Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 12
12- FÖSTVDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 Tfc^ur FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 - 13 FRÉTTASKÝRING L Mikil átök urðu á þingi ASÍ í gær og ríkti um tíma hálfgert upplausnarástand. GUD MUNDUR •f , w- RUNAR K * HEIÐARSSON SKRIFAR Hatrömmu þiugi ASÍ lokið. Upplausnará- stand. Ásakanir um svik og lygi. HaUdór varaforseti. Stuðniug- ur við kennara Algjört upplausnarástand ríkti á þingi ASl í gær og m.a. var kjör- nefnd lömuð um nokkurn tíma vegna ágreinings um uppstillingu til miðstjórnar og varaforseta. Sá ágreiningur var m.a. um hiut landsbyggðar og höfuðborgar- svæðisins í miðstjórn og einnig á milli einstakra Iandssambanda. Þarna átti einnig hlut að máli eft- irmálar vegna forsetakjörsins þar sem margir voru enn í sárum. I þingsalnum mátti sjá hvernig hóparnir voru að plotta hver í sínu horni og m.a. var fram- kvæmdastjórn Starfsgreinasam- bandsins kölluð saman til fundar. A meðan á þessu stóð vissu al- mennir þingfulltrúar ekki sitt rjúkandi ráð. Þá gengu ásakanir um svik á milli einstakra forystumanna úr ræðustól þingsins. Guömundur Gunnarsson formaður Rafiðnað- arsambandsins gaf t.d. ekki kost á sér til miðstjórnar eftir að hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir Sarniðn og VR. Viðbúið má telja að útganga formanns RSI muni hafa áhrif á frekari samskipti þess við ASI og ekki útilokað að raf- iðnaðarmenn segi sig hreinlega úr sambandinu. Um nokkurt skeið hefur sambandiö á milli RSÍ og annarra innan ASÍ verið mjög stirt og m.a. ákvað stjórn RSI að taka ekki þátt í störfum þess þegar deilurnar um skipulag ASÍ stóðu sem hæst fyrir nokkrum misserum. Forseti hunsaður Þrátt fyrir að Grétar Þorsteinsson hefði verið endurkjörinn forseti með tveimur þriðju hluta at- kvæða í fyrradag mátti hann þola það daginn eftir að meirihluti þingfulltrúa hunsaði hann alveg. Það gerðu þeir með því að sam- þykkja tillögu um stuðning við kjarabaráttu framhaldsskóla- kennara sem hann hafði Iagst gegn í þeirri mynd sem hún var lögð fram. Þessi stuðningur við kennara getur einnig haft einhver áhrif á starf þeirra Ara Skúlason- ar og Rannveigar Sigurðardóttur hagfræðings ASI í sameiginglegri nefnd með fulltrúum Samtaka at- vinnulífsins vegna endurskoðun- arákvæða kjarasamninga. Það verður því væntanlega eitt af fyrstu verkefnum forystu ASÍ að fjalla um það mál. Sködduð ímynd Það er því hætt við að atgangur- inn á þinginu hafi stórskaðað ímynd ASI og vandséð hvernig úr þeim skaða verður bætt. Það fór heldur ekki á milli mála að marg- ir þingfulltrúár voru afar óhressir með þessi átök og töldu að endur- kjörinn forseti ætti að láta reyna á myndugheit sín og koma lagi á hlutina. Hann hélt sig hins vegar opinberlega til hlés’og svo virtist sem þessi átök kæmu honum í opna skjöldu. Margir stóðu f þeirri trú að með nýjum lögum um skipulag og starfshætti ASI væri horð fyrir báru og fyrri væringar væru að baki. Annað hefur komið á dag- inn. Hætt er við að innri deilur innan verkalýðshreyfingarinnar eigi eftir að verða í brennidepli enn um hríð þar sem áhöld virð- ast vera um félagslegan þroska margra forystumanna hennar þrátt fvrir félagsmálaskóla ASÍ. Brothætt Halldór Björnsson formaður Starfsgreinasambandsins var í gær kjörinn varaforseti ASÍ án mótframsboðs. Signý Jóhannes- dóttir formaður Vöku á Siglufirði fékk áskorun f’rá 38 þingfulltrú- um til að bjóða sig fram til emb- ættis varaforseta en hætti við það til að stofna ekki þeirri sátt sem viröist hafa náðst um Halldór. 