Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 4
4 - LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 laugardagur. 9. des. kl. 20.00 miðvikud. 27. des. kl. 20.00 fimmtud. 28. des. kl. 20.00 síðustu sýningar! Samstarfssýning Leikfélagsins og Vitlausa leikhópsins: T'Veir wiíþíM rvil 1« isif Trúöaleikurinn eða Skralli og Lalli eftir Aðalstein Bergdal Sýningar sunnud. 10. des. kl. 15.00 miðvikud. 27. des. kl. 20.00 fimmtud. 28. des. kl. 20.00 Leikarar: Aðalsteinn Bergdal og Skúli Gautason Leikstjóri: Þráinn Karlsson TRÚÐABOLIRNIR KOM- NIR skemmtileg gjöf fyrir börnin Kortasalan enn í fullum gangi! Gleðileg jól Jólagjöfin í ár fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu og alla hina. Gjafakortí leikhúsið. ■ - -—-aiOiiiAiJiulUUl I InlDlnl ríMTl ÍKII niHf ILEIKFÉLAGAKUREYRARI Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Hjóttuferðarinnar med Degi og íslandsflugi Nú gotur þú lestð • Dag í loftlnu á öllum áætlunarlelðum Islandsflugs. IJiUHir tSLMDSFWG Grískar goðsagnir Höggmynd úr Meyjarhofinu í Alþenu. Sjá má þrjá hinna tólf guða Forn-Grikkja: Póseidon, Appoiion og Artemis. Goðsagnir hins gríska menning- arheims hafa lifað um þús- undir ára og vekja víða enn í dag almennan áhuga. Þess má víða sjá merki í daglegu lífi vestrænna þjóða - í bókum, sjón- varpsþáttum og kvikmyndum. Vafalaust eru margar skýring- ar á því hvers vegna þessar goð- sögur eru svo lífseigar. Ein er tvímælalaust sú staðreynd að skáldin sem skópu grísku guð- ina gerðu þá háða ýmsum þeim sterku tilfinningum sem líka ráða ferðinni í mannheimum. Goðsögurnar lýsa þannig heit- um ástum og myrku hatri, hetjudáðum og glæstum sigrum á vígvellinum en einnig hetju- Iegum ósigrum. Þótt guðirnir séu eilífir eru þeir engu að síð- ur takmörkunum háðir. Mörg vandamál þeirra og erfiðleikar eiga rætur að rekja til mann- legra eiginleika svo sem girndar og losta, öfundar og afbrýði- semi, valdagræðgi og mikil- mennskuæðis. Við bætist að yf- irnáttúrulegum vopnum er gjarnan beitt af hálfu guðanna til að ná fram vilja þeirra og þeir leika sér gjarnan miskunnar- Iaust að mannfólkinu í leiðinni. Það má því segja að grísku goð- sögurnar séu jafn lífseigar og raun ber vitni einfaldlega vegna þess að þær eru spennandi og æsilegar frásagnir af stórbrotn- um og dramatískum örlögum guða og manna. Goðsagnirnar endursagðar Það er til dæmis um vinsældir þessara sagna nú á tímum að í jólabókaflóði ársins eru tvær bækur þar sem gömlu grísku frásagnirnar eru endursagðar, þótt með ólíkum hætti sé. Gunnar Dal, rithöfundur, sem skrifað hefur fleiri bækur um heimspeki og trúarbrögð fyrri tíma en flestir ef ekki allir íslenskir höfundar, hefur samið aðra bókina - Grískar goðsögur. Þar endursegir hann með sínu lagi sögur af grískum guðum, gyðjum, hetjum, skrímslum og mennskum mönnum, eins og það heitir í undirtitli bókarinn- ar. Hann fjallar í 107 köflum um allar helstu goðsögur þessa tímabils - byrjar á kenningun- um um hvernig heimurinn varð til en endursegir síðan hverja sögnina af annarri. Akur hans er að sjálfsögðu bókmennaarfur Grikkja og Rómverja allt frá Hónier til Ovids hins róm- verska. Ilver kafli er helgaður tiltekinni goðsögn og ber yfir- leitt nafn höfuðpersónunnar. Þannig er auðvelt að nota bók- ina í leiðinni sem uppflettirit fyrir þá sem vilja kynna sér ákveðna goðsögn eða söguhetju. Gunnar Dal er að sjálfsögðu þaulvanur að færa sögu og kenningar í afar læsilegan og áhugaverðan búning. Það þekk- ja lesendur margra fyrri bóka hans um heimspeki og kenning- ar ýmissa helstu andans manna liðinna alda. Þeir verða heldur ekki sviknir af þessari hók þar sem saman fer læsileg frásögn af persónum og atburðum og beinar tilvitnanir í samtöl og lýsingar úr hinum fornu ritum. Á bak við stjörnumerkin I hinni bókinni um grísku goða- fræðina - Saga stjörnumerkj- anna - rekur lllugi Jökulsson rithöfundur þær goðsögur sem frá fornu fari tengjast stjörnu- merkjunum tólf - en af ein- hverjum ástæðum lifa þau enn góðu lífi í hugum fjölmargra á þessum mektartímum raunvís- indanna. Hér er að sjálfsögðu vikið að mörgum sömu goðsögnunum