Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 21

Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000- 21 Rúdolf á ísafirði Söngkvartettinn Rúdolf heldur tónleika í Hömrum, sal Tónlist- arskóla Isafjarðar laugardaginn 18. nóvember kl. 17.00. Dag- skráin verður með léttu sniði og er stærsti hluti hennar íslensk dægurlög sem vinsæl hafa verið í flutningi íslenskra tónlistar- manna og má nefna lög eftir Sigfús Halldórsson, Magnús Ei- ríksson, Stuðmenn og fleiri. Erlend lög fljóta líka með og eru það einkum klassískir jazz-standardar og dægurflugur eftir Ge- orge og Ira Gerswin og aðrar sígildar perlur. Söngkvartettinn Rúdolf skipa þau Sigrún Þorgeirdóttir, Soffía Stefánsdóttir, Skarphéðinn Hjartarson og Þór Ásgeirsson. Tón- leikarnir eru áskriftartónleikar á vegum Tónlistarfélags ísafjarð- ar. Spurningakeppni Baldursbrár Spurningakeppni Baldursbrár, seinni hluti fyrstu umferðar fer fram í kvöld, föstudagskvöld kl 20:30 í safnaðarsal Glerárkirkju. Alls munu 10 lið keppa og þau eru:Eldri borg- arar, Heilsugæslustöðin, Kjarnafæði, Norðlenska lögreglan, prestar, Ráðhús, Síðuskóli, Slippurinn, Vélsmiðja Steindórs. Allur ágóði rennur í söfnun fyrir steindum glugga í Glerár- kirkju. Afmælisár Skagfirsku söngsveitarinnar Skagfirska söngsveitin er nú að hefja sitt 30. starfsór og af þvi tilefni mun kórinn á haustdögum halda tónleika í Skagafirði og Reykjavík þar sem á efnisskránni verða skagfirsk Ijóð og sönglög. Tónleikaröðin hefst nú um þessa helgi í Skagafirði á eftirtöldum stöðum: í Bók- námshúsi Fjölbrautarskólans á Sauðárkróki föstudaginn 17. nóvember 2000 kl. 20.30 í Miðgarði - laugardaginn 18. nóvember 2000 kl. 21.00 Einsöngvarar með kórnum verða: Kristín R. Sigurðardóttir - sópran; Guðmundur Sigurðsson - tenór; Óskar Pétursson frá Álftagerði. Einnig eru sýnd atriði úr óperum og ballettum tónskáldsins. Myndin er tal- sett á ensku. Aðgangur óke>pis og öll- um heimill. Bókaveisla í Perlunni Helgina 18.-19. nóvember stendur EDDA-miðlun og útgáfa l\rir bóka- veislu í Perlunni. A stáðinu verður fjöl- breytt skemmlidagskrá báða dagana. Stúlknakór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur, Bangsímon kemur og kætir börnin, DIS verður kynnt fyrir gestum Perlunnar, Tómas R. Einarsson og fé- lagar leika djass, sýnt verður úr sýn- ingu Möguleikhússins á Völuspá, Jó- hanna Guðrún syngur og gestir koma af Söngvaborg, nýja myndbandinu með Siggu og Maríu. Lesið verður úr nýjum bókum, bæði fyrir börn og fullorðna. Meðal þeirra sem lesa fyrir fullorðna eru:Guðrún Helgadóttir, Gyrðir Elías- son, Auður Jónsdóttir, Steingrímur Hermannsson, Arnaldur lndriðason, Birgir Sigurðsson , Þorsteinn Guð- mundsson og Pétur Gunnarsson. Með- al þeirra sem Iesa fyrir börnin eru: Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigrún Eldjárn, Olafur Gunnar Guðlaugsson, Yrsa Sigurðardóttir, Ragnheiður Gests- dóttir og Brian Pilkington. Einnig verður á staðnum teiknihorn þar sem börn geta lært að myndskrevta bækur. Hátíðin verður opin milli 13 og 18 báða dagana og er aðgangur ókevpis og öllum heimill. Þöglu meistararnir og sinfónian Þrjár stuttmvndir eftir þá Charles Chaplin, Buster Keaton og I larold LI- oyd, Innflvtjandinn, Löggurnar og Að duga eða drepast verða sýndar í Há- skólabíói 18. nóvember kl. 15.00 við undirleik Sinfóníuhljómsveitar ís- lands.