Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 16
16- FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 Bragi Guðbrandsson erí Jórdaníu að beiðni Ran- íu drottningartil að veita þarlendum ráðgjöf um bamavemdarmál- efniogBamahús. Að beiðni Rarn'u drottningar Jórdaníu er Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu far- inn til Amman í Jórdaníu þar sem hann mun næstu 10 daga veita þarlendum ráðgjöf um barnaverndarmál. Fyrir tilstilli Rarnu er verið að byggja í Amman eins konar barnaverndar- stofu fyrir böm sem beitt hafa verið hvers konar ofbeldi og þá einnig kynferðislegu of- beldi. í frétt frá Barna- verndarstofu segir að Ranfa sé frumkvöðull að því að opna umræðu um kynferðisofbeldi gegn börnum í Arabaríkjum. Óskaðifundar með Braga í vor „Þetta er þannig til komið að þegar konungshjónin í Jórdaníu komu hingað í opinbera heim- sókn í maí í boði forseta íslands þá var leitað til Braga, því drottningin óskaði sérstaklega eftir að kynna sér barnaverndar- málefni og starfsemi Barnahúss hér á landi,“ sagði Sigríður Bald- ursdóttir hjá Barnaverndarstofu. Bragi átti fund með Ram'u drottningu um þessi mál og kynnti fyrir henni hugmynda- fræðina að baki Barnahússins. Við það tækifæri kom fram að hún var að láta reisa Barnahús í Amman og lýsti áhuga á að kynna sér frekar hvernig staðið væri að málum hér. ..og bað hann síðan að koma til Amman í kjölfar fundarins lét drottningin síðan í ljós áhuga á því að for- stjóri Barnaverndar- stofu veitti Jórdam'u ráðgjöf í þessum efn- um. Fyrir milligöngu ræðismanns íslands í Amman, Stefamu Khalifeh, barst Braga síðan beiðni frá skrif- stofu Ram'u drottning- ar um að hann kæmi til Jórdaníu í þessum erindagjörðum. Að sögn Sigríðar lætur drottningin, sem er menntuð í bandaríska háskólanum í Amman, sig miklu varða velferðarmál og þá sérstaklega velferð barna, eins og m.a. hafi komið fram í þættinum 60 mínútum sl. vor. -HEI Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnastofu. Abdullah II Jórdaníukonungur og Ranía drottning voru á íslandi í heimsókn í vor og þá viðraði drottingin áhuga sinn á barnaverndarmálum og möguleik- ann á því að kveðja til íslenska sérfræðinga til að gefa Jórdaniumönnum ráð. Nú er forstöðumaður Barnahúss einmitt farinn utan til þess. Dansað á Signu „Þetta verk var samið í raun og veru með þennan bát í París í huga," segir Katrín Hall, sem er list- rænn stjórnandi íslenska dansflokksins. Tveir dansamr úrts- lenska dansflokknum sýndu dansverkið Kippu á íslensku menningarkvöldi í París ígær, og endur- taka svo leikinn á nor- rænni menningarhátíð í Normandie í kvöld. Kippa er samin við tónlist eftir múm og var frumsýnd á Trance Dance 2000 í Reykjavík. Höf- undur dansverksins er Camer- ons Corbett, sem sjálfur er annar dansaranna en hinn er Jóhann Björgvinsson. Ásamt þeim er hljómsveitin Múm einnig á sviðinu og flytur tónlist sína. Sýningin í gærkvöld fór fram í Batofar, gömlu slökkviliðsskipi sem liggur við akkeri á Signu og hefur verið breytt í nokkurs konar blöndu af menningar- miðstöð og næturklúbbi. „Þetta verk var samið í raun og veru með þennan bát í París í huga,“ segir Katrín Hall, sem er listrænn stjórn- andi íslenska dans- fiokksins. „Aðstæð- urnar þarna eru svolítið sérstakar, því það er svo tak- markað pláss sem við höfum, ekki þetta stóra svið sem dansverk þurfa oft á að halda.