Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 - 5 U ÚjíAIijíAfLJ ....... ...... J I hlutverki leiðtogans Davíð Oddsson segir ömmur sínar snemma hafa orðið sammála um að hann væri leiðtogaefni og myndi verða forseti. í hiutverki leiðtogans nefnist ný bók eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur sem út er komin hjá Vöku-Helgafelli. Þar ræðir Ásdís Halla við fimm íslenska leiðtoga, þau Davíð Oddsson, Hörð Sigurgestson, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, Kára Stefánsson og Vigdísi Finnbogadóttur. 1 bókinni lýsa þessir þjóðkunnu Islend- ingar sjálfum sér, meðal annars kostum sínum og göllum, místökum sem þeir hafa gert og erfiðum ákvörðunum. Að auki ritar Asdís Halla, sem nýverið varð bæjarstjóri í Garðabæ, um þá list að vera leiðtogi en hún stundaði nám við Harvard í þeim fræðum. Inaibjörg Sólrún átti aldrei val I bókinni ræða viðmælendur Ásdísar Höllu um tildrög þess að þau völdust til forystu. Ingibjörg Sólrún lýsir aðdrag- anda þess að hún tók að sér að leiða Reykjavíkurlistann svo: „Eftir að ég hafði starfað á þingi um nokkurt skeið höfðu æ fleiri orð á því við mig að ég ætti að taka að mér for- ystuhlutverk í sameinuðu framboði minnihlutans í Reykjavík fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 1994. Þegar ég varð að gera það upp við mig hvort ég tæki þessari áskorun hringdi ég í tvo helstu trúnaðarvini mína, þau Kristínu Arnadóttur, sem ég hafði starfað með í Kvennalistanum, og Stefán Jón Haf- stein, sem ég hafði þekkt frá því við vor- um unglingar inni í Vogum. Eg tók mik- ið mark á þeirra mati og bæði lögðu þau áherslu á að landið lægi þannig að ég yrði að gefa kost á mér. I símtali okkar Stefáns Jóns fór hann strax að skipu- leggja praktísk atriði um hvernig ætti að standa að framboðinu. Skyndilega þyrmdi yfir mig og það rann upp fyrir mér að örlög mín væru ráðin, ég væri að fara í harðan kosningaslag. Mér fannst eins og blóðið hætti að renna í æðun- um, það helltist yfir mig kvíði og öll orkan hvarf úr mér. Þegar ég var búin að tala við Stefán Jón lagði ég símtólið á, fór beint inn í rúm og steinsofnaði eins og ég hefði verið skotin. I tengslum við þá ákvörðun að taka að mér forystu í Reykjavíkurlistanum fann ég aldrei til gleði. Sú staðreynd að ég átti aldrei val angraði mig.“ Davi'ð vildi ekki verða brenndur! Davfð Oddsson lýsti því snemma yfir að hann hygðist ekki sækjast eftir embætti forseta Islands: „Ég ætlaði mér aldrei að verða stjórnmálamaður eða forystumað- ur á þeim mælikvarða. Hugur minn flögraði frekar til leiklistar eða annarra listgreina, enda var ég alinn upp í aðdá- un á ljóðskáldum og listamönnum. En ömmur mínar voru sannfærðar um að ég yrði leiðtogi og þær fullyrtu að ég yrði forseti. Svo hart gengu þær fram í þessum umræðum að árið 1952, þegar ég var fjögurra ára, kom ég eitt sinn fram í stofu og tilkynnti brúnaþungur og alvar- legur að ég ætlaði ekki að verða forseti. Sagt er að ég hafi bætt því við að ef „þeir" kæmu og hringdu bjöllunni þá væri það alveg ákveðið af minni hálfu að ég vildi ekki verða forseti. Konurnar sögðu að ekki væri veruleg hætta á ferð- um. Þegar farið var að kafa ofan í málið kom í Ijós að það hafði verið í fréttum um þetta Ieyti að Sveinn Björnsson for- seti, sem þá var látinn, hefði verið brenndur. Ég býst við að ég hafi þá séð fyrir mér atburð úr indíánamyndum, þar sem menn voru brenndir á báli, og að ég hafi ekki viljað feta þá braut." Kári hörundsár Ásdís Halla ræðir meðal annars við for- ystumennina fimm um galla þeirra og