Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 16
16 - LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Fluguveiðar að vetri (196) Hversu oft hef- ur maður ekki veitt, og veitt vel, eftir hug- boði? Eftir óljósum grun eða jafnvel mik- illi vissu sem þó átti sér enga stoð í raunveru- leikanum? A þeim stundum þakkar maður „sjötta skilningarvitinu". Fyrir það sem sjón, heyrn, bragð, lykt og snerting gátu ekki komið á framfæri. En stundum er það sjötta ekki nóg. Braqðlaukar veiðimannsins Sjón og heyrn eru bragðlaukar veiðimannsins. Kosturinn við fluguveiðar, andstætt mörgum öðrum aðferðum við veiði, er að maður er alltaf að. IVlaður er að kasta, spá, spekúlera, draga að, hægt, hratt, láta reka frjálst, uppi, niðri, það er aldrei hangs yfir engu við fluguveiðar. Eða sjaldan. Og maður á að vera mjög árvökull, allan tímann. Man ég atvik. Eg var staddur í fínni Iaxveiðiá og á stað sem við höfðum sé fisk. Reyndar kom fiskurinn upp um sig þegar ég dró örtúbu eins hratt og ég gat frá einum bakka til annars, þvert yfir strenginn. Þá kom hann upp í fluguna tvo metra niður undan mér, en missti af. Svo gerðist það sem oft verður við ónæði í laxahyl: þeir fara að sýna sig. Stökkva eða bvlta sér. Svo ég ákvað að „vinna“ stað- inn. Sérstaklega straumbungu í miðri ánni þar sem ég þóttist hafa orðið var við þá. Séð en ekki heyrt Fljótt voru laxarnir hættir að stökkva með þyngum dynkjum. Það var síðdegi, sólin sest handan við ásana og aðeins tekið að bregða birtu, enda áliðið sumars. Skuggar. Stundum er betra að skuggar dansi í straumgárunni en ægibjört sól lýsi hana upp. Þá verður birtan svo flöt. Nú var dýpt í Ijósinu. Og flugan kom á hægu rennsli aftur yfir til mín. Þá sá ég það. Ef þetta hefði aðeins gerst í þetta eina skipti hefði ég leyft mér að efast. Efast um að þetta hefði verið annað en óskhyggjan. En þar sem skuggar dönsuðu í straumgáru sá ég allt í einu eins og þrýst væri á móti. Hryggur kom ekki uppúr, ekki svelgur eða öldufaldur, ekki einu sinni bunga, heldur bara að skuggadansinn breyttist og fylgdi einhverri línu andartak. Minna en andartak. Svo var það búið. En ég tók eftir að þessi lína var einmitt þar sem ég vissi af flug- unni. Næsta kast Ég kastaði nákvæmlega eins í staðinn fyrir að þoka mér lengra niður með strengnum. Nú kom flugan og þá sá ég það aftur. Lfna, eða strik, myndaðist í sam- leik straums og skugga og til að sannfæra mig ennþá betur sá ég horn af sporði. Bara efra hornið. Rétt andartak. Nú var ég alveg viss um að þetta væri fiskur. Þriðja kastið var alveg eins og hin tvö. Spennan í hámarki. Og þá kom hann og sýndi sig. Haus, og auga. Ekl<i allur hausinn, að- eins efri hlutinn, dökkur í skugga- dansinum, en svo sá ég auga líka og það var alveg við fluguna. Svo varð ég ekki meira var \ ið þennan fisk. Misst af Það hefði verið auðvell að missa af þessu mjög svo smáa sjónar- spili. Ef maöur hefði ekki verið á tánum vegna þess að fiskurinn elti skömmu áður er alveg eins líldegt að hugurinn hefði verið reikull, árveknin ekki upp á sitt besta og ég misst af íyrstu hrcyl- ingu fisksins. Jafnvel þeirri næstu líka. Og haldið áfram nið- ur með strengnum óvitandi um þá dramatík sem nú var í boði. Það