Dagur - 09.12.2000, Qupperneq 10

Dagur - 09.12.2000, Qupperneq 10
70 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 .Da^fwr Upp til heiða og inn til dala. Sig- mundur og Ingiríð- ur með vinafólki sínu i gönguferð I Barkárdal. Læknir á bráðavakt. Setið við tjaldið í sælu sumarferðalagi. hér í viðtalmu. Ferðalög eru meða/ áhuga- mála þeirra laeknishjónanna. Þessi mynd er tekin á ferðalagi fyrir austan, Sig- mundur með Hengifoss i Fljótsdal í baksýn. Læknishjón á sama sjúkrahúsi Þau eru hjón, bæði læknar við FSA og ern jafnframt talsvert skyld. Bakgrunnur þeirra er ólíkur, en margt sameinar þau í raun þegar að er gáð. ,/Etli það hafi ekki verið undir árslok 1997 við ljósritunarvél á sjúkrahúsinu sem við fórum fyrst að tala saman. Að minnsta kosti man ég ekki eftir að við höfum tekið tal saman áður, þó við hefðum auðvitað vit- að lengur hvort af öðru sem læknar á sama sjúkrahúsi. Kynni okkar hófust svo fyrir al- vöru á þorrablóti Læknafélags Akureyrar sem haldið var snemma á árinu 1998. Eftir það varð ekki snúið til baka,“ segir Ingiríð- ur Sigurðardóttir læknir við svæfinga- og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, þegar hún riljar upp fyrstu kynni sín og eiginmanns síns, Sigmundar Sigfús- sonar yfirlæknis við geðdeild sjúkrahússins. Bæði læknar og skyld í fjórða lið Sigmundur brosir út í annað þegar atvikið við ljósritunarvélina er nefrit. „Eg man ekk- ert hvað bar á góma í þessu samtali okkar. Ætli það hafi ekki verið sjúkragögn og meðferð persónuupplýsinga,“ segir Sig- mundur, sem segir býsna algengt að læknar rugli saman reitum. Hann og Ingiríður þekkja bæði til slíkra dæma úr sinni vist í læknadeild Háskóla Islands - og segja að á Akureyri séu þrenn hjón bæði læknar. .Annars virðist mér þegar ég spái í þetta,“ segir Ingiríður „að algengast sé að læknar velji lækni sem maka, hjúkrunarfræðing eða myndlistarmann. Læknir og kennari er líka algengt mynstur." En það er ekki bara læknisfræðin ein sem sameinar Sigmund og Ingiríði. Upp úr dúrnum kemur að þau eru skyld í fjórða lið; cru afkomendur Jóns Einarssonar hreppstjóra og konu hans Guðrúnar Hall- grímsdóttur sem bjuggu á bænum Lauga- landi á Þelamörk í Hörgárdal. Ut frá þeim er svo vaxið margra meiða ættartré; Ingiríð- ur er fædd og uppalin í Krossanesi við Ak- ureyri en Sigmundur er hins vegar fæddur og uppalinn í Heykjavík, enda þótt ættir sínar reki hann bæði norður og austur á land. - Ingiríður sem lauk námi frá lækna- deild HÍ árið 1984 bætti við sig námi í svæfingalækningum í Svíþjóð og kom til starfa á FSA 1994. Sigmundur, sem er þrettán árum eldri en Ingiríður, nam geð- lækningar í Noregi og hóf störf á Akureyri 1984 og hefur starfað þar síðan sem yfir- læknir geðdeildar sem hann hefur byggt upp. Af Bráðavakt og gagnagrunni Þegar blaðamaður Dags heimsótti læknis- hjónin á Akureyri sl. miðvikudagskvöld voru þau nýstaðin upp frá sjónvarpinu þar sem Bráðavaktin var á dagskrá. Ingiríður segir það vera nánast heilaga skyldu að horfa á þann þátt. Bætir við að annars séu heilbrigðismál og læknisfræði tungu þeirra hjóna töm í daglegum umræðum. „Mér finnst sem svo að síðustu ár bafi umræða um mörg mikilvæg málefni að verulegu leyti legið