Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 8
S - LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 VEH KfA LL'JL írJU 1 IAjJDJjJU J- Vggut- Ég ætla verða að Nú er verkfall kennara búið að standa yfir í mánuð og er það vissu- lega orðið áhyggjuefni margra, ekki síst nemendanna sjálfra. Misjafnlega hefur gengið fyrir ungmennin að halda sig að sjálfsnámi eins og fram kemur í eft- irfarandi viðtölum sem Dagur tók við nokkur þeirra og margir hafa ekkert haft annað að gera en sofa og vakna til að borða. Einnig eru dæmi um það að erlendir skiptinemar sem hafa verið við nám hér á landi, hafi hreinlega þurft að pakka saman og halda til síns heimalands. Eftir- farandi spurningarnar voru lagðar fyrir alla við- mælendur. - Hvaða áhrif hefur verkfall kennara haft á íyr- irætlanir og væntingar þínar um framhaldið? Hvernig hefurðu getað notað tímann? Og hvaða skilaboðum viltu koma út í samfélagið varðandi stöðuna? Kennir í verkfallinu Jóhannes Skagfjiirð Magnússon er nemandi á Ijórða ári í Flensborgarskóla. „F.g ætti að útskrifast næsta vor og ég býst ekki við að verkfallið komi neitt til með að hafa áhrif á það, ég er heklur ekki méð það mörg fög og á lítið cl'tir til að geta klárað. Eyrstu vikuna í verkfallinu var maöur bara feg- inn að fá frí og var að skemmta sér og svoleiðis. En svo fór ég og talaði við gamla yfirkennarann minn í grunnskólanum hérna og sótti um að fá að kenna í verkfallinu. Hann skoðaði gögnin mín og leist hara vel á að fá mig og ég er svo búinn að vera forfallakennari hjá yngstu krökkunum. Ég ætla mér að verða kennari, framhaldsskólakenn- ari.“ - Uefur það engin áhríf á þessa ákvörðun þína að sjá kennara flýja úr stöðum sínum sökum lalira kjara? „Eg átta mig alveg á því að það verður enginn ríkur á því að vera kennari, enda er þetta fyrst og fremst hugsjónastarf. Mig langar að gera þetta, því þetta starf er öðruvísi en öll önnur störf, erfitt en skemmtilegt og ég vona bara að ég hafi efni á því að vera hug- sjónamaður. Ég hef haft alveg nóg að gera þessa dagana fyrir utan að kenna í forföllum. Ég er í leiklistarhóp í skólanum og við höfum verið að æfa og svo er ég í ungum fram- sóknarmönnum og það eru búnir að vera stöðugir fundir hjá okkur." - Hafið þið eitthvað veríð að ræða verkfall kennara á þessum fundum? „Já, og við viljum helst að það verði samið sem fyrst auðvitað. Annars eru mjög skiptar skoðanir meðal manna á fundum og margir sem vilja alls ekki taka afstöðu til þessara mála, svo við höfum ekki getað sent frá okkur neinar ályktanir. En ég fyrir mitt leyti er alls ekki ánægður með mína menn á þingi, framsóknarmenn ættu að vera búnir gera meira og gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn og beita þá meiri þrýstingi og ég veit að það eru flciri sammála mér í því. Davíð Oddsson og Geir H. Haarde hafa ekki látiö sjá sig allan tímann meðan á verkfallinu hefur staðið og svo loksins þegar Davíð kom fram í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum þá er hann bara að segja brand- ara um kcnnara. Þessir menn hafa ekki verið með neitt annað en skæting og Björn Bjarnason menntamálaráðherra, lét heldur ekkert sjá sig fýrstu þrjár vikurnar og það er nú cins og hann sé í verkfalli líka. Félag framhaldsskólanema boðaði til málþings um daginn til að ræða um verkfallið og þeir sem höfðu verið boðaðir þangað til að tala voru, einn kennari, nemandi, Elna Katrín og svo Davíð og Geir. Þeir tveir síðastnefndu fengu að stjórna því á hvaða degi og tíma þingið skyldi haldið og allt í lagi með það. En svo daginn áður en þingið átti að vera þá afboðuðu þeir komu sína og sögðu þetta ekki vera rétta vettvanginn til þess að ræða þessi mál. Ég verð nú að segja, ef þetta er ekki rétti vettvangurinn, hver er hann þá. Mér finnst líka nemendur ekki hafa staðið sig nógu vel, þeir hefðu átt að sýna meiri samstöðu og Iáta heyra meira í sér. Skilaboðin sem ég vil koma á framfæri eru til Davíðs, Geirs og Björns um að fara að sína þessu verkfalli meiri áhuga. Við erum hérna tæplega tuttugu þúsund manns sem erum ekki að gera neitt. Og þeir mættu kannski hugsa um það að af þessum tuttugu þúsundum hafa kannski tíu þúsund manns kosningarétt." Jóhannes Skagfjörð Magnússon nemandi á fjórða ári í Flensborgarskóla segir það vera hugsjón sína að ætla að verða kennari. mynd: einar kennari Snorri Sigurðsson, nemi í síðasta áfanga við Menntaskólann í Hamrahlíð hefði átt að útskrifast um næstu áramót, en nú virðist útséð um að svo geti orðið. MYND PJETUR Snorrí Sigurðsson nemi í síðasta áfanga við Menntaskólann í Hamra- hlfð. „Ég hefði átt að útskrifast um næstu áramót, en nú virðist útséð um að svo geti orðið. Ég var ekki búinn að gera neinar sérstakar ráðstafanir um framhaldið, nema að fá mér vinnu, þar sem ég fer ekki í Háskólann fyrr en næsta haust, svo þetta ástand hefur eld<- ert sérstaklega slæmar afleiðingar fyrir mig að öðru leyti en því að það dregst auðvitað að ég geti byijað að vinna. En ég veit um fólk sem var húið að gera heil- miklar ráðstafanir, jafnvel skrá sig í framhaldsnám erlendis, kaupa sér farmiða og svo framvegis. Það er fyrst og fremst óvissan sem cr verst, að vita ekki neitt hvort maður útskrifast í janúar, febrúar, eða jafrivel einhvern tíma síðar. En það verður ekki auðvelt að koma sér af stað aftur eftir svona langa ládeyðu. Ég er að vona að það verði kennt í það minnsta tvær vikur hjá okkur fyrir próf. Fyrst um sinn var ég með einn stundakennara og það hélt manni svona gangandi. Svo er ég í báð- um kórum skólans og jólastarf kórsins var í húl’i, svo Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnandi kórs Menntaskólans við Hamrahlíð fékk undanþágu til að vera með okkur á æfingum og æfa jóla- prógrammið hér í skólanum. Hamrahlíðakórinn er hins vegar að langmestu leyti skipaður nem- endum sem eru löngu útskrifaðir og æfir út í bæ svo verkfallið hef- ur engin áhrif á starf hans. Fyrir utan kórstarfið hef ég eldd verið að gera margt, hef kannski bara sofíð einum of mikið. Skilaboðin sem ég mundi vilja koma á framfæri eru til nemenda, um að þeir haldi áfram sfnu striki og haldi í vonina. Og svo til samningarmanna að þeir átti sig á því að ef kennarar fá ekki stór- bætt sín kjör þá deyr þessi stétt út. Menn verða að átta sig á því að kennarar eru ein af nauðsyn- legustu stéttunum og það gengur ekki að vera með ólærða kennara ef það á að leggja einhvern metn- að í menntun í þessu landi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.