Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 20

Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 20
20- FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBF.R 2 000 ■ OMýír Gítar-og flaututónar «y ^ Gítar- og /v flautu- r’^^ón- 'leikar verða haldnir í Lista- safni Sigurjóns í Laugarnesi sunnudaginn 19.11. kl. 20.00. Þar leika þau Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau ó flaut- ur og Pétur Jón- asson á gítar. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Elínu Gunn- laugsdóttur, HugaGuð- mundsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Atla Heimi Sveinsson og nýtt verk eftir Karólínu Eiríksdóttur. Tónleikarnir eru liður í þriðja og síðasta hluta hátíðar Tón- skáldafélagsins sem hófst 18. október og lýkur 21. nóvem- ber. Hátíðin er tileinkuð tónsmíðum frá 1985 til aldarloka. Sálumessa Faurés Dómkórinn flytur hina undurfögru sálumessu Gabriels Fauré laugardaginn 18. nóvemberkl. 17.00 í Dómkirkjunni og eru tónleikarnir liður í Tónlistardögum kirkjunnar sem staðið hafa undanfarnar þrjár vikur. Einsöngvarar með kórnum eru Margrét Bóasdóttir og Bergþór Pálsson og Anna Guðný Guðmunds- dóttir leikur undir á píanó. Á tónleikunum syngur kórinn einnig lög eftir Grieg, Bruckner og Saint Saéns. Stjórnandi Dómkórs- ins er Marteinn H. Friðriksson. Afrísk list Sýning A.r.e.á (Art Region End of Africa) verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morg- un, 18. nóvember. Þar er sjónum beint að samtímalist ungu kynslóðarinnar í lýð- veldinu Suður-Afríku og getur að líta verk ólíkra miðla, málverk, höggmyndir, inn- setningar og videoverk. Listamenn sem verk eiga á sýningunni hafa verið valdir af Gavin Young, prófessor við Listadeild Háskólans í Cape Town í Suður-Afríku og Eiríki Þorlákssyni forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur. í tilefni af opnun sýningar- innar er Gavin Young kominn hingað til lands, ásamt fimm ungum listakonum frá Suður-Afríku. Sýningin stendur til 7. janúar 2001. ÞAÐ ER KOMIN HELGI Hvað ætlarþúað gera? Heim í Hörgárdal „Á laugardag verð ég að vinna hér á safninu,“ segir Erla Árnadóttir, bókasafnsfræðingur á Amtsbókasafninu á Ákureyri. „Eg verð þennan daginn í upplvsingaþjónustu safnsins sem er hér uppi á annarri hæð, en í því starfi felst að greiða úr spurningum fólks sem hingað kemur og vantar svör um hin aðskiljanlegustu og ótrú- legustu efni. Þetta er mjög íjölbreytt starf. Á sunnudaginn ætla ég svo að vera eitthvað með fjölskyldunni minni á heimaslóðir mínar og sjálfsagt leikum við okkur eitthvað úti í snjón- um og förum í fjós. Mér finnst alltaf gaman að skreppa heim öðru hverju og í raun bráðnauð- synlegt." Þórólfur Hall- dórsson. Spjallað við bændur „Allan föstudaginn verð ég í Reykjahólasveit, en þar er ég að jafnaði einu sinni í mánuði og þar geta íbúarnir þá fengið alla þá almennu þjónustu sem sýslumannsembættið veitir. Já, við getum alveg kallað þetta að ég sé að spjalla við bændur,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslu- maður á Patreksfirði. ,A föstudagskvöldið ætla ég að keyra suður til Reykjavíkur því snemma á laugardagsmorguninn verð ég að vera á fundi þar sem við nokkrir féiagar ætlum að undirbúa árshátíð Stangveiðifélags Reykjavíkur sem haldin verður á næstunni. Þegar líða tekur á morguninn þarf ég svo að keyra vestur aftur, verð eftir hádegið við jarðarför í Reykhólasveit og væntanlega verð ég komin heim á Patreks- fjörð um kvöldið. Ætli þá verði ekki gott að fara að slappa af - og eiga sunnudaginn frían.