Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 12
LÍF OG STÍLL 12 - LAUGARDAGUR . DESEMBER 2000 Jólasveinarnir koma í heimsókn kl. 13:00. Nýtt kortatímabil. Opið á morgun, fró 13:00-17:00. Veitingastaðir og Kringlubíó eru með opið lengur á kvöldin og um helgor. Opið til kl. 22:00 í kvöld Skartgripir og eðalsteinar hafa löngum heillað fólk, og margir hafa fundið hjá sér ómótstæði- lega þörffýrir að eignast slíka gripi, ýmist til þess að skreyta sig með eða til þess að safna. Mjög lítið er þó um það hér á íslandi að steinasafnarar safni skrautsteinum sem slík um. „Flestir steina- safnarar á Islandi eru að safna fallegum steinum sem eru yfir- leitt íslenskir, en þeir eru ekki slíp- aðir,“ segir Ari Trausti Guð- mundsson jarð- eðlisfræðingur, rithöfundur og sjónvarpsmaður. „Eg held að hér á landi séu ekki til stórir demantar, mjög dýrmætir safírar og svo framvegis. Islendingar hafa alla jafna ekki haft efni á því að kaupa virkilega dýra gripi af þessu tagi. Þokkalegur hringur eða armband getur kostað millj- ónir króna.“ Ari Trausti hefur þýtt og staðfært hók um skraut- steina, og það mun vera í íýTsta sinn sem bók af því tagi kemur út á íslensku. Þetta er vönduð handbók nteð yfír 800 litmyndum, og þar getur fólk leitað sér upplýsinga um 130 tegundir af skrautsteinum og meðal annars fengið fræðslu um helstu aðferðir við að greina þær í sundur. Myndirnar og flestir mynda- textarnir hér á síðunni eru fengnir úr þessari bók, sem heitir Skrautsteinar. - Hvað er það sem gefur þessttm steinum verðgildi? „Þeir verða náttúrlega verðmætir af því að fólk notar skart af ýmsu tagi. Fólk hcfur alltaf haft þessa skreytiþörf og leitar f náttúruna eftir fögrum stein- um," segir Ari Trausti. „Og smám saman öðlast þess- ir steinar verðmæti. Fyrst raunar sent gjaldmiðill, og seinna meir seni skrautgripir. Það eru þá þessir hörðu steinar lýrst og fremst. Þeir eru bæði mis- munandi eftirsóttir og mismunandi algengir. Svo eru til steinar sem eru verðmætari en ella vegna þess að þeir hafa ákveðna sögu og eru greyptir í ákveðinn skartgrip. Þetta hefur verið partur af mann- kynsögunni í þrjú þúsund ár eða jafnvel lengur." - Svo er ýtnis kotuir hjátrú setn leng- isl þessu núorðið, fólk er mikið að tala um einhvern kraft frá steinum. „Já, við gerum aðeins grein fyrir því í bókinni, en bæði hinir erlendu höf- undar hennar og ég erum alveg með það á hreinu að þetta er bull. Eg virði þetta sem part af menn- ingarsögunni, því þetta teng- ist náttúrulega gömlum töfralæknum þúsundir ára aftur í tímann, og Marbendill. Þetta men er dæmigert fyrir skart frá 16 öld. Líkami mar- bendilsins er perla en auk hennar dem- Mikilvægir skrautsteinar. Þessir fimm steinar eru allir í hávegum haföir sem skrautsteinar. Að perlunni frátalinni eru þeir allir slípaðir á sérstakan hátt svo að fegurð steinsins komi sem best fram. Sá gyllti er dem- antur (brillíantslípun), sá blái er stjörnusafír (hvolf- slípun), perlan er auð- þekkt (óslípuð), sá rauði er rúbín (þrepaslípun) og sá græni smaragður (átt- hyrnd hvolfslípun).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.