Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 23

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 23
Xfc^ur. LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 - 23 SKAKMOLAR UMSJON: HALLDÓR B. HALLDÓRSSON Khalifman og Anand sigur- stranglegir! Fjörugar skákir og óvænt úrslit eru það sem að skákaödáendur fá að sjá um þessar mundir á Heimsmeistaramóti FIDE sem fram fer á Indlandi. Þegar hafa margir stórlaxarnir 'fallið úr leik. Hannes Fllífar Stefánsson féll t.d. úr leik gegn Viktori Bologan! I fyrstu umferð féllu menn eins og Speelman, Pona- marinov og Lautier strax úr leik og menn eins og Ivanchuk, Krasenkow og Short pökkuðu niður eftir aðra umferð. I þriðju umferð kvöddu svo mótið þeir Van Wely og Leko svo einhverjir séu nefndir. Loks var svo komið að stórleikjum í gær þegar að Svidler og Adams mættust í bráðabana. Fór það svo að Adams vann. Rússin snjalli Morozevich, sem er í íjórða sæti á heimslistanum, tapaði lyrir Tkachiev í umferð- inni og er því mjög óvænt úr leik. Af öðrum úrslitum má nefna að unglingurinn Grichuk sló „lslandsvininn" Ehlvest út, Ixlialliman, Anand, og Shirov komust einnig áfram. Stór- viðureign er í dag en þá mætast í átta manna úrslitum þeir An- and og Khalifman. Það eru einmitt þessir tveir sem eru taldir hafa mestu möguleika á sigri og það eru margir sem að spá því að sigurvegari þessarar viðureignar verði næsti „heims- meistari". Héðan og þaðan Stefán Kristjánsson tryggði sér mat fyrir tvo á Pizza Hut með því að sigra á Atkvöldi hjá Tafl- félaginu Helli sl. mánudags- kvöld en Stefán hlaut 5/ vinn- ing af 6 mögulegum. I öðru til þri'ðja sæti komu svo þeir Jón Friðjónsson og Lárus Knútsson með 414. Þátttaka var nokkuð góð. Olafur Kristjánsson og Þór Valtýsson eru efstir og jafnir með fullt hús vinninga að Iokn- um þrem umferðum í Bikar- móti Skákfélags Akureyrar sem hófst sl. fimmtudagskvöld og er framhaldið á sunnudaginn. Gylfi Þórhallsson fylgir jrcim fast á eftir með 214 vinning. Það voru Réttarholtsskóli og Haga- skóli sem börðust hatrammlega um sigurinn í jólamóti grunn- skólanna í Reykjavík en báðar sveitir fengu 21 / vinning. Það voru þá Réttarholtskælingár sem tóku dolluna heim því að þeir sigruðu Hagaskóla í inn- byrðis viðureign liðann með minnsta mun. Að lokum er hér staða sem kom upp í skák þeirra Boris Gelfands og Jeroen Piket í þriðju umferð heimsmeistara- mótssins. Skákin sannar að meistararnir gera líka mistök því að Piket átti leik og lék : 31. Rd4?? 32. Dxd4! ' B&e i# i 1 4 1 1 ix • -a ÍL & : Bi ÍÍ. ' ' "m 'g. og Piket gafst upp enda tapar hann manni eftir 32.Hxd4 Rxe6+ Allar upipástungur vel þegnar á vost@centrum.is FINA OG FRÆGA FOLKIÐ Dornoch cathederal í Skotlandi þar sem Guy Ritchy og Madonna ætla að gifta sig. „McDonna" giftir sig í Skotlandi Þá helur Madonna náð að stela senunni meðal fína og fræga fólksins í Bretlandi yfir þessa jólahá- tíð, því hún hefur loksins gefið út að hún sé að fara að giftast heitmanni sínum, Guy Ritchie. Brúðkaupið á að fara fram í skosku hálöndunum þann 22. désember, rétt fyrir jólin og eru menn þegar farnir að tala um brúðkaup ársins. Brúð- kaupið verður glæsilegur lokapunktur á viðburða- ríku ári hjá poppstjörnunni sem nú er aftur komin með lög inn á vinsældalista cftir barnsburðarhlé. Madonna á soninn Rocco með heitmanni sínum. Eftir að tilkynnt var uin hvar þau skötuhjúin ætl- uðu að halda brúðkaupið hafa bresku dagblöðin að sjálfsögðu kallað Madonnu, „McDonnu". BARNAHORNIfl Aðeins tveir eins Þó allir þessir birnir virðist í fljótu bragði vera eins þá eru aðeins tveir þeirra alveg eins. Getur þú fundið út hverjir það eru? Sfðan er tilvalið að lita birnina hvern með sínum hætti. Leiðin að eplunum Þessa litlu stúlku langar óskáplega mikið í epli en kemst ekki upp í tréð til að ná sér í eitt. Getur þú hjálpað henni að finna réttu leiðina? Brandarar Stefán læknir: „Ég á ekki til eitt einasta orð. Ég er búinn að gera allt sem ég get í tvo rnánuði til þess að lækna þig af gulu og nú ertu fyrst að segja mér að þú sért Kínverji!" „Pabbi! Eru mannætur i Borgarnesi" „Nei, af hverju spyrðu?" ,/Ei, fréttamaðurinn í útvarpinu var að segja að stór hluti Borgnesinga lifði á ferðamönnum." STJORNUSPA s, ■ % /T Vatnsberinn Þú ferð í búðir um helgina og kaupir alltof dýrar jóla- gjafir. Það þarf ekki mikla spá- dómsgáfu til að sjá það fyrir. Fiskarnir Lúðvík Fikja verður kosinn knatt- spyrnumaður árs- ins í heiminum. Þú lest það í Fíkju- blaðinu eftir helg- ina. Hrúturinn Þú lest ekki raf- rænu jólabækurnar nema innstungan sé í lagi. Og ekki fara þær heldur vel í rúmi. En það á við um fleiri. Nautið Gore verður ekki á Klúbb Clinton í kvöld til að drekkja sorgum sínum. En þú verður þar í sömu erindagjörð- um. Tvíburarnir Þú verður að kafa djúpt til að kom- ast að niðurstöðu. Það gerir píku- torfukafarinn. k Krabbinn Skárra er að hanga á herðatré úti á snúru en á forvarnatré inni á þurrkvíabryggju heimilisins. wj Ljónið Þú hittir mann- eskju í strætó sem þú hefur ekki séð lengi og aðra sem þú hefur aldrei séð og ferð heim með hvorugri. Meyjan Jólasveinninn þinn, jólaveinninn þinn ætlar að koma í kvöld. Hann er að hand- rukka opinber gjöld. Vogin Trommuleikarinn lætur ekki slá sig úr af laginu fyrr en í fulla kjuðana. Sporðdrekinn Þú semur fer- f skeytlu sem fer sigurför um heim- inn þrátt fyrir nokkurt hnoð í þriðju hendingu. Bogmaðurinn Notaðu fiskimjöl í jólabaksturinn. Það ku vera skað- laust svínum og furðufuglum. x-é ++ Steingeitin Þú færð tilboð sem þú getur ekki hafnað í pipar- kökuhúsið þitt, en kýst að selja hitt. Þú ert átvagl. \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.