“ Einar Már Sigurðsson. Fjórir fundir „Allan föstudaginn mun ég sitja norður á Akur- eyri á ráðstefnu um fiskeldismál. Síðdegis mun ég svo keyra um nýju Háreksstaðaleiðina, heim í Neskaupstað," segir Einar Már Sigurðarson. „Eins og oft er um helgina verð ég á fundum með kjósendum úti í kjördæminu, á Iaugardag á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og á sunnudag- inn í Neskaupstað. Einhvers staðar inni á milli verður síðan komið fundi í blaðstjórn Austur- lands, sem er blað okkar Samfylkingarfólks eystra. En þessir staðir sem ég nefndi hér að framan eru skemmtilegir hver á sinn hátt; á Fá- skrúðsfirði bjó ég, á Reyðarfirði hef ég starfað en Seyðisfjörður er mér nýr og framandi og því líklega mestur Iærdómur að koma þangað." ■ HVAD ER Á SEYDI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Listmunauppboð á Hótel Sögu Gallerí Fold heldur listmunauppboð í Súlnasal Hótels Sögu sunnudagskvöld- ið 19. nóvember n.k. og hefst það kl. 20.00. Boðin verða upp 99 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistar- anna. Verkin eru til sýnis í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14, föstudag kl. 10.00 til 18.00. laugardag 10.00 til 17.00 og sunnudag 12.00 til 17.00. Hægt er að nálgast sýningarskrána á heimasíðu Gallerís Foldar á netinu, en netfangið er: \vw\v.myndlist.is. Samfylkingardagurinn í Hafnar- firði Samfylkingin í Hafnarfirði verður með sérstakan Samfylkingardag á morgun laugardaginn 18. nóvember nk. Dagur- inn verður haldinn í Alfafelli, íþrótta- húsinu Strandgötu. Dagskráin hefst kl. 14.00 og verður fram haldið fram eftir degi. Starfræktir verða málefnahópar, staðið fyrir bæjarmálaumræðu, aðal- fundur félagsins verður haldin og klukkan 19.00 hefst kvöldskemmtun með borðhaldi. Samfylkingin hvetur Hafnfirðinga til að taka þátt í degin- um og líta við. Allir eru velkomnir. Föstudagsbræðingur Hins Húss- ins í kvöld, föstudagskvöld frá kl:21:00.- 23:00. spila hljómsveitirnar: Duffel, Stillborn, og Drifter rokk af ýmsum toga á Geysi Kakóbar, Hinu Húsinu við Ingólfstorg. Allir 16 ára og eldri velkomnir. Frítt inn og ekkert rugl. Menningardagskrá í Digranes- kirkju Bókaútgáfan Orlagið efnir til menn- ingardagskrár í safnaðarsal Digranes- kirkju í Kópavogí næstkomandi sunnu- dag, 19. nóv., undir titlinum Laun hcimsins. Tilefnið er útgáfa sam- nefndrar bókar Kjartans Amasonar er hefur að geyina safn örleikrita hans en mörg þeirra hafa komið út í smáritum á undanfömum árum. A dagskránni ætla m.a. Anton Flelgi Jónsson, Lillý Guðbjörnsdóttir og Þórður Helgason að flytja ljóð eftir Kjartan og leikararnir Arnar Jónsson, Guðný Helgadóttir og Halldóra Geir- harðsdóttir leiklesa örleikrit skáldsins. Þá mun Sigurður Skúlason lesa kafla úr skáldsögu Kjartans, Draumur þinn rætist tvisvar og Jóhann Hjálmarsson kynnir stuttlega feril skáldsins. Loks mun Hildur Guðný Þórhallsdóttir söngkona og hljómveit hennar, sem skipuð er valinkunnum FIH-félögum, flytja söngdagskrá. Ball í Hreyfilshúsi Flaldnir hafa verið fjörugir dansleikir Hreyfilshúsinu við Grensásveg á þriðju hæð. Núna í kvöld, föstudagskvöldið 17. nóv kl 22.30 verður funheitt í kol- unum við Grensásveg. Hljómsveit Hjördísar Geirs sér um fjörið fram á nótt. Dansleikurinn er opinn öllum þeim sem vilja skemmta sér án áfengis og miðaverð er 1000 krónur. Hláturgas á Landspítala Farandsýningin Hláturgas verður sett upp á tíu sjúkrahúsum \iðsvegar um landið á árinu 2000 í boði lyfjafyrir- tækisins Glaxo Wellcome á Islandi. Tí- undi og síðasti áfangi sýningarinnar verður opnaður á Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi föstudaginn 17. nóvember kl. 15. Af þessu tilefni mun háðfuglinn Flosi Olafsson skemmta gestum og gangandi, en Magnús Pét- ursson, forstjóri Ríkisspítala, oþnar sýninguna. Það er Islenska menningar- samsteypan ART.IS sem stendur áð þessari farandsýningu, en áður hefur sýningin farið til Landspílalans, Sjúkrahúss Akraness, Sjúkrahúss Isa- fjarðar, Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki, Heilbrigðisstofnunar Eg- ilsstaða, Fjórðungssjúkrahúss