Það eru Kvikmyndasjóður ís- lands, Kvikmyndasafn íslands og Sin- fóníuhljómsveit Islands sem standa að sýningunni. Móðirin í íslenskum Ijósmyndum Nú stendur yfir sýningin Móðirin í ís- lenskum ljósmyndum á vegum Ljós- myndasalns Reykjavíkur í Grófarsal, Trygg'agötu 1 5. Viðfangsefni sýningar- innar er móðirin í íslenskri Ijósmynda- sögu, allt frá lokum 19. aldar til dags- ins í dag. Ljósmyndirnar á sýningunni koma úr fjölskylduálbúmum, einka- söfnum og opinberum myndasöfnum. í tengslum við sýninguna gefur Ljós- myndasafn Reykjavíkur út \eglega bók undir sama heiti, prýdda fjölda valinna Ijósmynda af sýningunni. I bókinni verður birl grcinin ..Móðurímyndir í íslenskum Ijósmyndum" eftjr dr. Önnudís G. Rúdólfsdóttur, félagssál- fræðing. Einnig \erður birt ágrip af Ijósmyndasögu eftir Guðbrand Bene- diktsson, sagnfræðing. Ritstjóri bókar- innar er Hanna Guðlaug Guðmunds- dóttir listfræðingur. Verkefnið er fram- lag Ljósmyndasafns Reykjavíkur til Menningarborgar 2000. Styrktaraðili er Pharmaco. AKUREYRI Samlagið stækkar Samlaginu á Akureyri hefur bæst liðs- auki. 4 myndlistarkonur hafa bæst í hópinn en þæreru Hrefna Harðardótt- ir, Jónborg Sigurðardóttir ( Jonna ), Sigríður Agústsdóttir og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sem \inna í grafík, leirlist, mósaik og textil. Sérstök kynn- ing á verkum þeirra verður í Samlag- inu á laugardaginn 18 nóv. kl. 15.00 - 17.00. Samlagið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14.00 - 18.00. Hjálpræðisher með Basar Hjálpræðisherinn HvannavöIIum 10, Akureyri verður með basar og kaffi- sölu, laugardaginn 18. nóvember kl. 15.00. Það sem boðið er uppá er laufa- brauðsbasar, vöfflukaffi og happdrætti. Allir eru velkomnir. Kynning á Mígrenisamtökunum Opið hús hjá Mígrensamtökunum á Akureyri verður húsnæði Krabba- meinsfélagsins að Glerárgötu 24, Ak- ureyri. Anna Sjöfn Sigurðardóttir, for- maður, kynnir samtökin og stýrir um- ræðum ásamt Þorbjörgu Ingvadóttur. Sýnt verður myndband Mígrenisam- takanna Mígrenisamtökin verða með opið hús laugardaginn 18. nóvember kl. 14:00 í „Mígreni - meira en höfuð- verkur" og ýmislegt kynnt varðandi mígreni. Fréttabréf og bæklingar verða á staðnum, svo og bók samtakanna, Mígrenibyltingin, um mígreni og mataræði. Mígrensamtökin eru aðili að alþjóðasamtökum mígrenisamtaka World Headache Alliance sem hefur heimasíðuna: www.w-h-a.org. Allir eru velkomnir á opna húsið. Hvað er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbrófi eðe hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 Auglýsingar eru aldarspegill Afvopnandi einlægni -segir Dagur Eggertsson #•?;. ævisöguritari Steingríms Hermannssonar Kynlíf, hártíska, bíó, bækur, Sameinuðu kraftana Móttaka óvæntra gesta flugupistill og fleira

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.