1 ræðu sinni gat hún þes einnig að hún hefði ekki fengið stuðning við framboði sínu innan Starfs- greinasambandsins. Þótt menn hal’i náð lendingu um kjör manna f miðstjórn heyrðust þær raddir á þinginu að einhverjir miðstjórn- armanna mundu bregðast við átökum þingsins með því að mæta ekki sjálfir á miðstjórnar- fundi heldur kalla inn varamenn sína. Það má J>ví segja að friður- inn innan ASÍ og jafnvel framtíð þess geti verið afar brothætt. I miðstjórn til ársins 2002 voru kosin þau Björn Snæbjörnsson formaður Einingar - Iðju, Ingi- björg R. Guðmundsdóttir VR, Finnbjörn A. Hermannsson for- maður Samiðnar, Sigurður Bessason formaður Eflingar, Ní- els Olgeirsson formaður Matviss og Pétur Mack varaformaður VR. Sjálfkjörnir til ársins 2001, eða til fyrsta ársfundar ASI sem verður í nk. maí voru Gunnar Páll Páls- son VR, Guðrún Erlingsdóttir Verslunarmannafélagi Vest- mannaeyja, Jón Ingi Kristjánsson formaður Alþýðusambands Aust- urlands, Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis, Pétur Sigurðsson for- maður Alþýðusambands Vest- fjarða, Sævar Gunnarsson for- maður Sjómannasambands Is- lands og Þórunn Sveinbjörnsdótt- ir varaformaður Eflingar. Uppgjör við launastefnu Afar skipar skoðanir voru í kjara-, atvinnu- og velferðarnefnd um tillöguna við stuðning við kjara- baráttu kennara fyrir bættum kjörum. I nefndinni var tillagan samþykkt með naumum meiri- hluta en með 189 atkvæðum gegn 110 á þinginu. Fyrir vikið sendi Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins Islands þakkir til þingsins fyrir stuðning- inn. Þá samþykkti þingið sam- hljóða tillaga sömu nefndar þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Bifreiðastjórafélagið Sleipni í þeirri vinnudeilu og málaferlum sem það á í við atvinnurekendur. Oskar Stefánsson formaður Sleipnis sagðist vera innilega þakklátur fyrir þennan ótvíræða stuðning sem þingið hefði veitt félaginu með þessari samþykkt sinni. Ráðist á Flóann í umræðum margra þingfulltrúa um kennaratillöguna kom glöggt fram mikil andstaða við það að verkalýðshreyfingin ætti að vera einhver „launalögga" gagnvart samningum annarra félaga fyrir bættum kjörum. Áréttað var að kjarabarátta annarra fyrir betri kjörum sé jafnframt barátta að- ildarfélaga ASI. Þessi stuðningur við kennara var líka túlkaður af mörgum sem andstaða við þá launastefnu sem Flóabandaiagið markaði með samningum sínum sl. vor við atvinnurekendur. Fyrir vikið urðu aðrir hópar að kyngja sömu launahækkunum. Tilraunir Þessi stuðniiigur við kenuara getur einnig haft einhver áhrif á starf þeirra Ara Skúla- sonar og Rannveigar Sigurðardóttur hag- fræðings ASÍ í sameig- inglegri nefnd með fuUtrúum Samtaka at- viimulífsins vegna endurskoðunarákvæða kjarasamninga. annarra til að sprengja þann Iaunaramma og semja á eigin for- sendum hafa hingað til ekki náð fram að ganga. I því sambandi er nærtækast að benda á kjaradeilu Sleipnis við at- vinnurekendur og kennara við ríkið. Þá mátti glöggt heyra að fólk er mjög óánægt með kjör sín og bindur vonir við að samningar verði lausir á næsta ári svo hægt verði að hækka launin. Bíta í skottið á sár Sigurður Bessason formaður Efl- ingar segir að eftir á sé það oft mjög freistandi að halda því fram að hlutirnar hefðu átt að gerast á annan máta en gert var í samn- ingnum sl. vor. Hann segir að stuðningur þingsins við kjarabar- áttu kennara hafi ekki komið sér á óvart. Með því séu menn engu að síður að bíta í skottiö á sjálfum sér. Annars vegar með yfirlýsingu um stuðning við kennara og hins vegar væntanlega ineð kröfunni um að fá launaleiðréttingar þegar kennarar séu búnir að fá meiri Iaunahækkanir. Hann óttast að forsendur samninganna frá því sl. vor muni bresta í febrúar- mars á næsta ári að öllu óbreyttu. Til að koma í veg fyrir það þarf mikið að breytast til batnaðar í efnahags- umhverfinu. Hins vegar virðast fá teikn vera á lofti um það miðað