niðri meðal lækna, um- ræðan um gagnagrunninn hefur átt sviðið og annað hefur verið sett til hliðar. Þetta er miður, því læknar eru í þeirri stöðu í sam- félaginu að þeim ber að taka þátt í þjóð- málunum. Þá er ég að tala um grundvallar- atriði, svo sem Ijárveitingapólitíkina í þess- um málaflokki, forgangsröðun og starfs- mannastefnu á heilbrigðísstofnunum svo eitthvað sé nefnt," segir Sigmundur. Stéttaskiptingin meirí en... Þegar beðið er um álit Ingiríðar á heil- brigðismálum þjóðarinnar segir hún að undanfarin ár finnist sér stefna stjómvalda bæði í heilbrigðis- og menntunarmálum vera í andstöðu við það sem hún ólst upp við að væri eftirsóknarvert; að heilbrigðis- stofnanir og skólar þjóni öllum án tillits til efnahags. „Það er líkt og verið sé að búa í haginn fyrir að einkastofnanir taki við af opinberum rekstri," segir hún og bætir við að stéttaskipting á íslandi sé meiri en flest- ir vilji vera Iáta. Sem áður segir er Ingiríður svæfinga- og gjörgæslulæknir. Hún segir Sigmund svo sem ekki vera neinn sérfræðing á því sviði en vissulega geti hann oft lagt gott til mál- anna. Til að mynda sé liðveisla geðlækna og annarra þeirra sem sálgæslu veita mikil- væg aðstandendum þeirra sem gjörgæslu- læknar séu að sinna. „Eg hef ekki mikið sett mig inn í gjörgæslulækningamar," seg- ir Sigmundur, „en á námsárunum hafði ég þó mikinn áhuga á grundvallarfræðum hennar, svo sem lífeðlisfræðinni. Eg get svona tekið þátt í samræðum um þessi efni.“ Brúðkaup en engir hringar Þau Ingiríður og Sigmundur létu sýslu- manninn á Akureyri gefa sig saman í heil- agt hjónaband í júlí nú í sumar. „Við ákváð- um að hafa lítið umstang og létum því fó- geta gefa okkur saman. En enn erum við ekki búin að setja upp hringana og héldum enga veislu. Hún bíður betri tíma,“ segir Ingiríður, sem á nítján ára dóttur. Sig- mundur á af fyrra hjónabandi fjóra upp- komna syni. „Vegna mikillar vinnu hættir okkur til frumkvæðisleysis á félagslega sviðinu, en við reynum þó að rækja tengsl við ættingja og vini. Það er líka knýjandi nauðsyn að sinna áhugamálum óskyldum starfinu," segja Ingiríður og Sigmundur - og aðspurð um sameiginleg áhugamál utan vinnunnar nefna þau meðal annars ferðalög, leikhús- ferðir, sígilda tónlist; sérstaklega það sem komið hefur úr smiðju Bach, Schubert og Monteverdi. Og þá er söngkonan Björk ónefnd, enda þótt tónlist hennar komi auð- vitað úr allt annari átt. „Ingiríður varð til þess að kynna fyrir mér strengjatónlislina, áður hafði ég mest lagt mig eftir blásturs- músík og stórum kórverkum. Fyrir um þrjátíu árum var ég í Söngsveitinni Fíl- harmóníu þegar hún söng níundu sinfóníu Beethovens í Háskólabíói. Og það var alveg ógleymanlegt, segir Sigmundur, sem á Ak- ureyri söng með Passíukórnum meðan hans naut við. Bær sem hefur margt að bjóða Þau lngiríður og Sigmundur segjast una hag sínum vel á Akureyri. Þar sé vænt að vera. Hitt sé svo aftur annað mál að lengi megi góðan bæ bæta og þar nefna þau tón- listarskólann, Amtsbókasafnið og sitthvað fleira. Það sé líka í raun eitthvað bogið við það að á Akureyri, f bæ sem hefur svo margt að bjóða, skuli fólki ekki fjölga. -SBS.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.