Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 13
X^«r LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 - 13 LÍF OG STÍLL Gimsteinaskrín. Á 18. öld þóttu gim- steinaskreytt skartgrípaskrín sem þetta mjög eftirsóknarverð. Miðsteinninn er stór sítrín, um- kringdur ametýst- um, agötum, amasónitum, granötum og perlum. er raunar ennþá viðurkennt allvíða í þjóðfélögum, þótt það sé ekki hér. En mér finnst alveg fráleitt að nútíma- maður á Islandi skuli bera þetta á borð fyrir fólk, eða að fólk skuli hlusta á það,“ segir Ari Trausti. Eitt af því sem hafa þarf í huga varð- andi skrautsteina er að um þrennt getur verið að ræða: náttúrusteina, gervisteina og eftirlíkingar. Náttúrusteinarnir eru verðmætastir. Gervistcinarnir hafa sömu eiginlcika og náttúrusteinarnir, en eru búnir til af mönn- um með aðferðum sem hafa verið þekktar frá því um miðja 19. öld. Þeir eru því ekki alveg eins verðmætir, en verðmætir samt. En svo eru hinar eiginlegu eftirlíkingar, en í þær er notað gler eða einhver allt önnur tegund af steini og þær eru því gjarnan verðlausar eða mjög verðlitlar. Að sögn Ara Trausta eru ýmsar Ieiðir færar til þess að þekkja í sundur, til dæmis náttúrusteina og gervisteina, jafnvel þótt eiginleikarnir séu þeir sömu. „Stundum eru þær nú ekkert flóknari en það að þú þarft að eiga gott stækkunargler,“ segir Ari Trausti. „Þá geturðu þeklit í sundur raunverulegan safír og gervisafír til dæmis. Þá skoða menn m.a. svonefndar innlyksur, sem eru ýmis óhreinindi og vissir hlutir sem eru inni í stein- inum og verða til við framleiðslu hans, sem ekki ger- ist í náttúrunni. Eða öfugt, því ákveðin gerð af inn- lyksum verður stundum til í framleiðslu sumra gervi- steina en ekki í náttúrunni." -GB Útskorinn sítrín. Þessi sítrínkristall með hreinar linur og glæsilegan smáútskurð, eft/r Þjóðverjann Bernd Munsteiner, er dæmi um nú- tímaaðferðir við hönnun og gerö skrautsteina. Tópas. Að ofan er grænn tópas sem var lengi vel stærsti flataslípaði gimsteinn heims, og gengur undir nafn- inu Brasilíska prinsessan. Að neðan eru tópaskristallar í móðurbergi. Tópas er til i ýms- um litum, og eru gullgulur tópas og bleikur tópas verðmæt- astir allra tópasa. Demantsnæla í líki fugls með demöntum, smarögðum og períum; allt greypt i gull. Fiðrildisnæla með rúmlega 150 demöntum með margvíslega slípuðum steinum, t.d. ferköntuðum og bátslaga. Gervismaragður og innlyksur í gervismaragði. Gervisteinar eru tiibúnir steinar, gerðir af mannahöndum, en hafa sömu eiginleika og nátt- úrusteinarnir. Innlyksur eru óhreinindi og ýms- ir hlutir sem verða til með ólíkum hætti eftir því hvort steinn- inn myndast i náttúr- unni eða hann er myndaður með að- ferðum sem menn hafa fundið upp. Útskorna Búdda- líkneskið er úr fyrsta flokks afgönskum Lapis Lazúli. f 1 Opið til l wmm m if h 22:00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.