip- að Jökulsá á Dal. Fleira á eftir að koma fram. T.d. hafa engar rannsóknir verið gerðar á vegum Fiafrannsóknastofnun- ar á áhrif rækjustofnsins í Héraðsflóa og mörgu verður ekki hægt að svara fyrirfram, Menn taka mikla áhættu ef anað verður áfrarn." - Ilvernig skýrir þá Þórhallur vilja meirihluta Austfirðinga til þessara áfor- ma ef áhrifin verða jafnskaðleg og hann sérfyrir sér? „Samkvæmt skoðanakönnun er ekki nema helmingur Héraðsbúa hlynntur Fljótsdalsvirkjun en þeir hafa ekki þor- að að standa fyrir skoðanakönnun sér- staklega hvað varðar áhrif Kárahnjúka- virkjunar á Héraði. Það er búið að telja fólkinu niður á fjörðum trú um að þetta sé það eina sem geti bjargað Austurlandi. Það er ekkert annað en heilaþvottur og múgsefjun." Gruggugt fyrir Gunnar Guðni Tómasson verkfræðing- ur hefur unnið að rannsóknum á áhrif- um Kárahnjúkavirkjunum fyrir Lands- virkjun. Hann ítrekar að aðeins sé um frumniðurstöður að ræða en segir áhrifin á vatnið ekki meiri en séð hafi verið fyrir. Menn verði að gæta sfn þeg- ar talað sé um að gegnsæi vatnsins minnki um helming, það sé lítið fyrir. Eigi að síður telur verkfræðingurinn að ásýnd vatnsins muni hugsanlega breyt- ast. Hvað moldrokið úr Lónbotninum varðar, segir Gunnar Guðni að fok- hættan sé í skoðun og menn geri sér grein fyrir þessari hættu. „Hversu mik- ið það verður, vita menn ekki ennþá.“ Skýrsla um umhverfisáhrifin á að liggja fyrir í mars næstkomandi. — BÞ í pottínum hafa mennver- ið að velta fyrir sér nýrri herstjómarlist sem Sólveig Pétursdóttir og sjálfstæðis- konur á Alþingi hafa verið að þróa með sér. Hún felst í stuttu máli í þvi að þegar Sólveig stendur í ströngu í fyrirspumartímum eóa utandag- skrárumræöu koma sjálfstæðiskon- ur, s.s. Ásta Möller, Þorgerður Gunn- arsdóttir, og Drífa Hjartardóttir i ræðustól með skrifaðar ræður þar sem þær verja ráðherra sinn með kjafti og klóm. Það sem vekur athygli áliugamamia um þmgið er þó að þingkonurnar skuli hafa eins góða skriflega pmikta og raun ber vitni svona fyrir- fram og era uppi kenningar um að mhmisblöð þeir- ra séu í rami undirbúin í dómsmálaráðmieytinu. Eins og við var að búast hafa þingmenn verið að leita nafngiftar á þetta og í potthium heyrðist hugtakið „skjaldborgarkórimi" enda slái konumar skjaldborg um Sólvcigu. Stemgrímur ]. mun hms vegar hafa kallað þær „skjaklmeyjarnar"!... Sólveig Pét- ursdóttir. í heita pottinum ræða memi nú um togstreitima um bankastjóramál f nýjum banka. Sem kunnugt er hef- ur heyrst nafn Þorsteins Þorsteinssonar sem hugsan- legs bankastjóraefnis fyrir framsóknannemi í bank- ann ogbankastjórarairyrðuþá Halldór Kristjánsson og Þorsteinn. Þó Þorsteinn mmú vera þóknanlegm forustu ffamsóknar sem telur hami standa nálægt Framsóknarflokknum, muii vera þung undiralda gegn honum almennt í framsókn, ekki síst vegna þess að menn segja að hami sé og hafi lengi verið gegnheilF eðalkrati sem nú sé í SamíylkmgunniL. Nýjasta vendinghi sem ættuð er úr ranni áhrifamikilla framsóknar- maima m.a. í bankaheimhmm er sú að best væri að fá Guðmund Bjama- son forstjóra Ibúðalánasjóðs og fyrr- um ráðherra í bankastjórastólínn. Guðmundur sé upphaflega banka- maður og hafi imnið þrekvirki við aö koma íbúðalánasjóði af stað. Sá sjóð- m sé nú að komast á lygnari sjó og þvf upplagt að setja Guömund í nýja bankann. Hann hafi allt sem þurfi, reynslu, þekkhigu og nægjanlega vigt auk þess sem hann sé auðvitað óumdeilanlega - framsóknar- Guðmundur