Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 17
 SteimrBragi segist hafa verið rneð tírnann á heilanum ífjölda ára, ogþærpælingarhafi nú skilað sérí lítilli bók sern nefnistTuminn. Turninn er um margt frábrugð- inn öðru því sem finna má á bókamarkaðnum hér á landi. Hún (jallar um turn, sem í fyrstu er agnarsmár en vex síðan smám saman upp til himna og ijarlægist æ meir raunveruleik- ann á jörðu niðri. Efst í turninum búa tvö börn, sem þroskast and- lega á meðan jarðlífið þróast stig aí' stigi undirorpið miskunnar- lausum lögmálum frumskógarins og stórborgarinnar. Höfundurinn er Steinar Bragi, ungt skáld sem gefið hefur út ljóðabækur sem vakið hafa at- hygli. Hann segir blaðamanni Dags að Turninn stingi raunar mjög í stúf við önnur ritstörf hans, bæði Ijóðabækur tvær sem hann hefur gefið út og annað sem hann er með í smíðum. „Pað veður dálítið á manni í ljóðunum. Þau eru beintengdari við einhverjar tilfinningaupplif- anir. Turnsagan liggur nær ein- hverjum vangaveltum, jafnvel heimspekilegum. Samt kann ég hálf illa við að tala um heimspeki í sambandi við þetta, ég er kannski eitthvað nær mystík. Ég hef nú samt aldrei orðið fyrir neinni vitrun persónulega samt. En ætli þetta sé ekki samsuða af öliu því sem ég hef lesið og heyrt um tíðina. I ljóðunum er hins vegar reiði ungi maðm'inn alltaf að brjótast í gegn. bar er komið meira inn á líkamann og h'ffærin og tónninn er kaldhæðin. Tónninn í þessari turnsögu er dálítið einradda og upphafinn. Annars veit ég það ekki. Kaldhæðnin er kannski bara svona óheflaðra form sem leiðir að sömu niðurstöðu og í turninum. Pað kannski endar á sama punktinum," segir Steinar Bragi. Andsetinn gömluni vitringi? „Ég veit ekki hvort ég get kallað þetta mína rödd neitt sérstak- lega, þessa tm-nsögu,“ heldur hann áfram. „Þetta er einhver smámælt rödd sem ég kannast ekki alveg við. Ég er þarna and- setinn þarna einhverjum göml- um vitringi. Ég hugsa að fólki detti frekar í hug að höfundurinn sé einhver sjötugur einbúi sem kemur í bæjarferð með handrit- ið. Hafi horft svona yfir farinn veg og dregið ályktanir af sínu lífi.“ Steinar Bragi segh að sér hafi eiginlega ekki verið sjálfrátt þeg- ar hann skrifaði bókina. „Ég haíði séð fyrir mér þessa mynd af turni, fyrst fyrir líklega þremur árum. Ég reyndi að skrifa þessa sögu örugglega fimm sinnum, og henti því svo alltaf. Síðan allt í einu fyrir nokkrum mánuðum kláraði ég hana bara í hvelli og datt aldrei til hugar að íleygja neinu eða skera niður nokkuð eða bæta neinu við. Mér fannst þetta kom- ið alveg nákvæmlega eins og það FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 20 00 - 17 Lifanditum átti að vera. Hún mætti alis ekki vera lengri,“ segir hann. „Ég var að skrifa tvær aðrar bækur sem eru fullkomlega ólík- ar þessari, sem eru uppáferðir og snakk fram og aftur, þar sem ekki er verið að meta hvert ein- asta orð. En svo kemur þessi allt í einu handskrifuð upp úr mið- nætti í nokkrar vikm'. Og áður en ég áttaði mig á því þá var hún í rauninni allt í einu tilbúin. Og ég hafði alveg fullkomlega fáránlegt vinnulag við þetta, alla vega mið- að við það sem ég geri. Ég hand- skrifaði þetta og teiknaði myndir. Síðan skrifaði ég kaflana út frá myndunum, og hverjum kafla fylgdi ein mynd.