Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 5
 FÖSTUVAGUR 17. NÓVEMBER 2000 - S FRÉTTIR Dómsmálaráðherra biður fjármálaráð- herra um meira fé til að efla lögregluua. Á síðustu 3 árum hefur 241 einstaldingur verið í gæsluvarð- haldi og þar af 76 í einaugnm í meira en 3 vikur samfellt. Margrét Frímannsdóttir hóF um- ræður utan dagskrár á Alþingi í gær vegna þess að gæsiuvarð- haldsföngum er haidið vikum saman í haldi án þess að vera yf- irheyrðir vegna fjárskorts fíkni- efnaiögreglunnar. Rannsókn mála dragist úr hófi fram vegna þess að yfirvinnukvóti fíkniefna- iögreglunnar sé búinn. Hún vís- aði í ummæli Sveins Andra Sveinssonar lögmanns í þessu sambandi. Margrét sagði að langvarandi gæsluvarðhald og einangrun væri hættuieg geðheilsu fólks. I því sambandi vísaði hún í um- inæii lækna, þar á meðal Olafs Ölafssonar fyrrum landlæknis. Hún spurði hve margir væru nú í gæsluvarðhaldi og einangrun? Hve margir hefðu setið í 3 vikur eða meira í varðhaidi sl. 3 ár. Hún spurði líka hvort rannsókn mála þeirra sem dvelja í gæslu- varðhaldi hafi dregist verulega vegna fjárskorts lögreglunnar og yfirvinnubanns og hvort dóms- málaráðherra ætlaði að setja reglur um hámark þess tíma sem einstaklingur er vistaður í ein- angrun? Viðurkendi fjárskortinn Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra varð fyrir svörum og tók því afar illa að menn skyldu vera að spyrja að þcssu á sama tíma og lögreglan væri að leysa fjölda fíkniefnamála. Hún talaði síðan lcngi um mál sem komu spurn- ingum málshefjanda ekkert við. Sagði rangt að yfirvinnubann eða fjárskortur drægi úr rann- sókn mála hjá lögreglunni og kallaði umræðuna moldxdðri. Hún upplýsti að nú væru 24 í gæsluvarðhaldi, þar af 6 í ein- angrun. A síðustu 3 árum hafi 241 einstaklingur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald, þar af hafa 76 verið í einangrun í meira en 3 vikur samfellt. En undir lok ræðu sinnar sagði dómsmálaráðherra hins vegar að hún hefði lagt fram tillögur til fjármálaráðherra um verulega aukningu fjárframlaga til þcssa málaflokks. Tillögur sem miða að fjölgun lögreglumanna og fíkniefnaleitarhunda. Sömuleið- is sagðist hún ætla að stofna sjóð til að kosta umfangsmiklar rann- sóknir sem ekki rúmast innan venjubundins reksturs lögregl- unnar. Að undirbúningi þessara tillagna verði unnið í ríldsstjórn á næstunni. Þingmenn bentu á að þar með hefði hún viðurkennt fjárskort Iögreglunnar og að efla þyrfti fíkniefnadeildina. Skj aldmeyj arnar Það vakti athygli að annan dag- inn í röð komu samflokksystur dómsmálaráðherra, þær Þor- gerður K. Gunnarsdóttir og Asta Möller henni til aðstoðar í orða- glímu á Alþingi. Þær komu báð- ar með skrifaðar ræður og hældu dómsmálaráðherra á hvert reipi fyrir vel unnin störf. Steingrímur J. Sigfússon kall- aði þær skaldmeyjar dómsmála- ráðherra og hvað sem þær segðu um ágæti dómsmálaráðherra og að allt væri í Iagi í þeim mála- flokki hefði Sólveig Pétursdóttir sjálf bent á að ekki væri allt sem skyldi með því að sækja um auk- ið fjármagn til fjármálaráðherra til að efla fíkniefnadeild lögregl- unnar. I sama streng tók Lúðvík Bergvinsson, sem sagði dóms- málaráðherra kveinka sér undan þessari umræðu. - S.DÓR Strætisvagnabílstjóra hafa verið dæmdar bætur fyrir ólögmæta uppsögn. Ólögmæt uppsögn Hæstiréttur hefur dæmt SVR og borgina til að greiða strætis- vagnabílstjóranum Pétri Hraun- fjörð 900 þúsund króna bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Hæstiréttur hækkar bæturnar verulega, en þær voru 275 þús- und í undirrétti. Vagnstjóranum var sagt upp störfum með þriggja mánaða uppsagnarfresti í ágúst 1997. Hæstiréttur taldi að Pétur hefði ekki verið opinber starfsmaður í skilningi þágildandi sveitar- stjórnarlaga. Hins vegar var talið að forstöðumönnum SVR hefði borið að fara að reglum stjórn- sýslulaga við ákvörðun um að segja Pétri upp störfum og hefði ákvörðunin orðið að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. 