Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 2
2 - FÖSTVDAGVR 17. NÓVEMBER 2000 rD^m- FRÉTTIR L Guðna var ekki stætt á að neita Neitun íun norska fósturvísa brot á j afnr éttislögum. Kúabændur voru tilbúnir að fara í hart hefði þeim verið neitað. Guðni Agústsson landbúnaðar- ráðherra hefur orðið fvrir aðkasti frá æði mörgum fyrir það að leyfa tilraunir með fósturvísa úr norskum kúm. Lögfróðir menn segja aftur á móti að Guðna hafi ekki verið stætt á öðru en að leyfa þetta vegna þess fordaemis sem orðið er í íslenskum land- húnaði. Neitun hefði verið brot á jafnréttislögum. Hænsnabændum hefur verið leyft að flytja inn erlend hænsna- kyn, loðdýrabændur fengu að flytja inn minka og refi, svína- bændum hefur verið leyft að kynhæta sinn svínastofn og síð- ast en ekld síst eru nautgripa- bændur nú loks að verða sam- keppnishæfir á kjötmarkaði Sturla Böðvarsson fær óblíða sendlngu frá reykvískum fram- sóknarmönnum. Gagmýna Sturlu Framsóknarfélögin í Reykjavík hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna frestunar vegafram- kvæmda á höfuðborgarsvæðinu. 1 ályktuninni er það harmað að frestun framkvæmda virðist eiga að bitna harðast á höfuðborgarbú- um. Segja framsóknarmenn að vissulega sé nauðsynlegt að draga úr opinberum framkvæmdum á þenslutímum en jafnframt er þeir- ri skoðun lýst að sú ákvörðun Sturlu Böðvarssonar samgöngu- ráðherra að fresta vegafram- kvæmdum sem raun ber vitni í Reykjavík sé algerlega óviðunandi. Orðrétt segir í ályktuninni: „ Framkvæmdir hér í Reykjavík eins og mislæg gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar eru fram- kvæmdir sem þola alls enga bið. Við skorum á samgönguráðherra að.hafa í forgangi umferðaröryggi þorra landsmanna þegar ákvarð- anir um frestun framkvæmda er teknar. Mannslíf eru í húfi“ fósturvísa. 1 lefði því aftur verið neitað voru þeir tilbúnir til að fara í mál við landbúnaðarráð- herra. Og þau málaferli hefðu ekki getað endað með öðru en sigri bænda vegna jafnréttislaga. Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum í Lundar- reykjadal, staðfesti að kúabænd- ur hefðu vcrið tilbúnir til að stof- na ræktunarfélagið. Hann vildi hins vegar ekkert ræða um hvort ákveðið hefði verið að kæra land- búnaðarráðherra ef bann befði neitað um tilraunina með fóstur- vísana. Guðni Agústsson landbúnað- arráðherra sagði að hann hefði af þessu hejTt og að sennilega væri það alveg rétt að kúabænd- ur hefðu unnið mál gegn sér ef bann hcfði neitað þeim um til- raunina. En alveg burt séð frá því þá hefði sér verið ómögulegt að neita kúabændum urn þessa tilraun tiú bara vegna jafnréttis- ins. Það stæðist ekki að leyfa öðrum greinum landbúnaðarins að kynbæta hjá sér með inn- flutningi erlendra stofna en neita svo kúabændum að gera tilraun mcð það sama. — S.DÓR Guðnl tllkynnlr ákvörðun sína / fjósinu á Stóra - Ármóti í Flóa. vegna þess að leyfður var inn- Bændur VÍlílu berjast flutningur á erlendum naut- , Samkvæmt heimildum Dags gripastofnum af Aberdeen Argiis I voru kúabændur tilbúnir til að og Limosin-kyni. stofna ræktunarfélag og sækja aftur um heimild til að flytja inn Banaði Einari með höfuðhöggi Atli Helgason leiddur inn í Héraðsdóm Reykjaness í gær. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kvað upp þann úrskurð síðdegis í gær að Atli Helgason héraðs- dómslögmaður skuli sæta gæslu- varðhaldi til 15. desember, en aðfaranótt fimmtudags játaði Atli Ioks að hafa orðið Einari Erni Birgissyni viðskiptafélaga sínum að bana. Samfara játning- unni vfsaði Atli á stað þann sem lík Einars var falið og fannst lík- ið í kjölfarið í hraunsprungu um 600 metrum vestan við Grindar- víkurafleggjara, skammt frá Keflavíkurvegin u m. