Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 11
 FÖSTUDAGVR 17. NÓVEMBF.R 2 00 0 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR SMptar skoðanir um friðarvon Yasser Arafat hélt í gær í vonina um að unnt væri að ná friði niiíli Palestínumanna og ísraela á meðan Ehud Barak forsætis- ráðherra taldi sig sjá fyrir langvinn átök við Palestínumenn. Eftir að Israelsher hafði gert eld- flaugaárásir á fimm borgir á Vesturbakkanum þar sem 17 Palestínumenn létust í fyrrinótt, héldu sendimenn frá Rússlandi en þó einkum frá Bandaríkjun- um í gær áfram tilraunum sínum til að fá deiluaöila til að semja um frið. Ekki útilokað Arafat sagði í gær að hann hefði ekki útilokað vonina um að frið- arsamningar kynnu að nást áður en Clinton Bandaríkjaforseti yf- irgefur Hvíta húsið í janúar, þrátt lyrir átökin og ofbeldið að undanförnu þar sem 228 manns hafa misst lífið, þar af eru um 90% fallinna Palestínumenn. Pegar Arafat var spurður um það af hlaðamönnum i gær hvort hann teldi í raun og veru ein- hverja möguleika á því að knýja fram samkomulag áður en Clint- on hættir, svaraði Arafat: „Við erum að gera okkur vonir um það, og svo má ekki gleyma því að Clinton forseti krefst þess í raun að við skilum einhverjum árangri áður en hann hættir." Arafat lét þessi orð falla þar sem hann var á Gazasvæðinu, sköm- mu eftir að hafa hitt sérlegan sendimann Bandaríkjanna í Austurlöndum nær, Dennis Ross. Ross hafði auk þess hitt Barak stuttlega í fyrrakvöld. Köld vatnsgusa Barak hins vegar sakar Arafat um að hafa snúið baki við til- raunum um að semja um lokaá- fanga friðarsamkomulags sem „hefði á endanum leitt til stofn- unar sjálfstæðs palestínsks ríkis“ en haldið þess í stað yfir á braut ofbeldis og mótmæla. Og Barak hellti ísköldu vatni á allar hug- myndir um að friðarsamningar væru í burðarliðunum. „Við erum ekki nálægt því að ná neinu samkomulagi,“ sagði hann í gær í viðtali við útvarp hersins. Fréttaskýrendur sögðu í gær að þrátt fyrir að ákveðið eggjahljóð væri nú í leiðtoga Palestínu- manna og Bandaríkjamönnum þá væri Ijóst að til að ná samn- ingum þyrftu báðir aðilar að vilja semja, og það væri einfaldlega ekki tilfellið nú. Auk þess væri alls óvíst hversu mikið væri á bakvið yfirlýsingar Arafats þegar allt kæmi til alls. Því eru fæstir bjartsýnir um að friðarsam- komulag muni nást, en þó telja menn það ekki útilokað. Breyta sálfræðinni Dennis Ross, sem hefur ákveðið að hætta áralöngum afskiptum sínum af málefnum Miðaustur- landa þegar Clinton lætur af embætti í jannúar, sagði blaða- mönnum í gær að markmiö Bandaríkjamanna væri að end- urvekja gagnkvæmt traust milli deiluaðila, traust scm hafi horfið sem dögg fyrir sólu á þeim sjö vikum sem liðnar eru síðan hin blóðugu átök brutust út. „Sárin, bæði á líkama og sál eru orðin of djúp. Ef við ætlum að gera okk- ur vonir um að geta hrint friðar- ferlinu af stað á ný þá einfald- Iega verðum við að breyta um- hverfinu. Við verðum að breyta sálfræðinni í þessum málum,“ sagði Ross. Sir Michael Caine LONDON - Michael Caine, leikarinn með „cockney „- fram- burðinn sem hefur Iagt Hollywood að fótum sér hefur nú fengið einhverja mestu viður- kenningu sem Breti getur feng- ið, hann hefur verið aðlaður. El- ísabet drottning aðlaði hann í gær og verður hann héðan í frá Sir. Caine. Þessi upphefð er at- hyglisverð í ljósi þess að snem- ma sl. vor gagnrýndi Caine, sem er breskur, landa sína íyrir að hann hafí aldrei verið metinn að verðleikum í heimalandi sínu og að öll hans frægð og upphefð hefði komið að utan. „Þetta er nú einn af þessum hlutum þegar það er ekki viðeigandi að hrópa og kalla af fögnuði heldur er skynsamlegt að njóta stundarinnar og nota tæki- færið til að hugleiða hana,“ sagði Michael Caine í viðtali á Sky í gær. Sir Michael Caine með orðuna. Kohl með endurmiimiiigar BERLIN - Hellmut Kohl, sem hafði heitw því að hann myndi aldrei skrifa bók eftir að hann hætti í stjórnmálum, ætlar nú að skri- fa