Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 17.11.2000, Blaðsíða 6
6 -FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfufé/ag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson RitStjÓri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. Á mAnuði Lausasöiuverð: 150 kr. óg 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is Símar auglýsingadeildar: creykjavík)563-i615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK) Stafróf ASÍ í fyrsta lagi Svo virðist sem sú staðreynd að látið var sverfa til stáls varð- andi forsetakjör hjá ASI og nánast niðurlægjandi ósigur áskor- andans hafi orðið til þess að opna upp á gátt dálaglega orma- gryfju innbvrðis deilna og ólíkra áherslna hjá Alþýðusamband- inu. Augljóst er að með forsetakosningunum fengu menn eins konar mælingu á st)Tk ólíkra afla og sú niðurstaða féll misvel í kramið. Þó ber að hafa fyrirvara á þegar metinn er yfirburða- sigur Grétars Þorsteinssonar, því trúlega er sigurinn ekki síð- ur til kominn vegna þess að ólíkir aðilar sameinuðust þar í andstöðu við Ara Skúlason og öflin sem að baki honum stóðu, en vegna stuðnings við Grétar sjálfan og hans lið. í því sam- hengi má t.d. benda á að þingfulltrúar gerðu í gær lítið með fyrirvara Grétars við tillögu um stuðning við verkfall kennara og samþykktu hana eins og hún kom af skepnunni. í öðru lagi Hin mikla fjölbreytni flokkadrátta og óeiningar kristallaðist síðan á þinginu í gær í aðdraganda miðstjórnarkjörs og kjörs varaformanns. Upplausnarástand kom upp og stóryrðin fuku um sal Digranesskóla þannig að ókunnugir hefðu mátt halda að þarna væri haldin samkoma hers, fjenda og andstæðinga, en ekki samherja í kjara- og réttindabaráttu launamanna. Menn sögðu „A“ í fyrradag með frísklegu forsetakjöri. „B-ið“ kom svo í gær með jafnvel enn meiri látum. 1 þriðja lagi Gera má ráð fyrir að „C-ið“ í stafrófi Afþýðusambandsins verði ekki - ekki fyrst um sinn í það minnsta - aukinn styrkur og slag- kraftur eins og menn voru að vonast til fyrir þingið. Þvert á móti má gera ráð fyrir að til skemmri tíma veiki átökin á þing- inu heildarsamtökin verulega. Til lengdar aftur á móti mun uppgjör af þessu tagi þó trúlega styrkja hreyfinguna. Það hafði einfaldlega myndast þarna gríðarstórt kýli sem þurfti að stinga á. Spurningin var kannski einungis sú, hvort á það var stung- ið í rólegheitum eða með þeim gassagangi sem raun varð á. Birgir Guðmundsson Spæleggja- og fúleggjakast Garri er ekki mikill félags- málaskjóni og er því nokk sama hvað menn eru að bauka í hinum ýmsu félögum, félaga- samtökum og hreyfingum í landinu. Undanskilin eru þó þjóðþrifafyrirbæri á borð við þjóðkirkjuna og verkalýðs- hreyfinguna, en Garri er og hefur löngum verið ákaflega hallur undir bæði. Garra er sem sé nákvæm- lega sama þó allt logi í illdeil- um innan íþróttahreyfingar- innar, samtaka atvinnurek- enda, stéttarfélags org- elsmiða eða bænda- samtakanna. En að sama skapi fellur hon- um ákaflega þungt þegar úlfúð ríldr innan kirkjunnar og verka- Ivðshrevfingarinnar. Væringar innan kirkjunnar undanfarin misseri hafa t.d. valdið Garra s\’o miklu hugar- angri. að hann hefur meira að segja hugleitt það alvarféga að ganga í krossinn eða Veginn og er því eiginlega staddur á krossgötum í trúmálum þessa dagana. Blessunarlega hefur þó lengi ríkt meiri friður innan verkalýðshreyfingarinnar en kirkjunnar og verið gleðiefni. En skjótt skipast veður í lofti og á dögunum skall