við þá þenslu sem fyrirsjáanleg sé á næstu misseruin. í ályktun um efna- hags-, kjara- og at- viiinuiiiál sem sam- þykkt var samhljóða vekur athygli að flutniugur á kvóta úr byggðarlögum er tal- inu meðal þeirra atriða sem eiga sök á breytingum á húsetu- þróun í landinu. Kvótinn I ályktun um efnahags-, kjara- og atvinnumál sem samþykkt var samhljóða vekur athygli að flutn- ingur á kvóta úr byggðarlögum er talinn meðal þeirra atriða sem eiga sök á breytingum á búsetu- þróun í landinu. Hingað til hefur ASI ekki blandað sér mikið í um- ræðuna um kvótamál og því kveð- ur þarna við nýjan tón. í ályktun- inni er einnig kveðið á um mikil- vægi þess að ASI hafi frumkvæði að umræðu um atvinnu- og byggðamál. ESB á dagskrá Af öðrum nýmælum í álykunum þingsins má nefna að þingið sam- þykkti samhljóða tillögu alþjóða- nefndar að taka umræðuna um aðild að ESB á dagskrá. í álykt- uninn er m.a. kveðið á um að ASI taki frumkvæðið í Evrópuumræð- unni og stuöli að því að skilgreina samningsmarkmið í viðræðum við ESB. I umræðum um tillöguna vildu einstakir þingfulltrúar ekki ganga svo langt heldur ætti að reyna tví- hliða viðræður við ESB á grund- velli EES-samningsins. Þeir létu hins vegar ekki í ljós andstöðu sína við tillögu alþjóðanefndar- innar þegar hún kom til af- greiðslu þingsins. Ásakanir um svik Eftirmálar forsetakjörsins í fyrra- dag komu glöggt í ljós í ræðu Af viðbrögðum starfs- mauna ASÍ við gagn- rýni Magnúsar á fé- lagsaðUd Ara í RSÍ að dæma mun miðstjóm- in hafa samþykkt á síiiuin tíma að starfs- menn ASÍ hefðu sjálf- dæmi um hvaða aðHd- arfélögum þeir vUja tiUieyra. Guðmundar Gunnarssonar for- manns RSI á þinginu í gærmorg- un. Sem kunnugt er þá hafa ein- staka stuðningsmenn Ara sakað Samiðn fyrir að hafa unnið að kjöri Grétars með „rógi og óþver- ra“ án þess að skilgreina það nán- ar. Auk þess hafa þeir átalið for- ystu VR fyrir að halda fram hlut- leysi í forsetakjörinu á sama tíma og hún vann baki brotnu að því að fella Ara sem m.a. er félagi í RSI en ekki í VR eins og aðrir skrifstofumenn. I ræðu sinni sakaði formaöur RSl, Finnbjörn .A. Hermansson formann Samiðnar um að hafa kallað sig „svikara" eftir að hann hafði lýst yfir stuðningi við Ara Skúlason til embættis forseta. Það hefði einnig komið sér veru- lega óvart að Magnús L. Sveins- son formaður VR hefði tekið við- tal við sjálfan sig á einum fjöl- miðli þar sem hann veittist ítrek- að að RSÍ með ýmsum „ónotum og „dylgjum" auk þess sem hann hafði lýst því yfir að hann væri hlutlaus í forsetakjörinu. Guðmundur sagði að vinnu- brögð þessara tveggja forystu- manna í forsetakjörinu hefðu borið þann árangur að þeirra maður hefði sigrað. Hann sagðist ekki getað starfað undir þeim kringumstæðum né þar sem flokkspólitískir hagsmunir réðu vali manna í miðstjórn. I fram- haldi af því lýsti hann því yfir að hann gæfi ekki kost á sér til mið- stjórnar eða til annarra starfa innan ASI. Að því mælti sagðist hann þurfa að yfirgefa þingið því hann væri á leið til Finnlands til að halda ræðu um menntamál rafiðnaðarmanna. Fonnanna-plott Eftir ræðu Guðmundar sá Finn- björn A. Hermansson sig knúinn til að fara í ræðustól og gera grein fyrir persónulegu samtali sem hann hafði átt við formann RSI í upphafi þingsins. Finnbjörn sagði að fyrir þingið hefðu menn verið að ræða það sín í milli hvernig standa skvldi að hinum ýmsu málum. Það hefði endað þannig að rétt fvrir þingið hefðu for- menn landssambanda fundað sín í milli. Á þeim fundi hefði for- maður RSl tilkjnnt að miðstjórn RSl hefði samþykkt að ef næðist samstaða um 15 manna mið- stjórn ASI, þá mundi hann lýsa yfir stuðningi við Ara, öndvert við Finnbjörn sem studdi Grétar. Finnbjörn sagði að þegar þing- ið var sett Iá ekki fyrir