tvær bækur. Fjárvana og hrakinn af hneykslismálum lýsti kanslarinn fyrrverandi því yfir á sínum tíma að ef hann ætlaði að skrifa endurminningar sínar yrði hann að gera annað tveggja, segja ósatt í þeim eða eiga á hættu að baka sér gríðarlegar óvin- sældir hjá öllum þeim sem hann væri að skrifa um. Því myndi hann ekki skrifa neitt. En allt er breytingum undirorpið og nú ætl- ar Kohl semsé að segja frá sinni hlið á hneykslismálunum sem plagað hafa kristi- lega demóki-ata upp á sfðkastið. Fyrsta bindið í sjálfsævisögunni heitir einfaldlega: „Helmut Kohl, Dagbók mín, 1998-2000“. Seinna bindi æviminninganna á svo að koma út á næsta ári. Clinton til Víetnam HANOI, Víetnam - Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna kom í gær í heim- sókn til Víetnam og varð þar með fyrsti forseti bandaríkjanna til að heimsækja þetta kommúnistaríki í marga áratugi. Forsetaþotan bandaríska lenti á Noi Bai alþjóðaflugvellinum í gærmorgun og biðu hans þar fjölmargir ráðamenn Iandsins. Slíkt hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir aldarfjórðungi. Clinton var dökkklæddur og leiddi dóttur sína Chelsea niður stigann samhliða þxa að þjóðsöngvar þessara fyrrum stríðs- fjenda voru spilaðir. Hillary Clinton, forsetafrú og öldungardeildarþing- maður fyrir New York kom síðan ein á eftir og veifaði til mannfjöldans. Var haft á orði í hópum fréttamanna að hún væri forsetaleg í fasi. Helmut Kohl. ■ FRÁ DEGI TIL DAGS FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 322. dagur ársins, 44 dagar eftir. Sólris kl. 10.03, sólarlag kl. 16.21. Þau fæddust 17. nóv- ember • 1924 Karl Kvaran Iistmálari. • 1935 Bolli Gústavsson vígslubiskup. •1941 Gene Clark, sem í eina tíð var söngvari og gítarleikari í hljómsveit sem hét Byrds. • 1942 Martin Scorsese, bandarískur kvikmyndaleikstjóri. • 1944 Danny DeVito, bandarískur leikari og leikstjóri. • 1948 Kristín Jóhannesdóttir kvikmynda- gerðarmaður. • 1958 Mary Eli/.abeth Mastrantonio, ftölsk leikkona. Þetta gerðist 17. nóv- ember • 1558 lést María Englandsdrottning, að- eins 42 ára gömu, og Elísabet hálfsystir hennar tók við krúnunni, en hún var þá 25 ára. • 1800 kom Bandaríkjaþing fyrst saman í Washingtonborg. • 1839 var fyrsta ópera Verdis frumsýnd, en hún heitir Oberto. • 1869 var Súezskurðurinn opnaður fyrir umferð. Við það jókst áhuga bæði Breta og Frakka á Egyptalandi til muna, og fór svo að Bretar hernámu landið árið 1882. • 1938 kom Vikan út í fyrsta sinn, en rit- stjóri þá var Sigurður Benediktsson. • 1940 var Akureyrarkirkja vígð. • 1984 var Jón Baldvin Hannibalsson kos- inn formaður Alþýðuflokksins. • 1995 hófust umfangsmikil réttarhöld á Italfu, þar sem 75 hátt settir einstakling- ar, þar á meðal Bettino Craxi fyrr\'erandi forsætisráðherra, voru ákærðir fyrir spillingu. L. V,Y__________ Afmælisbam dagsins Bandaríski leikarinn Rock Hudson hefði orðið 75 ára í dag, en hann lést í októbermánuði árið 1985 og vóg þá að- eins 44 kíló. Elskhugi hans fékk skaða- bætur eftir grimmileg málaferli sem stóðu í fjögur ár, en Hudson liafði ekki látið hann vita af þvf að hann var smit- aður af alnæmisveirunni. Hann naut mikilla vinsælda sem leikari upp úr miðri öldinni, þótt leikhæfíleikar hans hafi greinilega ekki verið upp á marga fiska. Mcðal þeirra mynda sem hann lék í var Risinn, sem minnst er fyrir það að í henni lékjames Dean. Vísa dagsins Nií er að verða nóttin lönd, náða skerðist hlíða, sálar herðist sóttin ströng, sín umferðast óttinn göng. Hjálmar Jónsson frá Bólu Kvæðin mfn eru kvalartár í kaldri Iífsins hríð. Benedikt Gröndal Heilabrot Hvað er það sem stækkar þegar höfuðið er tekið af? Lausn á síðustu gátu: Svipan Vefur dagsins Á Signu í París er gamalt skip, Batofar, sem notað er sem menningarmiðstöð og nætur- klúbbur. Þar stendur nú yfir norræn menn- ingarvika, og þeir sem vilja geta fylgst með henni á heimasíðu Batofars: wmv.batolar.ora n ftt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.