Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 9
Xfe^iML LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 - 9 \- J -JS J Margrét Rún Einarsdóttir er þriðja árs nemandi í Borgar- holtsskóla í Grafarvogi. „Ég á von á því að þetta seinki skólan- um fram á sumar og það raskar mörgum áætlunum hjá mér, meðal annars því sem ég hafði hugsað mér að gera um páskana. Ég er alveg sérstaklega fúl yfir ástandinu, einkum vegna þess að ég hef verið mjög dugleg á þessari önn og lagt mig mikið fram, verið að mæta vel, er í mörgum einingum og með alveg pakk- aða stundatöflu. Ég var komin vel á skrið og þá kom verkfallið og allt féll um sjállt sig og manni finnst einhvern veginn að allt sem maður er búin að vera að gera sé ónýtt og maður þurfi að bytja á öllu upp á nýtt. Ég fékk strax vinnu í Landsbankanum og er að vinna þar allan daginn, svo mér lciðist ekkert iðjuleysið og þar að auki er ég með jafnhá laun og kennarar." - Heldurðu að jní guggnir nokkuð á náminu? „Það eru nokkrir skólastjórar búnir að gefa út yfirlýsingu um það, að það eigi ekki að fella niður þessa önn. Ég fyrir mitt Ieyti ætla ekki að gefast upp, en ég veit um marga krakka sem hafa hugsað sér að sleppa bara þessu skólaári og Margrét Rún Einarsdóttir nemi í Borgarholtsskóla vlnnur i banka á meðan á verkfallinu stendur. Hún segist vera alveg sérstaklega fúl yf/r ástandinu, jafnvel þó hún sé með jafnhá laun og kennar- ar í bankanum. mynd einar byrja svo aftur næsta haust. Margir af þeim krökkum eiga ábyggilega eftir að hætta bara alveg í skóla. Þessum krakkarnir kvíða rosalega fyrir að fara aftur í skólann og það eru alls ekki allir sem geta tckist á við það álag sem framundan er. Mér finnst kennarar í raun alveg vera að gera það rétta og ég sem nemandi skil þetta alveg, enda hef ég haft alveg frábæra kennara, til dæmis umsjónar- kennara minn sem búinn er með tíu ára háskólanám og gæti þess vegna alveg verið í starfi með margföld þau Iaun sem hann hefur í dag. Mér finnst bilið á milli kennara vera of lítið og það mætti alveg taka tillit til þess hvort þeir eru búnir að vera í tvö ár eða tíu í háskóla- námi. Um leið og kjör þeirra verða betri þá munu fleiri háskólamenntaðir kenn- arar sækjast eftir að vera í kennara- stöðu. Skilaboðin sem ég vil senda frá mér fyrst, eru til krakkana um að gefast ekki upp og hætta ekki f skóla. Svo mega þessar tvær samninganefndir bara fara að semja, þetta gengur ckki. Og ég vona að kennarar geri góða samninga í eitt skipti fyrir öll, svo þetta þurfi ekki að koma fyrir aftur.“ -W Björg Þórsdóttir er fyrstaárs nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún segir það frétt- næmt ef samnings- aðilar boða til fundar í nokkrar klukkustundir. MYND ÞÖK Björg Þórsdóttir er nemandi á fyrsta ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Ég er orðin mjög pirruð og reið á ástandinu. En ég ætla ekki að hætta í skóla og ég veit ekki um neinn í mínum áfanga sem ætlar að hætta. Við ættuin samkvæmt venju að vera í prófum núna, þannig að þegar kemur að próf- um einhvern tíma eftir ármót þá verður það ekkert eins og fólk vant. Ég efast einhvern veginn um að maður nái að klára tvær annir á einni önn, þetta er það langur tími sem búið er að taka af okkur. En ég er farin að bíða el'tir að skólinn byrji aftur. Ég hef verið að vinna á hjúkr- unarheimili og svo er ég í kór Menntaskólans. Fyrst vorum við að reyna að æfa okkur sjálf í kórnum og mættum bara á hefð- bundnar æfingar. En það gekk ekkert hjá okkur, það var engin agi. A einni æfingu um daginn, þá sagði einn kórfélaginn við okkur, „hafið þið tekið eftir því, að þið vaknið kannski klukkan tvö á daginn, þá farið þið og fáið ykkur að borða og ráfið svo um íbúðina og segið svo við sjálfan ykkur, ja, það er best að fá sér sæti núna og svo sitjið þið kannski og starið út í loftið í tvo klukkulíma." Skilaboðin sem ég vil koma á framfæri til skólafélaga minna er að reyna að þrauka. Ekki bara liggja og sofa, reyna frekar að lesa eitthvað og fara út í göngutúr." Heldur fél en slífi m Gunnar Thorarensen er nemandi á fjórða ári í Menntaskólanum í Reykjavík og er jafn- framt formaður nem- endafélags MR. „Við erum með bekkjakerfi í okkar skóla svo við getum alveg frestað prófunum fram á vor, eins og talað hefur verið um. Rektor hélt fund með okkur um daginn og hvatti nemendur til að byrja frekar að lesa upp það sem við erum búin að vera að læra í haust, frekar en að reyna að komast eitthvað áfram hjálp- arlaust. Það getur munað miklu að vera í upprifjun og halda sér þannig við efnið, svo önnin sé ekki ónýt. Fólk sem ekki stendur vel að v'ígi í námi, hefur dregist afturúr, eða eitthvað annað vcrra á kannski ekki mikla möguleika. Ég hef tekið eftir því sfðustu vikuna að reiði í fólki hefur magnast lil muna. Auðvit- að vill fólk fá betri kjör fyrir kennara, menntun er lykillinn að framtíðinni, það vitum við, en fólk er bara almennt orðið reitt yfir höfuð yfir þeirri að- stöðu sem búið er að koma okk- ur í. Við í nemendafélaginu höfum verið að reyna að skipuleggja fé- lagsstarf fyrir ncmendur svo þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Við get- um auðvitað ekkert verið að skipuleggja nein böll, til þess þarf kennara. Svo núna er í bí- gerð að halda fótboltamót og síðan á að fara í skíðaferð til Ak- ureyrar yfir heigina. Það setur Gunnar Thorarensen formaður nemendafélags Menntaskólans í Reykjavík reynir ásamt öðrum að halda Iffi í nemendum með fjölbreyttu félagsstarfi í verkfallinu. mynd pjetur okkur auðvitað skorður að það er búið að breyta sjálfræðisaldr- inum í átján ár og þess vegna verður sú ferð einungis fyrir eldri nemendur, þar sem ekki er leyfilegt að fara í ferðalög með nemendur yngri en átján ára. Við stöndum því frammi fyrir nokkurri tvískiptingu í félags- starfi skólans og í raun ætti það að hafa meiri áhrif á böllin en það gerir. En okkur hefur tekist ágætlega að halda uppi félags- starfinu þó það sé á öðrum nót- um en við erum vön. Fólk hittist í félagsheimili skólans, fer á skauta saman og ýmislegt fleira skem mtilegt. Skilaboðin sem ég vil koma á framfæri til nemenda er að byrja að lesa upp, það er miklu gáfu- legra heldur en að vera að reyna að læra eitthvað fram í tímann. Við þurfum kennara til að fylgja okkur í gegnum bókina, þeir eru til að útskýra fyrir okkur náms- efnið og öðruvísi komumst við ekki áfram.“ -w Ekki barn liggja og sofa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.