Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 - 7 ÞJÓÐMÁL Laxeldií sjd Framsæknir menn vilja fá leyfi tii laxeldis vfða nú um þessar mundir og þá helst i fjörðum á Austurlandi. GESTUR GUÐMUNDSSON á Blönduósi SKRIFAR Þó að umræðan um þessi mál hafi verið hæði margvísleg og oftast ágæt, þá ætti henni hver- gi nærri að vera lokið áður en Ieyfi fvrir slíkri starfsemi er veitt, því þessi eldismál eru svo margvísleg og viðkvæm um leið og þau skarast á við svo marga hagsmunahópa, að fara verður mjög v'arlega í þessi mál. Við höfum slæma revnslu af fljótfærni okkar í innflutningi á tegundum, sem átti að auka arðsemina i ýmsum greinum en varð í þess stað að nokkurs kon- ar plágu. Slík heljarstökk með bundið ly'rir augun út í óviss- una eru ekki líðandi nú til dags. Ráðamönnum ber skylda til að gaumgæfa eftir bestu vitund varnaðarorð þeirra sem vilja leggja eitthvað til málanna, svo sem um erfðablöndun, ratvísi, mengun og margt fleira viðvíkj- andi eldi í sjó. Eitt er það sem hefur þó lítið verið í umræð- unni um þessi mál að mér finnst. Hvaða næringarefni á að nota í fóðrunina og hvar á að fá þau? Norðmenn framleiða nú þegar nærri hálfa milljón tonna af laxi í kvíum í sjó og til þess þurfa þeir allt að því fimm milljónir tonna árlega af fóðri, því nærri lætur að lax þurfi tíu kíló af fóðri til að þvngjast um eitt kíló, með þeim afföllum sem óhjákvæmilega verða á fóðrinu við gjöfun. Fóðri rænt Gaumgæfið nú þessar tölur, með tilliti til J)ess hvaðan þetta fóður aðallega kernur. Því er að langmestu leyti rænt, já ég segi rænt, úr vistkerfi Norður- Atl- antshafsins, þar sem uppistaða fóðursins er að langmestu leyti afurðir úr loðnu, síld og kol- munna og svo þegar afurðir hafa ekki nægt af þessu svæði hafa þeir brúað bilið með inn- flutningi mjöls t.d. frá Asíu og Suður-Ameríku. IVlenn þurfa ekki að vera hissa á því þó að ýmsir fiskistofnar Noröur-Atl- antshafsins fjari smátt og smátt út eftir slíkja rányrkju áratug- um saman. Fvrir skömmu heyrði ég það í fréttum. haft eftir virtri stofnun út í Evrópu. að ýmsir nytja- stofnar í Norður-Atlantshafi væru í bráðri hættu vegna of- veiði. Einnig var eftir þeim haft í sömu frétt, að loðnan og vor- gotssíldin væru í góðu ástandi vegna góðs eftirlits og þarafleiðandi takmörkunar á veiðum úr þcssum stofnum. Þarna eru fullyrðingar settar fram á röngum forsendum. Að vísu er þetta rétt ef aðeins er miðað við nýliðun og veiði úr þessum stofnum, en málið er því miöur ekki svona einfalt. I tímans rás hefur h'fríkið í haf- inu hér ( kringum okkur þróast við skilyrði þar sem tímunum saman hefur verið ofgnótt af fæðu svo sem loðnu og síld, dauð sem lifandi. Fyrir köldu árin uppúr 1960 var hver flói og fjörður fyrir Norðurlandi vor hvert að heita má morandi af hrygnandi og dauðri loðnu, sem lífríkið í sinni fjölbreytilegu mynd gæddi sér á. Svo sem göngusilungurinn, sem gengur úr ánum til sjávar vor hvert til að setjast að veisluborðinu, krabbadýr ýmis konar, ýsan og þorskurinn, en hann er svo vel þróaður, að hann getur etið öll býsn á skömmum tíma safnað matarforða með stækkandi lif- ur, sem hann nýtir svo langtím- um saman þegar lítið er um æti. Gott dæmi um þetta ri'kulega loðnumatbúr má sjá á vorin, þegar stcinbítsvertíðin stendur yfir á Vestfjörðum. Þegar loðnuveiðar hófust fvrir alvöru í kringum 1970, ])á brá svo við að hún hætti að