Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 11
Xfc^MT LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 - 11 Fyrri hluti aldarinnar á einni bók lllugi Jökulsson er aðalhöfundur bókarinnar ísland í aldanna rás þar sem saga fyrri hluta 20. ald- ar er sett fram á aðgengilegan hátt. Þetta er mikið rit, um 400 blaðsíður, og með gífurlegum flölda mynda. „Þetta er bók fýrir almenning,11 segir Illugi Jökulsson. „Þeir sögðu mér sagnfræðing- arnir, sem lásu þetta yfir, að það sé þarna tekið sköruglegar til orða sums staðar held- ur en þeir væru vanir sjálfir. En þeir höfðu ekkert við það að athuga. Og ég held að fyllsta hlutleysis sé gætt þegar þörf er á því. En ég var ekkert feiminn að taka sterkt til orða stundum, þegar ástæða var til. Þannig að þetta á ekki að vera dauður sagnfræði- texti heidur Iifandi saga.“ - Þetta er stór bók og efnismikil. I hín er nánast eins og lúxusútgáfa af Öldinni okkar, Jyin'fonnið er sinpað. „Já, það má alveg segja það. Oldin okkar var á sínunt tíma rnjög góð til síns brúks. En það eru ýrnsir slæmir gallar á henni, sérstaklega fyrstu áratugunum, allt fram tii 1950. Hlutum er ekki fylgt eftir, það er sagt frá einhverju eitt árið en svo veit mað- ur ekki hvernig það endar. Og í raun og veru eru það bara blaðafréttir, sem eru í Öldinni, en samhengið bæði fyrir og eftir vantar. Við erum með þetta miklu lengra og ítar- legra. An þess að þetta sé hugsað beinlínis sem kennslubók, þá á hún að vera það pottþétt að hægt væri að fletta upp í henni og maður gæti gengið nokkum veginn út frá því sem vísu að flest allt sem gerðist væri þarna. Nú svo er þetta líka að stórum hluta þjóðlífsfýsing. Það eru margir kaflar sem snúast um annað en beinar fréttir. Það eru blaðagreinar og bókarkaflar sem lýsa áhugamálum fólks, tíðaranda og hugðar- efnum alls konar. Allt frá nærfatatísku til heimspeki einhvers konar.“ Myndimar segja mikla sögu „Annað sem skilur hana frá Öldunum er svo þetla gríðarlega myndefni sem þarna er. Það eru bæði hetri og mikJu fleiri mynd- ir. Þannig að það er ýmislegur munur á. En formið er svipað, þetta er svona annálsform og frekar stuttar frásagnir," segir Illugi. - Undanfarið hefur verið gert miklu meira af því að grafa upp niikið af myud- um sem varpa öðm Ijósi á söguna. „Já, þær eru ekki ómerkasti partur bók- arinnar og segja sína sögu. Það voru grafnar upp ýmsar myndir scm ekki hafa sést áður. Eiginlega eru tvær myndir þarna sem mér þykir vænst um. Annars vegar er það mynd sem er fýrsta litmyndin sem tekin var af Íslendingum. Hún var tekin árið 1904 af Bretum sem komu hingað í heimsókn og er af holdsveikrasjtiklingum í Laugarnesi. Ansi nöturleg mynd, og holdsveikin var þvílíkt feimnismál að ís- Iendingar voru ekki að taka myndir af þessu fólki. En Bretarnir gerðu það, og við vitum ekld betur en að þessi mynd hafi ekki birst áður. Nú svo er þarna önnur mynd sem mér þykir ákaflega vænt um, og það er mynd sem var grafin upp úr tjölskyldualhúmi eins þeirra scm söfnuðu myndunum. Hún er frá 1934 og sýnir tvær allsberar stelpur að busla úti í á. Mér finnst þetta óskaplega falleg mynd. Þegar maður hugsar um mannlífið árið 1934, þá er maður eklært endilcga að hugsa um að fólk hafi kannski bara verið að skemmta ,ífl r- . ,-,'jji ,i'»id < i: Sja.tn sér allsbert úti í á, ungt og kátt og fallegt og skemmtilegt fólk. Þannig að ég var dá- lítið hissa þegar ég sá þessa mynd. Hún var grafin upp úr fjölskyldualbúmi hjá konu sem er núna held ég urn nírætt. Hún er þarna á myndinni önnur stúlkan, og hafði víst hreint ekkert á móti því að birta myndina." Jón Jónsson verkamaður - En það eru þama margir textar með, eins og þii segir, sem eru teknir upp úr ýmsum blöðum og bókum. „Já, það eru þarna allt mögulegt. Það eru fréttir um allt milli himins og jarðar, af sjálfsmorðum, barnaníðingum þess vegna og hverju sem er. Og frá 1908 er tekin klausa upp úr Kvennablaðinu þar sem kona er að hvetja kynsystur sínar til þess að leggja nú á hilluna þessi skelfi- legu lífstykld sem konur voru þá alltaf reyrðar í. Svo er minningargrein um Jón Jónsson verkamann sem mér þykir óskaplega vænt um að hafa fundið. Þetta er voða- lega lín grein og mikil niannlífs- og þjóð- lífslýsing. Mér linnst hún vera alveg jafnmikil lýsing á þjóðlífinu eins og margar lýsingar á stjórnarmyndunum Ölafs Thors eða Jóns Magnússonar.