og í bók Gunnars Dal, en þeim er raðað niður með öðrum hætti og tengdar saman þær goðsagn- ir sem tilheyra hverju stjörnu- merki fyrir sig, en oft voru á kreiki margar skýringar á tilurð sama merkisins. Illugi skrifar skemmtilega um þennan skondna heim grískra guða og leyfir sér á stundum að hafa góðlátlegt gaman af kjána- legustu tiltækjum þeirra. Það er því létt yfir frásögninni sem gef- ur ágætis yfirlit um meginlínur grísku goðafræðinnar og helstu hetjur og skúrka. GRÍSKAR GOÐSAGNIR. Höfundur: Gunnar Dal. Utgefandi: Nýja bókafélagið. SAGA STJÖRNU- MERKJANNA. Höfundur: Illugi Jökulsson. Útgefandi: PVP forlag. Vandamál Charlie ★ ★ Gun Shv Aðalhlutverk: Liam Neeson, Sandra Bullcok og Oliver Platt. Leikstjóri: Eric Blakeney. Bandarísk, árið 2000 Sambíóin eru að sýna bandarísku gamanmyndina Gun Shy. I helstu hlutverkum eru Liam Neeson, Oliver Platt og Sandra Bullock, sem er einnig framleiðandi. Leikstjóri er Eric Blakeney. Fjallar myndin um leyniþjónustumanninn Charlie og þau vandamál sem fý'lgja starfi hans. Þegar myndin hefst er Charlie að fara á taugum og vill hætta í vinnunni. Hann vill fly- tja á stað með gott og fallegt út- sýni. Ilann er hræddur um líf sitt og fyrir vikið talar hann við sjálfan sig og þjáist af maga- verkjum. Astæða þessara vandræða er nýleg reynsla Charlies. I þeim átökum slapp mafíósinn sem hetja myndarinnar ætlaði að handsama, en félagi Charlies var drepinn og hann sjálfur nærri því að fara sömu leið. Hann bregður á það ráð að fara til sálfræðings sem reynir að hjálpa honum. Líf leyniþjón- ustumannsins hatnar samt ekki fyrr en hann kynnist hjúkrunar- konunni, Judy. Hún kennir hon- um að njóta lífsins og þau verða ástfangin. Vonbrigói Gun Shy veldur nokkrum von- brigðum. Ahersla er lögð á það í byrjun myndarinnar að Iýsa því hvað felst í starfi Charlies. Þau atriöi eru áhugalítil og einungis leikarinn, Liam Neeson, heldur áhorfandanum við efnið. Fyrri hlutin myndarinnar er því lang- dreginn, en hún batnar er á líður. Sérstaklega eftir að Charlie kynnist Judy og samband þeirra fer að þróast. Einnig er að finna skemmtilcg atriði þegar Gharlie er kominn í hópmeðferð hjá sál- fræðingnum. Myndin hefði batn- að til muna ef meiri áhersla hefði verið lögð á þá þætti, en því mið- ur eru áherslurnar aðrar. Það sem háir þó Gun Shy mest sem gamanmynd er að hún sýnir okk- ur engin bráðfyndin atriði. Áhorfendur brosa stundum út í annað, en hlæja aldrei mikið né lengi. Skýringin er auðvitað sú að handritið er Iélegt. Samræðurnar eru yfirleitt áhugalitlar ogjafnvel heimskulegar. Þá er persónu- sköpunin ótrúverðug. Að vísu er samband Gharlies og Judy skemmtilegt á köflum, en það er meira Neeson og Bullock að þakka en handritinu. Þá eru aukapersónurnar Iítt spennandi og sumar reyndar virkilega pirrandi. Dæmi um það erAndrew Lauer, sem þekktur er úr gamanþátlunum Caroline In the City. Hann fer með hlutverk krimmans Jason Cane. Olíkt Neeson og Bullock tekst hvorki honum né öðrum leikurum að bæta fyrir slappa persónusköpun í handritinu. Endirinn er einnig fýrirsjánleg- ur og alltof oflseldisfullur, sér- staklega ef haft er í huga að Gun Shy á að vera gamanmynd. Neeson og Bullock Liam Neeson fer vel með hlut- verk sitt í myndinni. Honum tekst að gera Charlie áhugaverð- an þrátt fyrir allt. Hann er sann- færandi hvort sem persóna hans á að vera taugaveikluð og ham- ingjusöm, enda er þarna á ferð- inni góður leikari eins og flestir bíógestir þekkja af fyrri myndum hans. Sandra Bullock fer með mjög lítið hlutverk. Hún Ieikur hina hjartgóðu Judy og hressir upp á myndina, enda skemmtileg að vanda. Samleikur hennar og Neesons er Ijósi punktur mynd- arinnar. Oliver Platt er ótrúverðugur í hlutverki mafíósans Fulvio. Hann er beinlínis lélegur í fyrri hlutanum en á góða spretti er líður á myndina. Því miður eru sprettirnir of fáir og koma of seint. Aðdáendur Neeson og Bullock verða örugglega fýrir nokkrum vonbrigðum með þessa kvik- mynd. Þótt þau standi fyrir sínu verður Gun Shy að teljast ein lé- legasta mynd þeirra skötuhjúa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.