mestu að hrygna fyrir Norðurlandi. Þessi brevting hefur valdið alvarlegri röskun í Iífríkinu við strendurn- ar sem Icitt hefur síðan af sér minnkandi fiskveiði og fólks- flótta af landsbyggðinni. Ásókn í leyfi Framsæknir menn vilja fá Ieyfi til laxeldis víða nú um þessar mundir og þá helst í fjörðum á Austurlandi. Það er ekki nema eðlilegt, þegar ljóst er að slíkt eldi skilar ágóða fyrir þá sem í því standa; en hvað með hina? Hinir eru þeir sem munu bera skaðann af slíku eldi, af vist- fræðilegum orsökum. Ef við lít- um til Norðmanna sem við ber- um okkur gjarnan saman við, þá er nokkuð ljóst að eldið hjá þeim hefur gengið mjög vel. Við verðum samt að spyrja okkur; hvað hefur eldið kostað þá, til að fá smáinnsýn inn í þær af- leiðingar, sem slíkur atvinnu- vegur gæti haft hjá okkur. Eitt af því fvrsta sem mér kemur í hug og jafnframt það alvarleg- asta er fóðrið og hvert þeir sækja það, því er hreinlega rænt úr vistkerfi hafsins, með þeim afleiðingum að margar nvtjategundir fjara smátt og smátt út og hætta að gefa svo sem nokkuö af sér. Því miður erum við lítið betri, rænum vistkerfið gengdarlaust og selj- um síðan Norðmiinnum afurð- irnar sem laxafóður. Þó að við þykjumst ekki merkja afleiðing- arnar, þá þekkjum við þær . Til að fela ranglætiö enn um sinn reyna ráðamenn að beina sjónum almennings að brott- kasti smáþorsks úr afla, og gera þessa sjómenn að nokkurs kon- ar blórabögglum í fiskveiði- stjórnunni, skilja ekki að brott- kastið hefur sáralítið að segja og er því engin orsök slæms ástands þorsksins, heldur stjórnunarafleiðing. Eg veit að viðhorf ráðamanna og almenn- ings mun innan tíðar breytast hvað varðar þessi mál. Því leng- ur sem það dregst þeim mun erfiðara verður að vinda ofan af þeim. Lítil víðsýni Hvalveiöar Norömanna virtust hafa jákvæð áhrif á stofnstærð ])orsksins enda er hvalurinn í samkeppni um æti við hann. Þvf er það áhvggjuefni að horfa upp á sístækkandi hvalahjarðir svamlandi óáreittar við landiö. Ekki lýsir það heldur mikilli víðsýni ráðamanna hvernig staðið er að veiðum úr norsk-ís- lenska síldarstofninum. iMeð því að veiða eins og gert er, þ.e. úr fremstu fylkingunum eða torfunum sem til vesturs leita, koma þeir til með að eyða síð- ustu leifunum af þessum stofni sem bera hin dýrmætu forystu- og erfðagen í sér sem vísa leið- ina til vesturs. Svo þegar bræðslurnar eru farnar að nota lýsið sem orkugjafa framleiðsl- unnar og segja jafnframt að bræðslurnar séu reknar án hagnaðar eins og á síðasta vetri. ])á sýnist manni lánleysið full- komið. Kolmunni hefur mikið verið veiddur í seinni tíð. Getur ekki verið að hann hafi svipaða þýð- ingu fyrir vistkerfið í hafinu hér fyrir sunnan okkur og Ioðnan og síldin hjá okkur? Eða er blind græðgi látin ráða för. Bræðslur og þrær í þeim mæli sem nú er, heyra vonandi brátt sögunni til. Sú mikla fiskigengd sem er viö strendur landsins er ékki síst jökulánum að þakka og því mikla lífríki sem myndast í gruggugu árvatninu á heitum vordögum þegar það blandast sjónum. Ef því seinkar fram eft- ir sumri er það gagnslítið. Við minnkandi framburð ánna lækkar umhverfi ósanna og sjórinn tekur að brjóta það nið- ur. Forrannsókn á Héraðsflóa átti að sjálfsögðu að vera fyrsti þáttur í því umhverfismati sem gert var í tengslum við Fljóts- dalsvirkjun. Pyntmgamál - AusturríM Marcus Omofuma, með ríkis- fang í Nígeríu var