Bjarnason. FRÉTTAVIÐTALIÐ ÓlöfSif Konráðsdóttir lögfrxðingur brotaþola í „prófessors- niálinu“. Fjársöfnnn erígangi vegna ineðfetðar „prófessorsmáls- ins ‘ ‘jyrir Ma nnréttindadóm- stóli Evrópu, en í málinu sýlmaði Hæstirétturfóður af ákæm um kynferðisbrot gagti- vart dóttur sinni. Prófessorsmál til Strassborgar - Það cí að safna fé meðal landsmanna vegna flutnings málsins í Strasshorg. Er þetta dýr útgerð? „Hétt er, að aðstandendur umbjóðanda míns hafa sett slíka söfnun af stað. Það er erfitt að segja til um kostnaðinn, því málið er á fyrstu stigum í kærumeðferð út í Strass- borg, þangað sem þaö var kært í apríl. Svona mál getur tekið langan tíma og því getur fylgt töluverður kostnaður." - Er Ijóst hvort samþyhkt verði að málið fari alla leið hjá Mannréttindadómstóln- mi i? „Það er ekki lengur svo að mál fari fyrst fyrir Manriréttindanefndina og hún gefi álit áður en Mánnréttindadómstólinn tekur málið fyrir. Nú tekur hópur dómara afstöðu til framhalds málsins. Þessa dagana eru þeir að afla frá okkur upplýsinga og gagna uin málsmeðferðina á íslandi." - Hverjar eru meginforsendur þess að málið var kært lil Mannréttindadómstóls- ins? „Við kærum með vísan til 6. greinar mannréttindasáttmálans, sem fjallar um að íillir eigi rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyr- ir dómi. Þetta var sakamál og reglurnar í 6. greininni eru sniðnar fyrir sakborning, en brotajioli ekki aðili að slíku máli nema óbeint. En hann helur hagsmuni af því að málsmeðferð sé réttlát. Það er veriö að reyna að fá |ní framgengt að hún eigi aðild að kæru á grundvelli Jiessa ákvæðis, sem eldd er kunnugt um að áður hafi reynt á. Mannréttindadómstóllinn hefur oftsinnis tekið tillit til hagsmuna brotaþola, en ekki beint í tengslum við 6. greinina fram að þessu." - Hvað nánar var það í málsmeðferðinni sem kært er út af? „Það er tvíþætt. Annars vegar aðgangur brotaþola að gögnum og upplýsingum og heimild til að taka afstöðu til þeirra atriða sem fram fóru í réttarhaldinu. Þessi réttur var kki tryggður seni skyldi, enda átti hún enga aökomu að Hæstaréttarmálinu; henni var ekki skipaður réttargæslumaður og fékk ekki mikilsveröar upplýsingar, svo sem um að gögn hefðu Verið lögð fram er vörðuðu hennar heilsufar og persónu. Hins vegar endurmat Hæstiréttur sönnunargildi skýrslu hennar fyrir dómi, á grundvelli nýrra gagna, sem hún hafði enga vitneskju um. Hæstiréttur endurmat þetta án þess að taka skýrslu af henni. Hæstiréttur taldi og að Jiað hafi haft áhrif á sönnunargildi hennar að föðurnum hefði verið vikið úr dómsal með- an hún gaf skýrslu, en það var í samræmi við reglu sem hefur þann tilgang að vernda vitni. Ef verndarákvæðið telst rýra sönnun- argildi vitnis þá er orðið ekkert gagn af verndinni. Þessi tvö atriði tengjast síðan að sumu leyti 8. grein sáttmálans um hrot gcgn friðhelgi einkalífs og persónuverndar, um að það hal’i ekki veriö bókað um lokun þing- halds í Hæstarétti - réttur hennar til að ekk- ert væri upplýst um þinghaldið eftir það var ekki ótvíræður, enda tjáðu sig nokkrir aðilar eftir þaö um þau giign sem lögð voru fyrir Hæstarétt." - Hvaða möguleika telur þii á að skjól- stæðingur þinn sigri en rtkið tapi í Strass- borg? Þaif þá að taka tipp málið aftur hér á landi? / „Það eru margar lausnir mögulegar. Verði inálið tekið til efnismeðferðar er Jíldegt að dómstóllinn beini |ivf til ríkisins að leita sátta í málinu". — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.