samstaða um nýja miðstjórn né heldur um forseta. Þá hefði hann séð það í fjölmiðlum að formaður RSl Iýsti yfir stuðningi við Ara. I upphafi þingsins hefði Finnbjörn hitt Guðmund á göngum og spurt hann hvort stuðningur hans við Ara hefði ekki verið skilyrtur því að samstaða væri um miðstjórn- ina. Því hefði Guðmundur jánkað en sagt að það sem eftir honum var haft í fjölmiðlum hefði verið slitið úr samhengi. „Þetta eru öll svikin,“sagði Finnbjörn. Hann sagði það miður og slæmt að for- maður RSÍ þurfi að nota þetta sem ástæðu fyrir því að hann sé að fara til Finnlands og ganga af þingi. Langt £rá sainileikaiiuiii Magnús L. Sveinsson formaður VR gat ekki heldur setið undir ræðu formanns RSl. Hann sagði að ræða hans hefði borið þess merki að hann hefði ekki miklar áhyggjur af því að þinghaldið færi á nokkuð Iágt plan. Magnús sagði að ræða Guðmundar hefði fyrst og fremst lýst honum sjálfum þar sem honum sé mjög tamt að halda sig langt frá sannleikanum. Formaður VR sagði að þegar hann hefði verið spurður af því í fjölmiðlaviðtali hvort hann styddi Ara Skúlason til forseta ASI hefði hann gefið lítið út á það. Hann hefði hins vegar vakið athygli á því að Ari ætti að vera félagsmað- ur í VR sem skrifstofumaður og framkvæmdastjóri ASI. Þess í stað hefði hann kosið að vera í RSI. Magnús sagðist hafa látið í Ijós þá skoðun sína að sér þætti það mjög einkennilegt að sá sem ætlaði að bjóða sig fram til for- seta ASI virti ekki lög sambands- ins með því að vera ekki í VR eins og aðrir skrifstofumenn. „Ef Guðmundur Gunnarsson telur að þetta sé eitthvert níð um Rafiðnaðarsambandið, þá held ég að hann ætti að hugsa sitt mál í Finnlandi áður en hann kemur heim,“ sagði formaður VR. Þessi ummæli Magnúsar vöktu hlátur meðal sumra þingfulltrúa. Samþykkt mlðstjómar Af viðbrögðum starfsmanna ASÍ við gagnrýni Magnúsar á félags- aðild Ara í RSI að dæma mun miðstjórnin hafa samþykkt á sín- um tíma að starfsmenn ASI hefðu sjálfdæmi um hvaða aðild- arfélögum þeir vilja tilheyra. Samkvæmt því hefur Ari ekki brotið gegn lögum ASI með því að vera ekki í VR. Formaður VR lýsti einnig áhyggjum sínum yfir því hvað menn séu mikið í því að ráðast hver á annan í verkalýðshreyfing- unni og m.a. á kennara. Hann gagmýndi það harðlega að verið sé að ráðast á kennara vegna kjarabaráttu þeirra og launa- krafna þótt þeir tilheyri annarri stétt en félagsmenn innan ASÍ. Þessi untmæli Magnúsar fengu töluvert klapp úr sal. Styrjöld og lágkúra Hann átaldi einnig þá „sýTjöld" sem ríkt hefur innan verkalýðs- hreyfingarinnar á undanförnum misserum. I því sambandi benti hann á að menn hafa verið að senda hvor öðrum tóninn af því að einstök félög haga sínurn kröfugerðum ekki nákvæmlega eins og einhverjir ákveðnir menn vilja. Hann sagði að þetta væri mesti veikleiki verkalýðshreyfing- arinnar og hvað ætti hinn al- menni félagsmaður að halda þeg- ar eilífur slagur sé innan hreyf- ingarinnar um kaup og kjör. Enda ættu menn ekki að halda það að ASI geti komið í veg fyrir að laun séu eitthvað hærri en aðildarfélög þess semja um. Þess í stað ættu menn að fagna því þegar aðrir geta borgað hærri laun en kveðið sé á um í þeirra samningum. Fyrir vikið gæfi það öðrum tækifæri í næstu samning- um til að ná þeim sem höfðu sarnið betur en þeir í samningum þar á undan. Það sé mun farsælla en að bregðast við á þann hátt að „enginn megi semja betur en ég.“ Það endar aðeins með kröfunni um að ailir séu á lágum launum. Formaður VR sagði að það væri auðvitað ekki krafan. Hann bað menn því að hefja sig upp úr þessari lágkúru. „Það þyrftu kannski fleiri að fara til Finn- lands og hugsa sinn gang," sagði formaður VR og fékk mikið klapp fý'rir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.