Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 18

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 18
LlrJÐ 1 LAjJDJiJU j- 18- LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Kolbriín skrifar Bobby Driscoll varð kvik- mynda- stjarna sex ára gamall, hann var ellefu ára þegar hann fékk Óskarsverðlaunin en 17 ára var hann kominn með skrautlega sakaskrá og hann lést 31 árs og var grafinn í fátækrakirkjugarði. Bobby Driscoll fæddist árið 1936. Fjölskylda hans fluttist til Kaliforníu þegar hann var sex ára gamall. Hárskeri sem klippti hann sagði móður hans að Bobby litli ætti hvergi betur heima en í kvikmyndum. Móðir- in tók hárskerann á orðinu og fór með soninn í prufukvik- myndatöku hjá MGM kvik- myndaverinu sem tókst svo vel að Bobby komst á kvikmynda- samning. Hann átti afar auðvelt með að læra hlutverk sín, var hug- myndaríkur og eðlileg- ur leikari. A skömmum tfma lék hann á móti mörgum þekktum kvikmyndastjörnum eins og Veronicu Lake, Lillian Gish, Alan Ladd, Joan Fontaine og Charles Boyer. Árið 1946, tíu ára gamall, lék hann í Disney myndinni Song of the South. Hann lék Johnny, dreng sem um tíma býr hjá ömmu sinni í Suðurríkjunum með- an foreldrar hans eru á ferðalagi. Blökku- maðurinn Remus frændi hefur ofan af fyrir honum með því að segja honum sög- ur. Myndin geysivinsæl og enn, og var fyrsta Disney myndin þar sem blandað var saman leiknum at- riðum og teikni- myndaatriðum. Walt Disney tók miklu ástfóstri við Bobby og fól hon- um fleiri hlutverk sínum. Bobby fór einnig með stórt hlutverk í spennumyndinni Glugginn en fyrir frammistöðu sfna í henni hlaut hann sérstök Oskarsverðlaun einungis ellefu ára gamall. Hann lék síðan Gulleyjunni eftir sögu Robert Louis Stevenson og þegar Walt Disney gerði teiknimyndina um Pétur Pan var það Bobby sem fékk það eftirsótta starf að ljá Pétri Pan rödd sína. Hann lék einnig hlutverk Péturs Pan fyrir teiknara Disneys svo þeir ættu auðveldara með að ná fram eðli- legum hreyfingum hjá þessari fljúgandi hetju. Á þessum tíma var Bobby allra eftirlæti, Ijörleg- ur og skemmtilegur strákur sem aldrei var til vandræða og naut mikilla vinsælda samverkafólks síns vegna geðprýði og þess hversu vel hann tók leikstjórn. Fangi eiturlyfja Á unglingsárum varð Bobby fúl- lyndur og þvermóðskulegur og hlutverkunum fækkaði allveru- lega. Hann var tvítugur þegar hann giftist og eignaðist þrjú börn en hjónabandið endaði með skilnaði. Ástæðan var eitur- Iyljanotkun Bobbys. „Eiturlyfin breyttu honum," sagði móðir hans, „hann fór ekki í bað, tenn- urnar í munni hans losnuðu hver af annarri. Hann hafði mjög háa greindarvísitölu en eit- urlyfin höfðu áhrif á heilastarf- semi hans.“ Árið 1958, þegar hann var 22 ára, lék hann í síðustu kvikmynd sinni eftir þriggja ára hlé frá kvikmyndaleik. Myndin var merkileg fyrir það eitt að mót- leikkona hans var Francis Far- mer, sem hafði um áraraðir dvalist á geðveikrahæli, en sneri aftur á kvikmyndatjaldið n u mynd sem var einnig síðasta kvikniynd hennar. Ári seinna var Bobby handtekinn fyrir að hafa í fórum sínum ólögleg eiturlyf, og næsta ár var hann enn handtek- inn fyrir að hafa ógnað manni mísm ■ Bobby Driscoll var þekkt barnastjarna en elturlyfjaneysla dró hann til dauoa rúmlega þritugan. Driscoll skömmu fyrir dauða s/nn. mvndum með byssu sinni og árið þar eftir var hann handtekinn fyrir innbrot og ávísanafals og fyrir notkun eiturlyfja. Llann var dæmdur til sex mánaða vistar á stofnun sem sérhæfði sig í að lækna eiturlvfjasjúklinga. Hann sagði fyrir rétti: „Eg hafði allt, átti mikið fé, fékk góð hlutverk með jöfnu millibili. Eg sautján ára þegar ég prófaði fyrst eiturlyf, aðallega heróín sem ég átti í engum vandræðum með að borga fyrir. Nú vill eng- inn ráða mig í vinnu vegna af- brota minna. Eg hlakka til að fara í meðferð." „Vel gerður drengur" Meðferðin skilaði ekki varanleg- Ein frægasta mynd hans var sakamálamynd/n The Window en fyrir leik sinn í henni hlaut hann sérstök Óskarsverðlaun. um árangri. Næst fréttist af Bobby í eiturbælum Ncw York borgar og ættingjar hans heyrðu einungis frá honum þegar hann sló þá um lán til að eiga fyrir dópi. Þann 30. mars 1968 voru tvö börn að leik nærri heimilum sínum þegar þau fundu lík ungs manns í bakgarði. Enginn bar kennsl á líkið en af því voru tek- in fingraför og það síðan jarðað í fátækragrafreit í NewYork. Einu og hálfu ári síðar hringdi móðir Bobbys í Walt Disncy stúdíóið, faðir Bobbys lá fyrir dauðanum og vildi sjá son sinn í síðasta sinn. Hafin var leit að Bobby og eftir fingrafararannsókn kom Ijós að hann var látinn og hafði verið grafinn í fátækragrafreit. Þremur árum seinna endur- sýndi Disney félagið Söngva suðursins við frábærar viðtökur. Þegar móðir Bobbys var spurð hvað henni þætti um endursýn- ingarnar brást móðurástin ekki og hún sagði við blaðamanninn „Það verður sársaukafullt að sjá hann á hvíta tjaldinu en samt indælt. Hann var svo vel gerður drengur. Viltu segja öllum að engin kona átti nokkru sinni betri og örlátari son.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.