Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 ÍÞRÓTTIR SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON sigurdor@ff.is Ættarveldi Stephensena lngibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur tilkynnt að embætti staðarhald- ara í Viðey verði lagt niður um áramótin þegar Þórir Stephcnsen lætur af störf- um f\TÍr aldurs sakir. Þar með hverfa síðustu leifar ættarveldis Stephensena í Viðey. í tilefni þessa orti Ingvar Gíslason, fyrrum menntamálaráðherra: Áður fyrr urn alda bil entist kraftur gena. Eygir sinnar auðnu skil ættin Stephensena. Ingvar Gíslason frv. menntamálaráðherra. Óx í Viðey virðing stór, veldisljóminn glæsti. Séra Þórir síðust fór, Sólrún hringnum læsti. „Menn verða að þola það að afstaða sé tekin til hugmynda þeirra,“ Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, for- maður útvarpsráðs í \iðtali við Mbl. Kjamgresi og arfi Séra Sigmundur er skáldanafn landskunns hagyrðings. Eftir hann birtust oft vísur í Alþýðublaðinu meðan það var og hét fyrr á árum. I tilefni átaka um for- setastólinn á ASI þingi orti séra Sigmundur: Verkalýðshreyfingin bráðlega erfyrir bí efburtu húnfleygir kjamgresi en velur sér arfa. Það mun gerast kjósi nú ASÍ Evrópusambandssprautu til forystustarfa. Kristilegt kaupæði Hjálmar Freysteinsson, Iseknir á Akureyri, er í hópi bestu hagyrðinga nú um stundir. Þegar hann heyrði af ákvörð- un kirkjunnar um að verðlauna bestu auglýsinguna sem sameinaði kristindóminn og kaupæðið, orti hann: Svo kaupæðið verði sem kristilegast kirkjan samþykkti einróma, að verðlauna þann sem listílegast leggur nafn guðs við hégóma. Nálægur Mrkjutum Hákon Aðalsteinsson orti þegar Hjálmar Jónsson sagði honum að hann væri að hugsa um láta af þingmennsku og sækja um embætti í Dómkirkjuprests. Hjálmar er eitthvað heilagari, hef ég aj þvífengið spurn. Hann er að breyta hugarfari og horfir á nálægan kirkjutum. Hjálmar Freysteinsson. ■ fína og fræga fólkið Vogue verðlaun Svonefnd Vogue verðlaun voru af- hend í New York á dögunum en þar var valið best klædda fólk ársins. Leikkonan Chloe Sevigny var valin best klædda konan og leikarinn Jude Law best klæddi karlmaðurinn. Mesta athygli vakti val á fata- hönnuði ársins en það var Stella McCartney sem varð fyrir valinu. Það var David Bowie sem átti að afhenda verðlaun- in og Stella gekk í átt til hans en þá stökk óvænt fram á svið stoltur faðir, Paul McCartney, og afhenti dóttur sinni verðlaunin. Stella varð mjög hrærð og að mar- gra áliti var þetta hápunktur athafn- arinnar. Stella McCartney með David Bowie, manninum sem hún hélt að ætti að afhenda sér verð- laun. : • ■■ ■ : Ha iikar enn á sigurbraut Haukar iiiiiiu í fyrra- kvöld sinn níirnda sig- ur í röð í Nissandeild karla í haudknattleik þegar þeir lögðu Gróttu/KR með átta marka mun á Nesinu. HK fékk á sama tíma sín fyrstu stig í deild- inni, eftir sex marka sigur á Blikum. Ekkert lát cr á sigurgöngu Hauka í Nissandeild karla í handknatt- leik, því í fyrrakvöld unnu þeir sinn níunda deildarsigur í röð, þegar þeir lögðu Gróttu/KR með átta marka mun, í fyrsta leik 9. umferðar, sem fram fór á Nesinu. Jafnræði var með liðunum í upp- hafi leiks, en fljótlega sýndu Haukarnir bvers þeir eru megnug- ir og höfðu