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er nú talið að frekari rann- sókn málsins kunni að leiða til handtöku fleiri manna vegna málsins, enda er talið ólíklegt að Atli hafi staðið einn að annars vegar meintum innflutningi á fíkniefnum með vörubirgðum Gaps Collection verslunar þeirra félaga og hins vegar að sjálfu manndrápinu og frágangi líksins. Eru sérstaklega tveir nafngreind- ir góðkunningjar lögreglunnar nefndir í þessu sambandi, menn sem um árabil hafa staðið í fíkni- efnamisferli. Þessi þáttur máls- ins er þó enn skammt á veg kom- inn og lítur fyrst og fremst að meintum fíkniefnainnflutningi. Samkvæmt heimildum blaðs- ins réð Atli Einari bana með öfl- ugu höfuðhöggi. Lík Einars var af þeim sökum afar illa útleikið þegar það fannst. Sérfróðir menn telja út frá líkamsburðum viðskiptafélaganna að Atli hljóti að hafa komið Einari mjög á óvart með árásinni. — FÞG Ríkið hraut á kvikmyndamöimuni Hæstiréttur hefur dæmt ríkið til að greiða Þorsteini Jónssyni, Þór- halli Sigurðssyni og Ornólfi Arna- syni 1,6 milljón króna vegna óleyfilegra sýninga á kvikmyndum sem félag þcirra, Oðinn, fram- leiddi. Þremenningarnir vildu hins vegar fá 1 5,2 milljónir. Óðinn framleiddi tvær kvik- mvndir á árunum 1981 og 1983, en varð gjaldþrota 1986. Mynd- irnar voru þá seldar Þorsteini á nauðungaruppboði, með öllum þeim réttindum sem tilheyrðu framleiðanda. I janúar 1988 gerðu hann og menntamálaráðu- neytið með sér tvo samninga um rétt til sýninga kvikmyndanna í skólum og öðrum fræðslustofn- unum í eigin þágu þessara stofn- ana á Islandi í fimm ár. Gerði Þorsteinn samninginn fyrir hönd þremenninganna. Þótt árin 5 Iiðu var haldið áfram að sýna mynd- irnar í skólum í 14 mánuði eftir það, en frekari greiðslum hafnað. Hæstiréttur taldi ríkið ekki hafa hrakið fullyrðingar þremenning- anna um að þeir ættu höfundar- rétt að kvikmyndunum. Því væri um að ræða saknæmt brot á höf- undarrétti þeirra. — FÞG Sex á dag hjá Blönduóslöggimni 1336 ökumenn voru í íyrra teknir fyrir hraðakstur á löggæslusvæði lögreglunnar á Blönduósj. Til samanburðar við höfuðborgarsvæðið má geta þess áð það er rúmur þriðjungur þess fjölda sem kærður var í Reykjavík á sama tíma. Alls voru 4105 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í borginni árið 1999 en umferðareftirlit ríkislögreglu- stjóra kærði á tímabilinu 216 ökumenn eftir hraðamælingu með rat- sjá. Aðgerðir hafa enn verið hertar hjá Blönduóslöggunni, því að á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafa 1648 manns verið kærðir f'yrir of hraðan akstur í sýslunni eða um sex ökumenn að jafnaði á dag. Þess- ar upplýsingar koma fram í nóvemberhefti tímarits Vátryggingafélags íslands en VlS telur framlag lögreglunnar á Blönduósi í baráttunni gegn hraðakstri mikilvægt til að forða umferðarslysum. — BÞ Sekt fyrir fíkniefni Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvítugan karlmann til 25.000 króna sektar vegna fíkniefnabrots. Brotíð átti sér stað aðfara- nótt föstudagsins 7. apríl 2000 í kjallaraíbúð á Akureyri. Þrír sækja um Dómkirkjuprest Umsóknarfrestur um embætti Dómkirkjuprests í Reykjavík rann út á miðvikudag. Umsækj- endur eru þrír, sr. Hjálmar JÖns- son alþingismaður og fyrrum sóknarprestur á Sauðárkróki, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, sendiráðsprestur í London og sr. Sigurður Arni Þórðarson, sem hefur verið verkefnisstjóri við safnaðaruppbyggingu á Biskupsstofu síðan 1995. Sr. Sigurður hefur m.a. verið starfsmaður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum, rektor Skálholts- skóla og sóknarprestur í Staðar- fellsprestakalli í Þingeyjarsýslu, en því prestembætti þjónaði sr. Jón Aðalsteinn einnig um tíma. Sr. Sigurður þjónaði einnig Ásprestakalli i Skaftártungum. Víglubiskup Skálholtsstiftis, sr. Sigurður Sigurðarson, mun kalla valnefnd Dómkirkjunnar saman, og það gerist vamtanlcga á næstu dögum. Embætti Dómkirkjuprests veitist frá 1. febrúar 2001. - gg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.