er eins gott að hafa augun hjá sér. Þetta minnir á atvik á sjó- birtingsveiðum í haust. Stundum er ekki nóg að fylgjast vel með. Ég vissi af fiskum í hyl, á breiðu í miðri á. Þar var spegill. Þessi staður er undir hárri brekku og þar uppi var félagi minn að borða banana og hvíla sig í bíl. Hélt ég. Það var hlýtt og lygnt, fiskarnir höfðu ekki sýnt sig og nú ákvað ég að prófa stóra þurrflugu. Hún skautaði á, Royal Wulff í allri sinni bústnu tign. Enginn fiskur sást koma. Þá heyrði ég kallað. Flugan var á sveimi út á speglin- urn og ég gætti vandlega að hvort sæist lítil straumgára undir henni sem ekki fylgdi alveg hrynjandi vatnsins. Stundum er það eina vitneskjan um fisk. Ég sá ekkert. Þá heyrði ég kallað aftur og hærra: „Þessi var stór maður!" Stærðar sjóbirtingur hafði risið af bóli sínu og komið upp undir fluguna, tekið spyrnu út á hlið og um leið glampaði á silfraðan kvið- inn svo sást greinilega uppi á brekkubrún. Þessar upplýsingar settu ævintýri í gang. Ekki úti í á. Hcldur í mínum eigin huga og nú þrákastaði ég og hamaðist því ég vissi að hann var til í leik. Auðvit- að sá hann við mér. En á heim- leið velti ég því fyrir mér hversu oft við veiðimenn missum ekki af því sem getur skipt sköpum. Láttu þig dreyma, hlustaðu á hugboð, en gleymdu ekki að hafa augu og eyru opin. Það má aldrei slaka á, fluguveiðar eru þrældóm- ur! FLUGUR TVÆR FLIKUR IEINNU HETTUR OG ÞURR THERMO varmanærfötin eru í raun tvær flíkur í einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. Notaöu Thermo nærfötin í næsta ferðalag, þú sérö ekki eftir þvf. SJOBÚÐIN, LAUFÁSGATA 1 ■ 600 AKUREYRI • SfMI 462 6120 ' 'om:- SLE&iH V mti- lí5T V % P'lLP, ' SllGfálf TWl WÚLL FLöK) m tfw V SKARÖ V OTUL mm spm STAFlA MORA i 1111 >i E K K f PúATLA VAFA HÆSTU FALLI6 lérAT fflBEÍ GLiW- UK TOR- vno ItSA o Kvala- FuLLT 3 SKOLLA FÆ-öi Wsm LFJK- fóNG Sffó'oR I \r mm mw klaufa Tom Mb&lR N 0 i STUNA- AP SLtlTA h— ffciPTA; BEM//VA TmZ Wtast SPlLA 111 ELMZ MW SWI 1BOK 1 RWB uii iFfRz. tfETTlft V£;k SKABI >3> || • : F'oMA G/BlA FtPPH- ast 'aflos AUKAST TfiysT 2 mm ttkt' KjMf f/AFfi riEmtf liillll mtn P'AR FIM A 'm&oT IfMAh Mb H KIPP R$6fc- Sot-i TV'l,- 4M0ÐI m fUGL ST'iF SKRAF LÍK FRESV Aöl KROPP FJÖl- V)S FR'A 1 l? STÍA »111 llllf 111»; .■yyvy.ývýy/- E \ s S'AL moÐi b TRVHl Fttóm 5 SVAR STflAX 'ODllGr LE.&AR ODDI KiRRd STÖHtk vmp ílR 6'AS Hu'on / SA-B- LAtím !? 4 mi T rtMKA- SbL MAHHS' NAFrl 1 £ L ~T yijóo\ uoHtkW'iolC nmove: 'íuúnurfiöijo tuo8?.0iiujíuí'JL .igmnnoimyj giý túiovyi í vci .;:i, e » Krossgáta nr. 216 Lausn ................. Nafn .................. Heimilisfang........................ Póstnúmer og staður ................ Helgarkrossgáta 216 I krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta 216) Strandgötu 31 á Ak- ureyri eða í faxsíma sem er 460 6171. Lausnarorð krossgátu 215 er AÐ- VENTUKRANS og vinn- Vinningshafinn ingshafi er Sesselja B. fær senda bók- Guðmundsdóttir sem býr ina Ást, morð og að Álfaskeiði 72 í Hafnar- dulrænir hæfi- firði. Hún fær senda bók- leikar. ina Ást, morð og dulrænir hæfileikar eftir Pétur Eggerz. í'jjiiiaiugn J - .'iuoii muufiii.’íi ' • • ' ) rtji

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.