1 uppsagnarbréfi Péturs var ekki getið ástæðna uppsagnarinnar, en að beiðni hans var gerð grein fy'rir þeim í bréfi SVR í septem- ber 1997. Rétturinn telur að brotið hafi verið gegn rann- sóknarreglu og andmælarétti stjórnsýslulaga og hefði upp- sögnin því verið ólögmæt. - FÞG Verkfallsvarsla Baldurs lögleg Hæstiréttur hefur staðfest sýknu- dóm undirréttar í máli sem Sam- tök atvinnulífsins höfðuðu gegn Verkalýðsfélaginu Baldri á Isa- firði og Aðalheiði Steinsdóttur, þar sem SA fór fram á skaðabæt- ur vegna meints tjóns af völdum ólögmætrar verkfallsvörslu, þegar félagsmenn úr Baldri undir for- ystu Aðalheiðar komu í veg fyrir að fram færi löndun í Reykjavík- urhöfn úr togara í eigu atvinnu- rekanda á lsafirði. Aðgerðir þeirra voru þáttur í verkfallsvörslu á vegum Baldurs, sem Iýst hafði yfir verkfalli á fé- lagssvæði sínu. Ahöfn var hins vegar óháð verkfallinu, sem ekki náði til sjómanna. Hæstiréttur taldi að útgerð togarans og rekst- ur vinnslustöðvar eigandans á ísafirði væri samþættur atvinnu- rekstur, og hefðu fyrirhuguð áform atvinnurekandans um löndun í Reykjavík verið ætluð lil að sneiða hjá áhrifum verkfalls- ins, sem hefði verið í blóra við Iög. Var það talið tilheyra verk- fallsrétti að landslögum að fólki og félögum í lögmætu verkfalli væri rétt að verjast þvf með frið- samlegum aðgerðum, að reynt væri að draga úr áhrifum verk- fallsins af hálfu þeirra, sem það beindist gegn, með því að fá aðra til að leysa af hendi vinnu að þeim störfum, sem Iögð hefðu verið niður. - FÞG Jórvík án leyfls Flugfélagið Jórvík hefur verið án flugrekstrarleyfis síðan á sunnu- daginn um síðustu helgi, m.a. vegna þess að félagið er ekki með neinn gildan viðhaldssamning vegna flugvéla félagsins. Flugfé- lagið Jórvík er með leyfi til áætl- unarflugs til Patreksfjarðar, en flug hefur legið niðri þangað af þeim sökum, til mikils óhagræð- is fyrir íbúa svæðisins. Pétur Maack, forstöðumaður flugör- yggissviðs Flugmálastjórnar, seg- ir flugfélagið Jórvík ekki vera með gilt flugrekstrarskírteini í augnablikinu. „Þeir hafa ekki lagt inn um- sókn um endurnýjun leyfisins enda vantar enn ákveðin gögn til þess að hægt sé að gefa út leyfi til Jórvíkur. Eg get ekki úttalað mig um það hvað vantar til þess að hægt sé að afgreiða málið, en það er af nokkrum ástæðum. Það vantar enn gögn til þess að upp- fylla lagaskyldu þar að lútandi," sagði Pétur Maack. Framkvæmdastjóri Jórvíkur, Jón Grétar Sigurðsson, var ekki viðlátinn í gær. Jórvík hefur á áætlun daglegt llug til Patreks- fjarðar, en hafi ekki fengist far- þegar í einstaka flug hefur far- þegum stundum verið bent á Is- Iandsflug, sem er með áætlunar- flug á Bíldudalsflugvöll. Finn- björn Bjarnason, umboðsmaður Islandsflugs á Bíldudal, segist ekki hafa orðið var mikilla breyt- inga af þessu tilefni, þeir hafi alltaf haft farþega af öllu svæð- inu, svo þetta hafi ekki breytt miklu. Flogið er daglega á Bíldu- dalsflugvöll, og farþegafjöldi allt að 600 manns á mánuði, auk mikils flutnings með vörur og póst. - GG Straiunur á Atviimuiniöstöd „Mikill straumur fólks hefur verið á Atvinnumiðstöð stúdenta nú eft- ir helgina og virðist sem nemendur séu vonlitlir um að verkfallið leys- ist á næstu dögum," segir í frétt frá miðstöðinni. Um 80 nemar í at- vinnuleit höfðu skráð sig hjá miðstöðinni á íyrstu verkfallsviku kenn- ara. Margir þeirra leita að fullu starfi meðan á verkfalli stendur, en sumir að vinnu í jólafrxinu. -hei Dimitrov hittir Halldór Aleksandar Dimitrov, utanríkisráðherra Makedóníu, kemur í vinnu- heimsókn til Islands í dag í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra. Á samráðsfundi utanríkisráðherranna í Þjóðmcnningarhúsinu í dag verða samskipti Islands og Makedóníu efst á baugi en ráðherr- arnir munu jafnframt ræða öryggismál í Evrópu og ástandið á Balkanskaga auk annarra alþjóðamála. - BÞ HiartveiMr mótmæla Félag hjartasjúklinga og Félag eldri borgara á Akureyri mótmæla harðlega gjaldtöku fyrir eldri borgara í Sundlaug Akureyrar og í Hlíð- arfjall. Lagt var fram erindi þessu varðandi hjá bæjarráði Akureyrar í gær en ekki var ályktað um málið. Hugmyndin um gjaldtöku þessa hóps kemur frá íþrótta- og tómstundaráði Akureyrar. - BÞ Síminu ódýrari ef... Síminn hefur sent frá sér útreikninga til að sýna fram á að í yfirlýs- ingum sínum hagstæðara verð á innanlandssímtölum hafi íslands- síma Iáðst að líta á heildarmyndina. Íslandssíma hafi ekki getið þess að allir viðskiptavinir Símans fái 1 50 kr. afslátt á mánuði með notk- un sem innifalin sé í fastagjaldinu, 820 krónum, sem viðskiptavinir Islandssíma greiði að fullu. I dæmi Si'mans um rúmlega 4.000 kr. símareikning sem skiptist í fastagjald, innanlandssímtöl, sem er um 1.300 kr., farsíma, sem eru um 1.700 kr. og upplýsingar sem er 320 kr. verður niðurstaðan sú, að Síminn sé 22 kr. ódýrari og 63 kr. sé reiknað ineð afsláttarforminu Vinir og vandamenn - HF.l

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.