Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 14

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 14
74 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Að kunna að mæta kringumstæðum Jólakvíða þekkja margir. Til að takast á við hann þarf fólk, að mati prests, þroska til að geta mætt kringumstæð- um og sniðið sér stakk eftir vexti. Ástvinamissir verð- ur oft sár um jólin. „Vissulega er jólakvíði al- þekkt fyrirbæri. Skýring- arnar geta verið margvísleg- ar, en eru oft þess eðlis fólk kiknar undan fyrirhöfninni og umstanginu sem fylgir jólahaldi í markaðsamfélag- inu. Sumum kann að finnst þeir ekki hafa ekki svigrúm né fjárráð svo jólahaldið verði í samræmi við eigin vaentingar og ástvinanna," segir sr. Gunnlaugur Garð- arsson, sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri. Uppgjöri frestað fram yfir jól Að sögn sr. Gunnlaugs ber jólakvíðann oft á góma í samtölum fólks við presta og annarra þeirra sem sál- gæslu veita þegar jólin nálgast. I þessu sambandi vill hann gera greinarmun á jóla- kvíða annars vegar og skamm- degisþunglyndi hins vegar, þó vissulega geti þarna stundum verið tengsl á milli. „Sársauk- inn hið hið innra verður oft meiri fyrir jólin en í anna tíma, því jólin eru í hugum okkar flestra tíð sáttar og gleði í fjölskyldunni. Sem dæmi má nefna að þegar „Sársaukinn hið innra verður oft meiri fyrirjólin en í annan tíma, þvijóiin eru i hugum okkar flestra tíð sátta og gleði, “ segir sr. Gunnlaugur Garðarson hér í greinni þar sem fjallað er um jólakvíða. mynd: brink. ósætti kemur upp meðal ást- vinna, sem ekki hefur tekist að brúa, þá getur einvera orð- ið hlutskipti einhvers á við- kvæmum tíma. Einnig getur það gerst að fólki fresti upp- gjöri, til dæmis í sambúð, fram yfir jólin, þannig að ekki skyggi á gleði barnanna. En síðan er reynt að gert út um hlutina þegar kemur fram á nýtt ár.“ Hver maður á að taka á móti jólunum miðað við sínar kring- umstæðum, segir sr. Gunn- laugur Garðarsson, og bætir við að í raun sé það þroska- verkefni hvers og eins að geta tekist á við aðstæður sínar með þeim hætti sem þarf. Kunna og geta sniðið sér stakk efnir vexti. „Þetta á ef til vill helst við um þá sem eru einir á báti. Kringum- stæður eru svo aðrar þegar börnin eiga í hlut. Milli þeirra er oft samanburður og þar kynnast þau mis- skiptingunni í þjóðfélag- Þar duga engar gervilausnir Ef til vill má segja að ekk- ert einhlítt ráð sé til við því hvernig fólk eigi að mæta jólakvíða sæki hann að. Það er þó mat kunn- ugra að heilbrigð skynsemi og þroski til að mæta að- stæðum einsog þær blasa við á hverjum tfma sé notadrýgstur. „Þar duga engar gervilausnir, heldur það að mæta raunveruleik- anum einsog hann er, en leitast við að líta það allt í Ijósi boðskaparins sem jól- in eiga að bera okkur; um þá gæsku Guðs sem vill vitja hverrar mannveru í kristi að við megum eign- ast hlutdeild í ljósi hans, lífi og kærleika,'1 segir sr. Gunnlaugur Garðarsson. - Hann bætir því við að sársauki vegna ástvina- missis sé mörgum sárari um jólin en í annan tíma, þar sem jólahátíðin sé ein- mitt sú tíð sem við eigum hlýjar minningar um er við nutum gleðinnar í faðmi fjölskyldu. „Þegar maður veit sig van- búinn til að taka jólum með þeim hætti