Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 - 17 IjyjÐ J LAjJDJjJU j Undir bárujámsboga Á morgnana tæmdust hverfin nánast af körlum sem héldu sem leið lá á sfna vinnustaði. Eftir voru kon- urnar með börnin sín. Þessi mynd er frá barnaleikvellinum i Camp Knox. i baksýn sjást Meistaravellir. mynd: pAll sicurðsson. Braggarnir settu mikinn svip á bæjarlífið í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldarinnar og fyrstu áratugina þar á eftir. Dag- ur birtir hér kaflabrot úr hinni fróðlegu og vönduðu bók Egg- erts Þórs Bernharðssonar um braggahverfin í Reykjavík, Undir bárujárnsboga. Hér er lýst lífi kvenna og barna sem voru heima á meðan karla voru í vinnu. Konurnar í hverfunum þekktust oft náið og iðulega hjálpuðust þær að eftir bestu getu. En vissulega var sambandið milli kvenn- anna mismikið, sums staðar voru kunn- ingjakonurnar fáar og þá helst næstu ná- grannar en annars staðar þekktu allir alla. Slíkt fór nokkuð eftir stærð hverfanna. Tengsl út fyrir hverfi voru misjöfn. Sumar fjölsk>'ldur höfðu náið samband við ætt- ingja og vini annars staðar í bænum, aðrar héldu sig meira út af lyrir sig en þess meiri samgangur var þá innan skálahverfisins. 17 Stundum héldu konurnar sambandinu eft- ir að þær höfðu flust úr herskálunum í önnur íbúðahverfi. 18 Einkum virtist samstaðan rík í þeim hverfum sem voru smá og tiltölulega ein- angruð frá annarri íbúðabyggð, t.d. var samheldnin mikil í Balbokampi og Nes- kampi. I Balbokampi voru konurnar m.a. með saumaklúbba, þær buðu hver annarri í mat og oft voru þær með sameiginlega kaffitíma síðdegis, einkum á sumrin þegar gott var veður. Þá stóðu þær fyrir eins kon- ar „útikaffi" um þrjúleytið og öll börn hverfisins söfnuðust saman og nutu veit- inganna sem konurnar buðu upp á. Þær skiptu með sér verkum og fór nokkuð eftir efnum og ástæðum hverrar konu hvað hún gerði í hvert skipti. Ein bakaði kannski pönnukökur, önnur bjó til kleinur, sú þriðja sá um drykkjarföng o.s.frv. Konurnar tóku gjarnan bandavinnuna með sér út, sauni- uðu út og prjónuðu, spjölluðu saman og filgdust með börnunum leika sér. Karlarnir voru víðs fjarri í vinnunni. Þarna myndað- ist stundum hálfgerð „karnivalstemning" setn lífgaði mjög upp á umhverfið og jók samstöðuna í hverfinu.19 Heimur barnanna Þótt skipuleg leiksvæði með tilheyrandi tækjum væru af skornum skammti virtust börnin í braggahverfunum ekki láta það mikið á sig fá. Umhverfi flestra hverlanna veitti börnunum nefnilega mikið frelsi til athafna og það kunnu þau vel að meta. Víðáttumikil óbyggð svæði, holt og hæðir, vellir og tún, melar og móar, voru tilvalin leiksvæði. Þannig voru krakkarnir í nánum tengslum við náttúruna og þá ekki síður „sveitina" í bænum því bóndabýli voru í grennd við sum skálahverfin, ekki síst Sel- bykamp og Neskamp. Ævintýrin leyndust víða. A sumrin voru túnin í grennd við Selbykamp tilvalinn leik- völlur og á veturna var hægt að renna sér þar á skautum. I nágrenni kampsins áttu krakkarnir sér dálítið afdrep sem þeir köll- uðu „holtið" og þar byggðu þeir heilan heim; brýr og vegi, hús og hlöður.50 Krakkarnir í Balbokampi áttu svipaðan „heirn", moldargarð sem farið var í þegar þurrt var úti og þar léku þeir sér m.a. með heimasmíðaða fólks- og vörubíla, byggðu hús, lögðu vegi og undu glaðir við sitt.51 Og í ýmsum braggahverfum fengu krakk- arnir að byggja sér dúfnakofa og höfðu gaman af.52 Reykjavíkuræskan að leik Enda þótt aðstæður í herskálahverfunum væru um sumt ólíkar og hefðu áhrif á leiki barnanna voru krakkarnir þar ekkert frá- brugðnir öðrum börnum í bænum að því leyti að þeir höfðu unun af hefðbundnum leikjum Reykjavíkuræskunnar. Hópleikir utanhúss voru afar vinsælir, ekki síst hlaupa- og boltaleikir eins og kýlubolti eða kýló, brennibolti eða brennó og yfir, einnig fallin spýta eða saltabrauð, stórfiskaleikur, að hlaupa í skarðið, útilegumaðurinn, sem var feluleikur, og höfðingjaleikur. Krakkar á öllum aldri léku sér saman í þessum leikj- um, bæði strákar og stelpur, enda voru ekki svo margir jafnaldrar í hverju hverfi. Síðan voru tískuleikir sem réðu ríkjum tímabund- ið, eitt sumarið sló t.d. indíánaleikur ræki- lega í gegn í Balbokampi. Leikfélagar barn- anna í herskálahverfunum voru allajafna úr nánasta umhverfi þótt mörg börn úr bröggunum ættu vitaskuld vini utan hverf- isins. Þegar ný íbúðahverfi byggðust í grcnnd við braggana jukust möguleikar á fjölmennum hópleikjum, t.d. háttaði þannig til í Selbykampi þegar smáíbúða- hverfið var að rísa í upphafi sjötta áratugar- ins og svipað var uppi á teningnum í Þór- oddsstaðakampi þegar Háahlíð og Hörgs- hlíð byggðust. Götubardagarnir Svokallaðir götubardagar voru algengir í Reykjavík á sjötta og sjöunda áratugnum og voru háðir vítt og breitt um bæinn. Krakkarnir í herskálahverfunum fóru ekki varhluta af þeim frekar en aðrir. Börn og unglingar f mörgum braggahverfum öttu kappi við jafnaldra í næstu götum eða íbúðahverfum. Harðastir virtust þó þeir sem bjuggu í Camp Knox en í því hverfi voru jafnvel bardagar á milli einstakra hverfahluta. Þannig börðust þeir sem bjuggu t.d. í R- og C-hluta hverfisins sam- an gegn þeim sem bjuggu í H-hlutanum. En þegar barist var við andstæðinga utan hverfis, t.d. þá sem áttu heima á Melunum eða í Skjólunum, sameinaðist hópurinn í hverfinu og stóð sanian sem ein heild. Oft var hraustlega teldst á, jafnvel svo fast að lögreglu og fullorðnu fólki leist ekkert á ástandið. En samstaðan í Camp Knox var óvenju rík og þess nutu sumir krakkarnir þar, ekki síst fyrirferðarmiklir strákar sem áttu það til að gera skammarstrik utan hverfisins. Sveinbjörn sýnir klærnar IHHH Sveinbjörn Sig- BRIDGE urðsson hefur gaman af bridge og hefur spilað Icngi. Sum spil eru þó skemmti- legri en önnur. Svo fannst Sveinbirni um eftirfarandi gjöf sem kom upp hjá Bridgefélagi Akureyrar sl. sunnudagskvöld. S/AV á hættu * ÁD74 * DT754 * 6 * K96 * G85 r G986 * 93 * G852 N V A S * 632 * K2 * KG742 * D74 KT9 Á3 ÁDT85 ÁT3 SuðurVestur Norður Austur BÞ Örlygur Pétur Sveinbjörn pass pass Ihjarta lgrand dobl pass pass pass Ofanritaður sat í suður og kom sér í hlutverk fórnarlambs- ins eins og stundum áður. Á vinstri hönd var Örlygur Örlygs- son, Pétur Guðjónsson sat í norður en stjórnanda þáttarins í austur er þegar búið að kynna