á ASI þing af fullum þunga og með því helltist skammdegisþunglynd- ið yfir Garra af ekki minni þunga. Rógur og óþverri Á ASI þinginu hefur hver höndin verið uppi á móti annarri og brígls og bræðravíg á báða bóga. „Sóðaleg vinnu- brögð á friðarþingi“, stóð í glannalegri fyrirsögn Dags í gær. Og orðalagið var því mið- ur ekki Dags, heldur haft eftir formanni Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, sem sagðist vera spældur og fúll yfir „sóðalegum vinnuhrögð- um iðnaðarmanna, rógi og ójiverra". Af þessum orðum má ljóst vera að spælegg og fúlegg hafa flogið um jiingsalinn og gums- ið gusast í allar áttir. Þannig mun Guðmundur Gunnars- son rafiðnaðar liafa verið í miklu stuði þá hann stökk í pontu og ásakaði einhverja fyrir að kalla sig svikara og þeir hinir sömu fóru upp á eftir og sögðust ekki hafa not- að þessi orð og Magn- ús L. Sveinsson fór líka upp og æsti sig heil ósköp og sagði að orð Guðmundar lýstu honum best sjálfum. Valdatittir Þetta þótti Garra allt saman óskaplega dapurlegt. Sem gamall verkamaður á lág- markslaunum til margra ára, hélt hann í einfeldni sinni að h 1 u tverk verkalýðsforingjanna væri það helst að berjast fyrir kjörum umbjóðenda sinna, einkum þeirra tekjulægstu. En samkvæmt fréttum af ASI þinginu snérist barátta foringj- anna fyrst og fremst um völd innan hreyfingarinnar, um að- gang að stólum og bitlingum og öðrum tittlingaskít sem verkalýðnum er nákvæmlega sama um en leiðtogunum greinilega ekki. Það er hugsanlegt að Garri hangi enn um sinn í þjóðkirkj- unni sinni. En hann er alvar- lega að hugsa um að segja sig úr verkalýðsfélaginu sfnu. A.m.k. þangað til foringjarnir fara að hafa meiri áhyggjur af afkomu Iaunamanna en eigin valdastólum. GARRí ODDUR ÓLAFSSON skrifar Þingvellir eru eins og fiskislóðin í auðlindalögsögunni. Þjóðinni er talin trú um að hún eigi hvort tveggja en hún hefur hvorki af- notarétt né leigutekjur af dýr- mætunum. Þá eiga gersemarnar það sameiginlegt, að það þykir mikil goðgá ef útlent fólk hyggst kaupa sér eignarhluta af þjóða- eignunum. Þá fær þjóðernisbelg- ingurinn að njóta sín, en er ann- ars fyrirlitlegur og bannfærður. Nú langar Breta til að kaupa Valhöll og er búinn að gera tvö tilboð í timbrið og bárujárnið. Hið fyrra var með röngum pósl- stimpli og telja yfirvöld Þingialla að ekkert sé að marka tilboð bresks manns, sem skrifar það í Mónakó. Nú hefur hann skrifað annað bréf í umdæmi EES og gerir kauptilboð í bygginguna. Eígandi Valhallar setur engin skilvrði fvrir sölunni nema að hann fái sæmilega borgað fyrir cign sína. En forsætisráðuneytið Þingvellir eru ekki þjóðareign og Þingvallanefnd eru uggandi um þjóðareignina sem þeim er trúað fyrir. llla er stætt á að neita ESB þegn um að kaupa fasteign á íslandi, en velt er vöngum yfir því hvaða starfsemi á að leyfa á svo helgum stað. Hótel og bar er í góðu lagi. En Bretinn hyggst kannski setja upp popphljóðver eða nota eign sína sem sumarbústað. En ekk- ert slíkt verður Iiðið, segir Guðni, sem setti upp poppaðasta gjörning aldarinnar í fjósinu í Ármóti þegar hann ofur- seldi íslenska kúakynið til að prakka í það norskum fósturvís- um. Alþjóðavæðing Þingvalla Von er að Þingvallanefnd s.víði ef selja á útlendum poppbraskara Valhöll til að umbrevta í sumar- bústað og síbyljuupptökur. Rétt handan Oxarár er þriggja bursta athvarf forsætisráðherra og tvegg- ja bursta prestsbústaður. Nú á að hrekja prestinn burt úr sveitinni til að bæta hans