sem maður er vanur vegna einhvers þá er gott ráð að taka væntingarnar niður og mæta hverjum degi eins og hann kemur með það fyrir augum að gera gott úr hlutunum," eru lokaorð sr. Gunnlaugs. -SBS. --------------------V^ur Heilsumolar Jólaundirbúningur í algleymi og á mörg- um heimilum er streitan aldrei meiri en þá. I desembermánuði minnir Land- læknisembættið fólkið í landinu á gildi hvfldar og svefns fvrir vöxt og viðgang líkama og sálar. Er fólk hvatt til að njóta kyrrðar og hvíldar á aðventunni og jafn- framt minnt á að að syfjaður bílstjóri getur verið jafnhættulegur í umferðinni og sá ölvaði. X Njóta kyrrðar í einrúmi Nú í desember vill ýmislegt annað bren- na við en smákökurnar til dæmis að fólk unni sér ekki nægilegs svefns og enn síður hvíldar. Gefum okkur tfma til að njóta kyrrðar og hvíldar á aðventunni annað hvort í einrúmi eða með fjöl- skyldu og vinum, segir á heimasíðu landlæknis og þar undirstrikuð sú vel- þekkta staðreynd að akstur og áfengi fari ekki saman. „Færri gera sér grein fyrir að syfjaður bílstjóri getur verið jafnhættulegur í umferðinni og sá ölv- aði. Ef maður er illa eða lítið sofinn ætti bíllinn að fá að hvíla sig líka,“ segir orð- rétt. Áhyggjur, verkir og sjúkdómar „Ástæður svefntruflana geta verið áhyggjur, verkir, sjúkdómar, vfmuefna- neysla eða aukaverkanir lyfja. Oreglu- legur svefntími vegna vaktavinnu eða breytinga á lífsmunstri svo sem barn- eigna getur líka truflað svefn,“ segir á heimasíðu landlæknis, og ennfremur að svefnleysi og of lítill eða óreglulegur svefn hafa slæm áhrif á andlega og lík- amlega heilsu. Einstaklingur sem hefur ekki fengið fullnægjandi svefn hugsar ekki skýrt. Styrkir líkamsklukkuna Reglulegur fótaferðatími styrkir Iíkams- klukkuna og leiðir að lokum til reglu- legs svefntíma, segir landlæknir þar sem tíunduð eru helstu húsráð um svefn. Þau eru einnig að dagleg reglu- bundin hreyfing leiði til dýpri og betri svefns en óregluleg líkamsrækt rétt fyr- ir svefn geti gert ógagn. Hungur truflar svefn og sama gildir um að vera of sadd- ur. Áfengi getur hjálpað spenntum manni að sofna en það truflar svefninn. Sama gildir um tóbak. Tryggja þarf ró í umhverfi og huga áður en lagst er til svefns. Forðast að taka áhyggjurnar með í rúmið. Munngæluleysi Það er afskaplega algengt að pör finni fy'rír mis- ræmi í kynlífinu sem erfitt er að lifa með, stund- um er það mís- ræmi í kynlöngun og stundum í áhuga á ákveðn- um kynlífsathöfn- um. Þess vegna má enn og aftur til sanns vegar færa að hið ævi- langa kynlífssamband sem við eig- um við oklvur sjálf sé í alla staði Iangfarsælast. Þegar fólk er saman í lengri tíma í sambandi eða hjóna- bandi sem inniheldur í flestum til- fellum kynlíf, er algengt að með tímanum komi upp ákveðinn vani í kynlífinu. Þetta er kannski eins og að ganga alltaf sömu leiðina í vinnuna eða versla alltaf í Péturs- búð, eitthvað kunnuglcgt og nota- legt en kannski ekkert voðalega spennandi. Stundum verða vanda- málin það alvarleg að annar aðili sambandsins fer að íhuga skilnað. Þannig var málum einmitt háttað hjá vini mínum sem hringdi í mig fyrir nokkrum dögum aðframkom- inn vegna þess að konan hans vill ekki veita honum munngælur. Fyrir einhvern annan væri þetta kannski allt