“ Með tímunn á heilanuin - En hvaðan koma þessar pœl- ingar eiginlega? „Ég hef verið með tímann á heilanum í ijölda ára. Alltaf að velta fyrir mér tímanum og Fall- inu í Biblíunni. Ég er búinn að vera með Fallið úr Biblíunni og tímann á heilanum. Ég skrifaði einhvern tíma örugglega áttatíu blaðsíðna heimspekiritgerð þeg- ar ég bjó úti á Ítalíu. Komst í ein- hvers konar maníu líklega, svona eftir á að hyggja, og sat þarna á kafiihúsi allan daginn og hripaði hjá mér alveg brjálæðis- lega og með Biblíuna til hliðsjón- ar og Gleðileik Dantes og fleiri trúarleg rit. Þessar áttatíu blað- síður höfðu sinn útgangspunkt í tímanum. Og þetta átti að út- skýra allan heiminn eins og hann var og á endanum teiknaði ég skýringarmynd af innviðum mannsins til að ekkert færi á milli mála. Ég keypti mér reglu- stiku og teiknaði þetta allt, hvernig eiginleikar hugans eða sálarinnar röðuðust upp í mann- inum, hvernig þetta hefði allt saman þróast og gerst. Ætli jrnð eimi ekki eitthvað eftir af því í þessari turnsögu, en ég hef ekki litið á þessa ritgerð hvorki fyrr né síðar. Enda örugglega vand- ræðalega heimskuleg.“ Magnaðasta reðurtákn bók- menntasögunnar Sjálfur vill Steinar Bragi ekki hætta sér mikið út í að túlka sög- una af turninum. Til dæmis sé varasamt að draga of beinar ályktanir af myndinni af turnin- um sem rís hægt til himna. „Ég hef heyrt að þetta sé ofsa- lega algengt tákn í bókmenntum. Reðurtáknið. Pað er eiginlega of augljóst til að fara að tala um það. Ég veit ekki hvað það hefði upp á sig nema bara til að leiða líkum að því að höfundurinn væri með reður. Og hvað með það? Þetta er kannski eitt magn- aðasta reðurtákn bókmennta- sögunnar. Pað hafa nú oft verið notaðh turnar í sögum, en engir sem stækka svona hægt og hægt, sem rísa. Þetta er hálf vand- ræðalegt. Þetta er eiginlega eins og löng og hæg standpína,“ segir Steinar Bragi. Klofnunarferli iiútímans - Eitt af því sem vaföist fyrir mér þessi mikla jjarlœgð á milli barnanna í turninum og svo raunveruleikansfyrir neðan. „Já, það fer raunar eftir því hvaða merkingu maður leggur svo sem í þennan turn og börnin. Þau íjarla'gjast alltaf meir og meir. En þetta auðvitað endur- speglar að vissu leyti þróunina hér á Vesturlöndum, þennan fullkomna klofning sálar og lfk- ama. Ef kapítalisminn nær sínu fram ætli við höldum þá ekki bara áfram að klofna. Fyrst er það stórijölskyldan sem klofnar, svo Ijölskyldan. Pað enda alfir hver í sínu herberginu, það eru orðnar flehi neyslueiningar, fleiri sjónvörp per íbúð. Síðan þegar allir eru einir, ]já fara menn að gerast geðklofar. Og geðklofar þurfa auðvitað tvö eða fleiri sjón- vörp, það fer efth því hversu klofnir þeir eru. Svo þurfa þeir marga fataskápa. Við verðum öll orðin þrjú hundruð persónuleik- ar efth nokkur ár. Og auðvitað akfeit til þess að rúma alla þessa persónuleika." Lesa menn rimur á sjónum? Ljóðabækur Steinars Braga eru Svarthol, sem kom út árið 1998 og Augnkúluvökvi frá síðasta ári. „Það fór nú minna fyrir þeim,“ segir hann. „Ég var utan forlaga þá. Og það er nú svo með bókamarkaðinn að maður er ekki tekinn fullkomlega alvar- lega fyrr en maður er kominn til einhvers annars en sjálfs sín. En ég náði að kýla þeim flestum út með því að fara á milli baranna og selja þær þannig. Og það gekk ljómandi vel, satt að segja. Pó að drukknir íslendingar séu enn þann dag í dag tilbúnir tfi að lemja mann fyrir rímleysið. Petta hefur ansi mikil tök á þjóðinni. Pessar deilur eru hvergi nærri yfirstaðnar. Það er komið eitt- hvert uppsteyt í menn á mínum aldri líka, held ég. Helst voru