burstum við forsætis- ráðherraburstirnar. Alþjóðlegt popp- hljóðver í Valhöll og ráðherraglaumur í Þingvallabænum er framtíð þess staðar sem Grímur geitskör valdi fyrir þingstað og Ulfljótur mælti fram fyrstu lögin og íslensk þjóð varð til. Allt er þetta vel við hæfi þvf íslenskt þjóðerni er úreit bábilja og Þingvellir el<ki annað en gjár og gjótur, seni eru jafnvel hættar að laða til sín fólk á viða- miklar útiskemmtanir. Brsaskað með „þjóðgarðinn“ Ef þjóðin á Þingvelli má spvrja; Hvers vegna eiga einstaklingar lönd og bústaði á svæðinu? Þing- vellir eru meira og minna girtir og lokaðir almenningi og verðmiklar eignir þar ganga kaupum og söl- um. Þingskipaðar nefndir hafa í tímans rás skammtað sér og sín- um „jjjóðareignina" til einkaaf- nota og erfingjar braska með hana. Jafnvel ríkisstjórnin er far- in að greiða leigu fyrir afnot af Þingvallaeignum. Hvort poppbreti gerir Valhöll að alþjóðlegri dægurlagamiðstöð eða einkabústað sínum kemur kennitölum íslenskrar jijóðskrár ekkert við, fremur en hvar sókn- arpresti Þingvallasóknar er holað niöur. Svo lengi sem Iönd og mann- virki á svæðinu eru talin í eigu einstaklinga eru Þingvellir ekki jjjóðgarður né þjóðareign og rétt- um ogsléttum kennitölum kemur ekkert við hvað þar er verið að bardúsa. Dxgur Á þjóðiti aö kaupa víkingaskipið íslending? Friðjón Þórðarson fi. ráðherra íBúðardal ogform. Eiríksst.nefndar. „Já, og fyrir því eru söguleg rök. Víkingaskipið Is- lendingur lagði úr höfn í Búðar- dal á Jónsmessu á sl. sumri og hélt þaðan til Vestur- heims. Hvarvetna vakti ferð skipsins athygli og kveikti jafn- framt áhuga fólks á hinum fornu víkingaferðum. Þá sýndi skip- stjórinn Gunnar Marel Eggerts- son og áhöfn hans mikinn vask- leik í þessari ferð. Vel má hugsa sér að Islendingi yrði ýalinn stað- ur í safni um víkingaferðir sem koma á upp í gamla kaupfélags- húsinu í Búðardal." Ámi Johnsen þinginaðiirSjálJstxðisflokks. „Víkingaskipið er þjóðardýrgripur og því eigum við að kaupa það, enda mun það í framtíðinni skipa svipaðan sess og íslensku handrit- in. Sigling Islendings í tilefni landafundanna tókst einstaklega vel og vakti hvarvetna athygli. Mér lýst vel á hugmynd borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að skipið yrði keypt, til dæmis í samvinnu við ríkið, og að því yrði valinn staður í ráðstefnu- og menningarhúsi sem hugmyndir eru um að koma upp við Reykja- víkurhöfn. Þar yrði skipið stór- kostlegur sýningargripur." Páll Stefánsson Ijósmyndari. „Að sjálfsögðu, enda er þjóðar- sómi að þessu skipi. Hins vegar finnst mér Sigl- ingastofnun hafa verið alveg hroða- leg í þessu máli með jiví að setja í það 80 björg- unarbáta og 70 klósett. Það er finnst mér út í bláinn, enda veit ég ekki til jiess að víkingar hafi átt mikið samneyti við sjálfan Gustafsberg. Tilvalið væri að velja skipinu stað, komnu liingað heim, til dæmis í Búðardal - þá í einhverjum tengslum við upp- bygginguna á Eiríksstöðum." Hörður Sigurbjamarson fiamkv. stjóri Norðnrsigl i ngar. „Ekki spurning. Víldngaskipið Is- lendingur tilheyr- ir nú þegar orðið menningararfi þjóðarinnar og stórmerkilegt framtak til að rifja u pp sögu okkar og þá þckk- ingu sem forfeður okkar höfðu í því að sigla milli heimsálfa á sinni tíð. Skipinu væri verðugur sess búinn hér á Húsavík, þar sem við myndum nýta það í þágu fcrðajijónustu og kynningar á strandmenningu Islendinga íyrr og síðar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.