Akureyr- ar, Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Húsavík, Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi og Hcilbrigðisstofnunar Suð- urnesja. Stofnfundur ungliðasamtaka VG Stofnfundur samtaka ungs fólks í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hefur verið boðaður laugardaginn 18. nóvember. Fundurinn verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, og hefst klukkan 14. Opið hús á Vífilsstöðum Opið hús verður á Vífilsstöðum föstudaginn 1 7. nóvember frá kl. 14:00 til 18:00 í til- efni af 90 ára afmæli staðarins. Kynnt verður starfsemi sem er núna á Vífils- stöðum og til sýnis verða Ijósmyndir og munir síðan Vífilsstaðir voru heilsu- hæli fyrir berklasjúklinga. Sumar myndanna hafa ekki sést áður opin- berlega. Auk þess verður sýnd stutt kvikmynd sem var tekin á fjórða ára- tugnum á Vífilsstöðum. Jazz í Múlanum Sunnudagskvöldið 19. nóvember verð- ur Kristjana Stefánsdóttir djasssöng- kona á Múlanum en djassklúbburinn Múlinn er til húsa á efri hæð Kaffi Reykjavíkur. Kristjana Stefánsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir góðan söng og líflegt „skatt“ en það er sú list að syngja af fingrum fram. Að þessu sinni munu Kristjana og félagar leika og syngja standarda og ballöður í bland og að eigin sögn verður Ijóðrænan í fyrirrúmi. Prógrammið er aðgengilegt og notalegt og ætti að hæfa flestum, líka þeim sem ekki eru vanir því að hlusta á djass. Asamt Kristjönu leika Birkir Freyr Mattíasson á trompet/- Flugelhorn, Gunnar Gunnarsson á píanó og Tómas R. Einarsson á kontra- bassa. Tólamerki Thorvaldsens ' í tiléfni af 1^5 ára afmæli Thor\'ald- sensfélagsins opnar það sýningu í Ráð- húsi Reykjavíkur á morgun, 19. nóv- ember á jólamerkjum sínum sem kom- ið hafa út árlega frá 1913. Við gerð merkjanna hefur félagið notið aðstoðar margra helstu listamanna þjóðarinnar og á félagið margar frummyndir er verða til sýnis. Sýningin stendur til 27.11. ínúk - ævintýrið Dagskrá helguð Inúk-hópnum svokall- aða verður flutt 20. nóvember á vegum Listaklúbbs Leikhússkjallarans. Þar verður saga Inúks ævintýrsins rakin í máli og myndum en nú eru 26 ár síðan leikritið Inúk-maðurinn var frumsýnt. Sýningin var sýnd í 19 löndum í Evr- ópu og Suður-og Mið-Amerkíku á fimm ára tímabili eftir að hún hafði verið sýnd í skólum hér á landi og á leiklistarhátíð í Frakklandi. I Leikhús- kjallaranum verður sýnd heimildar- mynd um gerð undirbúningsvinnu hópsins á Grænlandi og í myndinni er bútur úr sýningunni sjálfri. A eftir munu þátttakendur í ævintýrinu svara fyrirspurnum, auk þess sem ýmsir leik- munir og búningar verða til sýnis. Húsið opnar kl. 19.30 og dagskráin hefst kl. 20.30. Síðustu forvöð Síðustu sýningar verða sunnudaginn 19.11. á barnaleikritinu Stormi og Ormi og skemmtidagskránni Hratt og bítandi (sem er fyrir sælkera) í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum.Stormur og Ormur er sýnt kl. 15.00 og Hratt og bítandi kl. 19.30. Háaloft verður sýnt í kvöld Id. 21. og aukasýning er á Kvenna hvað á morgun 18. nóv. kl. 20.30. A ferð í Rússlandi Flutt verður frásögn í tali og myndum af ferð íslenskra sagnfræðinema til Rússlands sl. vor í félagsheimili MIR, Vatnsstíg 10 laugardaginn 18. nóvem- ber kl. 15.00. Ferðin var farin í júní- mánuði sl. til landa við Eystrasalt og Rússlands og tók hún hálfan mánuð. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Tsjaíkovskí í MÍR Rússneska kvikmyndin Tsjaíkovskí frá árinu 1970 verður sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10 19. nóvember kl. 15.00. Leikstjóri er Igor Talankin en titilhlut- verkið leikur Innókentí Smoktúnovskí. í myndinni eru raktir ýmsir þættir úr ævisögu hins rússneska tónskálds og hluti myndarinnar fjallar um vináttu tónskáldsins og barónessunnar von Mech sem var mikill aðdáandi hans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.