“ Dansflokkurinn og múm voru þó ekki ein á ferð þarna, því auk þeirra komu fram á þessu menningar- kvöldi í París Gjörn- ingaklúbburinn, Sjón og Ásgerður Júníusdóttir. Hljóm- sveitin múm hélt einnig tónleika og plötusnúðurinn Bor- ko spilaði. Síðari sýningin á Kippu verður í Theatre de Caen í Normandie nú í kvöld á opnun Les Boréales hátíðarinn- ar sem helguð er list og bókmenntum úr norðri. Katrín er spurð hverju sæti að Kippa hafi lagt land undir fót að þessu sinni. „Dansflokkurinn er búinn að vera ansi sýnilegur í Evr- ópu undanfarið, í kjölfar Trance Dance og annarra verkefna," svarar hún. „Við höfum verið að vinna mikið að því að koma dansflokknum á framfæri og verið að senda efni hingað og þangað og fólk hefur bara heyrt um flokk- inn.“ - Á þett.a að fara eitthvað víðar? „Ja, hver veit. Það er ekk- ert komið alveg fastneglt á borðið, en það er ýmislegt á borðinu hjá okkur án þess að það sé búið að ákveða neitt með það. Bæði með þetta verk og líka ýmislegt annað. Við erum á leið til Kanada í mars í stóra sýningarferð, eina stærstu sem dansflokkurinn hefur farið í, með sex sýning- ar í Toronto og Ottawa. Og það hefur líka komið í kjölfar- ið á vinnu héðan og orðspori.“ Hér heima er dansflokkur- inn að sýna Diaghilev í Borg- arleikhúsinu, en aðeins tvær sýningar eru eftir á því verki, sú fyrri nú á sunnudaginn og sú allra síðasta sunnudaginn 26. nóvember. -GB BÆKUR Breyttur heimur Bítlarnir er heiti á bók sem komin er út á ísiensku. Höfundurinn er Mark Herts- gaard, sem rekur sögu Bítlanna og tóniistar þeirra. Hann rekur hvernig lög þeirra og textar urðu til. Bókin fjallar um hvernig strákarnir frá Liverpool breyttu heiminum. Höfund- urinn hafði aðgang að segul- bandasafni Abbey Road stúd- íósins og segir frá hvernig lög Bítlana urðu til, hvernig þau breyttust úr fáeinum gítar- hljómum í tónlist sem náði eyrum ungmenna um allan heim. Iðunn gefur bókina út, en þýðendur eru þrír, þau Álf- heiður Kjartansdóttir, Stein- unn Þorvaldsdóttir og Þor- steinn Eggertsson. Mikil unifjölluii Valgeir Magnús- son skrifaði ung- lingabókina Seinna lúkkið, sem krakkarnir vita væntanlega hvað merkir, og er komin út hjá Iðunni. Um efni bókarinnar segir útgefandi: Veruleiki íslenskra unglinga er oft hrárri og hættulegri en margir kæra sig um að vita. í þeim heimi getur allt komð fyrir alla og það fá krakkarnir í þessari sögu svo sannarlega að reyna. En þeir búa líka yfir þeim krafti og hugrekki sem þar til að horfast í augu við lífið og verða að manni. Hér er fjallað á óvenjulega hrein- skilinn og opinskáan hátt um ást og kynlíf, ábyrgð, traust og heiðarleika, fíkniefna- neyslu, lygi og ofbeldi, ósigra og sigra. Lostæti Maturinn hennar mömmu Lostætir réttir og ljúffengar kökur er bók sem mikið hef- ur verið spurt eftir og er nú komin út hjá Iðunni. Rit- stjóri bókarinnar er Áslaug Ragnars. Eins og nafnið bendir til eru í bókinni lýsingar og uppskriftir af réttum sem einkennt hafa ísfenska mat- armenningu langt frameftir öldinni sem er að fíða. ís- lenski heimilismaturinn er óðum að hverfa og upp- skriftir af matnum sem mæður og ömmur dægur- lagakynslóðanna elduðu eru í fæstum eldhúsum og enn síður í höfðum þeirra sem helst kunna að sjóða pasta og panta pissur. Bókin um eldamennsku og bakstur lýðvefdiskynslóðanna varð- veitir því kafla úr menning- arsögunni. Eins og góðri matreiðslu- bók sæmir eru réttum og kökum gerð góð skil með myndum sem undirstrika þá gæðafæðu sem kynnt er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.