“ - Hann hefur heitið Jón Jónsson? „Já, hann hét Jón Jónsson verkamaður, og hann var Jón Jónsson verkamaður, liinn eilífi, hógværi, íslenski verkamaður sem aldrei kvartaði og aldrei fór í verkfall. Þetta er afskaplega merkileg grein," segir Illugi. Skemmtileg vinna „Þegar útgefandinn fékk mig til þessa verks, þá var ég satt að segja ekki viss um að þetta væri neitt skemmtilegt verkefni fyrir mig persónulega. Þótt ég hafi nú grautað í allri mögulegri sögu í gegnum tíðina, þá var nú fyrri hluti tuttugustu aldar ekkert mitt uppáhald. Eg svona ímyndaði mér einhvern veginn að þetta væri frekar leiðinlegur tími. Það væru einhverjir kallar í jakkafötum að rífast um einhverjar aukasetningar í sambandslaga- samningnum við Danmörku. Og svo væri bara verið að kaupa togara. En þetta reyndist svo vera rniklu skemmtilegra en ég hélt. Það var vissulega mikið unt rifrildi um afleiddar aukasetning- ar í sambandslagasamningnum \ið Dan- mörku, en meira að segja það var dálítið skemmtilegt því þarna á heimastjórnartím- anum voru að cigast við ansi merkilegar persónur. Eins og Hannes Hafstein og Björn Jónsson og Skúli Thoroddsen. Og fleiri reyndar, en kannsld aðallega þeir þrír. Það kom mér á óvart hvað þetta voru merkilegir menn og þeirra viðureignir allar dramatískar. Þetta eru mildir merkismenn allir þrír og áttu allir sínar sterku hliðar, en líka mjög veikar hliðar. Og það var mjög gaman að kynnast því og fást við að koma því til skila. Svo seinna á öldinni koma náttúrlega til sögunnar menn eins og Jónas frá Hriflu, og Óli Thors og Hermann, en þetta voru náttúrlega allt þvílíkir skör- ungar að það var bráðskemmtilegt að skrifa um þá alla,“ segir Illugi. Karp um smáatriði „Maður fer reyndar svolftið að hugsa að allt hafi þetta skipt ákaflega litlu ntáli sem þeir voru ;ið deila um. Vegna þess að það sem raunverulega skipti máli, sem er hin dýpri þróun samfélagsins, þeir voru ekkert mildð að takast á um það. Þetta var meira svona karp um óttaleg smáatriöi." - J lefur Jmð nokkuð bre)st? „Nei, ég er ansi smeykur um að það hafi voða lítið breyst. En þegar kemur fram á krepputímana og þegar kommúnistar fara að gera sig gildandi, þá má náttúrlega segja að einhver hugmyndafræðilegur ágreining- ur skipti kannsi meira máli. En samt sem áður, þá sýnir til dæmis nýsköpunarstjórn- in, sem Óli Thors myndaði með psykk- ólógískum fiffum og brellum og brögðum, eins og hann sagði sjálfur, hún sýnir það hversu stutt hefur í rauninni verið á milli íslenskra pólitíkusa. Því þeir áttu ckki í nokkrum erfiðleikum með að ná sainan um stefnu í öllum málum.“ Hálfgerður kommúnismi „Það er líka dálítið merkilegt hvað þetta þjóðfélag er njörvað niður í einhvers kon- ar áætlunarbúskap og höft. Eg veit ekki hvað á að kalla það annað en hálfgerðan kommúnisma sem ríkti hér þegar hafta- tímabilið var sem sterkast. Og Sjálfstæð- isflokkurinn átti ekkert minni þátt í því en aðrir að koma því á fót og viðhalda, og raunar meiri en flestir aðrir af því hvað hann var stór. ÖIi Thors var realpólitíkus og gerði það sem þurfti, og á þessum tíma virtust menn vera bara sannfærðir um að þetta væri það sem þyrfti. Og síð- an var þjóðfélagið eiginlega niðurnjörx a ■ í marga áratugi á eftir. Það þurfti leyfi fyrir hverju einasta smáatriði nánast," segir Illugi. - En á svo að halda áfram, seinni part aldarinnar? „Já, það stendur til. Og við vitum ekki annað en að hún eigi að koma bara strax á næsta ári. Og revndar erurn við þegar komin nokkuð á veg nteð það. Vandinn verður náttúrulega aö hún þurti ekki að verða 1500 síður eða eitthvað. Því það náttúrulega gerist fleira eftir því sem landsmönnum fjölgar og þjóðfélagið verð- ur flóknara." -GB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.