Dagur - 17.11.2000, Page 1

Dagur - 17.11.2000, Page 1
Töf sem j aðrar við skemmdarverk Kristján Fálsson, full- trúi Sjálfstæðisflokks- ins í fjárlaganefnd, segir afstöðu fram- sóknarmanna í Lands- símamálinu þrákelki sem jaðri við skemmd- arverk. Eins og fram kom í Degi fyrir nokkrum dögum er sala Lands- símans kominn í strand vegna þess að stjórnarflokkana greinir á um ýmislegt í málinu og þá allra frekast hvort ljósleiðarinn eigi að fylgja með í sölunni eða ekki. Framsóknarmenn vilja alls ekki selja hann með Landssím- anum nema hægt sé að tryggja öllum landsmönnum aðgang að honum og fyrir sama gjald hvar sem er á landinu. Sjálfstæðis- menn vilja selja ljósleiðarann með símanum og segja fyrirtæk- ið verðh'tið án hans. Kristján Pálsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi hans í fjárlaganefnd er æfur út í framsóknarmenn vegna þessa máls. Hann kallar afstöðu fram- sóknarmanna í málinu þrákelkni og að þeir séu að tefja málið vegna spurningarinnar um hvort ljósleið- arinn eigi að fylgja með í söl- unni. Jaðrar við skemmdarverk „Að tefja málið mánuðum saman jaðrar við að vera skemmdarverk. Á meðan málið dregst lækkar Landssíminn í verði. Ég held að flest allir séu sammála um það að ef ekki á að selja ljósleiðarann með Landssímanum, þá sé það eins og að selja vélarlausan bíl. Það er enginn sem vill kaupa. Menn verða að tryggja aðgang Iandsmanna að þessu kerfi en ljósleiðarinn verði eigi að síður eign Landssfm- ans,“ segir Krist- ján. Hann segir að það sé ekki leng- ur hægt að skýra afstöðu fram- sóknarmanna öðru vísi en þrá- kelkni, að ná fram sínum sjón- armiðum sem kannski eigi ekki við. Það hafi aldrei komið al- mennilega fram hvers vegna ljós- leiðarinn geti ekki verið hluti af sölunni. Kristján segir að það hafi aldrei verið staðfest að ekki sé hægt að finna leiðir til að tryggja aðgang að ljósleiðaranum án þess að hann sé í eigu ríkisins. Varla tíl vtnsælda fallið „Ef menn á annað borð hafa áhuga á þvf að selja Landssím- ann, bæði til að skapa honum betri stöðu á markaðnum sem fyrirtæki og eins að skapa ríkinu tekjur, þá sjá allir að það verður ekki gert nema selja Landssím- ann í heilu lagi. Þetta hefur ver- ið gert í öðrum löndum með góð- um árangri. Aðrar leiðir gera fyr- irtækið nærri ósöluhæft og illa rekstrarhæft. Eg get ekki ímynd- að mér að nokkur hafi áhuga á slíku fyrirtæki," segir Kristján. Hann segir að það sé þjóð- hagslega hagkvæmt að selja fyr- irtækið og því sé það undarlegt að nota það til að styrkja stöðu sína innan stjórnarsamstarfsins og tæplega til þess fallið að efla vinsældir Framsóknarflokksins. Degi er kunnugt um að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru sömu skoðunar og Kristján og deilan veldur æ meiri núningi milli stjórnarflokkanna. - S.DÓR Kristján Pálsson: jaðrar við skemmdarverk hjá framsókn. Me&as fær Jónas Söngvaskáldinu Magnúsi Þór Jónssyni, Megas, voru í gær á degi íslenskrar tungu afhent Verðlaun Jónasar Hallgrímsson- ar árið 2000 fyrir störf f þágu ís- lenskrar tungu. Það var Björn Bjarnason menntamálaráðherra sem afhenti verðlaunin. I umsögn dómnefndar segir að Megas hafi auðgað íslenskt mál, Ijóðmál hans sé frumlegt og sæki líf sitt í hversdagsleika borgarinnar, fegurð og ljótleika mannlífsins og skeikula ásýnd náttúrunnar. íslenska menningu skoði Megas með gagnrýnum og hvössum hætti og veitti þannig nýja sýn á viðteknar hugmyndir. Þá hefði hann hvatt ungt fólk til að kanna möguleika móður- málsins í stað þess að flýja á náðir enskunnar. - SBS. Björn Bjarnason afhendir Megasi Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar i gær, á degi íslenskrar tungu. mynd: ingó. Eigandi segir umsátursástand skapast í kringum Venus eftir klukkan 4 á nóttunni. Umsátur um Venus Bæjarráð Akureyrar hafnaði í gær erindi Einars Þórs Gunn- laugssonar, eiganda nektarstað- arins Venusar, um lengri opnun- artíma. Bæjarráð telur engin ný rök hafa komið fram til breyt- inga á fyrri samþykktum bæjar- stjórnar en eigandinn er ekki hrifinn af þeirri afgreiðslu. „Að sjálfsögðu eru þetta von- brigði, þetta er bara fáránlegt," segir Einar. Hann segir að niður- staðan komi á óvart, þar sem hann hafi verið búinn að fá munnleg vilyrði frá „ákveðnum fulltrúum í bæjarstjórn" um að hugsanlega væri hægt að lengja opnunartímann um einn til tvo klukkutíma fram eftir nóttu. Frjáls opnunartími heyrir sög- unni til á Akureyri eftir eins árs tilraun. Nektarstaður lýtur sömu lögmálum og kaffihús. Lokað skal klukkað 1 á virkum dögum en 3 um helgar. Starfsemi Venusar er hins vegar þess eðlis að hún verður ekki borin saman við lífið á kaffihúsunum. nimögulegt „Það er illmögulegt að reka svona stað undir þessum kring- umstæðum en ég ætla ekki að gefast upp. Kaffihús hefur möguleika á að hafa opið á dag- inn en þessi starfsemi hefur ekki verið talin fallin til þess. Eg gæti náttúrlega opnað klukkan 7 á kvöldin en þá kemur upp vanda- málið að mér er ekki heimilt að hafa mitt eigið aldurstakmark fyrr en eftir klukkan 10. Krakkar geta labbað inn fram að þeim tíma og ég v'ar að bjóða bæjarráði að opna seint en fá að hafa lcng- ur opið frameftir fyrir vikið." Einar segir umsátursástand skapast í kringum Venus eftir klukkan 4 á nóttunni. „Síminn logar og fólkið liggur á hurðinni þannig að markaðurinn er greinilega fy'rir hendi," segir Ein- ar og er mjög óhress með að- stöðumuninn á höfuðborgar- svæðinu og fyrir norðan. - BÞ DEH-P3100-B • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laus framhlið • RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn • Loudness þrískiptur Setjum tækið f bflinn þér að kostnaðarlausu Gerir góðan bíl betir BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson ' 00 I is J

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.