þeir mest náð fjögurra marka forskoti þegar leið á hálf- leikinn. Leikmönnum Gróttu/KR tókst þó að minnka muninn í eitt mark, 16-17, fyrir leikhlé og var það aðallega fyrir góða markvörslu Heiðars L. Guðmundssonar, markvarðar, sem leysti Hlyn Morthens af f markinu þegar leið á hálfleikinn. f seinni hálfleiknum var allur vindur úr heimaliðinu og tóku Haukarnir þá öll völd á vellinum og höfðu mest náð ellefu marka forskoti þegar langt var liðið á leikinn. En Grótta/KR átti síðustu þrú mörkin og tókst að minnka muninn í átta mörk, þegar Viggó þjálfari Hauka hafði skipt inná varaliði sínu í lokin. Þeir Einar Orn og Halldór Ingólfsson voru bestir og markahæstir hjá Hauk- um með átta niörk hvor og einnig áttu þeir Bjami Frostason og Þor- varður Tjörvi góðan leik. Þorvarð- ur nýtti sín færi 100 prósent og skoraði sex mörk, en Bjarni varði alls I 5 skot í markinu. Hjá Gróttu/KR bar mest á skytt- unum Hilmari Þórlindssyni og AI- exander Petersons, en Hilmar var þeirra markahæstur með átta mörk, á meðan Petersons gerði sex. HK fæi sín fyrstu stig I fyrrakvöld fór einnig fram inn- byrðis leikur Kópavogsliðanna Breiðabliks og HK í Smáranum og vann HK þar öruggan sex marka sigur á Blikum, 22-28. Leikurinn var síðasti leikur 8. umferðar og náði HK þar í sín fyrstu stig í vet- ur. Blikarnir byrjuðu vel í ieiknum og höfðu mest náð Ijögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, sem þeir misstu niður þegar leið á hálfleik- inn, en staðan í leikhlé var 12-13 fyrir HK. HK-liðið tók síðan öll völd á vellinum í seinni hálfleikn- um og skoruðu þá fyrstu sex mörkin, án þess að Blikum tækist að svara fyrir sig. Þar munaði mesti um stórleik Arnars Reynis- sonar í HK-markinu, en hann lok- aði langtímum saman á Blikana. Hinu megin á vellinum átti Rós- mundur Olafsson einnig mjög góðan leik f Blikamarldnu og varði hann alls 22 skot, þar af tvö víta- köst. Zoltán Belányi átti einnig ágætan leik hjá Blikum og var hann markahæstur með sex mörk ásamt Halldóri Guðjónssyni, en Halldór skoraði fimm af sex mörk- um sínum úr vítum. AukArnars í markinu átti Sverr- ir Björnsson bestan leik hjá HK, en Sverrir var markahæstur með níu mörk, þar af tvö úr vítaköst- um. Samúel Arnason var næst markahæstur HK með fjögur mörk Staðan: Haukar 9 9 0 274:212 18 Fram 8 7 1 212:182 14 Valur 8 5 3 204:179 10 ÍBV 8 5 3 216:199 10 Grótta/KR 9 5 4 215:231 10 FH 8 4 4 197:185 8 ÍR 8 4 4 184:183 8 UMFA 8 3 5 217:207 6 KA 8 3 5 198:200 6 Stjarnan 8 3 5 202:208 6 Breiðablik 8 1 7 168:257 2 HK 8 0 8 180:224 0 Næstu Ieikir: Föstud. 17. nóv.: Kl. 20.00 ÍR - Stjarnan Kl. 20.00 HK-Valur Kl. 20.00 Fram - Breiðablik Kl. 20.00 FH - KA Kl. 20.00 UMFA - ÍBV Dregið í SS-bLkamuin í fyrradag var dregið í 16-liða úr- slitum SS-bikars karla í hand- knattleik og drógust eftirtalin lið saman: Selfoss-Valur Stjarnan-ÍBV ÍR 2-Haukar Fjölnir-HK UMFA-FH Grótta 1-Grótta 2 ÍR 1-KA Fram-Víkingur Leikirnir fara fram 29. nóvem- ber og á það lið sem fyrr er nefnt heimaleik. BLkarkeppni kvenna Einnig var dregið í 8-liða úrslit- um bikarkeppni kvenna og þar drógust eftrtalin lið saman; IR-Stjarnan Valur-FH Haukar-Víkingur ÍBV-Fram. Leikirnir fara fram 13. desember.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.