fluttur með valdi frá Austurríki og dó eftir að hafa misst meðvitund um borð í flugvél 1. maí 1999. Enda þótt enn sé deilt um dánarorsök hans er alvarlega óttast að sú harka og ofbeldi sem liigregla beitti þegar Marcus Omofuma veitti viðnám er flytja átti hann nauðugan úr landi, hafi átt þátt í því að hann lést. Haft er eftir vitnurn að atburð- inum að Marcus Omofuma hafi verið bundinn og keflaður líkt og þar væri „dýr sem hefði verið slátrað" og að lögreglumenn hafi horið hann um borð í flugvélina. Þrír lögreglumenn þrýstu honum niður í auða sætaröð aftarlega í vélinni og festu hann með lím- bandi, þeirvöfðu „allan efri hluta líkamans og handleggi með lím- bandi líkt og um múmíu væri að ræða". Þegar hann hélt áfram að mótmæla var meira límband sett á höku mannsins og plastbelti notað til að festa hann enn bet- ur niður í sætið. Eitt vitni segir að hann hafi „harist ákaft um og reynt aftur og altur að ná and- anum en lögreglumennirnir geröu ekkert... Maðurinn virtist raunverulcga vera að berjast fvrir lífi sínu." Flogið var til Sofiu í Búlgaríu cn austurrísk vfirvöld höfðu bókað sæti fyrir Marcus Omofuma í l’lug áfram 2. maí 1999 til Lagos í Nígeríu. Þegar komíð var til Sofíu var Marcus orðinn meðvitundarlaus. Þegar læknir kom lil að annast hann \ar hann látinn. Niðurstaða krufningar sem átti sér stað í Búlgaríu skömmu eftir andlátið var að Marcus Omofuma hefði dáið vegna köfnunar. Nú ineira en ári síðar er dóms- rannsókn vegna andláts Marcus Omofuma enn ekki lokið. Það er ekki ljóst að hvaða marki lög- reglumennirnir þrír sem fvlgdu Marcus Omofuma í flugvélinni verða látnir sæta ábvrgð gerða íslands- dcild Anuiesty International _ m berst gegn pyndingum sinna, vegna ágreinings um hver dánarorsökin hafi verið - önnur krufning sem átti sér stað í Austurríki gaf til kvnna að hjartagalli sem ekki var vitaö um áður hafi getað stuðlað að dauða Marcus Omofuma. Eftir- grennslanir sem fram til þessa hafa átt sér stað sýna að tölu- vert skiptar skoðanir eru innan lögreglunnar um það hvaða lík- amlegum þvingunum hafi verið heimilt að heita þegar verið var að flytja menn nauðuga úr landi í maí 1999. Samkvæmt heimild- um lagði yfirmaður útlendinga- deildar lögreglunnar í Vínar- borg bann \ið því í september 1998 að notuð væri sú aðferð að kefla fólk og sagt að ,,færa skal fanga sem flytja á nauðuga aftur í fangelsi lögreglunnar, ef í Ijós kemur að ekki er unnt að flytja þá burt nema með því að kefía þá". Samkvæmt heimildum er þó í skýrslu í maí 1999 haft cltir cin- um lögreglumannanna þriggja sem ásakaðir eru um að eiga að- ild að nauðungarflutningi Marcus Omofuma að allir á hans deild í lögreglunni hafi vitað um þá viðteknu reglu að kefla fanga sem flytja átti nauðuga úr landi. Innanríkisráðherra Austurrík- is gaf út yfirlýsingu í maí 1999 þar sem sérstaklega var kveðið á um bann við því að kefla fólk. Amnesty International heldur áfram að knýja á um skýrari reglur um það hvers konar þvingunum og valdi megi beita þegar fólk er flutt á brott nauð- ugt. Þú getur hjálpað: • Frjáls framlög til mannréttnda- starfs Amnesty International er hægt að leggja á reikning 0101 - 26-96991 í Landsbanka ís- lands • Skráðu þig sem félaga í lslands- dcild Amnesty International • Skráðu þátttöku þína í herferð- inni á xvunv.stoptorlure.org

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.