það menn sem voru nýkomnir af sjónum. Það er eins og þeir séu að lesa einhverjar rímur þarna úti á sjó. Koma síðan í bæinn og leinja ungskáld." - Er eitthvað fleira frá þér á leiðinni í útgáfu? „Nei, það er alveg óljóst. Ég er byrjaður að vinna að svo mörgu núna. Pað er bara einhver suðu- pottur sem ég veit ekkert hvað kemur út úr. Ætli það verði ekki samt ljóðabók alla vega. Það liggur best fyrir mér held ég. Ég lief einhvern veginn fundið mína rödd þar, en það gengur öllu hægar með prósann." -GB MeimingarmálayfLrlýsmg Norræna rithöfunda- og þýðendaráðið hefur sentfrá sérsérstaka rnenningartnálayfir- lýsingu. Yfirlýsingin hefurvakið athygli víða í nágrannalönd- urn okkarog birtir Dagur þessa yfirlýs- ingu hérá eftir: Tungumálið er sá grunnur sem byggja verður á í samskiptum manna, tækið sem er notað til að miðla þekkingu, söguvitund, framtíðarsýn og túlkun bók- mennta á lífi okkar. Nú á dögum einkennist framboð á menningar- og af- þreyingarefni um allan heim af því sem á að seljast í stórum stíl og það verður sífellt ágeng- ari viðmiðun hjá hundruðum milljóna manna meðal ólíkra jjjóða á hinum ýmsu mál- og menningarsvæðum. í hraðfara hag- og tækniþróun færist eignarhald á útgáfufyrirtækj- um, kvikmyndaframleiðslu, sjónvarpsstöðvum, kvikmynda- húsum og netfyrirtækjum til sí- fellt færri fjölþjóðlegra stórfyr- irtækja. Pess gætir einnig á norræna bókamarkaðinum og £ framboði á menningarefni yfir- leitt. Norræn tungumál tala hlut- fallslega fáir og þau verða fyrir sífellt sterkari ytri áhrifum. Því er nú á dögum afar mikilvægt að varðveita og þróa tungumál okkar, gera þau sem hæfasta burðarása menningarinnar og að tryggja fjölbreytni bæði í sköpun bókmenntanna og út- gáfu þeirra; fjölbreytt lesefni þarf að vera í boði. Pað er eitt helsta skilyrði þess að þjóðirn- ar búi áfram yfir þeim sameig- inlega skilningi sem lýðræði byggir á. Félög norrænna höfunda fagurbókmennta og fræðirita og þýðenda leggja með þessari yfirlýsingu áherslu á gildi þess að menningarstefna á Norður- löndum só virk og framsækin. Við gerum kröfu um eftirfarandi: • Aðgangur að upplýsingum og tjáningarfrelsi í öllum miðlum verði tryggt. Gildi bókmennt- anna sé virt í hvers konar miðl- un. • Staða bókmennta verði styrkt og ýtt undir lestur með ríkuleg- um innkaupum menningar- og menntastofnana. Bókasöfn geti sem víðast boðið gott efnisval. • Stuðningm- við góðar og gef- andi bókmenntir, bæði frum- samdar og þýddar, verði aukinn til þess að markaðurinn mótist af fleiru en sölulíkum. • liýöingastyrkir til norrænna bókmennta fyrir börn, unglinga og fullorðna verði auknir. Engar hömlur verði lagðar á styrkveit- ingu til menningarmála innan einstakra ríkja og unnið þannig gegn áhrifum fjöldaframleiðslu fjölþjóðlegra stórfyrirtækja. • Norræn höfundaréttarlög verði fyrirmynd en ekki fórnar- lamb í evrópsku samræmingar- starfi. • Bókamarkaðurinn verði efldur með föstu bókaverði og lækkun virðisaukaskatts á bækur þar sem slíkur skattur er lagður á. • Hlutverk námsefnis sem und- irstöðu í uppeldi og menningu verði tryggt með útgáfu og notk- un á vönduðu innlendu fræðslu- efni. • Útvarp og sjónvarp í almanna- eigu, sem gegnir lögbundinni skyldu að sinna menningarleg- um markmiðum og almanna- hag, fái sterka stöðu þannig að unnt sé að miðla efni sem varð- ar miklu fyrir einstök svæði, þjóðir og norræna menningu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.