í lagi - en í tilfelli vin- ar míns eru munngælur eitthvaö sem er afskaplega mikilvægt fyrir hann í kynlífinu og því er vanda- málið mjög raunverulegt fyrir hann. Talasaman Varðandi vandamál af þessum toga eru einlægar samræður það mikilvægasta og kannski erfiðasta sem nauðsynlegt er að gera. Það geta verið margar ástæður lýrir því að konu vinar míns er illa við að veita honum munngælur. Kannski veit hún ekki alveg hversu mikil- vægt það er fyrir hann og hversu heitt hann þráir það. Eina leiðin til að breyta þessu er að segja henni það rcljalaust, ekki bara með látbragðí eða undir rós. Eg ráðagði vini mínum þó að gæta þess að segja það ekkj með nei- kvæðuni formerkjum t.d. ,Af hver- ju geturðu ekki tottað manninn þinn eins og allar aðrar eiginkon- ur, mér finnst það svo ferlega gott“, að vera heldur á jákvæðu nótunum og nota til dæmis tæki- færið þcgar hún bragðar lítillega á honum og segja henni hvað það er gott: „oh, ástin mín það er svo yndislegt þegar þú tekur hann upp í þig“. Ánnar möguleiki er að kon- unni finnist hún ekki kunna nógu vcl að veita munngælur. Það er ótrúlega algengt að fólk fyllist frammistöðukvíða, meira að segja eftir margra ára hjónaband. Kannski finnst henni munngælur einfaldlega ógeðslegar eða rangar, skilaboð úr uppeldinu um að kyn- færi séu óhrein og að nálægt þeim eigi maður nú ekki að setja andlit- ið. Þessu er ekki hægt að komast að nema með innilegum samræð- um parsins á milli. Ráðin frá Röggu Að vanda átti eg í handraðanum nokkur ráð fyrir vin minn sem hann lofaði að íhuga áður en hann imprar næst á málinu: l. Finndu hlutlausan tíma til að ræða málin. Ekki gera það í miðjum ástarleik. Ekki gera það þegar aðrir eru viðstaddir. Notaðu heldur tækifærið þegar þið eigið .ÍJJJJ J'.JkJ Át Ají'.J. Jjí.jI.éLjJ. jí. notalega kvöldstund heima eða t.d. í löngum bíltúr. Mikilvægast er að þið hafið næði, ykkur líði báðum vel og að andrúmsloftið sé eldd hlaðið kynferðislegri spennu. 2. Vertu opinn og hreinskilinn í umræðunni. Segðu konunni þinni að þú viljir ræða mál sem sé þér mjög mikilvægt. Segðu henni hvað þér finnst um hana, hvaða lilfinningar þú berð til hennar. Það er alltal’ gott að he\Ta að maki manns elski mann og finnist mað- ur kynþokkafull(ur). Segðu henni hvað þú saknar þess mikið að hún veiti þér munngælur. Svo verður þú að meta það út frá viðbrögðum hennar hvert umræðan fer þaðan. I Jijk jtji.JJAJ.JA-. l.J'J J .1-. ji i.?. Þegar fólk er saman í lengri tima í sambandi eða hjónabandi sem inniheldur i flestum tilfellum kynlif, er algengt að með tímanum komi upp ákveð- inn vani í kynlíf- inu. Reyndu umfram allt að vera nota- legur, rólegur og umfram allt ekki ásakandi í umræðunum. 3. Þegar þið eigið saman ást- arstund skaltu hrósa henni, segja henni hvað þér þyki gott að vera með henni og hvað þér þyld gott það sem hún gerir við þig, sérstak- lega ef hún veitir þér munngælur. Ef vel gengur eftir samræðumar skaltu ekki gleyma að þakka hcnni fyrir að lcggja sig fram um að bæta kynlíf ykkar, elvki síst þegar þið eruð ekld að njótast. Ragnheiður Eiríksdóttirer hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjaji á persona.is KYIMLIF Ragnheiður Eiríksdóttír skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.