til sögunnar. Eftir tvö pöss, opnaði Pétur á hjarta, Sveinbjörn stakk sér inn á grandi og spilaði það doblað. Spilið þróast á annan hátt ef hjartakóngi er spilað út en suður taldi heppilegast að reyna við tígullitinn og spilaði fjórða hæsta. Sveinbjörn lét Iítið í blindum og átti slaginn á áttuna heima. Þá spilaði hann laufás og lauftíu sem Pétur drap á kóng og skilaði laufi til baka. Suður drap á drottningu og skipti nú yfir í hjartakóng. Sveinbjörn drap og spilaði aftur hjarta á ní- una og Pétur tók tvo slagi í þeim lit. Þá spilaði Pétur spaðadrottn- ingu, enda í þvingaðri stöðu. Sveinbjörn drap með kóngi sem hélt og spilaði níunni að blind- um og yfirdrap með gosa, enda fýsti hann í fríslagina þar. Ekld gekk það. Pétur drap með ás og spilaði enn spaða sem Svein- björn átti með níunni heima og þá var sviðið sett. Tígulás var tekinn og litlum tígli spilað með þeim afleiðingum að ofanritaður varð endaspilaður upp í tígulgaffalinn. Sveinbjörn fékk tvo spaðaslagi, einn hjartaslag, 3 tígulslagi og einn á ás. 180 í húsi og hreinn toppur. Bridgekvöld Bridgeskólans og BSI Mánudaginn 4. des. spiluðu 14 pör mitchell. Lokastaðan N-Sriðill 1. Ágúst Guðmundsson -Magnús Bergsson 108 2. Sjöfn Sigvaldadóttir -Guðmundur Lúðvíksson 98 3. Jóna Samsonardóttir -Kristinn Stefánsson 94 A-V riðill 1. Eggert Sverrisson -Halldór Halldórsson 122 2. Halldór Hjartarson -Benedikt Franklínsson 90 3. Svava Jónsdóttir -Kristján Nielsen 87 Efstu pör í hvorum riðli hljóta í verðlaun úttekt í Bridgebúð BSI.Síðasta spilakvöld Bridge- skólans íyrir jól verður mánudag- inn 11. des.Spilamennska hefst kl. 20.00, allir eru velkomnir og aðstoðað er við myndun para. Frá Hvergerðingum Vetrarstarf Bridgefélags Hvera- gerðis hefur verið með hefð- bundnum hætti þennan vetur. Hinn 31. október lauk þriggja kvölda VIS tvímenningi. Urslit urðu þessi: 1. Pétur og Anton 557 stig 2. Kjartan K. og Valtýr 542 stig 3. Jón Guðm. og Öm Friðg. 529 stig 4. Birgir Bj. og Kjartan 511 stig 5. Össur Fr. og Birgir 506 stig Næst var spiluð fjögurra kvölda hraðsveitakeppni og lauk henni 28. nóvembers.l. Urslit urðu eftirfarandi: 1. Jón Guðmundsson, Ulfar Guðmundsson, Guðmundur Sæmundsson og Hörður Thorar-cnssen 1799 stig 2. Valtýr Jónasson, Kjartan Kjartansson, Birgir Pálsson, Össur Friðgeirsson og Friðgeir Kristjánsson 1758 stig 3. Þórður Snæhjörnsson, Sturla Þórðarson, Bjarni Þór- arinsson og Grímur Magnús- son 1723 stig Þriðjudagana 12. og 19. desember verður spilaður einmenningur. Keppnihefst síðan að loknu jólafríi þriðju- daginn 9. janúar með eins kvöldstvímenningi. Spila- mennska hefst kl. 19.30. Nýtt fólk er sérstaklega boð- iðvelkomið að taka í spil í afslöppuðu umhverfi þar sem allir spila sér tilánægju. Tryggvi leiðir enn Einu kvöldi er ólokið f hraðsveitakeppni Bridgefélags Akureyrar. Sveit Ttyggva Gunn- arssonar hefur leitt frá upphafi en með honum spila Pétur Guð- jónsson, Hörður Blöndal og Grettir Frímannsson. Staða efstu sveita: 1. Tryggvi 801 stig 2. Gylfi Pálsson 797 stig 3. Sparisjóður Norðlendinga 781 stig 4. Sveinn Stefánsson 768 stig

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.