veikleika. Kári Stefánsson, forstjóri Is- Ienskrar erfðagreiningar segir í því sam- bandi: „Það er engin spurning að ég er mjög viðkvæmur og hörundsár en það ræðst af því hvort ég hef sofið vel eða illa um nóttina. Ef ég hef sofið illa er ég mjög viðkvæmur. Ég er dálítið hégómafullur og eins og allir miklir keppnismenn og -kon- ur vil ég að menn meti það sem ég legg fram. Ég hugsa að mér sárni mest þegar menn gera það ekki. Þetta er auðvitað al- veg hundleiðinlegur eiginlciki." Eiainkonan míkilvægur ráðgjafi Harðar I hókinni er fjallað um það hverjir séu ráðgjafar leiðtoganna. Hörður Sigur- gestsson segir þar meðal annars að hann hlusti mjög á ráð Áslaugar Ottesen eiginkonu sinnar: „Áslaug hef- ur stundum haft afgerandi áhrif á starfsferil minn. Dæmi um það er að þegar við vorum í Bandaríkjunum var mér boðið að hitta Pálma Jónsson, stofnanda Hagkaups. Hagkaup var þá í bernsku. Hann sótti margar hugmyndir til Bandaríkjanna og kom þangað reglu- lega. Ég var þá í prófum og hafði ekki tök á að fara í dagsferðalag til að hitta Pálma. Nokkru síðar bað Valdimar Kristinsson í Seðlabankanum, sem var mikill félagi Pálma, mig um að hitta sig í New York. Ég gerði það og erindi hans var að kanna hvort ég væri reiðubúinn til að koma til starfa í Hagkaupi. Ég er frekar hvatvís og aldrei að vita nema ég hefði farið að vinna hjá Hagkaupi, en Áslaug hélt nú ekki. Hún tók ekki í mál að ég tæki þessu atvinnutilboði. Henni þótti ekki tímabært að taka slíka ákvörð- un.“ Vigdís íhugaði afsögn I bókinni í hlutverki leiðtogans þýfgar Ásdís Halla viðmælendur sína meðal annars um erfiðar stundir á ferli þeirra. Vigdís Pinnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Islands, segir þar að hún hafi íhug- að að segja af sér í tengslum við EES- málið á sínum tíma. Mjög var þrýst á Vigdísi að undirrita ekki lögin um gildis- töku EES-samningsins og láta þannig fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Sjálf var ég alls ekki ósátt við að skrifa undir samninginn vegna þess ég hafði mikla trú á að EES-samningurinn yki alþjóðlegt samstarf á sviði vísinda, menningar- og menntamála. Ég skrifaði undir fyrir börnin sem áttu eftir að njóta samstarfsins. Mér fannst rétt að undirrita samninginn með smáyfirlýs- ingu sem ég fór með á ríkisráðsfundinn en fékk við svo búið send nokkur ótrú- lega níðyrt bréf þar sem ég var vænd um aulahátt. Ég velti alvarlega fyrir mér hvort ég ætti að segja af mér vegna þess hve klofin þjóðin var. Reiðin var svo mikil í fólki að ég hugleiddi hvort af- sögn mín gæti hugsanlega orðið einhver málamiðlun og jafnvel sætt sjónarmið. Þessar vangaveltur mínar fóru þó aldrei í umræðuna á þessum tíma vegna þess hve ástandið var viðkvæmt." Hverjir verða leiðtogar? I lok bókarinnar ritar Ásdfs Halla Bragadóttir sérstakan kafla sem nefnist: Listin að vera leiðtogi. Þar veltir hún fyrir sér spurningunum: Hvað þarf til að verða leiðtogi? Er það meðfæddur eigin- leiki eða er hægt að læra það? Hvernig nær leiðtoginn árangri? Hverjir verða leiðtogar og hvað eiga þeir sameigin- legt? Þar segir hún meðal annars: „List- in felst í því að skynja umhverfið og meta hvaða aðferðir henta best. Hæf- ustu leiðtogarnir eru þeir sem geta til- einkað sér margar aðferðir og eiga auð- velt með að skipta á milli þeirra. Leið- toginn þarf, líkt og Machiavelli sagði, stundum að haga sér eins og Ijón en stundum eins og refur. I nútímaum- hverfi þarf hann einnig að hafa mýkt kattarins og snerpu blettatígursins.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.