Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 HELGARPOTTURINN Hinn nýbakaði fréttastjóri Stöðvar 2, Karl Garðarsson, er nú byrjaður að taka til í sínum ranni og meðal ráðstafana sem hann grípur til er að leggja niður útibúið á Egils- stöðum. Eystra hefur Aðalbjörn Sigurðs- son fréttamaður verið og sagt okkur tíðindi að austan, en nú hverfur hann af þeim vett- vangi og mun á vormánuðum fara að segja okkur fréttir fyrir sunnan; sem er kannski KaríGarðarson. nokkuð rökrétt, svo mikill er straumur Aust- firðinga suður til Reykjavíkur. Starfsfólk Morgunblaðsins er nú orðið langeygt eftir mánudagsútgáfu biaðsins sem boðuð hefur verið. Á útmánuðum var kynnt fyrir fólki að mánudags-Moggi færi að koma út með haustinu, en nú er komið fram í desember og enn hefur útgáfa í þessa veru ekki sést. Það verð- ur því væntanlega ekki fyrr en á nýju ári, ef þaó verður þá, sem Moggi á fyrsta degi vinnuvikunn- ar fer að koma út og verður það þá hlutverk nýs eftirmanns Matthíasar Johannessen og sam- verkamanns Styrmis Gunnarssonar að hleypa þeirri útgáfu af stokkunum. Sjónvarpsstöðin Skjár einn er mikið í um- ræðunni þessa dagana og þá sérstaklega þáttur fréttastofunnar. Helgarpottverjar tala um spriklandl fríska fréttastofu undir stjórn Sólveigar Kristbjargar Bergmann. sem tók við stjórninni þar í haust. Sérstak- lega þykir þátturinn Málið koma vel út, sem er eins og konar viðhengi við fréttirnar, og þar tala menn sérstaklega um þáttinn sl. Sólveig Kr. Bergmann. mánudagskvöld þar sem Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri f Garðabæ tók Hannes Hólmstein rækilega í karphúsið. Uppstokkun og endurskoðun stendur nú til á ýmsum sviðum í ranni útgáfunnar Fróða, í sjálfu ríkidæmi Magnúsar Hreggviðs- sonar. f helgarpottinum er nú rætt um hugsanlega sameiningu Séð og heyrt og Vikunnar, sem myndi þá koma út sem fylgi- blað S&H öðru hvoru. Þá mun á Fróða þykja nauðsynlegt að slá í klárinn í útgáfu Mann- lífs, en þótt blaðió seljist bærilega telja útgef- endur það hafa enn meiri útbreiðslu- möguleika. Magnús Hreggviðsson. Ýmsir höfðingjar eru til sögunnar nefndir í þriðja bindinu af Hundrað og ein ný vestfirsk þjóð- saga sem Gísli Hjartarson blaðamaðurá ísð- firói skráir. Það er eitt minnsta en jafnframt eld- spræka forlag á Hrafnseyri, Vestfirska forlagið, undir stjórn Hallgríms Sveinssonar, sem gefur bókina út og ýmsar fleiri til; en í þessu bindi er eru sagðar þjóðsögur af vestan meðal annars af séra Gunnarí Bjömssyni presti, Finnboga Hermannssyni útvarpsmanni, Guðjóni A. Kristinssyni alþingismanni, Geira á Guggunni og Þorsteini Jóhann- essyni yfirlækni og forseta bæjarstjómará ísa- firði. Meðal lækna heyrist nú að viss pirringur sé með störf Sigurðar Guðmundssonar landlæknis, en sagt er í helgarpotti lækna að þessi læknír læknanna láti ritara sinn sía stíft úr hverjir fái áheyrn hans. Þykir mörgum lækninum að þeir beri þar skarðan hlut frá borði, og reyndar mörgum fleirum, því nú sjá menn í hyllingum þann tfma þegar Ólafur Ólafsson var landlæknir og talaði við alla um allt, hvort sem það voru skólanemar sem vantaði efni í ritgerðir, öryrkjar að kvarta yfir lífskjörum sínum, Ijósmæður sem vildu að konur fæddu börn í vatni eða læknar sem svall móður yfir gagnagrunnsfrumvarpinu... Ein sú út'nefning til íslensku bókmenntaverð- launanna sem kemur hvað mest á óvart er Saga Akureyrar eftir Jón Hjaltason sagnfræðing skyldi komast á blað. Helgarpottverjar margir hverjir töluðu um útnefninguna í fyrrakvöld sem sérstæða skrautsýningu bókmenntaelítu gáfu- mannafélagsins, þar sem hver kepptist við að klóra hinum. Annars er þó öllum í bókmennta- heimi Akureyrar tæpast skemmt þó Jón Hjalta- son náí svona langt með bók sína, þvf meðal þeírra bóka að norðan sem sendar voru inn var Líf í Eyjafirði sem ýmsir fræðimenn tóku saman og var gefin út af Háskólanum á Akureyri. Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari er ein fjöl- margra listamanna sem koma fram á að- ventutónleikum Amnesty International á morgun. Aðventutónleikar í þágu mannréttinda Sannkölluð tónlistarveisla verður haldin í Neskirkju á morgun klukkan 15, en tilefnið er alþjóðlegi mannréttindadagurinn sem er 10. desember ár hvert. Það er íslandsdeild mannrétt- indasamtakanna Amnesty International sem efnir til þessara tónleika á aðventunni. Mikill fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikunum, meðal annars karlakórinn Fóstbræður og Blásara- kvintett Rekjavíkur. Þarna verður Nína Margrét Grímsdóttir píanóleik- ari og Ashildur Haraldsdóttir flautuleikari, auk Einars Kristjáns Einarssonar gítarleikara og Sigurðs Halldórssonar sellóleikara. Einnig kemur Nora Kornbluh fram ásamt bópi Su/.uki sellóleikara, og þau Stefán Örn og Marion Herrera leika á selló og hörpu. Þá verða þarna tveir einsöngvarar, þau Elín Ósk Óskarsdóttir og Guð- björn Guðbjörnsson, sem syngja við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Skemmtilegt á aðventunni „Eg vona að þetta verði skemmtilegt hjá okkur og að við getum gefið eitt- hvað gott af okkur," segir Elín Ósk Oskarsdóttir söngkona. „Eg ætla ekkert að vera voðalega dramatísk að þessu sinni. Nú ætla ég að fara út í óperettuna og syngja aríu úr Pagan- íni eftir Lehar og svo taka kannski eitt gott jólalag með. Mér finnst voða gaman að fást við þetta, þó ég sé venjulega meira á dramatísku nótun- urn. Það er mjög ánægjulegt að fá að taka þátt í þessum tónleikum og geta styrkt verkefni af slíku tagi. Allt rennur til styrktar þessari alþjóðlegu herferð þeirra, sem núna er gegn pyntingum. En þetta á fyrst og fremst að vera fjölbreytt og upplífg- andi, því aðventan er svo ánægjuleg- ur tími,“ segir Elín Ósk. Allir þessir tónlistarmenn gefa vinnu sína, en ágóðinn rennur beint til alþjóðlegrar herferðar Amnesty International gegn pyntingum. Islandsdeild Amnesty Inter- national hefur starfað í 26 ár og heF ur alltaf efnt til einhvers konar list- tiðburðar á mannréttindadeginum 10. desember. „Eg held að dagskrá helguð mann- réttindadeginum hafi ekld fallið nið- ur öll þessi ár,“ segir Jóhanna K. Eyj- ólfsdóttir, framkvæmdastjóri Islands- deildarinnar. „Yfirleitt hefur dagskrá- in haft tónlistarívaf, auk þess höfum við fengið rithöfunda til að lesa úr verkum sínum, og leikara til að leik- lesa verk. Undanfarin ár höfum \ið verið staðið fyrir tónleikum." Herferð gegn pyntingum - Þetta er glæsileg dagskrá. „Þeir sem fram koma á tónleikun- um í ár eru allir í fremstu röð okkar tónlistarfólks," segir Jóhanna. „Bæði tónlistarfólk, og raunar Iistamenn al- mennt, hafa jafnan tekið ákaflega vel í að koma fram fyrir Amnesty International og alltaf sýnt mannrétt- indabaráttu samtakanna mikinn stuðning," segir hún. Sem íyrr segir rennur ágóðinn af tónleikunum óskertur í herferð gegn pyntingum, sem hófst núna í október. „I hugum fólks, þegar pyntingar ber á góma, sjáum við fyrir okkur pólitísk- an fanga pyntaðan til sagna. I nýrri skýrslu frá okkur er aftur á móti vak- in athygli á þeirri staðreynd að börn víða um heim sæta pyntingum," segir Jóhanna. I skýrslunni kemur fram að við upphaf nýrrar aldar cru enn þúsundir karla, kvenna og barna sem þjást af völdum pyntinga. Þær eru sem fyrr stundaðar með leynd innan veggja fangelsa og í sumum tilfellum fyrir opnum tjöldum. Með almennu átaki er hægt að þrýsta á ríkisstjórnir til að grípa til raunhæfra aðgerða og stöðva pynting- ar. Verkefni Amnesty International er að auka meðvitund almennings um raunveruleika pyntinga og hvetja fólk til aðgerða gegn þeim. - GB Ingibjörg Pálmadóttir lætur ekki vaða ofan i sig. Maður vikunnar er hörkutól þegar því er að skipta. Ingibjörg Pálmadóttir brá hart við og hækkaði röddina á Alþingi í vikunni svo eftir var tekið þegar hún snéri niður allar grillur þingmanna Sjálfstæðis- flokksins og lækna og hjúrunarfólks í flokknum sem vill stofna einkasjúkrahús. Hún sagði pent að á meðan hún væri heilbrigðisráðherra myndi hún ekki samþykkja að upp yrði komið einkasjúkrahúsi. Ingibjörg hefur sagt það áður að hún sé andvíg einkareknum sjúkrahúsurn og hún stóð við það á Alþingi í vikunni. Svo er bara að sjá hversu vopnfim hún er þegar sjálfstæðismenn taka að sauma að henni í málinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.